Dagur


Dagur - 06.07.1991, Qupperneq 4

Dagur - 06.07.1991, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 6. júlí 1991 Hestar íslandsmót í hestaiþróttum í Húnaveri rætt við framkvæmdastjóra mótsins Hjört Einarsson á Húnavöllum Um næstu helgi, nánar tiltekið dagana 11.-14. júlí, verður fjórtánda íslandsmótið í hesta- íþróttum haldið í Húnaveri. íslandsmót í hestaíþróttum eru haldin á hverju sumri. Tvö síð- astliðin sumur hafa mótin verið haldin á félagssvæði hestamannafélagsins Skugga að Vindási við Borgarnes. Síðasta íslandsmót sem haldið var á Norðurlandi fór fram á Flötutungum í Svarfaðardal árið 1987. íþróttadeild hestamannafélagsins Hrings sá um framkvæmd þess móts. í ár er það íþróttadeild hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu sem sér um framkvæmd mótsins í samvinnu við Hestaíþróttasamband íslands. íslandsmótið í Húnaveri verður tví- mælalaust stærsta mótið á Norðurlandi í ár, framkvæmdastjóri mótsins er Hjörtur Einars- son. Á síðasta íslandsmóti sem haldið var í Borgarnesi hlaut aðeins einn norðlenskur keppandi íslandsmeistaratitil. Það var Sigrún Brynjarsdóttir frá Akureyri sem sigraði í fjórgangi á hryssunni sinni Snerru frá Skúfsstöðum. Sigrún keppti í flokki ungmenna og varð stigahæst í íslenskri tvíkeppni. Norðlendingar; nú er að taka á honum stóra sínum og sýna að getumikil hross og knapar eru víðar til en á höfuðborgarsvæðinu. Neisti-Óðinn-Snarfari íþróttadeild hestamanna í A- Húnavatnssýslu starfar innan vébanda Ungmennasambands A- Húnvetninga. Á svæði deildar- innar starfa þrjú hestamannafé- lög, Neisti, Óðinn og Snarfari og er Neisti þeirra stærst. Keppnis- svæðið við Húnaver er í eigu hestamannafélagsins Óðins. Formaður íþróttadeildar hestamanna í A-Húnavatnssýslu er Magnús Jósefsson bóndi í Steinsnesi í Sveinsstaðahreppi. Hann er jafnframt formaður framkvæmdanefndar mótsins. í nefndinni eru auk hans Jón Gíslason á Hofi í Vatnsdal mikill áhugamaður um hross og hrossa- rækt, Hrafnhildur Jónsdóttir á Þingeyrum, en hún rekur þar tamningastöð ásamt Hermanni Ingasyni, Jón Sigmarsson nýút- skrifaður búfræðingur frá Hólum, hann varð í öðru sæti í Skeifukeppninni í vor og er að hefja störf við tamningar á Flögu í Vatnsdal, Hrönn Hallsdóttir á Húnavöllum, en hún starfaði við stjórn og skipulagningu hópreið- arinnar á síðasta Landsmóti og á fjölda hrossa. Framkvæmdastjóri mótsins er eins og áður sagði Hjörtur Einarsson íþróttakenn- ari og hestamaður á Hún. völl- um. Hann hefur stjórnað hóp- reiðum á flestum stærri hesta- mótum norðanlands undanfarin ár. Hjörtur og Hrönn á Húna- völlum eiga sex kynbótahryssur auk annarra hrossa. Hjörtur sýndi í vor fimm vetra stóðhest- inn Stefnir frá Grænuhlíð í Torfalækjarhreppi og reið hon- um í fyrstu verðlaun. Eigandi Stefnis er Hrönn Hallsdóttir á Húnavöllum. Það er langt síðan húnvetnskir hestamenn hafa haldið stórmót og þegar áhorfendur sjá glæsilega gæðinga dansa á vellinum í Húnaveri eru ótal vinnustundir að baki. Ekki aðeins hjá knöpum og hestum heldur einnig hjá framkvæmdaaðilum mótsins. Það vill oft gleymast að engin væru mótin ef starfsmennina vantaði. Heyrum hvað Hjörtur Einarsson hefur að segja um íslandsmótið 1991. Logn á mótssvæðinu! Að sögn Hjartar var síðasta stór- mót haldið í Húnavatnssýslu 1964 en þá var Fjórðungsmót haldið í Húnaveri. Þá fór mótið fram á sléttum grónum bökkum að þeirra tíma sið. Nú er