Dagur - 09.04.1991, Side 1
Útsala
Útsala
Útsala
Útsala
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599^
Spurningakeppni
framhaldsskólanna:
MA-ingar
fara í úrslit
- lögðu lið MH að velli
í undanúrslitum
Lið Menntaskólans á Akureyri
hafði betur í baráttunni við
menntskælinga í Hamrahlíð í
síðari umferð undanúrslita í
spurningakeppni framhalds-
skólanna sl. föstudagskvöld.
MA-ingar sigruðu með einu
stigi eftir bráðabana og er
óhætt að segja að þetta hafi
verið einhver mest spennandi
spurningakeppni í sjónvarpi á
síðari árum.
Með þessum glæsta sigri áunnu
MA-ingar sér rétt til þess að
mæta liði Flensborgarskóla í
Hafnarfirði í úrslitum, sem verða
send út nk. föstudag. Ætla má að
keppnin, sem verður háð í Fél-
agsheimilinu í Kópavogi, verði
jöfn og spennandi, enda hér á
ferðinni tvö frábær lið. Vitað er
að öflugt klapplið MA-inga fer
suður yfir heiðar til þess að
hvetja kappana til dáða í úrslita-
keppninni.
Hinir fræknu fróðu MA-ingar
eru allir átján ára. Tveir þeirra,
Magnús Teitsson og Finnur
Friðriksson, eru frá Akureyri, en
þriðja hjólið undir vagninum er
Pálmi Óskarsson frá Dalvík.
Dagur mun birta viðtal við þá
félaga nk. fimmtudag. óþh
Skíðamót íslands:
Akureyringar sigursælir
- unnu 25 verðlaun af 45 mögulegum
Akureyringar unnu 25 verðlaun
af 45 mögulegum á Skíðamóti
íslands sem lauk á ísafirði á
laugardag. Þar af unnu Akur-
eyringar til 7 gullverðlauna,
Valdemar Valdemarsson sigr-
aði í svigi og alpatvíkeppni,
Guðrún H. Kristjánsdóttir í
samhliðasvigi, Haukur Eiríks-
son í 15 km göngu og göngutví-
keppni, Rögnvaldur Ingþórsson
í 30 km göngu og loks sigraði
sveit Akureyrar í boðgöngu.
Myndin var tekin við komu
hópsins til Akureyrar á sunnu-
dag en félagar úr SRA biðu á
flugvellinum með blóm, kakó
og rjómatertu. Nánar er sagt frá
mótinu á íþróttasíðum blaðsins.
Mynd: Golli
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga í Félagsborg sl. laugardag:
Goður hagnaður en háar skuldir
- skuldir félagsins óþægilega miklar, segir stjórnarformaður KEA
Mikil umskipti urðu í
rekstri Kaupfélags Eyfirðinga
á síðasta ári samanborið við
árið 1989. Rekstrarhagnaður
ársins nam 262 milljónum
króna, en árið 1989 varð 177
milljón króna tap. í krónum
talið eru þessi umskipti upp á
um 440 milljónir króna. Þetta
kom fram á aðalfundi KEA,
sem haldinn var sl. laugardag í
Félagsborg á Akureyri. Fund-
inn sátu 253 fulltrúar, þar af
200 karlar og 53 konur.
Magnús Gauti Gautason, kaup-
félagsstjóri, sagði að hlutfall
skammtímaskulda hefði verið
lækkað umtalsvert á síðasta ári
með skuldbreytingu.
Hann tók undir þau orð stjórn-
arformanns að áfram yrði að
gæta aðhalds og hagræðingar í
rekstri KEA og slaka hvergi á
klónni. Hann sagði að á ýmsum
sviðum hefði gengið vel í rekstr-
inum, en miður í öðrum. Ein
þeirra greina sem miður gekk á
síðasta ári er kjötiðnaðurinn, en
Magnús Gauti upplýsti að sam-
kvæmt tölum fyrstu tveggja mán-
aða þessa árs væri rekstur Kjöt-
iðnaðarstöðvar réttu megin við
strikið.
Fram kom hjá kaupfélags-
stjóra að áfram yrði unnið að
sölu þeirra eigna KEA sem gæfu
félaginu engan arð. Eins og fram
hefur komið hafa staðið yfir við-
ræður KEA og Akureyrarbæjar
um sölu eigna félagsins í Gróf-
argili. Magnús Gauti orðaði það
svo að lokasprettur samnings-
gerðarinnar væri eftir og síðan
yrði málið lagt fyrir stjórn KEA.
Á síðasta ári var meðalstarfs-
mannafjöldi KEA 948 og beinar
launagreiðslur námu 1,007 millj-
ónum króna. Hjá samstarfsfyrir-
tækjum störfuðu að meðaltali 223
manns og beinar launagreiðslur
til þeirra námu 360 milljónum
króna. Alls námu beinar launa-
greiðslur Kaupfélags Eyfirðinga
og samstarfsfyrirtækja 1,367
milljónum króna, sem er 8%
lækkun frá árinu 1989. óþh
Erfiðleikar hjá Síldarverksmiðjum ríkisins:
Stjóm SR leitar leiða til að brúa bilið
Heildarvelta KEA á síðasta ári
var 8,3 milljarðar og hafði aukist
frá fyrra ári um 7,2%. Velta sam-
starfsfyrirtækja var 1,7 milljarð-
ur, sem er 12% lækkun frá árinu
1989. Um síðustu áramót voru
eignir KEA samtals 6,959 millj-
ónir króna. Skuldir voru hins
vegar 4,350 mi'lljónir og eignir
umfram skuldir 2,609 milljónir
króna. Eigiðfj árhlutfall var
37,5%.
