Dagur - 09.04.1991, Page 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 9. apríl 1991
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 100 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍK/'°ÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Þriðja auðlindin
Oft er talað um að íslenska þjóðin hafi aðeins yfir
tveimur auðlindum að ráða. Annars vegar sé það líf-
ríki hafsins í kringum landið sem fært hefur þjóðinni
björg í bú frá því sögur fara af fyrstu byggð. Hins veg-
ar sé það sú orka sem ýmist fellur fram af hálendi
landsins í formi fallvatnanna eða leynist sem hiti und-
ir yfirborði jarðar. Hvorug þessara auðlinda hefur ver-
ið nýtt til hins ýtrasta. Þótt fiskistofnarnir í hafinu
kringum landið séu takmarkaðir og skammsýni að
auka veiðar frá því sem nú er þá höfum við möguleika
á að auka verðmæti aflans sem við getum flutt að
landi án þess að stofna auðlindinnni í hættu. Til þess
þurfum við að beita vöruþróun og markaðsvísindum í
auknum mæli frá því sem nú er gert. Til þess þurfum
við á þekkingu að halda.
Fallvötnin streyma áfram frá upptökum til ósa og
þótt nokkuð af þeim hafi verið beislað á undanförnum
árum og áratugum er langt í land að við höfum nýtt þá
auðlind til nokkurrar fullnustu. Sömu sögu er að segja
af hitanum í iðrum jarðar. Til þess að breyta þeirri
orku, sem í jörðinni býr, í varning og þjónustumögu-
leika þurfum við einnig á þekkingu að halda. Við verð-
um bæði að kunna skil á því hvað við getum framleitt
og fyrir hverja. Við verðum einnig að átta okkur á
hvaða möguleika við eigum til að fá aðra aðila til sam-
starfs þegar um stór verkefni er að ræða. Hver samn-
ingur um framleiðslu er byggir á innlendri orku er
skref á þeirri leið sem við verðum að varða á næstu
árum og áratugum. En einn slíkur samningur, er að-
eins áfangi í baráttu okkar til að nýta auðlindir
landsins. Áfangi í baráttu sem við verðum sífellt að
heyja.
Baráttan fyrir nýtingu auðlindanna má ekki eiri-
skorðast við sjávarfang og orkufrekan iðnað. Barátta
okkar fyrir auðlegð þjóðarinnar á komandi tímum
verður einnig að byggjast á þriðju auðlindinni sem við
eigum á meðal vor. Þriðja auðlind þjóðarinnar og sú
mikilvægasta er þekkingin sem með okkur sjálfum
býr. Upplýsingar eru undirstaða allrar vitneskju. Við
verðum því stöðugt að leita nýrra upplýsinga og
þekkingar og vinna úr henni allt það sem okkur nýtist
best á hverjum tíma.
íslendingar hafa ekki efni á að hafna þriðju auð-
lindinni. Þeir hafa öll tækifæri til að afla sér þekkingar,
þróa hugmyndir og starfa sjálfir að sérfræðilegum við-
fangsefnum. Slík vinna getur bæði orðið að
útflutningsverðmætum ein og sér en einnig í formi
þróaðra framleiðsluverðmæta.
Fáir hafa oftar minnt á þriðju auðlindina en Stein-
grímur Hermannsson, forsætisráðherra. Hann hefur
haldið því fram hversu nauðsynlegt sé að efla og nýta
þekkingu landsmanna til framfara og hagsældar á
komandi tímum. í því felist auður þjóðarinnar meðal
annars. Þriðja auðlindin er ekki eingöngu viðbót við
hinar efnislegu auðlindir. Hún er einnig forsenda þess
að okkur takist að hagnýta þær af þeirri skynsemi og
hagkvæmni sem nauðsynlegt er ef við ætlum að ná því
takmarki að efla hagvöxt og auka velsæld á íslandi á
næstu árum. ÞI
Fleiri verkeftii
til sveitarfélaganna
Alþingiskosningar eru nú á næsta
leiti, og innan við eitt ár síðan
sveitarstjórnarkosningar fóru
fram. Stundum virðist fólk ekki
alveg átta sig á að þessar tvennar
kosningar eru sitt hvor hliðin á
sama hlutnum, þ.e. ráða úrslitum
um framkvæmdavald og löggjaf-
arvald í landinu, hvorar á sinn
hátt. Stundum kemur fram dap-
urlegt skilningsleysi á þessum
eðlistengslum, t.d. nýíega í
útvarpsspjalli við kennara í
grunnskóla á landsbyggðinni. f
umræðum um stöðu „grunnskól-
ans“ með breyttri verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga taldi kenn-
arinn að alveg væri undir hælinn
lagt hvort grunnskóli með sæmi-
legu lagi væri starfræktur í sveit-
arfélagi, þar sem forræði sveitar-
stjórna um málefni skólans hefði
aukist. Tónlistarskólakennarar
tröllriðu Alþingishúsinu með
sambærilega „visku“ á tímabili
þegar lög um hina breyttu verka-
skiptingu var þar til umræðu og
afgreiðslu. í öllum tilvikum eru
það fulltrúar okkar, kosnir í
beinum, leynilegum, lýðræðisleg-
um kosningum, sem stjórna
hlutunum.
