Dagur - 22.05.1991, Side 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 22. maí 1991
fréftir
Erfið staða ístess hf. eftir að Skretting sagði upp samstarfssamningi:
Um stórt og alvarlegt mál
Vegna umræðna um erfiða
stöðu fóðurverksmiðju ístess
hf. á Akureyri hefur fyrirtækið
sent frá sér eftirfarandi frétta-
tilkynningu:
„Istess h.f. var stofnað í maí
1985 og voru stofnendur Kaup-
félag Eyfirðinga og Síldarverk-
smiðjan í Krossanesi sem áttu
hvort um sig 26% hlutafjár, og
norska fyrirtækið T. Skretting
a.s. í Stavanger sem átti 48%
hlutafjár, en það fyrirtæki er í
eigu BP Nutrition. Tilgangurinn
með stofnun félagsins var fyrst og
fremst framleiðsla og sala fóðurs
fyrir eldisfisk og ýmis þjónusta
við fiskeldi.
Við stofnun ístess h.f. var
undirritaður leyfis- og sölusamn-
ingur milli ístess h.f. og T.
Skretting a.s. sem m.a. veitti
Istess h.f. aðgang að framleiðslu-
tækni og fóðurgerð T. Skretting
a.s. Fóðurverksmiðja var reist
árið 1987 og árleg framleiðsla
hefur verið 8-9.000 tonn. Sam-
kvæmt samningnum fékk ístess
h.f. einnig einkarétt til að selja
fóðurvörur undir vörumerki T.
Skretting a.s. á íslandi og í Fær-
eyjum.
teignai
Glerárgötu 28, II. hæð
Sími 21967
+ Oddeyrargata:
3ja herbergja íbúð á jarðhæð
í tvíbýlishúsi, ca. 85,0 m2.
Ódýr íbúð. Þarfnast lagfær-
ingar.
+ Smárahlíð:
3ja herberaja íbúð á 3. hæð,
77,0 m2. íbúð í topp standi
með nýjum innréttingum.
*- Seljahlíð:
Raðhúsíbúð á einni hæð
3ja herbergja, 78,8 m2. Fal-
leg og vönduð íbúð á góðum
stað.
+ Dalsgerði:
Raðhúsíbúð á jarðhæð 3ja
herbergja, 87,0 m*. Vel
skipulögð og falleg íbúð á
góðum stað.
+ Dalsgerði:
Raðhúsíbúð á 2 hæðum,
127,0 m2. ibúð í góðu ástandi
á góðum stað. Laus fljótlega.
+ Ásabyggð:
Einbýlishús á 2 hæðum 6
herbergja, 170,0 m2. Góður
suðurgarður. Bílskúrsréttur.
Laus fljótlega.
* Vegna mikillar sölu vantar allar
gerðir fasteigna á skrá. Skoðum
og verðmætum eignir samdægurs.
GAGNKVÆMT TRAUST - TRAUST WÓNUSTA
flniA- 10.30 tii 12.00
upiu. 13.00 til 18.00
Sölustjóri: Tryggvi Pálsson
Heimasími 21071
Ásmundur Jóhannsson hdl.
Þegar fyrirtækið var stofnað og
fyrstu árin á eftir, ríkti mikil
bjartsýni hér á landi sem og f
nágrannalöndum okkar um
framtíð laxeldis. Þessi atvinnu-
grein var af mörgum talinn einn
helsti vaxtarbroddurinn í
íslensku atvinnulífi og miklum
fjármunum var varið til uppbygg-
ingar í greininni. Þó strax bæri á
ákveðnum erfiðleikum, einkum
greiðsluerfiðleikum, var það álit-
ið vandamál sem stafaði af því að
ung atvinnugrein hefði ekki enn
fengið þá fyrirgreiðslu sem eðli-
legt væri að reikna með, enda var
það, m.a. af opinberum aðilum,
oft gefið í skyn að úr þessu yrði
bætt. Á árunum 1987, 1988 og
fram á árið 1989 söfnuðu fiskeld-
isfyrirtækin því miklum skuldum
hjá fóðursölum.
Undanfarin ár hafa verið fisk-
eldisfyrirtækjum erfið og eru fyr-
ir því ýmsar ástæður. Erfiðleikar
í fiskeldi hafa að sjálfsögðu haft
mikil áhrif á rekstur ístess h.f.,
enda hefur fyrirtækið svo að
segja alla sína afkomu af fiskeldi.
