Dagur - 16.05.1991, Page 2

Dagur - 16.05.1991, Page 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 16. maí 1991 fréttir í Barnagæsla í skólum Akureyrar: „Þörfin hefiir mhuikað vegna breyttra grunnskólalaga“ - sagði Benedikt Sigurðarson, skólastjóri Stjórnarnicnn Sambands íslcnskra hitaveitna á aðalfundinum: F.v. Franz Árnason, formaður, Gunnar Kristinsson, gjaldkeri, og Jón H. Ásbjörnsson, ritari. Samband íslenskra hitaveitna: Öryggismál rædd á aðalfundi - vatnsveitum boðin aðild að sambandinu Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu menningar- og skólafulltrúa Akureyrarbæjar fer nú fram innritun 6 ára barna í barnaskóla bæjarins. Hér er um stóran hóp að ræða eða rúmlega 200 börn. Frá haustdögum 1987 hafa skólarnir boðið uppá barna- gæslu 6, 7 og 8 ára barna utan skólatíma, ef þess var þörf Dalvík: Ökumenn stíga of þungt á inngjöfina Töluvert hefur borið á hrað- akstri að undanförnu í um- dæmi lögreglunnar á Dalvík. Síðustu daga hafa sex öku- menn verið stöðvaðir vegna hraðaksturs. Síðastliðinn föstudag voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna þess að þeir höfðu stigið of dug- lega á bensíngjöfina. Daginn eft- ir mældist einn á of miklum hraða og auk þess var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur. Síðastliðinn mánudag var síð- an sjötti hraðakstursmaðurinn á Dalvík stöðvaður af lögreglu. Sævar Freyr Ingason, lögreglu- maður, sagði að ökumönnum ætti að vera fullljóst að lögreglan á Dalvík og Ólafsfirði fylgdist vel með hraðakstri og því væri óvar- legt fyrir þá að kitla pinnana umfram leyfileg mörk. óþh Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra: Brautskráning álaugardag Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki braut- skráir nemendur næst kom- andi laugardag. Um þrjú hundruð og tuttugu nemendur hafa stundað nám við skólann í vetur. Alls brautskrást þrjátíu og átta nemendur frá skólan- um og þar af tuttugu og einn með stúdentspróf. Af iðnnemum brautskrást sjö nemendur og fjórir munu ljúka námi í tækinteiknum. Fimm nemendur brautskrást með versl- unarpróf sem er tveggja ára nám í viðskiptafræðum en engir nemendur Ijúka sjúkraliðanámi frá skólanum að þessu sinni. Útskrift Fjölbrautaskólans hefst kl. 14:00 á laugardag í íþróttahúsinu og er öllum vel- unnurum skólans velkomið að mæta. kg vegna vinnu foreldra. I ár fjölgar vikulegum kennslu- stundum þannig að dregið hefur úr þörtinni og færri foreldrar sækja eftir þessari þjónustu. Að sögn Benedikts Sigurðar- sonar, skólastjóra Barnaskóla Akureyrar, féll kennslutími yngstu barnanna afar illa að vinnu- munstri foreldra. Því var gripið til þess ráðs að koma á fót barna- gæslu við barnaskóla bæjarins. Markmiðið í byrjun var að for- eldrar gætu gengið að því vísu að börnin ættu öruggan samastað í 4 klukkustundir, sem er um það bil hálfur vinnudagur. „Þetta starf heppnaðist vel og létti álagið á börnunum. Með breyttum grunnskólalögum leng- ist kennslutími þessa aldurshóps og þörfin fyrir gæslu er minni. Að vísu er ég ekki fær um að segja nákvæmlega til um hver skóla- tíminn verður. Ákvarðanir í ríkisfjármálum, sem nú er verið að taka, munu hafa áhrif á hvort sú lenging kennslutíma sem grunnskólalögin gera ráð fyrir nái fram að ganga,“ sagði Benedikt Sigurðarson, skólastjóri. Samkvæmt upplýsingum sem Dagur hefur aflað sér, verður boðið uppá umrædda þjónustu næsta vetur í Barnaskóla Akur- eyrar, Lundarskóla og Síðuskóla að því tilskyldu að nægileg þátt- taka fáist. ój í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar kemur fram að kann- aður skuli sá möguleiki að tengja gengi íslensku krónunn- ar við evrópugjaldmiðilinn ecu. Evrópska gengiskerfið samanstendur af þátttöku ellefu Evrópubandalagsríkja og er ecu vegið meðaltal gengis gjaldmiðla þessara ríkja. Gengi hvers gjaldmiðils er fast Samband íslenskra hitaveitna hélt ellefta aðalfund sinn 2.