Dagur - 09.04.1991, Page 20
F
Akureyri, þriðjudagur 9. apríl 1991
Kodak
Express
Gædaframköllun
★ Tryggðu filmunni þinni
Jbesta ‘Tfediðjfnyndir
Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324.
Bílstjórafélagið Valur og Guðmundur Hjálmarsson deila:
Valsmenn lögðu bflum í veg
fyrir bfla frá G. Hjáhnarssyni
Vörubifreiðastjórar frá bif-
reiðastjórafélaginu Val á
Akureyri gripu til táknrænna
mótmælaaðgerða við K.A.
heimilið á laugardaginn. Vík-
ingur Guðmundsson, formað-
ur Vals, og Bragi Steinsson,
bifreiðastjóri, lögðu vörubif-
reiðum sínum við slóða inn á
vinnusvæðið þar sem Guð-
mundur Hjálmarsson, verk-
taki, var að taka grunn að nýja
íþróttahúsinu, en hurfu frá eft-
ir skamma stund.
Tilboð í vegagerð
á Öxnadalsheiði:
Lægsta tilboð
62% af kostn-
aðaráætlun
- 17 verktakar
buðu í verkið
I gær voru opnuð tilboð í vega-
gerð á Öxnadalsheiði, nánar
tiltekið kaflann Giljareitur -
Grjótá. Lengd þessa vegar-
kafla er 4,26 km. og verður
verkið unnið á komandi sumri.
Óvenju mörg tilboð bárust í
verkið, eða 17, og einnig er
athyglisvert að Iægsta tilboð er
aðcins 62% af kostnaðaráætl-
un Vegagerðar ríkisins.
Lægsta tilboð átti fyrirtækið
Höttur sf. í Strandasýslu eða 22,9
milljónir króna. Ýtan hf. á Akur-
eyri átti næsta tilboð sem var að-
eins einu prósenti hærra en næst
kom tilboð Króksverks hf. á
Sauðárkróki, tæpar 26 milljónir.
Sex af tilboðunum sem bárust
voru yfir kostnaðaráætlun Vega-
gerðarinnar og það hæsta var frá
Hagvirki/Kletti hf., eða 48,7
milljónir. Af þessu sést að munur
á hæsta og lægsta tilboði var tæp-
ar 26 milljónir króna.
Að sögn Jónasar Snæbjörns-
sonar, umdæmisverkfræðings hjá
Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki,
á að skila þessu verki fyrir 1.
október en þessi nýi vegur verður
væntanlega ekki klæddur slitlagi
fyrr en sumarið 1992. Með til-
komu þessa vegarkafla mun leið-
in yfir Öxnadalsheiði breytast
nokkuð frá því sem nú er. JÓH
Tildrög rnáls þessa eru þau, að
sögn Víkings Guðmundssonar
formanns Vals, að lög hafa verið
brotin árum saman á félags-
bundnum vörubifreiðastjórum á
Akureyri. Víkingur segir að tveir
vörubílar séu notaðir til leigu-
aksturs utan stöðvarinnar í þessu
tilviki, sem sé brot á lögum um
leiguakstur. Um er að ræða eina
vörubifreið frá Aðalgeir Finns-
syni hf. og aðra bifreið í eigu
Stefáns Þengilssonar.
Víkingur vitnar í lög um leigu-
akstur, en þar segir í 5. grein: „í
þeim kaupstöðum og á þeim
sýslusvæðum þar sem viðurkennd
vörubifreiðastöð er starfandi, er
öllum óheimilt að stunda leigu-
akstur á vörubifreiðum utan
stöðvar eða frá stöð, sem eigi er
viðurkennd. Leiguakstur telst
það, þegar vörubifreið er seld á
leigu ásamt ökumanni til flutn-
inga á vörum eða efni fyrir tiltek-
ið gjald, þar sem ökumaður eða
eigandi bifreiðarinnar er hvorki
eigandi, seljandi né kaupandi
vörunnar, sem flutt er.“
„Við erum búnir að vísa þessu
máli til lögfræðings Landssam-
bands vörubifreiðastjórafélaga í
Reykjavík. Ég er ekki sammála
því að Guðmundur Hjálmarsson
tali um þessa tvo bíla sem starf-
andi á vegum undirverktaka, því
undirverktakar verða að hafa
sérstakt og afmarkað verksvið,
þ.e. sérstakan þátt verksins,“
segir Víkingur Guðmundsson.
