Dagur - 04.05.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 4. maí 1991
fréttir
35 missa atvinnuna hjá SR á Siglufirði:
Fyrirtækið gat naumlega greitt laun um mánaðamótin
- ágreiningur milli stjórnar SR og fyrri ríkisstjórnar um uppsagnirnar
Nú er Ijóst er að ekki færri en
35 manns missa vinnuna hjá
Sfldarverksmiðjum ríkisins á
Siglufirði, einnig missa tugir
manna atvinnu hjá verksmiðj-
um SR á Raufarhöfn og Aust-
fjörðum. Stjórnarfundur SR í
byrjun vikunnar ákvað að ekki
yrði hróflað við fyrri ákvörð-
unum um uppsagnir, þannig að
samtals verða 46 stöðugildi hjá
fyrirtækinu á öllu landinu.
Verkalýðsfélaginu Vöku á
Siglufirði barst bréf frá Stein-
grími Hermannssyni, ritað á
síðasta starfsdegi fyrri ríkis-
stjórnar. Þar kemur greinilega
fram að stjórn SR hefur ekki
farið að vilja ríkisstjórnarinnar
hvað snertir mannaráðningar, í
framhaldi af 100 milljóna
króna viðbótar-lánsfjárheimild
til verksmiðjanna.
í bréfi Steingríms segir að
ríkisstjórnin hafi skilið málin á
þann veg að þær 100 milljónir
króna, sem SR var veitt leyfi til
að taka að láni umfram fyrri
ákvarðanir, hefðu átt að renna til
að halda uppi atvinnu og forða
starfsmönnum á Siglufirði og víð-
ar frá atvinnuleysi. Þessu var
komið á framfæri við stjórnina,
en hún taldi sér ekki fært að
verða við því.
Jón Reynir Magnússon, for-
stjóri SR, segir að þar til í gær
hafi ekki verið útlit fyrir að unnt
yrði að greiða mánaðarkaups-
Loðskinnsuppboði í Kaupmannahöfn lokið:
Líkur á frekari hækk-
unum skirmaverðs
- loðdýrabúskapurinn á rétt á sér hér á landi
Uppboði á loðskinnum í Kaup-
mannahöfn er lokið að þessu
sinni. Eins og fram hefur kom-
ið varð töluverð hækkun á
skinnaverði á þessu uppboði
frá því sem var á uppboðinu í
febrúar. Verð á refaskinnum
hækkaði um rösk 40% en
hækkunin á minkaskinnum
varð um 35%. Um fjórðungur
af ársframleiðslu Islendinga á
skinnum var á þessu uppboði
en íslensku skinnin verða fyrst
Verslunarmenn:
Landsþing á
Akureyri í maí
Landssamband íslenskra versl-
unarmanna heldur landsþing
sitt í Alþýðuhúsinu á Akureyri
dagana 24. til 26. maí nk. Rétt
til setu þar hafa 118 manns víðs
vegar að af landinu.
Landsþing LÍV er haldið ann-
að hvort ár og var það síðast
haldið á Akurevri árið 1987.
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir,
formaður LÍV, segir að helstu
mál þingsins verði lífeyris- og
kjaramál. Samningar verslun-
armanna eru lausir þann 15. sept-
ember nk. og vonast Ingibjörg til
að kröfur þeirra fyrir komandi
kjarasamninga verði markaðar á
landsþinginu. „Ég vona að út af
þessu þingi getum við gengið
með nokkuð skýrar línur um það
hvernig fólk vill bera sig að í
kjarasamningunum,“ sagði Ingi-
björg. óþh
og fremst seld á uppboðum í
Kaupmannahöfn í apríl og
september.
Arvid Kro, framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra loðdýrarækt-
enda, segir ekki ástæðu til annars
en ætla að þessar verðhækkanir
haldi áfram á næstu uppboðum.
Ástæða þess sé sú að öll skinn
hafi selst upp nú og það segi að
eftirspurn sé mikil.
„Það eru frekar líkur til að
verðið fari stighækkandi frá því
sem nú er,“ sagði Arvid.
„Þetta er búgrein sem á rétt á
sér hér á landi. Það er verið að
vinna úr innlendu hráefni sem
áður var hent og gera það að
gjaldeyri. Þessi búgrein á því full-
an rétt á því að lifa,“ sagði Arvid
Kro. JÓH
mönnum hjá SR út laun 1. maí,
en peningar hafi borist á elleftu
stundu, sem hafi bjargað því fyrir
horn. Þörf fyrir viðhaldsvinnu sé
lítil, og alls ekkert svigrúm til að
ráða fleiri menn.
