Dagur - 09.04.1991, Page 9
teer ihqe .e iuestnui6h*í - rudaq - a
Þriðjudagur 9. aprrl 1991 - DAGtíR -9
Skíðamót íslands á ísafirði:
Akureyringar hlutu 25 verðlaun
- þar af 7 gullverðlaun
Það er óhætt að segja að
Akureyringar hafí verið í
sviðsljósinu á Skíðamóti
íslands sem lauk á ísafírði á
laugardag. Þeir unnu 25 verð-
laun af 45 á mótinu, þar af 7
gullverðlaun. Yaldemar Valde-
marsson sigraði i svigi og alpa-
tvíkeppni karla, Guðrún H.
Kristjánsdóttir sigraði í sam-
hliðasvigi kvenna, Haukur Ei-
ríksson sigraði í 15 km göngu
karla og göngutvíkeppni og
Rögnvaldur Ingþórsson í 30
km göngu karla. Þá sigraði
sveit Akureyrar í 3x10 km boð-
göngu. Norðlendingar hlutu
ein gullverðiaun til viðbótar en
þau komu í hlut Kristins
Björnssonar frá Ólafsfírði sem
sigraði glæsilega í stórsvigi
karla.
Ef byrjað er á alpagreinunum
þá hefur þegar verið sagt frá
glæsilegum sigri Kristins í stór-
sviginu. Hann hafði síðan lang-
besta tímann eftir fyrri ferð í
sviginu en krækti í hlið snemma í
seinni ferðinni og féll úr leik.
Valdemar Valdemarsson hafði 6.
besta tímann eftir fyrri ferð í
sviginu en keyrði seinni ferðina
mjög vel og vann sigur sem fáir
bjuggust við eftir fyrri ferðina.
Athygli vakti stórgóð frammi-
staða „gömlu“ kempunnar Daní-
els Hilmarssonar frá Dalvík sem
varð þriðji í svigi og alpatví-
keppni þrátt fyrir að hafa lítið æft
síðustu ár.
Frábært hjá Ástu '
í kvennaflokki gerði ísfirðingur-
inn Ásta Halldórsdóttir sér lítið
fyrir og sigraði í svigi, stórsvigi og
þar með alpatvíkeppni. Guðrún
H. Kristjánsdóttir mátti sætta sig
við annað sætið í svigi og stór-
svigi eftir að hafa haft forystu eft-
ir fyrri ferð í báðum greinum.
Hún fékk ^síðán uppreisn æru
með því að sigra í samhliðasvigi
síðasta daginn. María Magnús-
I dóttir hafnaði í þriðja sæti í svigi,
stórsvigi og alpatvíkeppni.
Yfírburðir Akureyringa
í göngunni
Haukur Eiríksson vann góðan
sigur í 15 km göngu eins og kom
fram í föstudagsblaðinu en hann
réði ekki við Rögnvald Ingþórs-
son í 30 km göngunni. Rögnvald-
ur gekk þá göngu mjög vel og
sigraði örugglega þrátt fyrir góð-
an endasprett Hauks. Það kom
þó ekki í veg fyrir að Haukur
sigraði í tvíkeppni.
Þeir félagar áttu síðan ekki í
vandræðum með að tryggja sér
sigur í boðgöngunni ásamt Krist-
jáni Ólafssyni.
í flokki göngu 17-19 ára var
ísfirðingurinn Daníel Jakobsson
í algerum sérflokki og sigraði
hann með miklum yfirburðum á
báðum vegalengdum og í tví-
keppninni. Kristján Ölafsson
varð annar í 15 km göngunni og
tvíkeppninni en mátti sætta sig
við þriðja sætið í 10 km göngu.
Skíðagöngumennirnir Haukur Eiríksson og Rögnvaldur Ingþórsson voru í
sérflokki á mótinu. Haukur krækti í 3 gull og Rögnvaldur 2. Mynd: kl
íslandsmeistarar KA í blaki 1991. Efri röð frá vinstri: Arngrímur Arngrímsson, Stefán Magnússon, Þröstur Frið-
flnnsson, Hafsteinn Jakobsson, Sigurður Arnar Olafsson og Huo Xiao Fei, þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Magnús
Aðalstcinsson, Bjarni Þórhallsson, Haukur Valtýsson, fyrirliði, og Oddur Olafsson. Mynd: -bjb
Blak:
KA-menn luku þátttöku sinni í
1. deild karla í blaki meö
tveimur sigrum á útivelli um
helgina. A föstudagskvöidið
sigruðu þeir HK 3:1 en þessi
lið mætast einmitt í úrslitaleik
bikarkeppninnar um næstu
helgi. Daginn eftir unnu KA-
menn síðan öruggan 3:0 sigur á
Fram og fengu afhentan bikar-
inn fyrir sigur á Islandsmótinu
að þeim leik loknum.
