Dagur - 09.04.1991, Page 13

Dagur - 09.04.1991, Page 13
+ ■-+ Vígslubiskupskjör í Hólastifti: Allir í kjöri - einnig séra Þórhallur í laugardagsblaði Dags var frétt um vígslubiskupskjör, og vitnað til orða séra Hannesar Arnar Blandon þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að séra Þórhallur Höskuldsson, sóknarprestur á Akureyri, sé hæfastur í embætt- ið. Skorar hann á séra Þórhall að láta frá sér heyra um þetta mál. Blaðið innti séra Þórhall eftir því hvort hann gæfi kost á sér í embætti vígslubiskups. „Ég vil í fyrsta lagi þakka hlý orð og það traust sem mér er sýnt í þessum tilvitnuðu orðum. Þeim sem hafa spurt mig persónulega hef ég svarað því til að ég myndi taka kjöri, yrði ég til þess valinn. Ég teldi það skyldu mína, og tel að það myndu flestir gera sem stæðu i þeim sporum. En vegna eðlis embættisins finnst mér síst við hæfi að menn beiti sér fyrir eigin kjöri, eða setji á fót ein- hverskonar kosningabaráttu. Ég hef hins vegar gert þeim sem hafa nefnt mitt nafn Ijóst, að verði ég til kvaddur muni ég beita mér fyrir því að gera þetta embætti að alvöru biskupsembætti, og þá á ég við að ég er ekki tilbúinn að setjast í helgan stein sem sóknar- prestur Hólaprestakalls og gleðj- ast þar af vígslubiskupstitlinum einum saman. Ég er m.ö.o. ekki sáttur við stöðu vígslubiskups- embættisins, eins og því hefur verið sniðinn stakkur með nýlegri löggjöf og drögum að reglugerð sem nú liggur fyrir, en þar er þetta embætti lítið annað en nafnið eitt. Og ég veit heldur ekki hvers sóknarbörnin þar vestra eiga að gjalda, að fá ekki að standa eins að vígi gagnvart því að velja sér prest og aðrir!“ - Ertu þá ekki tilbúinn til að setjast að á Hólum? „Jú, embættið er nú bundið við sóknarprestsstarf í Hólapresta- kalli, svo að sá sem tekur við því verður að sjálfsögðu að hlíta þeirri búsetu. Og ég vil veg Hóla sem mestan. En staðsetningin er ekki markmið í sjálfu sér heldur velferð prestanna og þeirrar hjarðar sem biskupinn á að þjóna. Það hefur verið baráttu- mál okkar margra um árabil, og er að okkar dómi nauðsynlegt fyrir kirkjuna, að efla biskups- embættið út af fyrir sig, og það teljum við aðeins unnt að gera með því að fjölga biskupum og skapa þeim þannig aðstöðu að þeir geti sinnt sinni helgu þjón- ustu, sinnt söfnuðunum og prest- unum án þess að vera bundnir við prestsþjónustu um leið og þar með viðveruskyldu á ákveðnum stöðum.“ - Nú hefur heyrst að þú gefir ekki kost á þér. „Já, ég hef heyrt það sjálfur en sú „frétt“ er ekki frá mér komin. Ég hef hins vegar ekki gengið fram fyrir skjöldu sjálfur og leit- að eftir stuðningi og á erfitt með að skilja að nokkur geti litið sjálf- an sig rétt borinn til þessa embættis. Það vill líka svo vel til að löggjafinn hefur hingað til hlíft kirkjunni við því að heyja kosningabaráttu að hætti stjórn- málanna, og gerir hvorki ráð fyrir að menn sæki um eða bjóði sig fram til þessara embætta, né heldur að tilskilinn hóp með- mælenda þurfi til að bera fram biskupsefni. Allir sem hafa rétt til að taka við prestsembætti í þjóð- kirkjunni eru í kjöri og ekki aðeins í Hólastifti. Én það er aft- ur á móti takmarkaður hópur sem er trúað fyrir því að velja biskupsefni með leynilegri atkvæðagreiðslu. Og þeim hópi á að treysta til verksins, enda er líka gert ráð fyrir fleiri en einni umferð, nema niðurstaða sé strax óyggjandi. Fyrsta umferð á að þjóna því hlutverki að vera eins- konar prófkjör, og síðan skal kjósa á milli þeirra sem fá flest atkvæði. Það er svo annað mál hvort menn virða þessar leikregl- ur eða hvort þær eru raunhæfar, en ég vil halda mig við þær.