Dagur - 09.04.1991, Síða 15

Dagur - 09.04.1991, Síða 15
reer I'nqu .6 iu9Bbut6ii«! - FIUDAQ - k Þriðjudagur 9. apríl 1991 - DAGUR - 15 Formannaskipti hja Landvara - félagsmenn vona að senn verði bundinn endir á flutningastarfsemi utanfélagsmanna Á aðalfundi Landvara, landsfé- lags vörubifreiðaeigenda á flutn- ingaleiðum, sem haldinn var 9. mars sl., var Halldór Brynjólfs- son, Borgarnesi, kosinn formaður félagsins. Halldór er deildarstjóri bif- reiða- og fóðurvörudeildar KB í Borgarnesi. Hann hefur setið í stjórn Landvara sl. fjögur ár og er Halldór því vel kunnugur málefnum félagsins. Magnús Svavarsson, Sauðár- króki, hefur sl. tvö ár verið for- maður Landvara og voru honum þökkuð góð störf fyrir félagið. Gunnar Árnason, Akureyri og Sigurgeir Aðalgeirsson, Húsavík, voru endurkjörnir í stjórn félags- ins, en tveir nýir félasmenn taka nú sæti í stjórn Landvara í fyrsa sinn, en þeir eru Rúnar Gunnars- son, Neskaupstað og Birgir Ingva- son, Ólafsvík. Endurskoðendur Landvara voru kosnir Magnús Svavarsson, Sauðárkróki, og Óskar Jónsson, Dalvík. Samgönguráðherra meömæltur starfsvernd „í ávarpi Steingríms J. Sigfússon- ar, samgönguráðherra, á aðal- fundinum kom fram að ráðherra telur mikilvægt að finna ein- hverja lausn á því óöryggi sem félagsmenn Landvara búa við varðandi óeðlilega samkeppni á flutningaleiðum sínum. í samgönguráðuneytinu liggur fullmótað frumvarp til laga um vöruflutninga á landi, sem ráð- herra hefur ekki enn kynnt á alþingi, en í því frumvarpi eru lagðar vissar hömlur á það, að einstaklingur eða félag geti farið að bjóða almenna vöruflutninga á leiðum, þar sem þegar er full- komin þjónusta til staðar og rek- in af ábyrgum Landvarafélaga. I frumvarpinu er gert ráð fyrir því að Landvari verði umsagnar- aðili um nýja flutningsaðila gagn- vart ráðuneyti og viðkomandi sveitarstjórn. Landvaramenn fagna þessari afstöðu ráðherra og binda miklar vonir við að fljótlega verði endir bundinn á það óviðunandi rekstr- arumhverfi sem þeir hafa búið við í þessum efnum. Reynslan hefur Ifka sýnt að flutningastarf- semi utanfélagsmanna, hefur til lengri tíma litið, eingöngu spillt fyrir eðlilegri uppbyggingu þjón- ustu á flutningaleiðum og í reynd skapað óöryggi og skaða fyrir þá sem á flutningana treysta og við- komandi sveitarfélög. Bundið slitlag komið á 2.350 km í fróðlegu erindi Helga Hall- grímssonar, aðstoðarvegamála- stjóra á aðalfundi Landvara kom fram að Vegagerðin miðar nú við 11,5 tonna burðarþol á öxul við endurbyggingu vegakerfisins, en ljóst er að heimild til að aka með þessum þunga á flutningaleiðum á enn langt í land. í árslok 1990 var bundið slitlag komið á 2.350 km, en fyrir 10 árum voru einungis 359 km lagðir bundnu slitlagi. Hjá Vegagerð- inni er nú forgangsverkefni að leggja bundið slitlag á allár stofnbrautir og þjóðbrautir með 100 bíla umferð á dag eða meira. Fram til 1994 verða stærstu verkefni Vegagerðarinnar að leggja nýjan veg og brú á Mark- arfljót, nýjan veg og brú á Dýra- fjörð, Vesturós Héraðsvatna, Breiðdalsá, fjarðarþverun, og Öxnadalsheiði og Öxnadalur, einnig er ráðgert að vinna við vestfjarðagöng hefjast á þessu tímabili. A árunum 1995-1998 er ráðgert að vinna að brúun Kúða- fljóts og Gilsfjarðar og vegar um Búlandshöfða. Næstu verkefni þar á eftir verða að líkindum Skjálfandafljót, Jökulsá á Dal, Jökulsá í Lóni og Austfjarða- göng. Landvari, Landfari I erindi Aðalgeirs Sigurgeirsson- ar á aðalfundinum kom fram að við stofnun félagsins árið 1971 var fyrirhugað að nafn þess yrði Landfari, en því miður var þá til í Reykjavík félag með því nafni. Effinu var þá breytt í vaff og til varð Landvari. Aðalgeir kom víða við í erindi sínu og minntist margs frá upp- hafsdögum félagsins og úr sögu þess, m.a. sagði hann skemmti- lega sögu um það hvernig lög um Landflutningasjóð urðu til vorið 1979. Félagsmönnum er bent á grein Aðalgeirs á bls. 16 í Morgunblað- inu laugardaginn 9. mars. Þjónustunet Landvara um allt Iandið í erindi Guðmundar Arnaldsson- ar, framkvæmdastjóra Landvara, á aðalfundinum kom fram sú framtíðarsýn að flutningafyrir- tæki myndu stækka og leggja meiri