Gerðar hafa verið ráðstafanir til
að tryggja reksturinn til frambúð-
ar, síðast með hlutafjáraukningu
1990, en þá bættust í hóp hlut-
hafa Hraðfrystistöð Þórshafnar
h.f. og Byggðastofnun, en Akur-
eyrarbær hafði þá yfirtekið eign-
arhlut Krossaness. Hlutafé í
fyrirtækinu er nú tæpar 200 millj-
ónir króna, en enn eru ógreiddar
til félagsins af þessu fé um 40
milljónir króna, sem sérstakt
samkomulag er um að T. Skrett-
ing a.s. greiði.
Rekstur ístess h.f. gekk þolan-
lega á síðastliðnu ári og varð tæp-
lega 32 milljóna króna hagnaður
af reglulegri starfsemi. Hins veg-
ar varð að færa viðskiptakröfur
félagsins verulega niður til að
mæta hugsanlegum töpum
krafna, mest vegna gjaldþrota
fiskeldisfyrirtækja. ístess h.f.
hefur kannski þurft að gera ráð
fyrir að viðskiptakröfur að upp-
hæð talsvert á annað hundrað
milljónir króna töpuðust og þetta
hefur vissulega haft mikil áhrif á
hag félagsins. Engu að síður var
eigið fé félagsins jákvætt um
rúmar 50 milljónir króna 31.
mars 1991, reksturinn fyrstu þrjá
mánuði þessa árs í jafnvægi og
sala umfram áætlanir. Þrátt fyrir
að fyrirséðir séu áframhaldandi
miklir erfiðleikar í rekstri fiskeld-
isfyrirtækja í náinni framtíð, og
að ekki sé víst að séð sé að fullu
fyrir endann á gjaldþrotum
þeirra, er ekki ástæða til annars
en að telja að þetta ár gæti rekst-
ur félagsins orðið í viðunandi
jafnvægi. Tap viðskiptakrafna nú
er í meginatriðum óháð rekstri,
vegna þess að þessar kröfur
mynduðust fyrir 2-3 árum. Pað er
því fyllilega raunhæft að reikna
með að eiginfjárstaða félagsins
hefði orðið jákvæð í árslok að
öllu óbreyttu.
Hins vegar er greiðslustaða
félagsins erfið, en enginn við-
skiptaaðili hefur gengið að félag-
inu og engin krafa hefur komið
fram um opinber skipti og því
ekkert sem liggur fyrir um að
félagið sé í greiðsluþroti, enda
hefur tekist að semja við flesta
viðskiptavini félagsins fram til
þessa.
Á stjórnarfundum á þessu ári
hefur þeirri hugmynd verið
hreyft af fulltrúa T. Skretting
a.s., hvort ekki bæri að leggja
þennan rekstur niður, enda væru
þær forsendur sem upphaflega
var byggt á, ekki lengur til
staðar. Hinir íslensku stjórnar-
menn hafa lagst eindregið gegn
Norðurlandamót samvinnustarfsmanna:
Sveit íslands varð
Norðurlandameistari
- tveir Akureyringar gertðu það gott
Norðurlandamót samvinnu-
starfsmanna í skák var haldið
nýlega í Kaupmannahöfn. A-
sveit Islands sigraði og tryggði
sér Norðurlandameistaratitil-
inn í fyrsta sinn, en mót þetta
er haldið á tveggja ára fresti,
og lögðu Akureyringarnir Sig-
urjón Sigurbjörnsson og Rún-
ar Sigurpálsson grunninn að
góðum sigri.
Auk Sigurjóns og Rúnars var í
sveitinni Ari Richardsson frá
ReykjaK'ík. Sveitin fékk 11 Vi
vinnirlg af 15 mögulegum. íslend-
ingar sendu fjórar samvinnusveit-
ir á mótið og þar voru einnig
sveitir frá Danmörku, Noregi og
Svíþjóð.
