Dagur - 22.05.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 22. maí 1991
AKUREYRARB/ER
Húsbréf
Lóðahirðing
Öldruðum og öryrkjum býðst aðstoð við hirð-
ingu og slátt lóða á komandi sumri.
Þeir sem vilja notfæra sér þessa þjónustu
geta fengið nánari upplýsingar með því að
hringja í síma 21281 alla virka daga milli kl.
10.30 og 12.00.
Þeir sem hafa notið þjónustu áður og óska
eftir henni áfram eru einnig beðnir að hafa
samband.
Æskilegt er að pantanir vegna sumarsins
berist fyrir 25. maí.
Öldrunardeild.
Aktu eins og þú vilt
s. að aðrir aki!
ÖKUM EINS OG MENN!
IUMFERÐAR
'RÁÐ
Greiðslumat
Grundvöllurinn aö allri lánafyrir-
greiðslu í húsbréfakerfinu er að
greiðslugeta lántakandans er
metin með nokkurri nákvæmni.
Sá sem hefur hug á því að festa
kaup á íbúð þarf því áður en gerð
eru nokkur tilboð í eignir að fara
í fjármálastofnun og leggja sín
mál í hendur ráðgjafa þar. Sér-
þjálfað starfsfólk fjármálastofn-
ana aðstoðar viðkomandi við að
fylla út umsókn og reiknar síðan
út greiðslugetu með tilliti til
umsóknarinnar og þeirra gagna
sem fylgja henni. Forsendurnar
fyrir mögulegri lánsfjárhæð eru
þær að samanlögð greiðslubyrði
sé ekki hærri en 20% af heildar-
launum viðkomandi á fyrstu fjór-
um árum lánstímans.
Þetta fyrirkomulag dregur úr
hættunni á því að lántakandinn
lendi í greiðsluerfiðleikum og
eykur því öryggi hans í framtíð-
inni. Tiltölulega harðar inn-
heimtuaðgerðir í húsbréfakerfinu
framsoknarmanna i
Norburlandskjördæmi
eystra verbur haldin
laugard. 25. maínk.
Dagskrá:
Gróbursetning vib
Melgerbismela kl. 15.00
Útigrill • Kvöldvaka
kl. 18.00
Stefán Erlingsson sér um
matseld
Stubningsfólk framsóknarmanna
í kjördæminu hvatt til aö mæta
og fagna kosningasigri
Valgerbur Sverrisdóttir verbur á skrifstofu
Framsóknarflokksins á Akureyri og tekur viö
þátttökutilkynningum frá kl. 16.00-17.00
fimmtudaginn 23. maí. Sími 21180
K.F.N.E.
gera það að verkum að ef einhver
lendir í erfiðleikum með lánin er
ekki um annað að gera en selja
húsnæðið og skipta í ódýrara.
Fylgigögn með umsókn
Umsækjandi þarf að leggja fram:
Sigurður
Eiríksson.
2. grein
1. Staðfest afrit af síðustu skatt-
skýrslu.
2. Afrit af launaseðlum þriggja
síðustu mánaða.
3. Afrit af síðustu greiðslukvitt-
unum allra skulda.
4. Staðfestingu á sparifé.
Ef umsækjandi á íbúð fyrir
sem ætlunin er að selja þarf hann
einnig að leggja fram veðbókar-
vottorð og brunabótaskírteini
vegna hennar.
Fjármögnun íbúðarkaupa
Húsbréfakerfið gerir ráð fyrir að
fjármögnun íbúðarkaupa fari
fram með þeim hætti að 65%
kaupverðsins séu greidd með
fasteignaveðbréfi og eftirstöðv-
arnar með eigin fé og bankaláni.
Gert er ráð fyrir því að bankalán-
ið sé til þriggja ára með meðal-
vöxtum banka, nema umsækj-
andi geti lagt fram staðfestingu á
öðrum lánamöguleikum.
Eigið fé umsækjanda lækkar
lánsfjárþörfina þannig að fyrst er
bankalánið lækkað en síðan fast-
eignaveðbréfið ef eigið fé er
meira en 35% af verði fasteignar-
innar.
Bankalán
Við útreikninga er ekki tekið til-
lit til hærra bankaláns en veitt er
sem launalán (4-500 þúsund) án
þess að umsækjandi komi með
staðfestingu á því að honum
standi lánið til boða. Sama á við
um lánstímann, miðað er við 3 ár
nerna umsækjandi staðfesti
annað.
Seldur bíll
Ef umsækjandi reiknar með því
að selja bíl vegna íbúðarkaup-
anna þá er aðeins reiknað með
helmingnum af verðmæti bílsins
sem viðbót við eigið fé umsækj-
anda.