áherslu á markaðsstarfsemi og þjónustu við innflytjendur og framleiðslufyrirtæki. Þannig myndu Landvaramenn í framtíð- inni gera einn þjónustu- og vöru- dreifingarsamning við aðila um dreifingu á vörum hans í sameig- inlegu flutninganeti um allt land. Guðmundur taldi einnig að í framtíðinni yrði einungis ein vöruafgreiðsla Landvaramanna í Reykjavík fyrir landið allt, því greinin yrði að leita hámarkshag- kvæmni í rekstri til að auka hlut- deild sína í vöruflutningum um leið og greinin þyrfti að vera sam- keppnisfær í verðum. Árshátíðin á Seltjarnarnesi Árshátíð Landvara sem haldin var í félagsheimilinu á Seltjarnar- nesi tókst með afbrigðum vel. Skemmtinefndin á hrós skilið fyr- ir undirbúning hátíðarinnar. 227 miðar voru seldir á hátíðina og skemmtu allir sér konunglega eft- ir því sem sögur herma og menn muna,“ segir í frétt frá Landvara. Aðalfundur Osta- og smjörsölunnar: Ostasala jókst um 39 tonn á síðasta árí Aðalfundur Osta- og smjör- sölunnar var haldinn fyrir nokkru. A fundinum kom m.a. fram að O.S.S. hefur hafið samvinnu við Rannsóknastofn- un landbúnaðarins um fram- leiðslu á lífefldri mjólk (,,ekólógískri“). Þá eru hafnar mælingar á áhrif- um umhverfismengunar á osta- og smjörframleiðslu hér á landi í samvinnu við Rannsóknastofu háskólans í lyfjafræði. Enn frem- ur kom fram að nýir ostagámar hafa dregið úr umbúða- og rýrn- unarkostnaði og nýtt osta- skurðartæki, sem hefur verið tek- ið í notkun, jók enn frekar á hag- ræðingu og vöruvöndun hjá O.S.S. í fyrra. Neysla fitusnauðra mjólkurafurða vaxandi Ostasala jókst um 39 tonn eða 1,5% á árinu 1990. Fór úr 2.668 tonnum í 2.707 tonn. Smjörsala dróst saman en á móti kom aukin sala á smjörva og Léttu og lag- góðu. Þá jókst sala á 17% osti mest í samanburði við aðrar osta- tegundir og gefa þessar tölur því e.t.v. til kynna að íslendingar séu að auka neyslu sína á fitusnauð- ari mjólkurafurðum á kostnað fituríkari. Samanburður á alþjóðlegum neyslutölum leiðir í ljós að íslendingar eru ásamt Belgum í 4. til 5. sæti hvað ostaneyslu varðar, með 16.5 kíló á ári á mann. Það eru vitaskuld Frakkar sem eiga heimsmetið í osta- neyslu, með 22.3 kíló á mann, Þjóðverjar eru í öðru sæti með um 18 kíló en ítalar í því þriðja með 17.5 kíló. Hvað feitmeti varðar eru íslendingar í 13. sæti, næst á eftir Sovétmönnum, með meðalneyslu á smjöri sem nemur 2.4 kílóum á ári. Heimsmetið eiga Ný-Sjá- lcndingar en þeir neyta að meðal- tali tæpra 11 kílóa af smjöri á ári. Heimsmet í neyslu mjólkurfitu fslendingar eiga hins vegar heimsmétið í neyslu á bæði mjólkurprfcteini og mjólkurfitu. Við neytumlS kílóa af próteini á ári, á móti 12.-7 kílóum í Finn- landi og 11.8 ki'lóum í Svíþjóð. Af mjólkurfitu neytum við 18.5 kílóa á ári, Ný-Sjálendingar 17.7 kílóa á ári og Danir 17.4 kílóa á ári. 7,2% aukning innveginnar mjólkur milli ára Innvegin mjólk til mjólkursam- laga var 107 milljón lítrar á árinu 1990 og jókst úr 99.8 milljónum lítra eða um 7.2% á milli ára. Þessa framleiðsluaukningu má fyrst og fremst rekja til sveiflna í árferði. Slæmt árferði 1989 gerði að verkum að mjólkurfram- leiðendur áttu ónýttan fullvirðis- rétt til góða en gott árferði í fyrra orsakaði hins vegar að margir notfærðu sér heimild til að fram- leiða allt að 15% af fullvirðisrétti yfirstandandi verðlagsárs. Mjólk- urframleiðslan mun því minnka í ár sem því nemur. Heildarmjólk- urneysla minnkaði um 0.28% í fyrra. íslenskir ostar hlutu 12 gull- verðlaun og 11 silfurverðlaun á ostasýningu í Herning í fyrra. Enn fremur hlutu umbúðir frá O.S.S. fyrstu verðlaun í alþjóð- legri umbúðasamkeppni í Banda- ríkjunum. Nauðungaruppboð á eftirtöldum eignum fer fram í skrifstofu embættisins, Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Dalsbraut 1, hl. A2-G2, Akureyri, þingl. eigandi Stefán Sigurðsson, föstud. 12. apríl 1991, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Bæjarsjóður Akureyrar, Benedikt Ólafsson hdl., Hróbjartur Jónatansson hrl., Ásgeir Þ. Árnason, Bragi Kristjánsson hdl. og Iðnlánasjóður. Dalsgerði 7a, Akureyri, þingl. eig- andi Heiðar Jóhannsson, föstud. 