Dagur - 13.04.1991, Síða 18

Dagur - 13.04.1991, Síða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 13. apríl 1991 Kvikmyndasíðan Fasteignatorgið Glerárgötu 28, ii. hæð Sími 21967 * TJARNARLUNDUR: Einsiaklingsíbúð á 1. hæð, 38,6 m2 nettó. Góö staðsetning. Laus fljót- lega. * HJALLALUNDUR: 4ra herbergja íbúð á 4. hæð, 88,0 m2 nettó. Góð staðsetning. Góð lán. * GRENIVELLIR: 4ra herbergja (búð m/bflageymslu á 1. hæð, samt. 109,8 m2, í fimm íbúða húsi. * NORÐURGATA: Einbýlishús, hæð, ris og kjallari, 159,0 m2. Endurnýjað að nokkru leyti. * REYKJASÍÐA: Einbýlishús á einni hæð m/bíla- geymslu, samt. 170,0 m2. Vönduð eign. * LANGHOLT: Einbýlishús á 2 hæðum m/innbyggðri bílageymslu, samt. 240,0 m2. Má gera að tveim fbúðum. * VANTAR: 4-5 herbergja sérhæð á Syðri-Brekk- unum, sem næst sjúkrahúsinu. * VANTAR: Gott einbýlishús á einni hæð, 130- 150 m2 með eða án bílgeymslu. Skipti á góðri 4ra herbergja raðhús- afbúð á einni hæð hugsanleg. Æski- leg staðsetning á Brekkunum. * Vegna mlkillar sölu vantar allar gerölr fastelgna á skrá. Skoðum og verðmætum eignlr samdægurs. GAGNKVÆMT TRAUST - TRAUST WÓNUSTA nniA» 10.30 til 12.00 UpiU. 13.00 til 18.00 Sölustjóri: Tryggvi Pálsson Heimasími 21071 Ásmundur Jóhannsson hdl. t Jón Hjaltason Issur Danielovitch Varla hefur nokkur kvikmyndaleikari verið ver leikinn á hvíta tjaldinu en Issur nokkur Danielovitch. Hann hefur leikið í samtals 76 kvikinyndum og orðið þar fyrir hinni sárustu lífsreynslu, misst auga, báða fætur og fingur og jafnvel skorið af sér eyra. Hann hefur verið húðstrýktur, barinn, Tony Curtis rak eitt sinn í hann oddlaust sverð með hinum verstu afleiðingum, hann hefur meira að segja gengið í fótspor meistarans og hangið á rómverskum krossi. Þessi marghrjáði kvikmyndaleikari, sem var í vöggu nefndur Issur, breytti síðar nafni sínu og varð Kirk Douglas. í seinasta mánuði fékk Douglas heiðursviður- kenningu Bandaríska kvikmyndasambandsins fyrir árið 1991. Kirk Douglas fæddist í desember árið 1916 í stórborginni New York. Faðir hans var rússneskur gyðingur, blásnauður innflytj- andi frá gamla heiminum. Sem nærri má geta bjó Douglas ekki við allsnægtir í æsku en leiklistin náði snemma tökum á honum og strax í barnaskóla var tötrum klæddur snáðinn byrjaður að reyna sig á sviði. Seinna fékk hann hlutverk á Broadway. Leikarinn ungi ætlaði sér þó aldrei til Hollywood. „Mig lang- aði ekki til Hollywood", segir Douglas. „Markmið mitt var að verða góður sviðsleikari." Samt sem áður fór það nú svo að ekki löngu eftir fæðingu frumburðar- ins, Michaels árið 1944, þáði Douglas boð um að leika með Barböru Stanwyck og Van Heflin í The Strange Love of Martha Ivers. Hín þríþættu ein- kenni Ieikarans Pegar Douglas kom til Holly- wood, tæplega þrítugur að aldri, stóð veldi stóru kvikmyndaver- ana sem hæst. Þau réðu nánast öllu er þau vildu, sérstaklega þó kvikmyndaleikurunum sem voru á föstum samningi hjá Holly- wood jöfrunum. Douglas var utanveltu við þetta kerfi og eftir The Walls of Jerico 1948 sleit hann öll tengikerfi við stóru kvik- myndaverin og reyndi fyrir sér upp á eigin spýtur. Árið eftir sló hann í gegn í kvikmyndinni Champion er sagði frá hnefaleik- aranum Midge Kelly. Um þetta leyti stóð Douglas til boða að leika með ekki minni mönnum en Evu Gardner og Gregory Peck í FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI ítæl Tilkynning frá slysadeild F.S.A. Þann 16. apríl n.k. kl. 8.00 (f.h.), flytur Slysadeild F.S.A. starfsemi sína í nýtt húsnæði. Slysadeildin verður framvegis stað- sett í suð-vesturhorni nýbyggingar sjúkrahússins (áður inngangur Göngudeildar). Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. nýrri kvikmynd er MGM var að bryja tökur á. Hann sagði nei. Umboðsmenn hans skóku höfuð- in og drógu stórlega í efa að leikarinn ungi væri með réttu ráði. En þeir áttu eftir að sjá að sér. Fyrir túlkun sína á hinum eigingjarna og metnaðarfulla Kelly fékk Douglas sína fyrstu tilnefningu til óskarsverðlauna en þær hafa alls orðið þrjár, hinar fyrir The Bad and the Beautiful 1952 og sú þriðja fyrir Lust for Life 1956. Champion ruddi leiðina fyrir Douglas og var um leið nokkur fyrirboði um leiklistarferilinn er gyðingurinn ungi átti fyrir höndum. Midge Kelly var skap- heitur ungur maður með tvær hendur tómar en reiðubúinn að leggja mikið á sig til að fylla þær gulli og silfri. Sjálfur lýsir Douglas hnefaleikaranum metn- aðargjarna sem persónu, ekki ósvipaðri þeirri er sonur hans Michael lék í Wall Street, nefni- lega sem óróagjörnum fátæklingi er dreymir um að verða eitthvað. Þessar tilfinningar varð Douglas að túlka, hann var þá þegar orð- inn „reiði“ maðurinn, ekki þó einfaldur og flatneskjulegur Rambó heldur einstaklingur sem á stöðugt í baráttu við sitt innra sjálf, er árásargjarn og ósvífinn en um leið fórnarlamb sinnar eig- in samvisku eða aðstæðnanna eins og í Champion og þó enn- frekar í Spartakus (1960). í Champion var einnig flaggað öðru aðalsmerki Douglas, nefni- lega stæltum líkama. I mörgum mynda hans er á eftir komu var þetta sama uppi á teningnum, klæðlítill barðist hann vonlausri baráttu við Rómverja í Spartakusi og í There Was a CrookedMan (1970) beraði hann jafnvel rassinn í hlálegu aíriði. Þriðja kennimarkið er fylgt hefur Douglas til þessa dags og kom fram strax í Champion voru hin illu örlög sögupersónunnar er hann hafði tekið upp á arma sína. Skapharka Kellys fælir í burtu fjölskyldu hans og vini og seinast andast hnefaleikarinn af völdum barsmíða er hann verður fyrir í hringnum. Spartakus í The Bad and the Beautiful er Douglas í hlutverki leikstjórans Jonathan Shields sem er í senn snillingur og tillitslaus þjösnari. Því fer þó fjarri að Douglas hafi eingöngu leikið góðhjörtuð kvik- indi. í The Big Sky (1952) er hann vingjarnleikinn uppmálað- ur, í 20.000 Leagues Under the Sea (1954) er hann ævintýragjarn hrakfallabálkur og í Paths of Glory (1957) er Douglas í hlut- verki hetjunnar. Einlyndar sögu- hetjur hafa því vissulega orðið á vegi Douglas, frægastar þeirra eru sjálfsagt hetjan Spartacus og hinn sorgmæddi 20. aldar kúreki Jack Burns í Lonely Are the Brave (1962). Þrátt fyrir að Douglas væri ekki tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á Burns þá eru þeir ófáir er telja það langbesta hlutverk hans til þessa. Burns brýst út úr fangelsi og reynir í örvæntingu að komast yfir landamærin til Mexfkó á hestbaki en er eltur af þyrlum og öðrum tækjum 20. aldarinnar. „Lonely Are the Braves er upp- áhaldskvikmyndin mín,“ segir Douglas. „Hún er ein áf þessum sárafáu kvikmyndum er sýna mig í hlutverki góða mannsins.