Dagur - 06.07.1991, Blaðsíða 10

Dagur - 06.07.1991, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 6. júlí 1991 Frami Eyjólfe Gjafara Sverri^r hjá ***^*£££l S ,erið ævinlýri líkastnr. „°L'iffmvinnnmennskuna í knattspyrnn, a draganum á Sauðarkrok. g ,,jnstök. Hann fór beint ur 2. dedd 22. aldursári. Saga Eyjolts t Tin<jastóli í hinn harða heim þysku íslandsmótsins í knattspyrnu með T.ndasU) ^ ^ einn einasta úrvalsdeildarinnar, ”B“nd®S ‘f ð var ’ekki góð frammistaða hans með leik í 1. deildinm íslensku. E þ t hei(jur frábær frammistaða Tindastóli semkom honum U' S nUgart^e ^ ^ ^ með landsliði Islands, ^ipuðu le.k , landsleik gegn Fmn- stætt verður t.d. að heyJra hljóðið í Eyjólfi um gang mala um á Akureyrarvell. 1989. Td að y , foreldra hans a Sauð- í Stuttgart he.msott. blaða dd j fríi m.a. til að ganga að e.ga árkróki nýlega þar sem hami var stad þeirrafór framums.ð- unnustu sína Önnu Palu G.s t ^ Hveitihrauðsdagarn.r urðu ekki rtktlar -Xo" — « S*“H8ar‘ Sl' mWV,kUdaS strangra æfinga með l.ð. sinu. „Hefái þessi regla gilt hjá Tindastóli væri ég fátækur maður í dag" - Eyjólfur Gjafar Sverrisson knattspyrnumaður hjá Stuttgart í helgarviðtali Eyjólfur hefur ekki látið gott gengi með Stuttgart stíga sér til höfuðs. Hógvær .• var drengurinn áður en hann hélt út en sú dyggð hefur dafnað síðan. Eyjólfur veit að hann þarf að hafa fyrir hlutunum til að halda sér í liðinu. Stuttgart hefur á að skipa sterkum hópi leikmanna og hefur Eyjólfur skotist fram fyrir marga stjörnuna í liðinu. Eins og stendur gengur liðinu allt í haginn, komið í Evrópukeppni félagsliða og andrúmsloftið því gott í Stuttgart. í atvinnumennskunni skiptast á skin og skúrir og Eyjólfur gerir sér fyllilega grein fyrir því. En hvernig hefur honum verið tekið í Stuttgart? „Mér hefur verið tekið ágætlega. Ég kannaðist við nokkra stráka úr þýska lands- liðinu frá því ég spilaði með U-21 árs liðinu. Petta var eins og að koma í hvert annað nýtt lið, sumir voru ánægðir en aðrir ekki,“ svar- aði Eyjólfur og átti þá við þá leikmenn sem keppa við hann um sömu stöðu á vellinum. „Það er barist gífurlega á æfingum og þeir láta mann finna vel fyrir því í tæklingun- um.“ „Sá hlær best sem síðast hiær“ Eftir slæma byrjun Stuttgart í „Bundeslig- unni“ í haust fór að ganga vel eftir ráðningu nýs þjálfara, Christoph Daum, sem kom til liðsins í lok nóvember á síðasta ári. Eyjólfur segir að andinn í hópnum sé fínn um þessar mundir. „Metnaðurinn er gífurlega mikill, menn vilja bara toppárangur. „Mórallinn" í haust var kominn á lægsta plan því Stuttgart hafði ekki gengið eins illa í mörg ár, liðið komið í 16. sæti af 18 liðum í deildinni. Félagið sætti mikilli gagnrýni en hlutirnir fóru að ganga þegar Daum kom. Hann sagði að liðið myndi ná Evrópusæti en þá var bara hlegið að honum,“ segir Eyjólfur en við vitum hvað hefur gerst. Daum er mikill hörkukarl að sögn Eyjólfs og í hans augum skiptir engu máli hvað leikmenn heita, bara að þeir skili árangri og fari eftir því sem hann segir. „Ef þú stendur þig þá færðu að spila. Stjörnurnar komast ekki upp með neina leti eða múður.