Nokkrar breytingar áttu sér
stað á íslenska stjórnkerfinu,
þegar þessi breytta verkaskipting
átti sér stað. Ein mikilvægasta
forsenda breytingarinnar var
aukin valddreifing, en það er
hugtak sem allir telja sig styðja.
Þegar svo á hólminn kemur, rísa
upp ólíklegustu postular, ekki
síst úti á landi, sem halda því
fram að sveitarstjórnunum sé
ekki treystandi fyrir verkefnun-
um, og því verði ríkið að sjá um
þau áfram.
Þó svo talsvert hafi áunnist í að
afmarka verkefni sveitarfélaga
annars vegar og ríkisins hins veg-
ar er nauðsynlegt að sest verði
niður og listinn skoðaður með
raunverulega valddreifingu í
huga. Tveir stærstu málaflokk-
arnir, sem nú eru á verkefnalista
ríkisins, en ,ættu með tilliti til
valddreifingarsjónarmiðs, að
vera í forsjá sveitarfélaga eru
skólakerfi (nema háskólar og sér-
skólar) og grunnheilbrigðiskerfi
landsins.
Grunnskólarnir eru nú reknir
af sveitarfélögunum, nema hvað
laun kennaranna (þar með taldir
skólastjórarnir) koma úr ríkis-
sjóði. Það þýðir auðvitað, að þeir
Guðmundur Sigvaldason.
heyra undir ráðuneytismenn.
Mikil nauðsyn er, að kennara-
launin séu greidd af sveitar-
félögunum, því að augljóst er
óhagræðið fyrir skólana af því að
hafa tvo húsbændur. Þó að sam-
búðin gangi yfirleitt vandræða-
„Þeir sem hafa
áhyggjur af því að ann-
ar hvor aðilinn sé betri
en hinn, ríki og sveitar-
félög, í að sjá fyrir til-
teknum málaflokkum,
eru búnir að stein-
gleyma því, að það líða
aldrei meira en fjögur
ár milli kosninga til
sveitarstjórna annars
vegar og Alþingis hins
vegar.“
laust, eru til dæmi um hið gagn-
stæða. Og jafnvel þótt allir aðilar
séu allir af vilja gerðir, getur ver-
ið vandkvæði á því að skólastjóri
virði þá fjárhagslegu ábyrgð, sem
hann verður að bera gagnvart
sveitarstjórninni vegna reksturs
skólans.
Mikilvægur þáttur í nýju
verkaskiptingunni frá 1989 var að
forræði heilsugæslustöðva færðist
alveg yfir til ríkisins í stað þess að
vera tvískipt, eins og nú er í
grunnskólanum. Hins vegar
hefðu heilsugæslustöðvar, vegna
valddreifingarsjónarmiða, átt að
færast alfarið til sveitarfélaganna.
Hið sama hefði átt að gerast með
sjúkrahús, a.m.k. þau ódeildar-
skiptu. Það sjónarmið, að heilsu-
gæslustöðvar og sjúkrahús, vegna
samreksturs víða, þurfi að vera
undir sama hatti (þ.e. ríkisins),
ristir grunnt. Ekki var það sjón-
armið látið gilda um grunnskól-
ann og víða færðust skilin í þess-
um málaflokki bara til, þar sem í
sömu byggingunni er heilsu-
gæslustöð, sjúkrahús og dvalar-
heimili (eða hjúkrunarheimili)
aldraðra, en málefni aldraðra eru
áfram á vettvangi sveitarfélag-
anna (sem betur fer).