KA-menn unnu fyrstu hrinu
gegn HK 15:9 en töpuðu þeirri
næstu 10:15. Þeir komust yfir
15:12 og tryggðu sér síðan sigur-
inn með 16:14 sigri í síðustu
hrinu.
„Þeir áttu góðan leik, vörðu
vel aftur á vellinum og börðust
vel. Þeir eru frekar lágvaxnir
þannig að blokkin hjá okkur var
þokkaleg en móttakan hins vegar
léleg. Ég er hóflega bjartsýnn á
bikarleikinn. Það ríkir önnur
stemmning í kringum þessa
bikarleiki og taugaveiklunin er
oft mikil. HK hefur aldrei spilað
úrslitaleik en við höfum spilað
tvo og tapað báðum. Við stefnum
auðvitað að tvöföldum sigri og
höfum undirbúið okkur í sam-
ræmi við það. En leikurinn byrjar
0:0 og því betra að vera bara hóf-
lega bjartsýnn," sagði Haukur
Valtýsson, fyrirliði KA.
Leikur Fram og KA var heldur
rislítill og KA-menn áttu í hálf-
gerðu basli þrátt fyrir að þeir
ynnu 3:0. Úrslitin í hrinunum
urðu 16:14, 15:9 og 15:12.
Handknattleikur:
KA-menn misnotuðu
íjögur vítaköst
- er þeir gerðu jafntefli 17:17 við Fram
KA-menn eru enn efstir í fall-
keppni 1. deildar í handknatt-
leik eftir jafntefli gegn Fram,
17:17, í Laugardalshöll á
sunnudagskvöld. Leikurinn
einkenndist af mikilli baráttu
og var jafn allan tímann. Stað-
an í hléi var 7:7.
KA-menn voru fyrri til að
skora allan fyrri hálfleikinn en
Framarar náðu alltaf að jafna.
Fram byrjaði síðan betur í seinni
hálfleik og náði þriggja marka
forystu og staðan um miðjan
hálfleikinn var 15:12. KA-menn
skoruðu þá þrjú næstu mörk og í
lokin var hart barist. KA-menn
fengu síðustu sókn leiksins þegar
staðan var 17:17 og eftir langa
sókn skaut Hans Guðmundsson á
markið á síðustu sekúndunum en
Guðmundur A. Jónsson, mark-
vörður Fram, varði og jafnteflið
var staðreynd.
Það sem gerði gæfumuninn í
leiknum var að KA-menn mis-
notuðu fjögur vítaköst. Þrjú
varði Guðmundur og eitt fór
framhjá markinu. Annars var
leikurinn ekki áferðarfallegur,
harkan í fyrirrúmi enda hvert stig
dýrmætt í fallbaráttunni. Bestir
KA-manna voru Axel Stefánsson
í markinu og Hans og Erlingur
sem voru drjúgir í seinni hálfleik.
Hjá Fram var Guðmundur í
markinu bestur, varði 14 skot,
þar af þrjú víti. Karl Karlsson og
Gunnar Andrésson áttu einnig
ágætan leik. -bjb
Mörk KA: Hans Guðmundsson 7/1, Er-
lingur Kristjánsson 3, Sigurpáll Árni
Aðalsteinsson 3, Pétur Bjarnason 2,
Andrés Magnússon 2.
Mörk Fram: Karl Karlsson 5/2, Gunnar
Andrésson 4, Jason Ólafsson 3, Páll Þór-
ólfsson 2, Andri V. Sigurðsson 2, Egill
Jóhannesson 1.
Dómarar: Grétar Vilmundarson og Ævar
Sigurðsson. Voru slakir.
Þorsteinn Jónsson.
Knatt-spyrna:
Þorsteinn
til Færeyja
Þorsteinn Jónsson úr Þór hef-
ur verið valinn í landslið 21 árs
og yngri í knattspyrnu sem fer
til Færeyja um næstu helgi.
Leiknir verða tveir leikir í
ferðinni, annar gegn eyjaúrvali
skipuðu 21 árs leikmönnum og
yngri en hinn gegn A-landsliði
Færeyinga.
KA-menn enduðu á tveimur sigrum