“ Stuttgart komst í Evrópukeppni félags- liða á kostnað FC Köln, sem tapaði bikar- úrslitaleik fyrir Werder Bremen eftir víta- spyrnukeppni. Þar sem Werder Bremen var fyrir ofan Stuttgart í „Bundesligunni" losn- aði eitt sæti í Evrópukeppni félagsliða. Það „skemmtilega“ við þetta er að Christoph Daum var rekinn frá FC Köln í haust vegna gagnrýni hans á styrktaraðiia félagsins. Hann þakkaði pent fyrir sig og kom sínu nýja félagi áfram í Evrópukeppnina á kostn- að gamla félagsins. Það sannaðist því mál- tækið að „sá hlær best sem síðast hlær“! Þakkaði fyrir tækifærið Ein fyrsta breytingin sem Daum gerði eftir að hann kom til Stuttgart var að setja Eyjólf í liðið í staðinn fyrir þekktan leikmann, Manfred Kastl. Eyjólfur þakkaði fyrir tæki- færið og hefur verið í byrjunarliðinu síðan, ef frá er talinn einn leikur sem hann lék ekki vegna meiðsla í hné. Eyjólfur var sprautað- ur niður fyrir nokkra leiki vegna hnémeiðsl- anna og aðspurður sagði hann að það hafi ekkert verið óþægilegt á meðan á því stóð en þess á milli hafi meiðslin verið frekar pirrandi. Eyjólfur hefur nú náð sér af meiðslunum. Atvinnuknattspyrnumenn hafa m.a. það fram yfir aðra knattspyrnumenn að þeir æfa miklu meira, enda væru þeir annars ekki atvinnuknattspyrnumenn! En hvernig skyldi þetta vera? Eyjólfur var fenginn til að lýsa venjulegum degi hjá honum í Stuttgart: „Ef tvær æfingar eru á dag þá vakna ég um hálfáttaleytið og fæ mér góðan morgun- mat. Fer á æfingu kl. 10 sem stendur yfir í einn og hálfan til tvo tíma. Eftir morgunæf- inguna förum við strákarnir í liðinu yfirleitt saman út að borða. Síðan er æfing aftur kl. 3 og stendur til kl. 5. Þá fer maður heim. En þegar keppnistímabilið er í hámarki þá er stundum bara ein æfing á dag. Vikan líður þá þannig að á mánudögum er frí, tvær æfingar á þriðjudögum, ein á miðvikudög- um, tvær á fimmtudögum, ein á föstudög- um, leikur á laugardögum og ein æfing á sunnudögum.“ Meiri tími í eiginhandaráritanir Vitanlega hefur Þjóðverjum gengið misjafn- lega að bera nafn Eyjólfs sómasamlega fram og fljótlega var farið að segja „Jolly“, enda drengurinn kallaður Jolli af mörgum hér heima. Áhugi áhangenda Stuttgart fór að beinast að þessum „ljóshærða víkingi sem kom út úr ísskápnum", svo vitnað sé í blaðaumfjöllun, og í dag er hann einn af vinsælli leikmönnum liðsins. A.m.k. hefur farið meiri tími í eiginhandaráritanir hjá Eyjólfi þegar áhangendur ná á honum fyrir og eftir leiki eða opinberlega. Eyjólfur og fjölskylda; eiginkonan Anna Pála Gísladóttir og tæplega 1 árs sonur þeirra Hólmar Örn, hafa búið í úthverfi Stuttgart, Bietigheim-Bissingen. Um þessar mundir eru þau að koma sér fyrir í nýrri íbúð í sama hverfi og segir Eyjólfur það vera mun betra húsnæði en þau voru í. Hef þak yfir höfuðið og nóg að borða! Forráðamenn Stuttgart hafa verið ánægðir með frammistöðu Eyjólfs og í vor var undir- ritaður nýr samningur til eins árs. Þeir vildu semja lengur, en í samningnum er „klásúla“ um viðræður í haust um lengri samnings- tíma, 2-3 ár. Um hvort hann taki slíku til- boði sagði Eyjólfur að það fari allt eftir því hvernig samningurinn hljóðaði. Ekki tókst blaðamanni að fá Eyjólf til að tjá sig í tölum um launamál sín en kappinn hafði þó þetta að segja: „Ég kvarta ekki, hef þak yfir höfuðið og nóg að borða!