í einstaklingskeppni varð Sig-
urjón Sigurbjörnsson í 2. sæti
með 6 vinninga, jafn marga vinn-
inga og sigurvegarinn en færri
stig, og Rúnar Sigurpálsson varð
í 3. sæti með 5!/2 vinning. SS
Skákfélag Akureyrar:
Rúnar Sigurpálsson
vann Amaro-bikarinn
Skákfélag Akureyrar hélt
hraðskákmót sl. mánudag og
var teflt um Amaro-bikarinn í
þriðja sinn. Rúnar Sigurpáls-
son sigraði og fékk bikarinn,
sem Amaro gaf til keppninnar,
til varðveislu í eitt ár. Áður
höfðu Olafur Kristjánsson og
Arnar Þorsteinsson haft þenn-
an bikar í vörslu sinni.
Úrslit í hraðskákmótinu urðu
þessi: 1. Rúnar Sigurpálsson 14
v. 2. Ólafur Kristjánsson 13'/2 v.
3. Jón Björgvinsson 12!/2 v. 4.
Arnar Þorsteinsson 12 v. 5. Þór
Valtýsson W/i v. 6. Þórleifur
Karlsson 11 v.
Keppendur voru alls 17 og
skákstjóri var Albert Sigurðsson.
SS
að ræða
slíkum hugmyndum og talið að
hagur lánardrottna, starfsmanna
og eigenda væri best tryggður
með áframhaldandi rekstri.
Þann 8. maí s.l. sagði Skretting
a.s. upp samstarfssamningi við
ístess, án nokkurs fyrirvara, á
þeim grundvelli að félagið hafi
verið gjaldþrota 31. mars sl. Ekki
hefur verið sýnt fram á að full-
yrðing um gjaldþrot eigi við rök
að styðjast og hefur stjórn ístess
mótmælt uppsögninni og óskað
eftir viðræðum við T. Skretting
a.s. um þetta mál sem allra fyrst.
í leyfis- og sölusamningi félag-
anna eru ákvæði þess efnis að
leysi beri úr ágreiningi um fram-
kvæmd hans með viðræðum. Beri
þær ekki árangur er hægt að vísa
málinu til sérstaks gerðardóms.
í samningi félaganna er einnig
ákvæði þess efnis, að verði samn-
ingnum sagt upp sé fstess h.f.
óheimilt að framleiða eða selja
fiskfóður og aðrar fóðurvörur
næstu 3 árin. Félagið væri því
með uppsögn samningsins sett í
óbærilega stöðu og í raun allar
bjargir bannaðar.
Það er skoðun meirihluta
stjórnar fstess h.f. að ekki hafi
verið efni til uppsagnar samn-
ingsins. Því beri að leysa þann
ágreining sem uppi er eftir
ákvæðum samningsins. Meiri-
hluti stjórnar telur einnig að
samningurinn sé í fullu gildi þar
til tekist hefur að leysa úr ágrein-
ingnurn, annað hvort í viðræðum
aðila eða með gerðardómi.
í framhaldi af uppsögn samn-
ingsins hefur T. Skretting a.s. nú
stofnað eigið fyrirtæki til að selja
sínar vörur í Færeyjum, ráðið til
sín starfsfólk dótturfyrirtækis
ístess h.f. í Færeyjum, gert til-
raun til að ná undir sig lagerað-
stöðu félagsins og gert félaginu
erfitt fyrir að kaupa nauðsynleg
hráefni til framleiðslunnar.
Markaður ístess h.f. í Færeyjum
neinur um 2/3 hlutum sölunnar
og ef hann tapast verður afar erf-
itt að reka félagið áfram.
Aðgerðir T. Skretting a.s. hafa
því nú þegar valdið félaginu
miklu tjóni og uppsögn samn-
ingsins er byggð á forsendum sem
T. Skretting a.s. hefur ekki sýnt
fram á að séu fyrir hendi og hefur
heldur ekki fengist til að ræða
fram til þessa.
Á þessari stundu er staða ístess
h.f. mjög óviss, en hinir íslensku
eigendur hafa farið fram á við-
ræður við T. Skretting a.s. og af
niðurstoðum þeirra viðræðna
mun áframhaldið ráðast. Verði
ekki unnt að bjarga þessum
rekstri, fyrst og fremst vegna
afstöðu og aðgerða T. Skretting,
má gera ráð fyrir að 20 Akureyr-
ingar missi atvinnu sína, lánar-
drottnar félagsins tapi fjármun-
um, eigendur tapi hlutafé sínu og
á þá falli ábyrgðir og að gengið
verði að fiskeldisfyrirtækjum
með þeim hætti að það verði
þeirra banabiti. Eignir félagsins
eru í fullu gildi, en verðmæti
þeirra ræðst mikið af því hvort
fyrirtækið er í rekstri eða ekki.
