Dagur - 04.05.1991, Síða 4

Dagur - 04.05.1991, Síða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 4. maí 1991 tómstundir Volæði og fordómar fyrr á öldum: Þegar klerkar börðust gegn syndsamlegum skemmtunum Um tíma fékk skákin ekki sömu útreiö og önnur spil og leikir enda höfðu t.d. Jón Arason og Guðbrandur Þorláksson báðir gaman af því að tefla. Sá síðarnefndi hamaðist hins vegar á móti óguðlegri skemmtan á borð við rím- ur og vikivaka. um kirkjulegara yfirvalda nema söngur og guðsorðalestur. Gjálífi og óráðvandur sollur Mörg rit fordæma gleðileiki af ýmsu tagi og „annað þvílíkt gjá- lífi, sem brúkað kann að hafa verið hér og hvar í landinu, þar sem óráðvandur sollur hefir verið saman kominn," (sbr. bls. 15) en á sama tíma er iðjuleysið fordæmt, þannig að það hefur greinilega verið vandlifað í heimi hér. Menn greindu jafnvel frá dæmum þar sem fólki hafði hefnst fyrir skemmtanir, leiki og tafl, einkum á helgum dögum. Kviknað hafi í leikhúsum og fólk dottið og meitt sig við leiki. Þetta var talin refsing guðs. Vangaveltur sem þessar þykja hlálegar í dag en samt sem áður líta allmargir íslendingar dans og spil enn hornauga, ekki síst á helgidögum. Gömlu viðhorfin eru því ekki alveg dauð úr öllum æðum en breytingarnar hafa að sjálfsögðu orðið miklar og „syndsamlegar" skemmtanir eru nú mun færri en áður. Tómstundirnar líða nú hvorki fyrir vesöld eða andstöðu klerka og hvað þriðja atriðið sem Ólafur nefndi varðar, erlend áhrif, þá eru þau varla talin neikvæð fyrir tómstundaiðjuna. Framboðið hefur aukist gífurlega á síðustu áratugum og nú er svo komið að fæstir hafa nægan tíma til að sinna öllum þeim áhugamálum og skemmtunum sem þeir hefðu kosið að njóta. Frístundir eru nánast þrælskipulagðar, jafnvel hjá börnum. Stundum er talað um að frítíminn sé verðlagður, einstaklingurinn verði nú að kaupa sér dægrastyttingu og dansa eftir síauknu framboði. Flvað sem því líður þá er ljóst að gott getur verið að leita á náðir einfaldleikans, grípa í spil, lesa bók, fara í leiki. Slíkar tómstund- ir eru síður háðar tíma og pen- ingum. „Að fara á kellingu“ Víkjum þá aftur að bók Ólafs Davíðssonar. Henni er skipt í þrjá flokka. í fyrsta flokki er afl og áreynsla og greinist kaflinn niður í íþróttir, leiki og listir. Annar flokkur kallast orð og umhugsun og skiptist í orða- gaman, lotulengdarkapp, sagna- skemmtan, rímnakveðskap, kveðskaparkapp, söng og hljóð- færaslátt, töfl og spil. Þriðji flokkur nefnist leikfang eða leiktól. í öllum flokkunum er síð- an að finna ótal leiki, þrautir og skemmtanir. Þarna er að sjálfsögðu að finna mikinn fróðleik og þótt margir leikirnir séu nánast útdauðir er óvitlaust að rifja þá upp. Ekki er rými fyrir slíkt hér en rit Ólafs og fleiri bækur eru fáanlegar á bóka- söfnum. Það er dálítið sérkennilegt hvernig Ólafur skiptir fyrsta kaflanum í íþróttir, leiki og listir. Hann segir að munurinn á íþrótt- um og leikjum sé sá að íþróttirn- ar geti flestar komið að beinu haldi þegar svo ber undir, t.d. sund og skíðaferð. Leikirnir gera frekar óbeint gagn, með því að herða líkamann. íþróttir eru hafðar til skemmtunar á manna- mótum, leikirnir meira í heima- húsum, sem leiðir af sér að íþróttirnar hafa meiri frægð í för með sér en leikirnir. Þá segir hann mikinn mun á leikjum og listum. í leikjunum eru oftast margir þátttakendur en sjaldnast fleiri en tveir í listum og yfirleitt bara einn. í listum er sér- stakur fimleiki mergurinn málsins. Þessar listir eru því ekki neitt í líkingu við það sem við köllum list í daglegu tali, heldur mætti frekar kalla þær þrautir og æfing- ar. Sem dæmi má nefna listirnar að flá kött, fara á kjöl, steypa sér kollhnís, reisa horgemling, róla, vega salt, taka í bóndabeygju, kyssa kóngsdóttur og fleira. Ein af listunum nefnist „að fara á kellingu" og fylgir svohljóðandi lýsing: „Listarmaðurinn bregður höndum og fótum upp um bita. Að því búnu snýr hann sér við, svo að bak hans veit upp að bitanum og á hann að reka rass- inn þrisvar upp í hann hvað eptir annað.