Dagur - 13.04.1991, Page 3

Dagur - 13.04.1991, Page 3
Laugardagur 13. apríl 1991 - DAGUR - 3 Vilhjálmur Ingi Árnason, starfsmaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis: Óttast að kosningamar hækki vömverð - Johannes Jónsson neitar orðrómi um að hann sé að heija rekstur Bónus-verslunar á Akureyri Jóhannes Jónsson, eigandi Bónus-verslananna í Reykja- vík, neitar þeim orðrómi að hann sé í þann veginn að setja upp slíka verslun á Akureyri. Hins vegar segir hann að marg- ir norðanmenn hafi haft sam- band við hann og óskað eftir því að vera í tengslum við Bónus, varðandi innkaup og fleira. Hann segir að þarna sé bæði um að ræða menn í versl- un og menn sem ekki hafa komið að slíkum rekstri. Eins og kunnugt er hefur geys- að harðvítugt verðstríð á höfuð- borgarsvæðinu, fyrst og fremst milli Bónus-verslananna og Hag- kaupa. Verstríðið teygði anga sína norður yfir heiðar og að sögn Vilhjálms Inga Árnasonar, starfsmanns Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, stendur það enn á mörgum sviðum. Hann benti á tíð tilboð í verslunum og meðal annars hefði Matvöru- markaðurinn/Plúsmarkaðurinn auglýst 10% staðgreiðsluafslátt í þessari viku á pakkavöru. „Við erum mjög ánægð með að loksins sé komin virkilega hörð samkeppni í matvöruverslun hér í bænum. Pað er þó mjög mikil- vægt að hún verði innan vits- munalegra marka, því það þýðir ekki að menn drepi hver annan. Verðstríðið fyrir sunnan hefur áhrif út á landsbyggðina. Til dæmis getur Hagkaup ekki annað en lækkað einnig vöruverð í verslunum sínum utan höfuð- borgarsvæðisins. Segja má að Bónus í Reykjavík hafi óbeint lækkað vöruverð á landinu öllu,“ sagði Vilhjálmur Ingi. Hann sagði erfitt að spá fyrir um verðþróun á næstu vikum í matvöruversluninni á Akureyri. Hins vegar væru ýmis teikn á lofti sem gætu ógnað lækkandi vöru- verði. „Því miður eru kosning- arnar of snemma. Þessi verð- lækkun í matvöruversluninni hefði þurft að fá aðeins meiri tíma til þess að sanna sig. En það er alltaf hætta í kringum kosning- ar að ýmsir hlutir, þ.á.m. verð- lagið, fari úr böndunum," sagði Vilhjálmur Ingi. óþh Skagaskeljarhúsið: Fimm tObod bárust Fiskveiðasjóður hefur opnað tilboð í Skagaskeljarhúsið á Hofsósi. Fimm tilboð bárust í húsið og eru þau nú til skoðun- ar. Þrjú tiiboðanna hafa verið lögð tii hliðar en eftir er að velja milli tveggja. Hæsta til- boðið sem barst hjóðaði upp á fimm milljónir króna. Fiskveiðasjóður fékk Skaga- skeljarhúsið upp í níu milljón króna kröfur í þrotabú Frysti- hússins á Hofsósi. Húsinu, sem er um 260 fermetar, fylgja nokk- ur tæki til fiskverkunar. Þau tiboð sem bárust komu frá Hamrahlíðarkórinn verður með tónleika í félagsheimilinu á Blönduósi í dag. Kórinn er á söngferðalagi um Húnavatns- sýslur um helgina og kemur kórinn fram á þremur stöðum. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt og sungin verða innlend og erlend lög. Kórinn verður með tvenna tónleika á morgun og verða þeir í Þingeyrarkirkju kl. 14:00 og í Hvammstangakirkju kl. 17:00. Kórinn flytur erlend tónverk frá 16. og 17. öld. Einnig flytur kór- inn fjölbreytta dagskrá þekktra laga eftir ýmsa innlenda höfunda. Bæjarráð Húsavíkur fór yfir kjörskrá vegna Alþingiskosn- inganna 20. aprfl nk. á fundi sínum sl. fimmtudag, en kjör- skráin verður lögð fyrir bæjar- stjórn til samþykktar nk. mánudag. Engar kærur hafa borist. heimaaðilum á Hofsósi og einnig frá aðkomumönnum. Að sögn Ólafs Stefánssonar hjá Fiskveiðasjóði eru menn þokkalega ánægðir með þau til- boð sem bárust, miðað við Sigmundur Þórisson, formað- ur KA, segir að framkvæmd- um við grunn nýja íþróttahús- Stjórnandi Hamrahlíðarkórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. kg