Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagur - 04.05.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 04.05.1991, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 4. maí 1991 Kom þekking Dogonanna frá fomum geimfórum? Eitt af því sem menn rekast fyrr eða síðar á ef þeir hafa áhuga á að velta fyrir sér leyndardómum og dularfullum málum sem stangast á einhvern hátt á við þá heimsmynd sem við búum við í dag eru kenningar um það að einhvern tímann fyrir óralöngu hafi geimfarar heimsótt jörðina. Þessar hugmyndir eru frá því á nítjándu öld og hafa fengið mis- mikinn byr undir vængi sína frá því þær komu fram. Þegar skrif- að hefur verið um þessar kenn- ingar hafa menn lagt á borðið í æsifréttastíl alls kyns „sannan- ir“ sem þeir telja fyrir víst komnar frá fornum geimförum. Oft hafa styttur og manna- myndir verið álitnar vera af geimförum og menn hafa til dæmis fullyrt að borgirnar Sódóma og Gómorra hefðu orðið fyrir kjarnorkuárás og hljóðfráar orustuþotur áttu að hafa þotið um loftin yfir Ind- landi. Svo margt hefur verið lagt í þennan sjóð umræðunnar um geimfarahugmyndina að margt af því er hreinn og beinn upp- spuni á meðan annað er hins vegar þess virði að skoðast betur. Uppi eru kenningar um að okkur hafi verið „plantað“ hérna í „vísindalegum tilgangi" eins og einn komst að orði sem aðhyllist þessar kenningar, Þá fylgir einnig sögunni að geim- fararnir telji það tilgangslaust að hafa samband við okkur, þar sem þeir eru of háþróaðir til að eiga nokkuð sameiginlegt með okkur. Rétt eins og við kærum okkur ekki um að lifa meðal dýra frumskógarins og finnst öruggast að horfa á þau í gegn- um rimlabúr dýragarðsins í ákveðinni fjarlægð. Þessu til stuðnings hafa menn ýmsar heimildir sem verða að teljast mis vafasamar. En sumar eru þó athyglisverðar þó einhver myndi segja að það væri spurn- ing um túlkunaratriði hvernig þær eru metnar. Oft líta menn til dæmis til Biblíunnar til að benda á tilvist „geimfara" í fornöld en það virðist vera nokkurs konar sport að vitna sífellt í hana þar sem hún er eitt af þeim fornu ritum sem menn treysta nokkuð á. Ekki var nú ætlun mín að láta þessa grein snúast algerlega um „geimfara- hugmyndina" en áður en ég sný mér að nokkuð merkilegri sögu sem ætti að valda mörgum heilabrotum bendi ég lesandan- um á að lesa bók Esekíels spá- manns í Gamla Testamentinu. Þar gefur að líta ein sterkustu rök „geimfarasinna“ fyrir því að um geimfar hafi verið að ræða á þeim tíma. Það er efni í aðra og lengri grein að gera grein fyrir þeim kenningum sem snúast um „geimfarahugmyndina“ og mun ég bíða með það til betri tíma en í tengslum við það langar mig að segja frá þjóðflokki sem bjó í Malí í Norð-vestur Afríku. Hann var kallaður Dogonættflokkurinn og bjó hann í um 500 km fjarlægð suð- ur af Kimbuktu á mjög hrjóstr- ugum stað. Á fyrri hluta þessarar aldar voru mannfræðingar í kappi við tímann og útþenslustefnu hinn- ar vestrænu menningar að reyna að rannsaka lífshætti fólks sem fram að þeim tíma hafði verið ómengað af hinni vestrænu menningu. Það voru mann- fræðingarnir Germaine Eiererlen og Marcel Griaule sem lögðu upp í leiðangur til Dogonætt- flokksins árið 1931. Þessi „leiðangur“ var þó svolítið meira en leiðangur þar sem þau bjuggu hjá Dogonunum í 21 ár. En einmitt vegna þess hve lengi þau tvö bjuggu meðal Dogon- anna fékk hinn vestræni heimur að kynnast hinni leyndardóms- fullu menningu Dogonanna. Eft- ir nokkur ár meðal Dogonanna hlotnaðist Marcel sá heiður að fá að taka þátt í helgisiðum dogonprestanna. Þannig fékk hann innsýn inn í heimsmynd Dogona sem átti eftir að valda miklum heilabrotum svo ekki sé meira sagt! Dogonar sögðu að fyrir æva- löngu hefðu Nommóar sem voru sérkennilegar verur, kom- ið til jarðar frá plánetu sem snérist um stjörnuna Emme Ya. Sögu Dogona fylgdi að Nom- móarnir hefðu komið til jarðar- innar til að innleiða hér menn- ingu. í ljós kom eftir þessa frá- sögn að þekking