Þetta er gert vegna þess að í
bílaviðskiptum er erfitt að sann-
reyna tölur auk þess sem líklegt
er að viðkomandi fái sér annan
ódýrari bíl en verði ekki bíllaus
næstu árin.
Seld íbúð
Ef umsækjandi á íbúð fyrir og
ætlar að selja hana til að fjár-
magna kaup á nýrri þarf hann að
áætla hvað mikið fengist fyrir
hana þegar hún er seld eftir að öll
áhvílandi lán hafa verið greidd
upp.
Tekjur
Aðalviðmiðunin varðandi mat á
tekjum eru tekjur síðustu þriggja
mánaða. Athugað er hvort þau
laun sem launaseðlar sýna eru
frábrugðin launum síðastliðins
árs og leitað skýringa ef svo er.
Sjálfstæðir atvinnurekendur og
sjómenn eru metnir út frá tekjum
sfðasta árs. Þeir sem eru að
skipta um vinnu eða nýkomnir úr
skóla þurfa að leggja fram stað-
festingu frá vinnuveitanda á
væntanlegum mánaðarlaunum.
Tekið er tillit til námslána sem
ígildi launatekna en greiðslugeta
nemenda er sett helmingi lægri
en hjá vinnandi fólki, eða 10%.
Skuldir
Hverri umsókn þurfa að fylgja
afrit af síðustu greiðslukvittunum
allra skulda, bæði þeirra sem
umsækjandi reiknar með að fylgi
fyrri íbúð og líka þeirra sem hann
heldur áfram að skulda. Einnig
þarf að leggja fram stöðu náms-
lána. Ef lán sem talin voru fram á
síðustu skattskýrslu eru upp-
greidd þarf að leggja fram kvitt-
anir sem sýna að svo sé. I
útreikningi greiðslumats eru
skuldir að öllu jöfnu dregnar frá
eigin fé. Námslánin eru samt ekki
reiknuð til frádráttar og ef við-
komandi ætlar að halda áfram
með önnur lán eru þau ekki dreg-
in frá eigin fé heldur tekið með í
útreikning á greiðslubyrði.
Mishátt mat -
greiðslubyrði
Tveir menn með sömu laun geta
fengið mishátt greiðslumat og
getur það jafnvel munað tölu-
verðu. Er þá um að ræða mishátt
eigið fjárframlag þeirra þannig
að annar verður að taka meiri
bankalán en hinn.
Dæmi: Hjón nýkomin úr námi
ætla að fjárfesta í íbúð. Þau eru
með 200 þúsund krónur í heildar-
tekjur á mánuði, eiga 500 þúsund
krónur í sparifé og bifreið sem
bílasalar verðleggja á eina
milljón.
Þeirra greiðslumat yrði hugs-
anlega svona:
Hámarksverð íbúðar .. 4.000.000. kr.
Húsbréfalán .......... 2.600.000 kr.
Eigið fjárframlag ... 1.000.000 kr.
Bankalán ............... 400.000 kr.
Meðalgreiðslubyrði fyrstu
fjögur ár lánstímans yrði 25.000
kr. á mánuði.
Hjón með sömu laun og þau
fyrrgreindu eiga fjórar milljónir
króna í sparifé (eða íbúð að sama
verðmæti). Þau myndu fá eftir-
farandi mat:
Hámarksverð íbúðar . 11.000.000 kr.
Húsbréfalán .......... 7.000.000 kr.
Eigið fjárframlag .... 4.000.000 kr.
Meðalgreiðslubyrði fyrstu
fjögur ár lánstímans yrði 34.000
kr. á mánuði.
Að lokum
Á þessu sést að það er ekki
alrangt sem sagt er að þeir sem
eiga mesta peninga fái mest lán,
því segja má að það sé lykillinn
að fullri fyrirgreiðslu að þurfa
ekki að taka önnur lán. Fólk
skyldi heldur ekki gleyma því að
skoða vel greiðslubyrðina sem
það er að gangast undir við kaup-
in. Því að þótt forsendur Hús-
næðisstofnunar séu að 20%
heildarlauna megi fara í afborg-
anir og vexti af húsnæði er ekki
víst að allir treysti sér til þess að
standa undir þeirri greiðslubyrði.
Næsta grein: Um framkvæmd
húsnæðiskaupa og afgreiðslu
húsbréfa.
Sigurður Eiríkssun.
Höfundur er rekstrarfræöingur og starfs-
maður Kaupþings Norðurlands.