Dagur - 04.05.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 04.05.1991, Blaðsíða 7
FT Níðst á mimiihlutahópiim ljóst og leynt Eiginlega er það svo að þótt vér ís- iendingar lítum ýmsum augum á silfrið - líka hið útlenda er sjálfsagt ríkt í mörgum að fara ekki milliveg í því efni. Marga hefi ég hitt sem hæla í hástert því sem þeir hafa heyrt og séð í útlöndum - aðra finna þeim sömu útlöndum flest til foráttu af því þau eru ekki eins og við erum vön heima. Ekki tvíla ég það að fremur vil ég hverfa heim til íslands - þótt þar séu ofviðri, eldgos og jafnvel kosningar - heldur en dveljast langdvölum hér í Vesturheimi. Astæður hirði ég ekki að tína til. f>ó er það svo að fátt hefir verið íslendingnum beinlínis gegn skapi eða ógeðfellt. Reyndar má segja að flest hafi verið manni heldur hagfellt hér. Er þá allt ósköp gott þarna? kann einhver að spyrja. Svar- ið er já, næstum því. En eitt er það sem hefir verið okk- ur býsna ógeðfellt að vita af hér í þessu annars góða landi. Það er sá misinunur sem gerður er á fólki eftir litarhætti þess og uppruna. Þetta mætti okkur reyndar fyrstu klukkustundirnar á flugvellinum í New York, sem kenndur er við John Kennedy. Þegar við höfðum komist í gegnum nálarauga útlendingareftir- litsins beið okkar sú raun að finna farangurinn og koma honum í nánd við þann bíl sem ætlað var að flytja okkur í næturstað. Við vorum skammt á veg komin með þessar pjönkur okkar þegar birtust tveir vörpulegir og glaðbeittir menn, dökkir á húð og hár. Þeir kváðust sérstaklega hafa verið sendir af Jesú Kristi (eða Guði almáttugum, ég man ekki hvorum) til að hjálpa fólki eins og okkur, þreyttum og ókunnunt ferðalöngum með (of) rnikinn far- angur. Ekki kannaðist ég við að hafa ráðið verktaka til töskuburðar og síst þá sem nefndir voru. En piltarnir stóðu því fastar á sínu. Á endanum rak forsjármanneskja sú sem komin var til að sækja okkur, pilta þessa burtu og deildu þeir þá hátt um hvor hefði klúðrað þessu máli meira. En af ræðum manna mátti heyra að þess- ir blökkumenn, sem svo var á kveð- ið, væru sífellt til ama og leiðinda. Sváfum við svo af nóttina og fórum í býti á hinn sama flugvöll morguninn eftir til að standa þar í biðröð í hart- nær tvo klukkutíma. Þar stóð hið næsta okkur ungur piltur, blakkur sem þeir höfðu verið kvöldið áður og spjallaði við þessa furðulegu gesti meðan beðið var. Ekki minnist ég þess í fljótu bragði að hafa hitt þann mann, bláókunnugan, sem bauð af sér betri þokka en þessi piltur. Hann sá að Signý Valdimarsdóttir var held- ur syfjuð að burðast með töskur sín- ar og hjálpaði henni hvenær sem færi gafst. Sjálfur bar hann fátt með sér utan hljóðfæri í kassa og var á leið til Las Vegas, sem er staður mikillar gleði. Þegar leiðir skildust óskaði hver öðrum hins besta og mikið var ég glaður að hafa hitt svona skemmti- legan og alúðlegan mann, ekki síst til að hnekkja þeim kenningum sem ég hafði heyrt kvöldið áður. Síðan höfum við ekki haft ástæðu til að efast um ágæti hins blakka kyn- stofns - nema síður væri og hafa þó allmargir orðið á vegi okkar. Hins höfum við orðið vör að ekki er þetta viðtekin skoðun allra hér. Rótgrón- ast mun hið neikvæða viðhorf til blökkumanna vera í Suðurríkjunum - það er eitthvað sern menn þar drekka í sig með móðurmjólkinni. Hér um slóðir liggur ekki jafnbölvað orð á þeim svörtu en aðrir finnast í stað þeirra. Hér virðist lítt kunnugu aðkomufólki sem indíánar séu taldir einna lakastir þeirra manna sem skap- arinn setti á jörðina. Svipaða sögu er reyndar að segja um það fólk sem komið er hingað frá Mexikó en það eru allmargir og flestir í atvinnuleit. Slíkir menn sjást gjarna ganga í mörg hin lökustu verk sem til falla. Þeir ntenn virðast þó heldur illa séðir hér um slóðir. Það vakti eftirtekt okkar þegar við fórum í þá stóru borg Salt Lake City, litlu eftir jól að á vegi okkar urðu all- nokkrir betlarar og