dogonprest- anna á stjörnufræði var með ólíkindum! Þeir vissu að plánet- urnar snúast um sólina og að jörðin snýst um sjálfa sig. Og ekki var þar með öll sagan sögð. Þeir vissu um hringa Satúrnusar og einnig um fjögur af stærstu tunglum Júpíters og það sem sló öllu út var það sem þeir vissu um fastastjörnuna Síríus. Þeir sögðu að Síríus væri bjartasta stjarnan af þremur stjörnum sem saman mynduðu þrístirni. Aðra dimmari stjarnanna nefndu þeir Po Tolo og sögðu að efniviður hennar væri mun þyngri í sér en efniviður jarðar- innar og að hún snérist eftir ílangri braut um Síríus. Dulspeki Umsjón: Einar Guðmann. Umferðartímann sögðu þeir vera 50 ár. Hina stjörnuna sem fylgdi Síríusi sögðu þeir snúast eftir nokkurn veginn hringlaga braut um Síríus og að hún væri léttari en Po Tolo. Þá stjörnu kölluðu þeir Emme Ya og sögðu hana vera heimasól Nommó- anna. Það þarf ekki að hljóma undarlega að fastastjarnan í Sírí- us skipi veglegan sess í heims- mynd og goðafræði Dogona þar sem hún er svo björt, en hvaðan höfðu þeir fengið vitneskju um hina ósýnilegu förunauta Síríus- ar? Þegar upp var staðið stóðst nefnilega það sem þeir héldu fram. Fylgistjarna Síríusar fannst fyrst af Bandaríkjamanninum Alvan Clark árið 1862 þegar hann var að prófa nýjan stjörnu- sjónauka. Hún var því nefnd Síríus B. Hins vegar vissu menn á þessum tíma ekki hvers vegna þessi litla stjarna hefði svo mikil aðdráttaráhrif á Síríus A. Þá kom fram kenningin um hvíta dverga frá Sir Arthur Edding- ton sem fól í sér að sumar litlar stjörnur hafi óhemju eðlis- massa. Eddington gerði grein fyrir þessu árið 1928 en það var þremur árum áður en frönsku mannfræðingarnir fóru til Dog- onanna. Stjörnufræðingarnir komust að því að Síríus B snýst um Síríus A á 49.9 jarðárum. Þar var greinilega komin stjarn- an Po Tolo. En stjarnan Emme Ya hefur ekki fundist ennþá. Á þriðja áratugnum töldu reyndar nokkrir stjörnufræðingar sig hafa orðið varir við Síríus C, sem átti að vera rauðleit stjarna en það fékkst ekki staðfest. Menn hafa lengi reynt að finna raunhæfa lausn á því hvernig Dogonarnir gátu hafa öðlast þessa þekkingu. Óhugs- andi er talið að þekking þeirra sé uppsprottin af hreinni tilvilj- un og einnig stenst ekki að þeir hafi á einn eða annan hátt feng- ið þekkingu sína frá Egyptum þar sem þeir vissu engu betur þó miklir stjörnuathugunar- menn hafi verið. Einnig gerðu menn sér í hugarlund að þessi þekking hafi borist til þeirra með trúboðum en eftir athugun stóðst það ekki heldur meðal annars þar sem einungis þrjú ár liðu frá því að þessi þekking varð opinber þar til mannfræð- ingarnir komu til Dogonanna. Þess vegna erum við engu nær. Ráðgátan heldur ennþá velli og ekki þykir tilhlýðilegt að álíta þetta vera sönnun á sögu Dogonanna um að vits- munaverur frá öðrum hnetti hafi heimsótt jörðina. En hvert svo sem svarið er þá eru heila- brotin ennþá óleyst. Kristinn G. Jóhannsson skrifar Um gullregn með rætur í bónuslausum Einingarjarðvegi kartöflur í annarlegu sjóðaflagi og gjaldþrota Heiftin Það er með vorið eins og svo margt annað að það var miklu betra forðum. Mér finnst líka það hafi verið stundvísara í þann tíð. Þegar óg horfði út um gluggann minn að kvöldi ann- ars dags í sumri var hríðarveð- ur og hvltt yfir að líta. Mér fannst þá ættu þýðvindar að leika um tjarnir og blár með fuglasöng og dirrindíi enda hafi það verið svoleiðis alltaf í æsku minni. Getur verið að mig misminni svona hrapalega? Vorboðarnir voru líka léttfleyg- ari þá fannst mér þegar ég horfði á Steingrim og þó eink- um Ólaf Ragnar á skjánum þetta sama kvöld. Steingrímur að syngja sitt exitum til vonar og vara en Ólafur að efla bræðraböndin við Jón Baldvin með sínum hætti. Það var glannalegur söngur sem lýsti máttvana heift hans, þ.e. Ólafs Ragnars og vonbrigðum með að lýðræðið skuli geta bægt honum frá ráöherrastólnum. Og það er svo sem rétt hjá honum, blessuðum manninum, að lýð- ræðið er býsna gott þangað til þaö fer að veita