„Ástandið hefur aldrei verið
jafnsvart í sögu SR, við höfum
ekki einu sinni peninga til að
greiða laun. Við erum búnir að
vera nánast tekjulausir í heilt ár.
Hér þarf að stokka upp öll
fjármál," segir Jón Reynir Magn-
ússon.
Hafþór Rósmundsson, for-
maður verkalýðsfélagsins Vöku,
segir að þessar uppsagnir hjá SR
séu eitt versta áfallið sem hefur
dunið yfir Siglfirðinga í atvinnu-
málum um langt árabil. Enginn
Uppsteypa íþróttahúss KA hófst sl. fimmtudag en húsið á að rísa á miklum
hraða. Mynd: Golli
íþróttahús á félagssvæði KA:
Fyrsta steypan sl. fiimntudag
Sl. fimmtudag var fyrsta steyp-
an í nýju íþróttahúsi á félags-
svæði KA og þar með er upp-
steypa hússins hafin. Halldór
Rafnsson, framkvæmdastjóri
félagsins og þessara bygginga-
framkvæmda, segir að áætlun
um framkvæmdirnar standist
vel hingað til.
íþróttahúsið á að rísa á mikl-
um hraða sem sést best á því að
þann 9. júní á uppsteypunni að
vera lokið. Hvatt hefur verið til
að sjálfboðaliðar skrái sig til
starfa og segir Halldór að nú fari
í hönd tími sem mikil þörf verði
fyrir sjálfboðaliða.
„Hingað tjl. hefur sú vinná sem
hér hefur farið fram ekki boðið
upp á að við gætum notað sjálf-
boðaliða nema að litlu leyti. En
núna fara verkefni fyrir þetta fólk
að aukast og sem dæmi má nefna
að nú höfum við mikla þörf fyrir
vana suðumenn. En það eru allir
velkomnir til starfa," sagði
Halldór. JOH
Verið að ryðja snjó af Lágheiði
Vinna hófst við snjómokstur á
Lágheiði á fimmtudagsmorg-
un. Var lokið við að ryðja snjó
að sunnanverðri heiðinni á
fimmtudag. í gær var hafíst
handa við að opna nyrðri hluta
heiðarinnar en að sögn Vega-
gerðarinnar á Sauðárkróki var
ekki vitað hvenær tækist að
Ijúka verkinu.
Lágheiðin var opnuð í vikunni
fyrir kosningarnar og var þá mik-
ill snjór víða á veginum eða allt
að 5 metra djúpur þar sem mest
var. í norðanáttinni um daginn
snjóaði í göngin og kom vega-
gerðarmönnum á óvart hversu
mikið hafði snjóað. Engin
ákvörðun hefur verið tekin um
Tölvusýning og ráðstefna að Hótel KEA:
100 gestir og 45 fyrirlestrar
1 gær og í dag heldur Decus,
alþjóðleg samtök Digitaltölvu-
notenda, ráðstefnu að Hótel
KEA. Til ráðstefnunar mættu
rúmlega 100 manns, margir
langt að komnir.
„Decus eru hópur fólks er virk-
ar sem þrýstihópur jafnt á fram-
leiðanda sem söluaðila. Við kom-
um fram með óskir og kvartanir
ef ein'hverjar eru, t.d. er varðar
nýjungar og þjónustu á tölvuhug-
búnaði fyrirtækisins. Iðnaðar-
ráðherra, Jón Sigurðsson, setti
ráðstefnuna í gær og 45 fyrirlestr-
ar verða fluttir jafnframt sem
hér er tölvusýning á vegum Digi-
tals og Kristjáns O. Skagfjörð hf.
sem er söluaðili Digitals,“ sagði
Hulda Guðmundsdóttir, formað-
ur Decus á íslandi. ój
hvenær vegurinn um Lágheiði
verður opnaður fyrir almennri
umferð en mikil bleyta er á veg-
inum og búist við því að hann
geti grafist ef farið verður að aka
um hann of fljótt. Að sögn vega-
gerðarmanna á Sauðárkróki er
einkum hætta á að vegurinn um
norðanverða heiðina geti farið
illa vegna aurbleytu. Vegurinn
um Lágheiði var fær um óvenju
langan tíma á sl. vetri eða allt til
áramóta og síðan aftur um lengri
tíma eftir áramót.
skilningur virtist ríkja á þessu hjá
stjórn SR. „Við erum búnir að
berjast eins og ljón í þessu, og
málið var komið inn á borð ríkis-
stjórnarinnar nokkru áður en
hún fór frá. Steingrímur Her-
mannsson reyndi að breyta
ákvörðun stjórnar SR, en hafði
ekki erindi sem erfiði,“ sagði
Hafþór.