“ - Hverjir mynda þennan trún- aðarhóp, sem þú talar um? „Það eru þjónandi prestar og nokkrir sérstaklega kjörnir leik- menn í stiftinu. En þar að auki hafa biskup íslands og fráfarandi vígslubiskup fengið kosningarétt með sérstakri reglugerð sem gef- in var út fyrir þetta vígslu- biskupskjör, og það kom mér og fleirum mjög á óvart. Ég tel það ekki aðeins ganga gegn almennri venju að fela þeim embættum þátttökurétt í kjöri heldur stang- ast líka á við þann embættisskiln- ing að biskupsembættið sé hirðis- starf, og að köllum til þessa starfs eigi að koma gegnum þá hjörð sem biskupinn á að þjóna eða fulltrúa hennar, en ekki frá öðrum. Það gegnir öðru máli með fráfarandi vígslubiskup ef hann er um leið þjónandi sóknar- prestur og eðlilegt að kosninga- réttur hans markist af því. En ég tel ekki eðlilegt að menn geti í krafti embætta sinna hlutast til um val eftirmanna. Við erum ekki að velja stjórn í fyrirtæki. Við erum að kalla til þjónustu- embættis í kirkju Krists. Og „Leyfið kirkjunni að vera kirkju" er heiti á nýútkominni bók eftir norskan biskup. Þau orð eiga við hér og tala skýru máli,“ sagði séra Þórhallur. EHB Nýtt sölufyrirtæki fyrir Póls-vörur Stofnað hefur verið fyrirtækið Eltak hf. í Reykjavík, sem mun annast sölu og þjónustu á Póls-vörum hérlendis. Eigend- ur þess eru þrír fyrrum starfs- menn sölu- og þjónustudeildar Póls-Tækni hf. í Reykjavík. Eins og kunnugt er varð Póls- Tækni hf. á ísafirði gjaldþrota í lok desember sl. og í framhaldi af því stofnuðu 11 fyrrum starfs- menn þess á ísafirði nýtt fyrir- tæki, Póls-Rafeindavörur hf., og keyptu rekstur þrotabúsins. Þá hafax fyrirtæki á Vestfjörðum ásamt Byggðastofnun gerst hlut- nafar. Eltak hf. mun sjá um sölu og þjónustu á Póls vogum og tækj- um á öllu landinu nema Yest- fjörðum. Hilmar Sigurgíslason og Guðmundur Kristinsson munu sjá um þjónustu og Jónas Ágústsson um sölu. Eltak hf. er til húsa að Síðumúla 23 í Reykja- vík. Nú hafa verið framleiddar um 2500 Póls vogir, sem notaðar eru bæði á landi og sjó í löndum víðs- vegar um heiminn. Þar af eru í Stárfsmenn og eigendur Eltaks hf. Frá vinstri: Jónas Ágústsson, Guðmundur Kristinsson og Hilmar Sigurgíslason. notkun hér innanlands um 1500 tækjum í ýmsum starfsgreinum. vogir og tæki hjá yfir 400 fyrir- (Fréttaiilkynning). O? sem VIT Þriðjudagur 9. apríl 1991 - DAGUR - 13 Byggðastofnun Fyrirtæki í rækjuvinnslu Byggðastofnun hefur verið falið að endurlána fyrirtækjum í rækjuvinnslu erlent lán að upphæð 200 millj. kr. til fjárhagslegrar endurskipulagn- ingar. Umsóknum um lán skal skila til Byggðastofnunar, fyrirtækjadeild, Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík fyrir 1. maí 1991. Umsókninni skulu fylgja ársreikningar fyrir árin 1988-90, uppreiknuð veðbókarvottorð, brunabótamat fasteigna, tryggingarmat véla og rekstraráætlun fyrir 1991 og 1992. Norðurland eystra: Kosningaskrifstofur llll Framsóknarflokksins Aðaiskrifstofa Hafnarstræti 90, Akureyri, opið alla virka daga kl. 9-22. Símar: 21180 - 26054 - 26425. Kosningastjóri: Sigurður P. Sigmundsson. Verið velkomin í súpu og brauð í hádeginu. Frambjóðend- ur á staðnum. Dalvík: Skrifstofan, Hafnarbraut 5, verður opin alla virka daga kl. 20-22. Sími 96-63191. Kosningastjóri: Óskar Pálmason. Húsavík: Skrifstofan, Garðarsbraut 5, verður opin alla virka daga kl. 20-22. Sími 96-41225. Kosningastjóri: Ævar Ákason. Stuðningsmenn B-listans * Við minnum á að utankjörstaðaatkvæðaqreiðslan er hafin. * Hafið samband við kosningaskrifstofuna og takið þátt í kosningastarfinu. Framsóknarflokkurinn. i

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.