Guðmundur Hjálmarsson segir
að því miður hafi hlaupið harka í
þetta mál, en það sé ekki frá sinni
hendi heldur Valsmanna. „Ég
var búinn að tala við þá áður en
ég byrjaði um að ég myndi skipta
vinnunni með þeim, en síðan
koma þeir hér á svæðið eftir þrjá
daga með æsing. Ég var alls ekki
búinn að útiloka þá frá vinnu, og
hef ekkert á móti þeim eða stöð-
inni, og vildi samstarf við þá, en
því miður vilja þeir ekkert nema
hörkuna. Ég hef því vísað málinu
til Árna Pálssonar lögfræðings,“
segir Guðmundur Hjálmarsson,
en hann segir að þáttur undir-
verktaka í tilboðsverkinu sé laga-
legt túlkunaratriði. EHB
Þessi mynd var tekin þegar Víkingur Guðmundsson og Guðmundur Hjálm-
arsson ræddust við á laugardag, en þá lokuðu Valsmenn vegarslóða um
stundarsakir. . Mynd: EHB
Norðurlandskjördæmin:
Framboðslistar samþykktir af yfirkjörstjómum
- H-listi á Norðurlandi eystra mun bera nafn Heimastjórnarsamtaka
Frestur til að skila inn fram-
hoðslistum fyrir komandi
kosningar til Alþingis rann út
síðastliðinn föstudag. Kjör-
stjórnir hafa nú farið yfir fram-
boðslista og stuðningsmanna-
lista og í Norðurlandskjör-
dæmunum tveimur voru allir
listar samþykktir eftir að
breyting hafði verið gerð á
heiti eins framboðsins, þ.e.
Samtaka jafnréttis og félags-
hyggju - Heimastjórnarsam-
taka, á Norðurlandi eystra.
Hugmyndin var að fyrrnefnt
framboð yrði í nánum tengslum
við framboð Heimastjórnar-
samtakanna í öðrum kjördæmum
landsins og yrði undir H-bókstaf
Heimastjórnarsamtakanna þrátt
fyrir að í nafni þessa framboðs á
Norðurlandi eystra yrði líka nafn
Samtaka jafnréttis og félags-
hyggju. Ragnar Steinbergsson,
formaður yfirkjörstjórnar á
Norðurlandi eystra, segir að
aðstandendum listans hafi verið
bent á að þessi uppsetning væri
ekki leyfileg, annað hvort yrði
einungis notað nafn Heima-
stjórnarsamtakanna eða að fram-
boð í öðrum kjördæmum yrði
einnig að bera nafn Samtaka
jafnréttis og félagshyggju. Þá
væri einnig sá möguleiki uppi að
nota nafn Samtaka jafnréttis og
félagshyggju og bjóða þá fram
undir J-bókstafnum sem notaður
var í síðustu kosningum. Eftir að
aðstandendum framboðsins hafði
verið skýrt frá þessum kostum nú
um helgina var ákveðið að fram-
boðið héti Heimastjórnarsam-
tökin líkt og í öðrum kjördæmum
og listabókstafurinn verði H.
Aðrar athugasemdir voru ekki
gerðar við framboðslistana í
Norðurlandskjördæmi eystra.
Hjá yfirkjörstjórn í Norðurlands-
Ekkert vimislustopp hjá ÚA
Gunnar Ragnars, fram-
kvæmdastjóri ÚA, segir aö
unnt hafi verið aö halda uppi
stöðugri vinnslu hjá fyrirtæk-
inu, þrátt fyrir tímabundið
stopp ísfisktogara þess, og
ekkert bendi til þess að til
vinnustöðvunar komi vegna
hráefnisskorts.