-3. maí sl. í Félagsheimilinu Stapa. Aðalfundurinn sam- þykkti að bjóða vatnsveitum landsins aðild að sambandinu. Tæknimál þessara fyrirtækja eru að mörgu leyti lík, þar sem í báðum tilfellum er það vatn sem er leitt í rörum til not- enda. Vatnsveitur hafa ekki sameig- inlegan vettvang til að vinna að sínum hagsmunamálum, en það er orðið mjög tímabært að skapa innan ákveðinna sveiflumarka sem miðast við 2,5 til 6%. Gjaldmiðlar í evrópska geng- iskerfinu vega nú rúm 50% í íslensku viðskiptavoginni en vegna þess að ýmsir aðrir gjald- miðlar í Evrópu fylgja evrópu- gjaldmiðlinum eftir er vægi evrópumynta alls um 70% í við- skiptavog okkar. Ef skráning íslensku krónunnar yrði miðuð Húsavík: þann vettvang, segir í fréttatil- kynningu frá Sambandi íslenskra hitaveitna. Á aðalfundinum var rætt um ýmis mál er varða hitaveitur, s.s. öryggismál. Sverrir Sveinsson, hitaveitustjóri á Siglufirði, gerði þessu máli skil. Gerð hefur verið samantekt á stöðunni í öryggis- málum veitnanna og var hún gerð í ljósi atburða síðasta vetrar þeg- ar margar veitur máttu búa við rafmagnsleysi um lengri eða skemmri tíma auk annarra erfið- leika, notendum til ómældra óþæginda. við ecu hyrfu bandaríkjadalur og japanskt jen úr voginni en þau vega þar um fjórðung. Eftir slíka breytingu myndi bandaríkjadalur sveiflast meira gagnvart íslensku krónunni. Þetta kemurfram í 18. tölublaði vikuritsins Vísbending- ar. í Vísbendingu er ennfremur sagt að við inngöngu í Evrópska gengiskerfið hyrfi gengisaáhætta að mestu í fjármagnsviðskiptum Kannað var hvernig veiturnar eru staddar með t.d. vararaf- stöðvar, mannafla og tæki til við- gerða, viðgerðarefni og viðvör- unarkerfi við bilanir. Reynt var að meta hvort veiturnar eða hlut- ar þeirra væru á hættusvæði, s.s. jarðskjálfta- eða snjóflóðasvæði. í Ijós kom að hitaveiturnar voru almennt mjög vel settar með varahluti og margar hafa komið sér upp vararafstöðvum. Hins vegar voru öryggisáætlanir víða ófullnægjandi, bæði innan veitnanna og tengsl við Almanna- varnir. SS milli íslands og annarra Evrópu- landa og skil íslensks og evrópsks fjármagnsmarkaðar nánast hverfa. Því yrði erfitt að viðhalda öðrum raunvöxtum en annars staðar í Evrópu. I fréttinni í Vís- bendingu er einnig bent á að slík tenging myndi skapa aðhald að íslenskri hagstjórn og atvinnu- rekendur gætu ekki lengur treyst á að krónan yrði þynnt út eftir þörfum þannig að þeir geti samið um hvaða launahækkanir sem er, án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Bent er á að kaup- máttur yrði stöðugri en nú er en á hinn bóginn megi búast við nokkru atvinnuleysi annað veif- ið. í fréttinni er einnig fjallað um að tæpast muni ganga þrautalaust að venja menn við fastgengi því atvinnurekendur muni ganga að því vísu enn um sinn að launa- hækkunum verði eytt með fell- ingu gengis og stjórnmálamenn freistast til þess að leysa vanda atvinnuleysis og samdráttar með sömu hefðbundnu aðgerðunum. Nýtt riðutflfelli staðfest Nýtt riðuveikitilfelli var stað- fest síðdegis í gær á Húsavík. Riðan fannst í kind sem Bárð- ur Guðmundsson, héraðsdýra- læknir sendi sýni úr til rann- sóknar sl. sunnudag. Eigandi kindarinnar sem riðan fannst í er Sigurður Jónsson. Á hann alls um 12 kindur og munu allar vera bornar nema ein. Hjörðin verður svæfð á næstu dögum. Fleira fé er í því húsi sem Sigurður hefur haft kindur sínar í, en alls hafa um 30 kindur verið í fjárhúsinu. Talið er líklegt að farið verði fram á að öllu fénu verði lógað. „Þetta er vonandi farið að minnka,“ sagði Bárður Guð- mundsson eftir að honum hafði borist staðfesting á hinu nýja riðuveikitilfelli. Eins og fram kemur í frétt á forsíðu í dag finnst Bárði ekki annað koma til mála en að skipta um fé á Húsa- vík. Hætt er við að fjáreigendur á Húsavík verði fyrir enn meiri þrýstingi með að farga fé sínu eft- ir að fréttist af þessum nýju riðu- veikitilfellum, en mörgum fjár- eigandanna mun þetta vera mikið tilfinningamál. Þessi árstími mun einnig reynast mönnum erfiðast- ur til að farga fé. IM | Ríkisstjórnin: Kannað verði að tengja krónuna við ecu - gæti haft hættu á atvinnuleysi í för með sér SUMAR SYNINGIN 1991 Kynning á iðnaði og þjónustu á Norðurlandi í íþróttahöllinni á Akureyri 7.-9. júní.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.