útigangsmenn. Flestir eða allir báru svipmót indíána ellegar þeirra sem búa sunnan landa- ntæra Bandaríkjanna. (Reyndar eru margir hinir mexíkönsku innflytj- enda af ættum indíána þar.) Nú er það víða álitið - þó ef til vill síst hér í USA - að samfélagið eigi oft nokk- urn hlut að máli þegar menn verða atvinnulausir og flýja þá sumir á „náðir" eiturlyfja en aðrir reyna að afla sér tekna með þjófnaði eða öðr- um viðlíka hætti. Þessi kenning gæti þó vel staðist hér því þaö hafa sumir til stuðnings fyrirlitningu sinni á þeim kynþáttum sem nefndir hafa verið, að úr hópi þeirra komi fleiri glæpa- menn en úr röðum hinna hvítu manna. Hér er líka dálítill siður að álíta þá sem ekki eru úr þeim úrvals- hópi hvítra jafnan seka um eitthvað uns þeir hafa sannað sýknu sína. Ljótasta dæmi þessa var á dögun- um þegar lögreglumenn í Los Ange- les stöðvuðu blökkumann fyrir of hraðan akstur og af því þeir voru farnir að klekkja á honum á annað borð gripu þeir tækifærið og mis- þyrmdu honum með kylfuhöggum og spörkum svo hann var margbrotinn eftir og mun reyndar aldrei bíða þess bætur. Þetta segja blökkumenn og aðrir minnihlutahópar að sé algengt. Nú vildi hins vegar svo til að granda- laus maður var að prófa nýju mynd- bandstökuvélina sína og festi allan þennan óhugnað á myndband. Þessi bútur hefir nú verið sýndur af og til í sjónvarpi hér í nokkrar vikur - flest- um til hryllings. Yfirmaður lögreglu í borg englanna, Los Angeles, streitt- ist lengi við að verja sína menn, bæði þá sent verkið frömdu og eins nokk- urn hóp sem stóð aðgerðalaus og horfði á. En af þessu tilefni hafa ver- ið vakin upp mörg mál svipaðs eðlis, víðs vegar unt landið. Jafnan er það sama saga, níðst hefir verið leynt og Ijóst á þeim sem tilheyra minnihluta- hópum. Þetta er að öllu samanlögðu svo mikill ljóður á ráði annars góðra manna, að það hlýtur að vega þungt þegar spurt er: Hvernig er að vera í Bandaríkjunum, hvernig fellur þér við Bandaríkjamenn? Þeim spurningum verður að vísu ekki svarað hér og nú. Aðeins vil ég bera fram þá frómu ósk að íslendingar falli ekki í þá gryfju að dæma menn af útliti þeirra og ætterni þótt fólk af ólíkum kyn- þáttum slæðist á þctta kalda land norður í hafi. Ég veit svo sern að þessi kynþáttarembingur hefir gert vart við sig meðal íslendinga en það er þó lag að kveða hann niður meðan ekki reynir meira á hann en orðið er. Mér virðist reyndar að fjölmiðjar á íslandi (sem ganga líklega næst því sem kirkja og trúarbrögð eru hér í Utah) ættu að ganga fram fyrir skjöldu í þessum efnum og rækta já- kvætt viðhorf með börnum og ungl- ingum. Smekkurinn sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber. Valdimar G. Fasteignatorgið Glerárgötu 28, II. hæð Sími 21967 ★ Gránufélagsgata: 3ja herbergja íbúö á 1. hæð í tvíbýlishúsi, 80,0 m2. (búðin er mikið endurnýjuð. Laus strax. ★ Eyrarlandsvegur: 4ra herbergja sérhæð í tví- býlishúsi, efri hæð 129,3 m2. Mikið endurnýjuð. Góður staður, gott útsýni. Góð lán áhvílandi. ★ Melasíða: 3ja herbergja íbúð á 3. hæð, 83,8 m2. Skipti á raðhúsi eða einbýlishúsi í Glerárhverfi möguleg. ★ Langahlíð: Einbýlishús, hæð og kjallari að hluta, 80,0 m2. Viðbygg- ingar og bílskúrsréttur. ★ Eyjafjarðarsveit: Einbýlishús á einni hæð, 65,0 m2. Viðbyggingar og bíl- skúrsréttur. Lóð 2000 m2. Akstursleið 5-10 mínútur frá Akureyri. ★ Vegna mikillar sölu vantar allar gerðir fasteigna á skrá. Skoðum og verðmætum eignir samdægurs. GAGNKVÆMT TRAUST - TRAUST ÞJÓNUSTA 10.30 til 12.00 13.00 til 18.00 Sölustjóri: Tryggvi Pálsson Heimasími 21071 Ásmundur Jóhannsson hdl. /HÚ EtNNIG ‘ páutra, FERNU.-' er kalkrík o9 tlf tí, sia“a,,SS"SaÆSi“™a- una meö þv að stuoia u i úr trefiaríkum kornblondum. LAUGARDAGINN 4. MAÍ kl. 10-13: Byggðavegur og Sunnuhlfð UKYNNING Mjólkursamlag KEA kyrmir AB-MJÓLK og MORGUNGULL TREFJA- og 4-KORNA JÓGÚRT ÍKEA búðum "

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.