Dagur - 16.03.1991, Blaðsíða 13
Laugardagur 16. maYs 1991- DAGUR"- 13
poppsíðon
Sagan endurtekur sig:
„Allt í lagi núna“
enn og aftur hjá Free
Ibúð til sölu
Rúmgóö þriggja herbergja íbúö í kjallara viö Einholt
(tvíbýlishús) er til sölu.
Þeir sem vilja nánari upplýsingar geta lagt inn nafn
og síma á afgreiðslu Dags merkt „Einholt".
Þeir sem á annaö borð hafa
áhuga á tónlist og telja sig vita
eitthvað er hana varðar þekkja
eflaust nafn bresku rokkhljóm-
sveitarinnar Free og þá ekki síst
vegna lagsins All right now. All
right now er eitt af þessum lögum
sem náð hafa vinsældum og
heldur þeim hvað sem líður
straumum og stefnum í rás
tímans.
Ástæðan fyrir því að Poppsíð-
an er að vekja máls á þessu nú
er sú að lagið hefur að undan-
förnu notið mikilla vinsælda, sem
rekja má til þess að það hefur
hljómað í auglýsingu fyrir tyggi-
gúmmí frá Wrigley’s. Er þetta
hvorki meira né minna en í
fimmta sinn sem lagið nær inn á
vinsældalista, en síðan það sló
fyrst í gegn árið 1970, (þá náði
það alla leið í annað sætið á
breska listanum) hefur All right
now orðið aftur vinsælt árin
1973, 1978, 1982 og svo núna
1991.
Svo nokkrum orðum sé farið
um feril Free, þá var það fyrir
atbeina Alexis Korner, sem oft er
nefndur Guðfaðir bresku blús-
bylgjunnar, sem stofnun Free
varð að veruleika árið 1968. Kom
Korner þeim félögum Paul Rod-
gers söngvara, Andy Fraser
bassaleikara, Simon Kirke
trommuleikara og Paul Kossoff
gítarleikara á framfæri við Island
útgáfuna og voru tvær fyrstu
plöturnar, Tons of Sob og Free
undir sterkum áhrifum frá Korner.
Þóttu þessar tvær plötur (þær
komu út 1968 og 1969) ekkert
sérstakar en með þeirri þriðju,
Fire and Water, sem kom út
1970 sló hljómsveitin í gegn, en
hún innihélt einmitt All right now.
Næsta plata, Highway, sem
fylgdi í kjölfarið árið 1971, viðhélt
svo fengnum vinsældum og vel
það. Allt virtist þvi leika í lyndi en
m.a. vegna þess aö hverjum og
einum fannst freistandi að reyna
eitthvað nýtt upp á eigin spýtur,
ákváðu fjórmenningarnir, öllum
að óvörum, að hætta. En þar
sem þessi einkaáform gengu
ekki sem skyldi, komu þeirfélag-
ar aftur saman ári seinna (1972)
og hljóðrituðu plötuna Free at
last, sem fékk góðar viðtökur og
aftur virtist framtíðin björt. En
vegna heroinneyslu og slæmrar
heilsu hætti Kossoff fljótlega og
þá fékk Fraser sig fullsaddan af
samstarfinu.
Platan Heartbreaker, sem kom
út 1973, var sú síðasta sem kom
út með Free og voru þá komnir
nýir menn í stað þeirra Kossoffs
og Frasers. (Reyndar var Koss-
off enn í hljómsveitinni en hermt
er að gítarleikarinn sem tók við af
honum seinna hafi þá þegar ver-
ið kominn til skjalanna og spilað í
nokkrum lögum.)
Eftir að hljómsveitin hætti hafa
Free er ekki gleymd þrátt fyrir að
hafa verið í gröfinni í 18 ár.
nokkrar safnþlötur með henni
komið út og sú síðasta einmitt
fyrir skömmu. Þá er enn ónefnd
tónleikaplata sem gefin var út
þegar Free var hætt í fyrra skipt-
ið árið 1971.
Um afdrif þeirra fjórmenninga
eftir endalok Free er það að
segja að veikindi Kossoffs jukust
jafnt og þétt og svo fór að hann
lést úr hjartaslagi árið 1976 að-
eins 25 ára að aldri. Fraser dróg
sig að mestu út úr tónlistarheim-
inum en þeir Rodgers og Kirke
héldu áfram samstarfi og stofn-
uðu Bad Company, en ferill
hennar er efni í aðra grein og
verður því ekki rakinn hér.
En svo minnst sé á nútíðina að
lokum þá kemur fram annars
staðar á síðunni að Paul Rod-
gers er kominn fram á sjónár-
sviðið með nýja hljómsveit og
mun plata með henni væntanleg.
Um hina tvo er lítið að segja,
nema hvað Simon Kirke er með-
limur í Bad Company, sem var
endurreist fyrir nokkrum árum.
Aðalfundur
Ungmennafélags Akureyrar, verður haldinn í
Lundarskóla, miövikudaginn 20.. mars kl. 20.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórn U.F.A.
Súkkulaðiterta með koníaki
Notið FLÓRU smjörlíki
og baksturinn bregst ekki!
Botnar:
Hrærið 200 g sykur, 200 g Flóru smjörlíki
og 3 egg. Sigtið 200 g hveiti, 3 msk. kakó og lh tsk.
lyftiduft og hrærið allt saman.
Bakist í tveimur formum við 200 gráður C í 8-11
mínútur.
Krem:
Þeytið saman 200 g flórsykur og 200 g Flóru
smjörlíki. Bætið í V2 stk. af ljósum súkkulaðihjúp
og 2 msk. af koníaki.
Skreyting: Rifið súkkulaði og marsípan.
Verði ykkur að góðu!