manni sjálfum úr stóli. Flestir taka þessum vankönt- um lýðræðisins samt með sæmilegu jafnaðargeði og reyna jafnvel að sætta sig við kosningaúrslit og aðra stóru- dóma kjósenda. A þessu eru þó undantekningar og ósköp getur orðið dapurt og holtavörðuheið- arlegt að horfa upp á menn gef- ast svona upp fyrir sjálfshyggju sinni eða brostnum metnaðar- draumum eins og gerðist í þessu dæmi. Gullregn En það er vorið sem við fögnum nú vegna þess að þrátt fyrir hretið á dögunum þegar sem verst lét í fyrrum ráðherrum hef- ur það nú numið Norðurland fyrir alvöru og er önnum kafið ásamt vinkonu sinni lóunni að helga sér bústað hjá okkur. Nú er þetta búinn að vera ögn undarlegur vetur. Hann kunni ekki að klæða sig og var einatt að striplast snjólaus um byggðir og ekki síður upp um fjöll þar sem fólk hafði góð áform um að renna sér á skíð- um en var torsótt vegna skorts á hvitum klæðum vetrar. Svo fékk hann þessi óskaplegu geð- vonskuköst, veturinn. Þetta náttúruleysi hljóp svona svaka- lega í suðvestanáttina í honum eins og þið munið og ætlaði þá allt að brjóta og rífa upp. Það ber honum t.d. ekki vel söguna gullregnið sem býr hérna hjá mér við húsvegginn. Eftir síð- ustu rokur var það komið I hálfhring og nam toppurinn við jörð. Það kvartaði svo sáran yfir heilsuleysi sínu og bæklun að ég fór að hjúkra því eitt kvöldið með fáfengilegum árangri er ég hræddur um. Ég setti við það eins konar spelkur og stoðir svo nú er það dálítið snældublesa- legt til fótanna svo losaði ég það við nokkrar greinar llka til að létta á því og eins og stend- úr er eiginlega ekki sjón að sjá það. Vorið sem komið var líka i garðinn þegar ég vann að þessu lofaði þó að lesa sér til um bæklunarlækningar og aöstoða við endurhæfinguna. Ég tók það á orðinu og 'það hýrnaði strax yfir sjúklingnum, gullregninu, sem gladdist yfir því að ég yrði ekki einn við hjúkrunarstörfin. Gullregniö lét þess þó getið að það hefði ekki vitað hvers vegna það eitt þurfti að vera í þessari þjóðarsáttar- stellingu meðan önnur tré í landareigninni virtust sperra sig óstudd og teygðu sig þó langt upp yfir skattleysismörk vetrar- vinda, hélt kannski að tekju- stofninn sinni væri of grannur eða ræturnar í bónuslausum Einingarjarðvegi, Kartöflugarður Ég ætla ekkert að reyna að lýsa fyrir ykkur kartöflugarðinum. Hann er ægilegur yfir að líta og er fullur með kartöflum frá i fyrra sem aldrei náðu neinum árangri ( þeim jarðvegi sem þeim var búinn. Þær eru satt að segja hálf gjaldþrotslegar til augn- anna. Svo eru þarna líka visn- aðar sjóðaleifar af ýmsum gerð- um en ræturnar út um allt og afleitt að uppræta. Garðinum veitti satt að segja ekkert af stjórnarskiptum vegna þess að núna er hann rétt eins og tólf milljarða ríkissjóðshallaleirflag og greinilegt að nú þegar þarf að drepa I honum óæskilegan sjálfsprottinn gróður og síöan að reyna að koma á hann ein- hverju lagi án þess hann verði mér ofjarl fjárhagslega og and- lega. Það er þó þegar Ijóst að það eitt að hafa hann fyirr aug- unum er talsvert álag á geð- heilsu mína svona svipað, get ég ímyndað mór, eins og upp- hlaðinn skuldasöfnunarhaugur, halli og bitlingagróður í öðrum og stærri flögum sem nú koma undan Ólafsvetri hafa á þjóðar- fjárhaginn. Framsóknarmenn Við framsóknarmenn fögnum auðvitað nýju ríkisstjórninni eins og við fögnum hverju því sem Davíð á frumkvæði að hvort sem það eru nú hitaveitu- perlur eða tjarnarráðhús og okkur er líka einkar hlýtt til Jóns Baldvins þótt honum hafi orðið það á aö taka alvarlega það sem við sögðum í kosningabar- áttunni. Hann á þó aö vita að fenginni reynslu að það er aldrei neitt að marka sem við segjum og allra síst þegar við segjum þaö sem við meinum sem er þó sjaldan. Kr. G. Jóh.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað: 83. tölublað - HelgarDagur (04.05.1991)
https://timarit.is/issue/208664

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

83. tölublað - HelgarDagur (04.05.1991)

Aðgerðir: