Dagur - 09.04.1991, Qupperneq 7
Þriðjudagur 9. apríl 1991 - DAGUR - 7
Almennur fundur framsóknarmanna á Akureyri:
„Kosið um stöðugleikann og for-
ystuhlutverkið að kosningum loknum“
- segir Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra
Frá fundinum í Alþýðuhúsinu á sunnudaginn. Guðmundur Bjarnason, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Steingrímur
Hermannsson, Guðmundur Stefánsson og .Valgerður Sverrisdóttir.
Framsóknarmenn á Norður-
landi eystra héldu opinn fund í
Alþýðuhúsinu á Akureyri á
sunnudag, þar sem Steingrím-
ur Hermannsson, forsætisráð-
herra og formaður Framsókn-
arflokksins, var aðalræðumað-
ur.
Brandarakarlinn
úr Reykjavík
Steingrímur hóf mál sitt á þessum
orðum: „Ég hringdi norður á
dögunum til að fá fréttir af fundi
Davíðs Oddssonar hér á Akur-
eyri. Viðmælandi minn sagði:
„Þú meinar brandarakarlinn úr
Reykjavík?“ Nei, sagði ég. Ég
meina formann Sjálfstæðisflokks-
ins. Það varð löng þögn hinum
megin á línunni og ég fékk reynd-
ar ekkert meira upp úr þeim
manni.
Ég hlustaði síðan á það í Ríkis-
sjónvarpinu nokkrum dögum síð-
ar að fréttir af fundi Davíðs á ísa-
firði yrðu fluttar í seinni fréttum
Sjónvarpsins það kvöld, svo ég
horfði á þær. Fréttamaðurinn á
ísafirði var að því spurður hvað
helst hefði komið fram í ræðu
formanns Sjálfstæðisflokksins.
Það varð smáþögn en síðan sagði
hann að eiginlega hefði ekkert
komið fram í ræðunni en ýmis-
legt í svörum við fyrirspurnum
fundarmanna. Meðal annars það
að Sjálfstæðisflokkurinn hefði
enga sjávarútvegsstefnu.
„Hér sjáið þið skúrkinn“
Ég var síðan á ísafirði í gær
(laugardag) og þar fékk ég nú
besta lýsingu á fundi formanns
Sjálfstæðisflokksins. Þar stóð
upp ágæt kona sem Ingibjörg
heitir, Malmquist, og flutti
nokkra tölu og lýsti m.a. ræðu
Davíðs á fyrrnefndum fundi.
Hún sagði að það sem markverð-
ast hefði verið í ræðunni hefðu
verið brandarar og,, grín um
Steingrím Hermannáson. Og hér
sjáið þið skúrkinn," sagði Stein-
grímur m.a. við góðar undirtektir
fundarmanna/
Vildi gjarnan mæta Davíð
á opnum fundi
Steingrímur sagðist viðurkenna
að hann treysti sér ekki til að
segja brandara til jafns við Davíð
Oddsson en hann treysti sér til að
keppa við hann á öllum sviðum
stjórnmálanna og væri meira en
tilbúinn til þess, fengi hann til
þess tækifæri, Því miður virtist
honum þó sem hann fengi ekki
að mæta Davíð í rökræðum í yfir-
standandi kosningabaráttu.
„Ég er hins vegar þannig gerð-
ur að ég hef aldrei tamið mér að
ræða um andstæðinga mína í
stjórnmálum, þegar þeir eru fjar-
verandi. Þannig að þið skuluð
ekki búast við að ég fari neinum
háðsyrðum um Davíð Oddsson
hér. Ég hef þvert á móti boðið
hann velkominn til leiks. Ég veit
að ég stenst honum ekki snúning
í brandaratilbúningi en á öllum
öðrum sviðum skora ég hann í
keppni. Meðal annars vildi ég
mjög gjarnan fá að hitta hann
einhvers staðar á opnum fundi en
það tekst ekki að því er virðist."
Með krosslagðar hendur
Steingrímur sagði að hann hefði
oft heyrt þeirri skoðun haldið
fram að undanförnu að Sjálf-
stæðisflokkurinn ætlaði í gegnum
þessar kosningar með krosslagð-
ar hendur eða hendur í vösum og
hann hefði ekki trú á að það boð-
aði gott í íslenskri pólitík.