12. apríl 1991, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs. Einholti 16c, Akureyri, þingl. eigandi Pétur Ólafsson, föstud. 12. apríl 1991, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Gísli Gíslason hdl. Faxaborg 5, hesthús Akureyri, tal- inn eigandi Björn Þorsteinsson, föstud. 12. apríl 1991, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Grenivöllum 22 e.h., Akureyri, talinn eigandi Birgir Sigurðsson o.fl., föstud. 12. apríl 1991, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar, Gunnar Sólnes hrl. og Húsnæðisstofnun ríkisins. Grundargötu 4 suðurendi, Akureyri, þingl. eigandi Sigurlaug K. Péturs- dóttir, föstud. 12. apríl 1991, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Hafnarstræti 3 e.h. Akureyri, þingl. eigandi Bergþóra Gísladóttir o.fl., föstud. 12. apríl 1991, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Reynir Karlsson hdl. Lönguhlíð 3d, Akureyri, þingl. eig- andi Gunnar Steinþórsson, föstud. 12. apríl 1991, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Kristinn Hallgrímsson hdl. Langholti 26, Akureyri, þingl. eig- andi Árni Sigurðsson, föstud. 12. apríl 1991, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Ævar Guðmundsson hdl. og Gunn- ar Sólnes hrl. Hringtúni 5, Dalvlk, þingl. eigandi Magnús I. Guðmundsson, föstud. 12. apríl 1991, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Jón Þórodds- son hdl., Sigríður Thorlacius hdl., Árni Einarsson hdl., Veðdeild Landsbanka íslands og Benedikt Ólafsson hdl. Hrísalundi 8g, Akureyri, þingl. eig- andi Árni Harðarson o.fl., föstud. 12. apríl 1991, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands og Björn Jónsson hdl. Karlsbraut 17, Dalvík, þingl. eigandi Sverrir Sigurðsson, föstud. 12. april 1991, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Karlsrauðatorgi 20, Dalvík, þingl. eigandi Bergur Höskuldsson, föstud. 12. apríl 1991, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs, Bene- dikt Ólafsson hdl. og Gunnar Sól- nes hrl. Múlasíðu 5f, Akureyri, talinn eigandi Birgir Torfason, föstud. 12. apríl 1991, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru. Gunnar Sólnes hrl., innheimtumað- ur ríkissjóðs og Guðmundur Jóns- son hdl. Norðurgötu 1, Akureyri, þingl. eig- andi Ingvi Guðmundsson o.fl., föstud. 12. apríl 1991, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Guðmundur Markússon hrl. Rimasíðu 19, Akureyri, þingl. eig- andi Tryggvi Pálsson, föstud. 12. apríl 1991, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Smárahlíð 18f, Akureyri, þingl. eig- andi Hildur Gunnarsdóttir, föstud. 12. apríl 1991, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Ævar Guðmundsson hdl. Tryggvabraut 22 efstu hæð, Akur- eyri, þingl. eigandi Helga Alice Jóhanns o.fl., föstud. 12. apríl 1991, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Birgir Árnason hdl, inn- heimtumaður ríkissjóðs, Ólafur Gústafsson hrl. og Byggðastofnun. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Sjávargötu 4, Hrísey, þingl. eigandi Birgir Sigurjónsson, föstud. 12. apríl 1991, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Byggðastofnun og Eggert B. Ólafs- son hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum eignum fer fram á skrifstofu embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Grundargerði 6f, Akureyri, þingl. eigandi Ragnar Elías Maríasson o.fl., föstud. 12. apríl 1991, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Kristinn Hallgrímsson hdl. og Ásgeir Thoroddsen hdl. Grænumýri 12, Akureyri, þingl. eig- andi Friðjón Eyþórsson, föstud. 12. apríl 1991, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Björn Jósef Arnviðarson hdl. og Bæjarsjóður Akureyrar. . ENDURUNNINN PAPPÍR nín . telefaxpappir • ÁÆTLUNARBLOÐ .ÁÆTLUNARBLOÐ fyrir sumarleyfi • SKÝRSLUBLOKKIR . rissblokkir • SÉRSKORINN PAPPIR . HVERS kyns SÉRPRENTUN Heiðrúnu EA-28, þingl. eigandi Söltunarfélag Dalvíkur, föstud. 12. apríl 1991, kl. 14.45. Uppboðgbeiðandi er: Tryggingastofnun ríkisins. [DAGSPRENf] L-------- ---Á STRANDGÖTU 31 • 600 AKUREYRI SfMAR 24222 & 24166

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.