Páll Jóhannesson, tenórsöngv- ari frá Akureyri, hefur á undanförnum árum sungið við Stora Teatern í Gautaborg í Svíþjóð og komið þar fram í fjölmörgum óperum og óper- ettum. Á kjörskrá eru 1689 manns á Húsavík, 869 kralar og 820 konur. Kosið verður í Barna- skólanum í tveimur kjördeildum og er það í fyrsta sinni sem kjör- deildir á Húsavík eru fleiri en ein. Formaður yfirkjörstjórnar er Magnús Þorvaldsson. IM atvinnuástand á Hofsósi. í næstu viku verður tekin ákvörðun um hvaða tilboði verður tekið en skoða þarf ýmsa þætti varðandi þau tvö tilboð sem valið stendur á milli. kg ins miði samkvæmt áætlun. Reiknað er með að byrjað verði að fylla í grunninn eftir helgina. Sem kunnugt er áætlar bygg- inganefnd hússins að það verði komið í notkun fyrir 1. október í haust, standist allar áætlanir. Sigmundur Þórisson segir að í næstu viku verði ekið möl í grunninn og þar með eigi jarð- vegsskiptum að vera lokið og uppsláttur að geta hafist. Fljót- lega ætti húsið að rísa úr jörðu því ætlunin er að húsið verði risið og utanhússfrágangi lokið þann 6. júlí í sujnar. JÓH Á dögunum barst Degi úrklippa úr sænsku blaði, Osk- arshamnstidningen, um upp- færslu Stockholms Operettens- emble á óperettunni „Vínar- blóði“ eftir Johann Strauss. Páll tók þátt í uppfærslunni og söng aðaltenórhlutverkið, Zedlau greifa. í greininni er farið lofsam- legum orðum um óperettuna og það sem sagt er um Pál er á jákvæðum nótum. óþh Hamrahlíðarkórinn: Tónleikar á Blönduósi í dag Húsavík: 1689 manns á kjörskrá Framkvæmdir við íþróttahús á félagssvæði KA: Jarðvegsskiptin á áætlun Páll Jóhannesson í hlut- verki greifa í Svíðþjóð íþróttafélagið Þór Umsjónarmaður óskast Húsnefnd Hamars, félagsheimilis Þórs, óskar eftir að ráða umsjónarmann. Starfið felst í daglegum rekstri ásamt öðrum tilfall- andi verkefnum. Umsjónarmaður þarf að geta unnið sjálfstætt og haft frumkvæði. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. í Hamri er íbúð og er möguleikí að hún fylgi starfinu. Upplýsingar gefur Ragnar Sverrisson v.s. 96-23599, h.s. 96-21366. i Umsóknarfrestur er til 22. apríl 1991. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendast til: Hamar P.O. Box 504 602 Akureyri. Árgangur ’44 Þeir sem voru svo lónsamir að vera með okkur í Gagnfrœða- skóla Akureyrar, eru velkomnir að vera við hátíðarhöld þau er við höldum að Stórutjörnum, helgina 4.-5. maí nk. Hafið samband við Ásdísi í síma 23070, Ástu 21554, Inga Þór 21162, Jónu 21414, Rut 21976 eða Frímann 24222 fyrir 15. apríl, og fáið nánari upplýsingar. Gagnfrœðingar 1961. Ævintýraár á Nýja Sjálandi Vegna forfalla og aukins kvóta getum við boðið örfáum skiptinemum að sækja um námsdvöl á Nýja Sjálandi 1992. Ef þú ert fædd/ur 1974 og 1975 og ert í skóla getur þú sótt um. Farið er í janúar 1992 og komið heim í desember sama ár. Umsóknarfrestur er til 17. apríl. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu ASSE á fslandi, Lækjargötu 3 Skólastrætismegin, 101 Reykjavík. Sími 621455, fax 625740. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 13-17. Félag máimiðnaðarmanna Akureyri Fundarboð Félag málmiðnaðarmanna Akureyri heldur félagsfund mánudaginn 15. apríl 1991 kl. 17.00 í Alþýðuhúsinu, Akureyri. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Lífeyrissjóðsmál. (Á að stofna einn lífeyrissjóð fyrir alla A.S.Í. félaga á Norðurlandi?) Þórólfur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Lífeyrssjóðs M.S.Í. og Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri Lífeyr- issjóðsins Bjargar á Húsavik, mæta á fundinn. 3. Skipulagsmál M.S.Í. örn Friðriksson. 4. Fjármál. 5. Önnur mál. Stjórnin.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.