“ En bónusgreiðsl- ur leikmanna eru sjaldan trúnaðarmál og þegar Stuttgart tryggði sér sæti í Evrópu- keppni félagsliða varð Eyjólfur hálfri millj- ón íslenskum krónum ríkari. Ætti sú upp- hæð að gefa lesendum einhverja hugmynd um hvað miklir peningar eru í boði fyrir atvinnuknattspy rnumenn. Sektaður um 10 þúsund fyrir að koma of seint Eyjólfur hefur þurft að venjast ýmsu í Þýskalandi og laga sig að aðstæðum. Eitt af því er mikill agi Þjóðverjanna og eru for- ráðamenn Stuttgart engin undanteking þar á. Leikmenn eru látnir greiða sektir fyrir allt mögulegt sem fellur utan laga og reglna og skiptir engu hvort menn heita Jón eða séra Jón. Eyjólfur hefur fengið að kenna á þessu. I eitt skiptið kom hann klukkutíma Eyjólfur á landsliðsæiingu fyrir leikinn gegn Tékkum í byrjun júní sl. Laugardagur 6. júlí 1991 - DAGUR - 11 Myndir og texti: Björn Jóhann Björnsson Hjónin Anna Pála Gísladóttir og Eyjólfur Gjafar Sverrisson með soninn Hólmar Örn. Myndin er tekin eftir brúðkaup þeirra um síðustu helgi. of seint á æfingu þar sem hann hafði gleymt að breyta klukkunni þegar sumartíminn tók gildi í Evrópu. „Þegar ég kom voru allir byrjaðir að æfa úti á velli. Við eigum að vera mættir hálftíma fyrir æfingu og fyrir hverja mínútu sem þú mætir of seint þarftu að greiða 10 mörk í sekt. Fyrir þetta skipti þurfti ég að greiða um 300 mörk,“ sagði Eyjólfur en þess má geta að þýska markið er um 35 krónur íslenskar. „Hefði þessi regla gilt hjá Tindastóli væri ég fátækur maður í dag,“ bætti Eyjólfur við og brosti breitt. Þjóðverjar eru sektaglaðir og sagði Eyjólfur frá því þegar leikmönnum liðsins var boðið út að borða af hóteli í Stuttgart eftir einn sigurleikinn. Þeir fengu dýrindis máltíð frá hótelinu en þegar leikmenn ætluðu á brott, hver á sínum Benz, beið þeirra hótelstjór- inn með 3000 króna bílastæðasekt á mann! Eins og gefur að skilja hefur félögum Eyjólfs hjá Stuttgart gengið brösulega að skilja íslensku en þó bregða þeir stundum fyrir sig íslenskum blótsyrðum í hita leiksins. Éyjólfur sagði að þeir hefðu mikinn áhuga á íslandi og nokkrir lýst áhuga sínum á að heimsækja landið, einkum heimaslóðir þeirra Eyjólfs og Ásgeirs Sigurvinssonar, Sauðárkrók og Vestmannaeyjar. Aðspurð- ur sagði Eyjólfur að engir teljanlegir tungu- málaerfiðleikar hafi háð honum í fyrstu en skiljanlega hefði þýskan sem hann lærði í framhaldsskóla dugað skammt. „Þetta er allt að koma. Hvorki leikmenn né þjálfarinn þurfa að tala við mig á ensku þannig að öll tjáskipti fara núna fram á þýsku. Argen- tínumaðurinn Basualdo hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar þar sem hann skilur hvorki ensku né þýsku og er strítt mikið." Tindastóll á eftir aö hala inn stig Næst á dagskrá í viðtalinu við Eyjólf var að spjalla stuttlega um gengi gömlu félaganna í Tindastóli í 2. deildinni. A meðan Eyjólfur dvaldi hér heima í 2ja vikna sumarfríi tókst honum að sjá einn leik með Tindastóli, þann eina sem liðið hefur fengið stig úr þeg- ar þetta er skrifað, gegn Fylki 3:3. Eyjólfur var á því að liðið ætti eftir að fá fleiri stig í sumar, en þess ber að geta að viðtalið var tekið áður en Bandaríkjamennirnir fóru til síns heima. En Eyjólfur minntist á ástæður sem ekki