í gær var lokið við að vinna
fisk sem togararnir færðu á land í
fyrri viku og í dag verður landað
um 90 tonnum úr Baldri EA á
Dalvík til vinnslu hjá ÚA. Síðar í
vikunni kemur Kaldbakur síðan
inn til löndunar og þar með fara
hjólin að snúast á eðlilegan hátt á
nýjan leik. óþh
Leitað að sérfræðinguin
Útibú Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins á Akureyri og
sjávarútvegsdeild Háskólans á
Akureyri hafa auglýst lausar til
umsóknar tvær stöður sér-
fræðinga til kennslu og rann-
sóknarstarfa.
Grímur Valdimarsson, for-
stjóri Rannsóknarstofnunar fisk-
iðnaðarins, segir að hér sé um
nýjar stöður að ræða og líta megi
á þær sem vísi að vaxandi þrótt-
miklum rannsóknum stofnunar-
innar á Akureyri. óþh
kjördæmi vestra komu ekki upp
vandamál og fengust öll fram-
boðin átta samþykkt.
Kjörskrár vegna kosninganna
hafa að undanförnu legið frammi
hjá sveitarstjórnum en síðustu
forvöð eru að gera athugasemdir
við þær þar sem kærufrestur
rennur út á hádegi í dag. Sveita-
stjórnir skulu, samkvæmt lögum,
hafa úrskurðað um kærumál eigi
síðast en næstkomandi mánudag.
JÓH
Viðgerð á Strákagöngum við Siglugörð:
Fimm í lokuðu útboði
Fimm aðilar taka þátt í lokuðu
útboði í viðgerð á Strákagöng-
um við Siglufjörð. Tilboð
verða opnuð 15. apríl nk.
Kostnaður við þetta verk er
áætlaður á bilinu 50-60 millj-
ónir króna.
Lengi hefur staðið til að gera
við Strákagöngin, enda ekki van-
þörf á. Ætlunin er að þétta þau,
leggia nýtt slitlag á gólfið og
skipta um drenlagnir.
Þeir sem bjóða í viðgerð
Strákaganganna eru: ístak hf.,
Krafttak sf., Hagvirki, Gunnar
og Guðmundur sf. ásamt Klæðn-
ingu hf. og Ármannsfelli hf. og
siglfirsk fyrirtæki í sameiningu;
Bás sf., Berg hf., Jón og Erling,
Rafbær sf. og Síldarverksmiðjur
ríkisins.
Jónas Snæbjörnsson, um-
dæmisverkfræðingur Vegagerðar
ríkisins á Sauðárkróki, segir að
ætlunin sé að hefja vinnu við
endurbætur á Strákagöngum í
ágúst og er búist við að þær taki
átta vikur. Göngin verða að
mestu lokuð fyrir umferð meðan
á viðgerð stendur. Þó er gert ráð
fyrir að þau verði opin á morgn-
ana milli kl. 7 og 8 og frá 19.30 til
20.30 á kvöldin og hugsanlega
einnig í hádeginu. Jónas sagðist
eiga von á því að vegurinn um
Siglufjarðarskarð yrði opnaður,
að minnsta kosti fyrir jeppa.
Steingrímur J. Sigfússon, sam-
gönguráðherra, segir að f athug-
un sé í ráðuneyti samgöngumála
að auka við framkvæmdir í
Strákagöngunum frá því sem
upphaflega var gert ráð fyrir.
„Ég er með þetta mál í athug-
un og ætla að gera hvað ég get í
því að auka við framkvæmdir í
göngunum á þessu ári, það sem
lýtur að forskála, hurðum og
fleiru. Út af fyrir sig lítur ekki illa
út með þetta mál. Eg hef von um
að hægt verði að færa fjármagn til
milli ára með tilteknum hætti og
auka við þessar framkvæmdir.
Meðal annars var ætlunin að
skoða hvort heimaaðilar gætu
ekki fengið vinnu við verkið. Þar
á meðal vorum við að hugsa um
vélsmiðjumenn hjá Síldarverk-
smiðjum ríkisins," sagði Stein-
grímur. óþh