Dagur - 13.06.1991, Page 4

Dagur - 13.06.1991, Page 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 13. júní 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 „Förum við héðan?“ „Förum við héðan?“. Þessi spurning brennur nú á vörum fleiri Akureyringa en oftast áður. Þótt atvinnulífið í bæn- um hafi átt í vök að verjast um skeið hefur aldrei ríkt meiri óvissa um framtíð jafnmargra atvinnufyrirtækja og nú. Verkefnaskorturinn er víða yfirvofandi og margt fólk bíður á milli vonar og ótta eftir að vita hver verði framtíð vinnustaðar þess. Hver verði framtíð þess sjálfs í bænum þar sem það hefur búið um sig og hugsað sér að takast á við lífsbaráttuna í framtíðinni. Fyrir nokkrum árum var ullar- og skinnaiðnaðurinn stór þáttur í atvinnulífinu á Akureyri. Um átta hundruð manns störfuðu í verksmiðjunum á Gleráreyrum á blómatíma þessarar atvinnustarfsemi. Síðan sköpuðust ýmsir erfið- leikar í ullariðnaðinum og sögu Álafoss hf. þarf ekki að rekja á þessum vettvangi. Hún er flestum kunn af fréttum. Nú starfa rúmlega tvöhundruð manns á vegum Álafoss hf. á Akureyri og atvinnumöguleikar margra þeirra velta alfarið á því til hvaða aðgerða verður gripið á næstu dögum vegna mikils rekstrarvanda fyrirtækisins. Þrátt fyrir þá ómældu erfiðleika, sem dunið hafa á ullar- iðnaðinum á undanförnum árum, hefur skinnaiðnaðurinn átt velgengni að fagna. Verksmiðja íslensks skinnaiðnað- ar hf. á Akureyri vinnur nú úr mestum hluta sauðfjár- skinna í landinu. Forsvarsmönnum fyrirtækisins hefur tekist að afla markaða og nú hefur öll framleiðsla þess, sem unnin var úr hráefni er féll til í sláturtíðinni á síðast- hðnu hausti, verið seld. Verksmiðjan getur hæglega unn- ið úr öllum þeim skinnum sem núverandi sauðfjáreign í landinu gefur af sér. Eitt helsta áhyggjuefni fyrir skinna iðnaðinn og þá er við hann starfa á Akureyri er því fyrir- huguð og fyrirsjáanleg fækkun sauðfjár í landinu á næstu þremur árum. Bræðsluverksmiðjurnar eiga í miklum erfiðleikum eftir loðnulausan vetur og eru Síldarverksmiðjur ríkisins nán- ast gjaldþrota. Erfiðleikar bræðslunnar hafa heldur ekki farið framhjá Akureyri og nægir að minna á rekstur verk- smiðjunnar í Krossanesi í því sambandi. Á sama hátt snerta erfiðleikar í því lottói, sem kallast fiskeldi, fólkið hér við fjörðinn. Norsku hluthafarnir í ístess hf. hafa nú gengið af fyrirtækinu dauðu til þess að reyna að hirða markað þess fyrir sjálfa sig. Við þessa upptalningu má einnig bæta málefnum Slippstöðvarinnar hf. Skipasmíðar eru ekki arðvænlegar í samkeppni við ríkisstyrktan skipa iðnað Evrópulanda eða hungurlaunaiðnað Austur-Asíu. Forráðamenn fyrirtækisns hafa lýst því yfir að komandi vetur muni verða sá erfiðasti í sögu þess, þá er mikið sagt. Vanda byggingariðnaðarins þarf vart að minna á, svo samofin sem hann er annarri atvinnustarfsemi og byggist á því að fólk eigi þess kost að skapa sér framtíð á viðkomandi atvinnusvæði. Þessi upptalning er ekki fögur. Hún er vel til þess fallin að skapa kvíða í brjóstum margra íbúa Akureyrar. Á með- an ekki tekst að skapa og byggja upp aukið atvinnulíf á traustum grunni knýr kvíðinn dyra hjá því fólki sem ekki veit hvort það muni hafa til hnífs og skeiðar innan tíðar. Margir munu því velta þeirri áleitnu spurningu fyrir sér á næstunni hvort þeir verði að fara frá Akureyri. ÞI Lónkot - ferðamanna- paradís við Skagafjörð Það var vorið 1985 sem gamli maöurinn hringdi í móður mína og sagði að nú væri komið að því, hann ætlaði að selja jörðina. Heilsan og þrekið væri búið og sæi hann ekki fram á annað úrræði en að selja Lónkot. Hann væri búinn að fá kaupendur og yrði líklega gengið frá kaupunum um miðjan júlí. Hvatti hann