Þeir sem hafa áhyggjur af því
að annar hvor aðilinn sé betri en
hinn, ríki og sveitarfélög, í að sjá
fyrir tilteknum málaflokkum, eru
búnir að steingleyma því, að það
líða aldrei meira en fjögur ár
milli kosninga til sveitarstjórna
annars vegar og Alþingis hins
vegar.
Með fullri virðingu fyrir
Alþingi og Stjórnarráði íslands,
er það mín skoðun, að það ætti
að vera kappsmál þeirra sem
vinna við opinbera þjónustu og
vilja veg sinnar stofnunar sem
mestan, hvort sem þeir eru kenn-
arar eða eitthvað annað, að þeir
heyri frekar undir sveitarstjórn-
ina heldur en Fjárlaga- og hag-
sýslustofnun ríkisins. Fyrir utan
hvað miklu styttra er til sveitar-
stjórnarmannanna, að þá er
margfalt meira samband milli
árangurs stofnunarinnar í starfi
og þess aðbúnaðar sem henni er
skapaður, þegar heimafólkið kýs
þá sem um hana eiga að fjalla,
heldur en þegar stofnunin heyrir
undir menn sem eru kosnir af
öllu landinu, með öllum þeim
áherslum sem þar er að finna.
Á sama hátt er það íbúunum,
sem eiga að njóta þjónustunnar,
fyrir bestu að heimamennirnir
stjórni þjónustustofnununum.
Kjósum þá til Alþingis, sem
vilja meiri valddreifingu og fleiri
verkefni til sveitarfélaganna.
Kjósum þá næst í sveitarstjórnir
sem þora að takast á við mörg
þau verkefni, sem ríkið fjallar
um núna, en láta sér ekki nægja
brauðmolana. Lækkum tekju-
skattinn, hækkum útsvarið.
Guðmundur Sigvaldasun.
Höfundur er framkvæmdastjóri Heilsu-
gæslustöðvarinnar á Akureyri.
100 ár liðin frá fæðingu Björgvins Guðmundssonar:
Aldarafmælis tónskáldsins
minnst með veglegum hætti
í ár minnast Akureyringar þess
að öld er liðin frá fæðingu
Björgvins Guðmundssonar
tónskálds en hann hefði orðið
100 ára 26. apríl. Þessara tíma-
móta verður minnst með marg-
víslegum hætti og boðaði Ing-
ólfur Ármannsson, menning-
arfulltrúi, til blaðamannafund-
ar af því tilefni.
Fram kom á fundinum að
menningarsjóður bæjarins mun
standa að útgáfu á kynningarriti
um Björgvin Guðmundsson.
Sverrir Pálsson, fyrrv. skóla-
stjóri, hefur urfisjón með þessu
riti. Hann sagði að meginefni
bæklingsins yrði ritgerð Jóns Þór-
arinssonar um tónskáldið Björg-
vin og sjálfur tekur Sverrir saman
grein um dvöl og störf Björgvins
á Akureyri. Þá eru kynntir þeir
viðburðir sem í boði verða í
tilefni afmælisíns.
Kór Glerárkirkju ríður á vaðið
með tónleikum í Akureyrar-
kirkju 14l; apríl næstkomandi.
Þar mun kórinn, ásamt einsöngv-
urum og hljóðfæraleikurum,
flytja verk eftir Björgvin og
einnig Áskel Jónssön sem varð
áttræður 5. apríl.
Dagana 24.-2þ; apríl mun
Leikfélag Akureyrar sýna
Skrúðsbóndann eftir Björgvin í
nýrri leikgerð Jóns St. Kristjáns-
sónar í sarhvinnu við Kór Akur-
eyrarkirkju. Uppfærslan er liður
í Kirkjulistaviku í Akureyrar-
kirkju.
Kammerhljómsveit Akureyrar
ræðst í það stórvirki að flytja
Strengleika og verður þetta í
fyrsta sinn sem þetta mikla verk
Björgvins er flutt í fullri lengd.
Verkið er fyrsta íslenska óratorí-
an og hefur Roar Kvam útsett
hána fyrir hljómsveitina, kór og
einsöngvara. Tónleikarnir verða
í Skemmunni 2. júní.
Nánar verður greint frá þess-
um viðburðum síðar en á fundin-
um kom einnig fram að hug-
myndir væru uppi um að tengja
einsöngstónlist og upplestur úr
verkum Björgvins í dagskrá sem
flutt yrði í Minjasafninu í maí.
SS