öldin önnur og húnvetnskir hestamenn hafa byggt upp keppnissvæði í Húnaveri. Þar er fyrsta flokks hringvöllur og 300 metra hlaupabraut sem að sögn Hjartar er ein sú besta á landinu í Húnaveri er stórt og gott fé- lagsheimili sem mun gegna veiga- miklu hlutverki á mótinu. Þar verður matsala fyrir starfsmenn, keppnismenn og gesti. Á föstu- dagskvöldið verður haldin kvöld- vaka í félagsheimilinu. Þá verður örugglega glatt á hjalla og það ætti enginn að þurfa að mæta dúðaður í ullarteppi á kvöld- vökuna eins og algengt er á hestamótum þegar kvöldvökurn- ar fara fram úti undir beru lofti. Á laugardagskvöldið verður dansleikur í félagsheimilinu þar sem hljómveitin Herramenn mun leika fyrir dansi. Að sögn Hjartar er veðursæld einstök í Húnaveri. Þar er yfir- leitt alltaf logn og því sterkar lík- ur á að mótsgestir sleppi við þann leiðinda strekking sem algengur er á mótssvæðum hestamanna. Um tuttugu mínútna akstur er í Húnavelli en þar er fyrsta flokks sundlaug og stutt er bæði í Varmahlíð og Blönduós. Tjald- stæði í Húnaveri eru óendanleg og fjölskyldufólk sérstaklega velkomið, sagði Hjörtur. Fjöldi snjallra knapa og hesta mæta í Húnaver Mikill fjöldi keppenda hefur skráð sig í keppni á mótinu. Sem dæmi má nefna að 76 keppendur hafa skráð sig til keppni í tölti og 70 keppendur í keppni í fjór- gangi. Hjörtur segist reikna með að sjá í Húnaveri marga snjalla reiðmenn og góða hesta. Það er Ijóst að hlýðnikeppnin verður sérstaklega spennandi þar sem allir þeir sem lokið hafa meistaraprófi Félags tamninga- manna eru skráðir til leiks. Þeir eru Sigurbjörn Bárðarson, Eyjólfur ísólfsson og Reynir Aðalsteinsson. Eyjólfur mætir nú til leiks eftir langt hlé með Dropa frá Hólum. Sigurbjörn og Kraki verða í Húnaveri og knapar tveggja hæst dæmdu kynbóta- hryssanna á Fjórðungsmótinu á Suðurlandi mæta með þær á mótið. Þeir eru Reynir Aðal- steinsson með hryssuna Flipu frá Nýjabæ og Sigurður Matthíasson með Venus frá Skarði. Sigurður Matthíasson sem er aðeins fjór- tán ára sýndi Venus svo glæsilega á Fjórðungsmótinu að hún hlaut hæstu einkunn fyrir hæfileika af öllum hryssum á mótinu 8.73. Það verður spennandi að fylgjast með þessum unga knapa í Húna- veri. Dagskrá íslandsmótið hefst á fimmtudags- morgun og þann dag verður keppt í hindrunarstökki og hlýðniæfingum. Þá fer einnig fram forkeppni í fimmgangi. Á föstudag verður forkeppni í fjórgangi, keppt í gæðingaskeiði og kvöldvaka um kvöldið. Á laugardag fer fram for- keppni í tölti og 150 m-skeiði og um kvöldið verður dansleikur. Á sunnudag verða öll úrslit mótsins og verðlaunaafhending- ar. Aögangseyrir Aðgangseyrir á mótið verður krónur tvö þúsund en börn yngri en tólf ára greiða ekki aðgangs- eyri. Á sunnudag verður aðgangseyrir krónur fimmtán hundruð, eða eins og Hjörtur sagði „þetta er svipað miðaverð eins og á meðal dansleik". „Ég vil hvetja alla Norðlend- inga til að koma á íslandsmótið. Húnaver er til dæmis innan við tveggja tíma akstur frá Akureyri og því kjörið fyrir þá sem ekki hafa tækifæri til að vera á öllu mótinu að koma á sunnudaginn. Þá verður hægt að sjá alla bestu hestana og snjöllustu knapana á mótinu takast á um efstu sætin í úrslitakeppni, sagði Hjörtur." Hjörtur Einarsson á Húnavöllum. Séð yfir mótssvæðið í Húnaveri, þar sem um næstu helgi verður fjöldi kátra hestamanna og fjörugra hrossa.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.