“ Á löngum ferli hefur Kirk Douglas starfað með mörgum leikstjórum. Sjálfur hefur hann einnig leikstýrt tveimur kvik- myndum. Þessi reynsla hefur gef- ið honum glöggt auga fyrir efni- Iegum leikstjórnendum sem varð einmitt til þess að vegir hans og Stanleys Kubrick lágu saman. Eftir að hafa séð The Killing (1956) sem Kubrick leikstýrði hitti Dougias hann að máli, hrós- aði honum fyrir góða hæfileika og spurði hvort hann hefði ein- hver ný verkefni á prjónunum. Svo reyndist vera og árið eftir var Paths ofGlory frumsýnd, átakan- leg mynd um harmþrungna atburði úr fyrri heimsstyrjöld. Douglas leikur franskan foringja, Dax, sem á í mikilli baráttu við sjálfan sig, samviskan vill fara norður á meðan skyldutilfinning- in leiðir foringjann í hásuður. Leikstjóri var auðvitað Kubrick. Næsta sameiginlega verkefni þessara tveggja var Spartacus. Douglas var þá búinn að stofna sitt eigið kvikmyndafyrirtæki er hann nefndi Bryna eftir móður sinni og Spartacus var framleidd undir merkjum þess. Douglas þótti taka mikla áhættu er hann ákvað að framleiða myndina, hún var geypilega dýr og það sem meira var; hann birti rétt nafn höfundar handritsins að kvik- myndinni en sá var Dalton Trumbo en hans hafði ekki verið getið á hvíta tjaldinu síðan 1945 er hann komst í kast við McCarthy. Þrátt fyrir þetta hafði Trumbo unnið til Óskarsverð- launa fyrir handritið að The Brave One árið 1956, þá undir nafninu Robert Rich. Peter Ustinov, sem lék þrælasalann Batiatus í Spartacusi segir um frammistöðu Douglas við gerð myndarinnar: „Ég held að hann hafi verið mjög áræðinn fram- leiðandi. Hann á mikið hrós skil- ið fyrir það sem hann gerði fyrir Dalton Trumbo og hugrekkið er hann sýndi við að hrinda fram- leiðslu Spartacusar af stað.“ Eftir aðeins tvær vikur rak Douglas leikstjórann Anthony Mann frá Spartacusi og réð Kubrick í hans stað. Kubrick var þá á lausum kili þar sem Marlon Brando var nýbúinn að reka hann frá leikstjórn One-Eyed Jacks, kvikmyndar er Brando sjálfur leikstýrði á endanum. Ékki er að efa að Spartacus styrkti mjög stöðu Kubricks, langt umfram það sem The Kill- ing og Paths of Glory gerðu. Samt sem áður er Spartacus sú mynda Kubricks er ber minnst höfundareinkenni hans. Maður- inn á bak við Spartacus var Kirk Douglas. Þessu hefur Douglas samsinnt með þeim orðum að jafnvel þó það fari í fínustu taug- ar Kubricks (sem Douglas í ævi- sögu sinni kallar skíthaug) þá verði því ekki á móti mælt að það var hann, Douglas, sem fékk hugmyndina að kvikmyndinni eftir að hafa lesið bók Howard Fast, hann sem fékk Dalton Trumbo til að skrifa handritið, hann sem framleiddi myndina, rak leikstjóra og réð annan, hann sem safnaði saman einvala liði leikara, Laurence Olivier, Charles Laughton, Peter Ustinov, Jean Simmons og Tony Curtis - og síðast en ekki síst lék aðal- hlutverkið. Þrátt fyrir að Kirk Douglas sé nú kominn á áttræðisaldur hefur hann ekki enn sagt skilið við hvíta tjaldið. Fyrir skemmstu lék hann í Tough Guys, bráð- skemmtilegri smákrimmamynd, á móti aldavini sínum Burt Lancaster og nú nýverið á 74. aldursári hefur hann lokið við enn eina myndina, Veraz. (Ó) Svona byrjaði ævintýrið; Kirk Dougl- as í sinni fyrstu kvik- mynd The Strange Love of Martha Ivers. Kvenmaðurinn er Bar- bara Stanwyck. Með Burt Lancaster í Tough Guys.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.