“ (bls. 141) Látum við þá lokið þessu stutta yfirliti yfir íslenskar skemmtanir fyrr á öldum og þá andstöðu sem þær mættu. SS í tómstundaþætti helgarblaðs- ins er yfirleitt fjallað um áhuga- mál nútímamannsins en eitt sinn tókum við þó íþróttir fornmanna fyrir. Nú förum við milliveginn, skyggnumst í hin- ar myrku miðaldir og tóm- stundir Islendinga allt fram á 19. öld. Ólafur Davíðsson safnaði miklum fróðleik saman í rit sem nefnist Islenskar skemmtanir og kom út í Kaup- mannahöfn á vegum Hins íslenska bókmenntafélags seint á síðustu öld. Þar er að finna gott yfírlit yfír hvers kyns íþróttir og leiki en einnig skemmtilegar lýsingar á tíðar- andanum og baráttu gegn tóm- stundagamni. í inngangi bókarinnar segir Ólafur að það hafi verið algengt að iðka íþróttir og leiki í fornöld, eins og sögurnar beri með sér. Þess er getið á hverju strái að teknir hafi verið upp leikir og þá einkum knattleikir og glímur. í sögunum er líka mjög víða getið um sund, hiaup, skotfimi, hestaat og svo töfl af ýmsu tagi. Ólafur telur engan vafa Ieika á því að líkamsæfingar þessar hafi átt tals- verðan þátt í því að gera forn- menn að því sem þeir voru, hraustmenni bæði á líkama og sál, þolgóðir og djarfir. Þegar fram liðu stundir lögðust fimleikar þeir og skemmtanir sem fornmenn höfðu leikið að list og vana meir og meir niður og sumir týndust alveg, s.s. knatt- Spil flokkuðust undir syndsamlegar skemmtanir og apaskap. Enn í dag ber nokkuð á því að mönnum sé illa við að spil séu höfð við hönd á helgidögum. leikurinn og hestaatið. Sumir tórðu að vísu en voru mjög sjald- an hafðir um hönd, t.d. sund og skíðaferðir. Ólafur segir engan vafa leika á því að íslendingar hafi lagt minni stund á íþróttir á 16.-18. öld, og reyndar fram á þann dag er hann ritar þetta, en í fornöld. Þrjár meginástæður telur hann liggja að baki: Vesöld og volæði íslend- inga á þessu tímabili, baráttu biskupa og annarra guðsmanna gegn íþróttum og leikjum og svo öpun íslendinga eftir útlendum siðum og skemmtunum. Klerkar lögðust gegn hvers kyns skemmtunum Orðrétt segir Ólafur: „Fyrsta orsökin er aðalorsökin og felur hinar í sér að nokkru leyti. Vesöld fslendinga og volæði í gamla daga er kunnugra en svo, að hér þurfi að fjölyrða um það. Einstakir menn voru ef til vill auðgri en nokkur er nú á íslandi, en hagur alþýðu var að öllu leyti bágbornari en hann er nú, og það er ekki að furða, þótt Íslendíngar sintu ekki íþróttum og öðrum skemtunum, þegar rnenn dóu hvað eptir annað hundruðum og þúsundum saman úr sulti og seyru, þegar verzlun- areinokunin grúfði yfir landinu, þegar klerkar og sýslumenn geingu um eins og grenjandi ljón og ofsóktu menn og brendu fyrir galdur, sem opt og tíðum var ekki annað en ást á þjóðlegum fræðum Íslendínga.“ (bls. 11) Klerkarnir höfðu líka mikil áhrif. Þeim tókst smám saman að koma því til leiðar að vikivakar voru alveg lagðir niður og þeir réðust líka gegn hvers kyns skemmtunum, hvort sem þær nefndust leikir, rímur, sögur eða spil. Þó lögðu þeir blessun sína yfir taflmennsku, a.m.k. í fyrstu. Á tímabili var rímnakveðskapur beinlínis kallaður synd og lá hvorki meira né minna en gapa- stokkurinn við. í barnalærdómskveri sem hvert barn lærði eftir miðja 18. öld er spurt hvernig maður vanhelgar hvíldardaginn. Svarið er: Með líkamlegu nauðsynjalausu erfiði, sömuleiðis syndsamlegum skemmtunum, svo sem dansi, spilum og öðrum apaskap! Nærri má geta að tómstundir hafa verið fábrotnar þegar engar skemmtanir hlutu náð fyrir aug- en stundum öðruvísi: éikning úr bókinni íslenskar skemmtanir sem Ólafur Davíðsson tók saman. Hér er verið að lýsa spili sem nefnist jónasæng en áður en spilamennskan hefst er dregin mynd á borðið og eru hér þrjár útgáfur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.