Eins og kunnugt er þá stefnir
ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að
því að selja ríkisfyrirtæki. Haf-
þór Rósmundsson benti á að
Davíð hefði lýst því yfir skömmu
fyrir kosningar að verksmiðjur
SR yrðu eitt af því sem fyrst yrði
sett á söluskrá. EHB
Atvinnumöguleikar
skólafólks:
Engu betra
en í fyrra
SI. mánudag hófst skráning hjá
Vinnumiðlunarskrifstofunni á
Akureyri á unglingum 14,15 og
16 ára sem óska eftir sumar-
vinnu á vegum Akureyrar-
bæjar.
Svo virðist sem skólafólk eigi í
miklum erfiðleikum með að fá
sumarvinnu að aflokinni vetur-
setu í skólum bæjarins. Ung-
mennin ganga frá fyrirtæki til
fyrirtækis og enga vinnu er að fá.
í fyrra tóku yfirvöld Akureyrar-
bæjar hraustlega á málum, en um
530 unglingar fengu þá sumar-
vinnu. Ráðgert er að sami háttur
verði á í sumar og því var auglýst
að Vinnumiðlunarskrifstofan á
Akureyri tæki niður nöfn þeirra
er vildu fá vinnu. Gert er ráð
fyrir að unglingar 14 og 15 ára fái
vinnu í 1/2 dag í 7 vikur, en um
fimmtíu 16 ára unglingar fái
vinnu í a.m.k. 6 vikur. Skráningu
lýkur föstudaginn 10. maí.
„Á fyrstu þremur dögum
skráningar hafa 261 ungmenni
leitað til okkar; áttatíu og fjögur
fædd 1975, áttatíu og þrjú fædd
1976 og níutíu og fjögur fædd
1977. Þessar tölur eiga eftir að
hækka verulega á næstu dögum,
því ástandið er slæmt og engu
betra en í fyrra,“ sagði Bryndís
Benjamínsdóttir hjá Vinnu-
miðlunarskrifstofunni á Akur-
eyri. ój
Áhrif sumarkomunnar:
Breytingar á helgarblaði
Sumarið lykur um oss löngum
armi sínum og veitir birtu og yl.
Vér brjótum af oss bönd klaka og
kulda og brosum mót sólu. Þess-
ar magnþrungnu sviptingar í
náttúrunni hafa víða áhrif, einnig
á ritstjórn Dags því helgarblaðið
mun smám saman klæðast í
sumarbúning.
Nokkrir fastir þættir hafa nú
fengið hvíld eða eru í þann veg-
inn að kveðja lesendur sumar-
langt. Carmínuviðtalið tilheyrir
vetrinum og sömuleiðis Unglinga-
síðan. Þá fáum við ekki fleiri
Ameríkubréf enda er Valdimar
Gunnarsson að undirbúa brottför
frá þessu landi frelsis og fram-
fara. Meistari Tryggvi Gíslason
fer einnig í sumarleyfi og þannig
mætti áfram telja.
Maður kemur í manns stað og
nýir eða endurlífgaðir þættir
verða í helgarblaðinu í sumar.
Við munum t.a.m. sinna ýmsum
sumarstörfum, skepnuhaldi,
ferðamálum og brydda upp á
nýjungum sem síðar munu koma
í ljós. SS
4
íþróttir
i
MM-mótið í knattspyrnu:
Tvær iimferðir um helgina
MM-mótið í knattspyrnu
stcndur yfír um þessar mundir.
Alls taka sex lið þátt í mótinu,
Reynir, Dalvík, Magni,
UMSE-b og b-Iið KA og Þórs.
Mótið er kennt við Matvöru-
markaðinn en framkvæmdin er
í höndum Þórs.
Fyrsta umferð mótsins var leik-
in á 1. maí, Þór vann UMSE-b
3:0, KA og Dalvík gerðu jafntefli
2:2 og Reynir og Magni gerðu
jafntefli 1:1.
Um helgina verða leiknar tvær
umferðir á Þórsvellinum, í dag
kl. 11.00 leika Þór og KA, kl.
14.00 Magni og Dalvík og kl.
17.00 Reynir og UMSE-b. Á
morgun kl. 11.00 leika Magni og
Þór, kl. 14.00 Reynir og Dalvík
og kl. 17.00 KA og UMSE-b.
Fjórða umferðin verður leik-
inn fimmtudaginn 9. maí en mót-
inu lýkur sunnudaginn 12. maí.
-KK