Jóhannes Sigvaldason, for-
maður stjórnar KEA, sagði í
ræðu sinni á aðalfundinum að
þrátt fyrir batnandi hag félagsins
á síðasta ári mætti ekki líta fram
hjá þeirri staðreynd að skuldir
KEA væru óþægilega miklar. Því
yrði áfram að gæta aðhalds f
rekstrinum og grynnka á
skuldunum. Hann sagði að ekki
væru áformaðar stórar fjárfest-
ingar hjá KEA á þessu ári.
Stjórn Sfldarverksmiðja ríkis-
ins hefur undanfarið rætt um
leiðir til að brúa bilið í þeim
erfiðleikum sem steðjað hafa
að fyrirtækinu vegna loðnu-
brestsins. Taprekstur var síðari
hluta árs í fyrra, og loðnuveiði-
bannið eftir síðustu áramót
gerði myndina ennþá dekkri.
Þorsteinn Gíslason, stjórnar-
formaður SR, segir að fyrri hluta
seinasta árs hafi verið rekstrar-
hagnaður hjá SR, en dæmið snér-
ist við síðari hluta ársins og á
þessu ári. Erfiðleikar steðji
óneitanlega að verksmiðjum SR
eins og öðrum loðnuverksmiðj-
um landsins. Eigandi SR, ríkis-
sjóður, verði að greiða götu fyrir-
tækisins með ríkisábyrgðum,
þegar erfiðleikar sem þessir
steðja að.
Aðspurður hvort leggja ætti
verksmiðju SR á Skagaströnd
niður sagði Þorsteinn að varla
væri hægt að ræða um að leggja
neitt niður á þeim stað. Á Skaga-
strönd starfar aðeins einn fastur
starfsmaður við beinavinnslu, og
engin loðna verið brædd þar í
meira en tólf ár, því verksmiðjan
var úrelt 1979, rétt eftir að hún
hafði verið endurbyggð frá
grunni. Fiskifræðingar höfðu sagt
að loðnustofninn þyldi einnar og
hálfrar milljóna tonna ársveiði,
en það álit breyttist á byggingar-
tímanum. Vegna eindreginna til-
mæla stjórnvalda var verksmiðj-
an aldrei gangsett eftir endur-
byggingu.
„Við erum að vinna að því að
hægt verði að halda sjó með
verksmiðjurnar að næstu loðnu-
veiði. Lögin sem Síldarverk-
smiðjur ríkisins starfa eftir eru
löngu úrelt, við stefnum líka að
því að ný lög verði sett en það
tókst ekki að koma þeim gegnum
Alþingi fyrir þingslit á dögun-
um,“ sagði Þorsteinn Gíslason.
EHB
Glerárprestakall:
Sr. Gunnlaugur
Garðarsson Maut
lögmæta kosningu
Gunnlaugur Garðarsson, safn-
aðarprestur í Garðabæ, var
kosinn lögmætri kosningu í
embætti sóknarprests í Glerár-
prestakalli á kjörfundi sl.
sunnudag.
Átján kjörmenn greiddu
atkvæði, níu aðalmenn í sóknar-
nefnd og níu varamenn. Atkvæða-
greiðslan var leynileg og stjórn-
aði sr. Birgir Snæbjörnsson, pró-
fastur Eyjafjarðarprófastdæmis,
kosningunni. Aðrir umsækjendur
um- Glerárprestakall voru sr.
Flosi Magnússon, prófastur í
Bíldudal, og sr. Svavar Alfreð
Jónsson, sóknarprestur í Ólafs-
firði.
Sr. Gunnlaugur er fæddur 3.
janúar 1950, kvæntur Sigríði
Halldórsdóttur, lektor í hjúkrun-
arfræðum við Háskóla íslands.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1972 og guðfræðiprófi frá HÍ
ári 1984. Einnig lagði hann stund
á nám í sálarfræði og heimspeki
við HÍ. Framhaldsnám í guðfræði
stundaði hann við Vancouver
School of Theology á árunum
1986-1988.
Sr. Gunnlaugur var sóknar-
prestur í Þingeyrarprestakalli
árin 1984-1986 og starfi aðstoðar-
prests í Garðaprestakalli hefur
hann gegnt frá 1. september
1988.
Af félagsstörfum sr. Gunn-
laugs má nefna að hann hefur
gegnt formennsku í Félagi brauð-
lausra presta, Rauða-krossdeild
Dýrafjarðarþinga og Æskulýðs-
sambandi vestfirskra safnaða.
Sr. Gunnlaugur Garðarsson
mun væntanlega taka við starfi
sóknarprests í Glerárprestakalli
nálægt 1. júní nk. óþh
Eyjaíjörðiir:
Iitið sem ekkert
af grásleppu
„Netunum fjölgar ár frá ári og
veiöin minnkar. Öfugþróunin
er allsráöandi og í dag er lítiö
sem ekkert af grásleppu í Eyja-
firði,“ sagði Svavar Gunnþórs-
son, sjómaður á Grenivík.
Að sögn Svavars hófust grá-
sleppuveiðar 10. mars sl. á svæð-
inu frá Skagatá að Langanesi.
Grenvíkingar bleyttu net strax og
gaf, en afraksturinn er lítill sem
enginn. Sömu sögu er að segja
frá Dalvík, Ólafsfirði og Siglu-
firði. „Okkur gengur illa. Hér
er norðanstórhríð og bræla og
útlitið ekki gott. Þetta er ræfill og
öll net full af þara. Að vísu tók-
um við upp örfá net í gær og af-
raksturinn var 2’Á tunna. Nú fer
besti veiðitíminn í hönd og því er
þetta aðeins spurningin um veðr-
ið á grásleppumiðum Grímsey-
inga,“ sagði Óli B. Ólason, sjó-
maður í Grímsey. ój