Þannig er ekki hægt að gera ráð
fyrir að fyrir þær fáist sannvirði,
stöðvist rekstur félagsins.
Hér er því um að ræða stórt og
alvarlegt mál. Það er hins vegar
álit meirihluta stjórnar ístess
h.f., að ef samstaða næst meðal
eigenda fyrirtækisins, þá verði
unnt að bjarga rekstrinum og
félagið muni ná að vinna sig út úr
þeim erfiðleikum sem það hefur
átt við að stríða.“
Akureyri:
Bæjarmála-
punktar
■ Bæjarráði hefur borist bréf
frá bæjarstjórninni í Runavik í
Færeyjum. í bréfinu er frá því
greint að bæjarstjórnin hafi
ákvcðið að taka upp vina-
bæjasamband við Egilsstaða-
bæ og þar með sé fallin niður
hugmyndin um vinabæjasam-
band við Akureyri.
■ Hreinn Pálsson bæjarlög-
maður hefur sagt upp starfi
sínu og miðar við að starfslok
verði 1. ágúst nk.
■ Bæjarráði hefur borist
erindi frá tveimur bæjarbúum,
þar sem Ieitað er eftir umsögn
bæjarstjórnar um rekstur
þjónustufyrirtækis, greiðabíla,
sem þjónustaði bæði einstakl-
inga og fyrirtæki í bænum.
Bæjarráð telur jákvætt að
þjónusta greiðabíla verði boð-
in á Akureyri og óskar eftir
umsögn Bílstjóraféiags Akur-
eyrar um erindið.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
að veita Myndlistarskólanum
á Akureyri, ferðastyrk að upp-
hæð kr. 250.000,- vegna þátt-
töku nemenda í vinabæjaviku
í Lahti 25.-31. ágúst í sumar.
■ Á fundi stjórnar Tóniistar-
skólans fyrir skömrnu, kom
fram að tvær umsóknir höföu
borist um stöðu yfirkennara.
Með hliðsjón af uppsögn
skólastjórans Jóns Hlöðvers
Áskelssonar, samþykkir
skólastjórn að umsóknarfrest-
ur um stöðu yfirkennara verði
framlengdur til 25. maí nk. og
staða skólastjóra verði auglýst
með sama umsóknarfresti.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
aö veita skáksveit Gagnfræða-
skóla Akureyrar styrk að upp-
hæð kr. 50.000.- vegna þátt-
töku í íslandsmóti grunnskóla-
sveita í Rcykjavík, 24.-26.
maí.
■ Bæjarráði hefur borist
erindi frá íþróttasambandi
fatlaðra, þar sem leitað er eftir
styrk frá Akureyrarbæ til þátt-
töku fatlaðra í íþróttamótum
erlendis á þessu sumri.
Bæjarráð samþykkir að veita
styrk að upphæð kr. 40.000.-
vegna þátttakenda frá Akur-
eyri í íþróttamótum.
■ Ferðamálahópur sem
bæjarstjórn skipaði, hcfursent
frá sér eftirfarandi tillögu, sem
bæjarráð leggur til að verði
samþykkt: „Bæjarstjórn
Akureyrar skorar hér með á
Flugmálastjórn að sjá til þess
að á flugmálaáætlun næstu
fjögurra ára verði uppbygging
Akureyrarflugvallar sem milli-
landaflugvallar forgangsatriði.
Bæjarstjórn Akureyrar lýsir
jafnframt yfir vilja sínum til
samstarfs í máli þessu.“
■ Bæjarverkfræðlngur kynnti
á fundi bæjarráðs nýlega, til-
boð sem borist hafa í hellur til
notkunar á Ráðhústorgi. Ann-
að var frá Hellustcypunni og
hljóðaði upp á kr. 5.020.400,-
og hitt frá Möl og sandi hf. og
hljóðaöi upp á kr. 4.401.000.-.
Bæjarráð leggur til að tekið
verði tilboði frá Möl og sandi
hf.