Steingrímur kom víða við í
klukkustundar langri ræðu sinni.
Hann gerði grein fyrir helstu
verkefnum núverandi ríkisstjórn-
ar og þeim árangri sem hún hefði
náð. Hann gerði einnig grein fyr-
ir helstu verkefnum sem biðu
nýrrar ríkisstjórnar.
Varðveisla stöðugleikans
og afstaðan til EB
Steingrímur taldi að í komandi
kosningum yrði aðallega tekist á
um tvennt. Hvort varðveita ætti
þann stöðugleika sem tekist hefði
að skapa í efnahagslífinu og
hvaða afstöðu ísland ætti að taka
gagnvart Efnahagsbandalagi
Evrópu. Hann minnti á að innan
Sjálfstæðisflokksins væru mjög
skiptar skoðanir um þá hugmynd
sem lægi að baki þjóðarsáttinni.
Þá væri stefna sjálfstæðismanna í
Evrópumálunum mjög óljós og
talsmenn flokksins slægju ýmist úr
eða í. Sömu sögu væri að segja af
Alþýðuflokknum í því máli. Á
hinn bóginn væri stefna Fram-
sóknarflokksins mjög skýr og
ótvfræð: Aðild íslands að EB
kæmi ekki til greina.
Kosið um forystu-
hlutverkið
Guðmundur Bjarnason, heil-
brigðis- og tryggingamálaráð-
herra og efsti maður B-listans í
Norðurlandskjördæmi eystra tók
í sama streng og forsætisráðherra
í ávarpi sínu. Hann sagði að
komandi kosningar myndu aðal-
lega snúast um atvinnulífið- og
áfrarrihaldandi uppbyggingu
þess, til að treysta okkar velferð-
arþjóðfélag og velferðarkerfi,
sem við viljum standa vörð um.
Hitt atriðið sem kosið verður um
er forystuhlutverkið í íslenskum
stjórnmálum. Hverjum á að fela
forystuhlutverkið að kosningun-
um loknum? Verður það áfram í
höndum Framsóknarflokksins og
formanns hans, Steingríms Her-
mannssonar, forsætisráðherra og
hans samstarfsmanna, eða á að
fela Reykjavíkuríhaldinu, sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú
sett til öndvegis og forystu í sín-
um flokki, að leiða þjóðina að
loknum kosningum? Um þetta
tvennt snúast þessar kosningar,“
Guðmundur Bjarnason.
Frjálshyggja í
stað stöðugleika?
Guðmundur sagði að ef Fram-
sóknarflokkurinn yrði ekki áfram
forystuafl í íslenskum stjórnmál-
um myndi óheft frjálshyggja taka
við af stöðugleikanum f efna-
hagslífinu, með tilheyrandi
þenslu og verðbólguholskeflu. Ef
itil vill tæki auðlindaskattur á
sjávarútveginn við af kvótakerf-
inu, það vissi enginn því sjávarút-
vegsstefna Sjálfstæðisflokksins
væri „enn sem komið er óútfyllt
eyðublað. Þá fyrst flytjum við
sjávarútveginn í hendur þeim
aðilum sem hafa mesta fjár-
muni,“ sagði Guðmundur
Bjarnason.
„Valið er auðvelt“
Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
sem skipar 3. sæti B-listans í
Norðurlandskjördæmi eystra,
bar saman yfirlýst stefnumið
Framsóknarflokks annars vegar
og Sjálfstæðisflokks hins vegar í
helstu málaflokkum og komst að
þeirri niðurstöðu að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði mjög óljósa
stefnu í veigamestu málaflokkun-
um. Síðan sagði hann:
„Þessar kosningar snúast í
raun um það hvort við ætlum að
veita Davíð Oddssyni, Friðriki
Sopussyni og Birni Bjarnasyni,
þremur efstu mönnum á lista
flokksins í Reykjavík umboðið til
að stýra þessu landi næstu fjögur
árin, eða hvort það eiga að vera
Steingrímur Hermannsson, Hall-
dór Ásgrímsson og Guðmundur
Bjarnason. Fyrirokkur, kjósend-
ur á landsbyggðinni hlýtur valið
að verða auðvelt.“ BB.