móður mína og skyldfólk að koma norður og veiða í síðasta sinn. Ekki fór nú svo að móður mín kæmist en við hjónin skrupp- um norður í Sléttuhlíð ásamt vinafólki og áttum þar góða daga í yndislegu veðri. Jörðin Lónkot er í Sléttuhlíð í Skagafirði, jörðin er frekar lítil og er staðsett við sjóinn. Þar var fyrrum útræði mikið og sjósókn og mátti lengi sjá Ieifar af verðbúðum og hjöll- um hér fyrr á árum en duttlungar og kraftur hafsins hafa séð fyrir því að lítið sem ekkert sést frá sjósókn fyrri tíma. Lónkot hefur alltaf verið góð hlunnindajörð þótt jörðin sé ekki stór, talsvert æðavarp og mikið kríuvarp var þar á árum áður. Stutt var í fengsæl fiskimið, svart- fugl og selur var skammt undan landi. Eggjataka var í Málmey og þangað var iðulega sóttur reka- viður sem kom að góðuni notum í landi. Sem unglingur átti ég þann kost að vera þar í sveit við leik og störf og fyrrverandi ábú- andi, Tryggvi Guðlaugsson, sem býr nú á öldrunarheimili Sauðár- króksbæjar við háa elli, sá til þess að borgarbarnið „sjóaðist“ í sveitastörfunum. Þegar heilsan bilaði hjá Tryggva gamla varð hann að hætta búskap og jörð og íítihús stóðu auð og ónýtt. Vindar regn og vetrarveður settu fljótlega mark sitt á íbúðar og útihús og þegar ég gekk um íbúðarhúsið vorið 1985, sem hafði veriö heim- ilið mitt til fjöldra sumra, sló mig óhug því þar sem áður hafði ver- ið hlý og notaleg stofa var nú heldur óhrjárlegt að litast um. Vindur næddi um brotið gler og ryðgað bárujárn. Frá mínum bæjardyrum séð var þetta allt ónýtt, það myndi ekki borga sig að gera þetta upp. í huga mínum kvaddi ég Lónkot, hér hafði ég eytt stórum hluta unglingsára minna í gleði Stefán S. Svavarsson. og sorg, hér voru spor æskunnar, hér voru minningar æskunnar sem myndu seint gleymast. Jörðin var seld hjónum frá Reykjavík, þeim Jóni Torfa Snæ- björnssyni, ættuðum frá Grund í Eyjafirði, og Ólöfu Ólafsdóttur frá Siglufirði. Fljótlega bárust fréttir um að ábúendur í Lónkoti væru að gera upp íbúðar og útihús og það sem meira var, stórvirk vinnutæki væru að gera hafnarmannvirki með því að rjúfa malarkambinn og gera þar góða aðstöðu fyrir smábáta. Þetta voru ótrúlegar fréttir og iðaði ég í skinninu að fá að heimsækja hjónin í Lónkoti. Það var á fögrum sumardegi sem við hjónin komum í Lónkot. Okkur var tekið sem heiðurgest- um og boðið inn í kaffi. Ekki hefði mig grunað fyrir finim árum að við hjónin ættum eftir að koma í Lónkoti og þiggja veiting- ar í glæsilegu nýuppgerðu íbúð- arhúsi, þetta var ótrúlegt. En þar með var ekki allt búið. Jón og Ólöf vildu nú sýna okkur hlöð- una sem var búið að breyta í bað- stofu fyrir ferðamenn og geta þar ferðahópar sofið. Parket er á gólfum og ný eldhúsinnrétting er staðsett í öðrum enda bað- stofunnar og var auðséð að það ætti ekki að væsa um gesti á hlöðuloftinu. En þar með var sagan ekki öll því fjárhúsin voru eftir. Þar sem áður voru fallandi fjárhús með brotna glugga og brostna útveggi var nú búið að gera litlar íbúðar- einingar með svefnaðstöðu fyrir fjölda manns. Ekki grunaði mig að ég ætti eftir að ganga um fjár- húsgólfin í Lónkoti á sokka- leistunum, parkett á gólfum, fall- egar innréttingar sem smíðaðir voru af heimamönnum, hand- laugar, tvíbreið fururúm í hverju herbergi. Setustofan er svo glæsi- lega gerð að orð fá ekki lýst. Þetta er eins og á flottasta hóteli og í huganum reikaði ég til fína hótelsins sem við hjónin vorum á í Amsterdam fyrir tveimur árum, það komst ekki í hálfkvist við þetta. Þau hjónin Jón og Ólöf hafa komiö upp feröaþjónustu bænda og hafa þau, ásamt syni sínum og smið sveitarinnar, smíðað og gert upp þessa stórkostlegu aðstöðu fyrir ferðamenn. Engir innan- húss- eða landslagsarkitektar, hvað þá fræðingar í smíði bygg- inga, hafa lagt hönd á plóginn, þess var ekki þörf. Feðgarnir í Lónkoti voru sjálfir smiðirnir og arkitektarnir, það þurfti ekki verkfræðinga og tæknifræðinga til að gera hafnaraðstöðuna, hug- vit og meðfæddir verkfræðihæfi- leikar feðgana hafa dugað og má segja að hafnaraðstaðan sé listi- lega vel gerð en þar eru nú geymdar trillur sveitunga Jóns. Feðgarnir í Lónkoti hafa franiið, að mínum dómi, það óyfirstíganlega og með krafti, þrautseigju og verkunnáttu hafa þeir t sameiningu búið til gjörn- ing sem örugglega fáir leika eftir. Ég vil þakka þeim sæmdarhjón- um í Lónkoti móttökurnar og gestrisni sem þau hafa sýnt okkur hjónunum og gert mér það kleift að koma í Lónkot og rifja upp minningar æskunnar sem við eig- um öll í hjarta okkar. Er það alveg öruggt að við komum aftur og vil ég skora á alla Norðlend- inga að fara og gista í Lónkoti og njóta náttúrufegurðar og kvöld- sólar sem hvergi sést betur en í Lónkoti. Einnig er hægt að veiða silung og þegar liggur vel í sjó er Jón Torfi tilbúinn að fara með ferðalanga í veiðitúr á trillu sinni. Stefán S. Svavarsson. Höfundur er sjúkraliöi á Akureyri og var mörg sumur í sveit í Lónkoti á æskuár- um. Ár söngsíns á íslandi - september 1991 - ágúst 1992 íslendingar hafa ætíð verið söng- elsk þjóð. Fram til þessa hefur söngur verið ómissandi á flestum samkomum og mannamótum, bæði á gleði- og sorgartímum. Sönglög hafa hjálpað þjóðinni að festa ljóð í minni og styrkt þannig stoðir íslenskrar tungu. Söngur mildar mannleg samskipti og sættir fólk. Samsöngur tengir kynslóðir saman og eflir samkennd. Með söng gerist ein- staklingur virkur þátttakandi. Þegar best lætur, er söngur meðal áhrifaríkustu tjáningarforma. Á síðustu árum hefur þó dreg- ið nokkuð úr söngiðkun meðal almennings. Ástæðan er m.a. aukin tónlistarmötun sem leiðir til minni þátttöku einstaklinga í söng. Ef þjóðin gleymir að rækta þennan þjóðlega arf er hætt við að sönghefð og sönggleði glatist þegar tímar líða. Þeir sem starfa að uppeldi og kennslu yngri kyn- slóða gera sér grein fyrir þessari þróun. Af þessum sökum hefur Tónlist- arbandalag íslands ákveðið að hrinda af stað margþættu átaki til að hefja almennan söng til vegs og virðingar á ný. Það er ásetn- ingur bandalagsins að allir aðilar sem með einhverjum hætti hafa áhuga á söng taki höndum saman um að gera þetta átak sem árang- ursríkast. Leitast verður við að ná til allra aldurshópa, til nemenda í skólum, til heimilanna og til allra þeirra sem syngja sér til skemmtunar og yndisauka, áhugamannahópa, kóra og almennings. Bandalagið hefur ákveðið að hefja þetta átak við upphaf næsta skólaárs, þ.e. í haust n.k. Opn- unarhátíð söngársins verður á íslenska tónlistardeginum 26. október n.k. Tíminn fram til hausts verður því notaður til undirbúnings, skipulags og æf- inga, þar sem það á við. Stefnt er að margvíslegum uppákomum er byggjast á söng allan næsta vetur. Á vordögum 1992 verður haldin „Uppskeruhátíð", söngvika um allt land. Á næstunni mun Tónlistar- bandalagið hafa samband við fjölmiðlafólk, félög tónlistar- manna, fræðsluyfirvöld, sveitar- stjórnir, skólastjórnendur, kennara og aðra sem áhuga kynnu að haa á framgangi þessa máls. Nánari fregnir af einstök- um viðburðum söngársins verða birtar þegar þar að kemur. Umsjón með verkefninu hefur Tónlistarbandalag íslands, Fram- kvæmdanefnd um Ár söngsins, Pósthólf 5421, 125 Reykjavík. Formaður Bandalagsins er Símon H. ívarsson. Fram- kvæmdastjóri Árs Söngsins er María Jóhanna ívarsdóttir, s. 667634. (Fréttatilkynning frá Tónlistar- bandalagi fslands, 27.5.91).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.