hafa komið fram í umræðum um hvers vegna Tindastóll hefur byrjað sumarið svo illa. „Ég hef trú á að þeir eigi eftir að hala inn stig þegar fer á líða á mótið. Málið er að það er mikill aðstöðumunur á liðunum fyrir norðan og sunnan. Liðin fyrir sunnan hafa gervigrasið og geta æft úti allan ársins hring auk þess sem þau spila fleiri æfinga- leiki á vorin. Norðanliðin þurfa hins vegar að sækja sína æfingaleiki suður og undir- búningurinn er ekki eins góður og hann þyrfti að vera. Tindastóll hefur áður byrjað mótin illa en tekist að rétta úr kútnum þegar á líður. Þetta kemur hjá strákunum.“ Auðvitað hefði verið ljúft að fá dæmt mark Eins og flestum er kunnugt lék Eyjólfur sinn fyrsta A-landsleik á Laugardalsvelli gegn Tékkum 5. júní sl. þegar Island tapaði 1:0. Eyjólfur sagði að það hafi verið góð tilfinn- ing að leika þennan leik. „Annars var þetta eins og hver annar leikur en leiðinlegt að við skyldum tapa.“ Eyjólfur hefur viðurkennt að hann hafi handleikið knöttinn þegar hann hamraði boltann í mark Tékkana í leiknum en heyrum hans sögu: „Ég er á því að dómarinn hafi verið að dæma brot á Arn- ór því hefði hann verið að dæma hendi á mig þá hefði hann gefið mér gula spjaldið. Við strákarnir töluðum um þetta eftir leik- inn og vorum sömu skoðunar. Annars skipt- ir þetta engu máli, markið var dæmt af og það stendur. En auðvitað hefði verið ljúft að fá dæmt mark.“ Eyjólfur fór utan til Stuttgart sl. miðviku- dag, eins og áður greinir, og hóf æfingar með liðinu daginn eftir. „Við byrjum á þrem æfingum á dag. Byrjum kl. 7 á morgn- ana á því að hlaupa 10 kílómetra. Síðan er morgunmatur og æfing næst kl. 11. Eftir hana fáum við hádegismat og smáhvíld en æfing byrjar aftur kl. 3 og stendur í tvo tíma. Svona gengur þetta í þrjár vikur og um miðjan júlí förum við í æfingaferð í svissnesku Alpana." Eins og sjá má verður nóg að gera hjá Eyjólfi næstu daga og lítill tími fyrir brúðkaupsferð. „Ætli við förum nokkuð í brúðkaupsferð fyrr en ég er hættur í fótboltanum," sagði Eyjólfur og leist greinilega ekki vel á þá hugmynd! Þess má geta að „Bundesligan“ hefst að nýju 3. ágúst nk. Þann dag verður Eyjólfur 23 ára þannig að ekki yrði amalegt fyrir hann að skora í þeim leik. Það yrði einnig ágætis afmælisgjöf til handa syninum Hólm- ari Erni sem verður eins árs þrem dögum síðar. Tindastóll má hafa samband þegar liðið er komið í l.deild! Eins og staðan er í dag er ekki vitað hversu lengi Eyjólfur verður hjá Stuttgart. En hvað á hann von á að vera þar lengi og hefur hann áhuga á að leika annars staðar? „Það er erfitt að segja hvað ég verð lengi í Stuttgart, a.m.k. í eitt ár enn. Ég hef alveg eins áhuga á að spila annars staðar en lendi maður í meiðslum þá er maður fljótur að detta út. Þetta mun að sjálfsögðu fara eftir hvernig gengur. Eins og stendur þá er ekk- ert annað land sem freistar mín að leika í.“ - Áttu von á því að eiga eftir að leika í 1. deildinni á íslandi? „Það er aldrei að vita. Ég gæti vel hugsað mér það einhvern tímann. Ég hef ekkert óskalið í huga, ekki nema þegar Tindastóll er kominn í 1. deild. Þeir mega hafa sam- band við mig þegar þeir eru komnir upp,“ svaraði Eyjólfur hress í bragði. Leikið 22 leiki með aðalliðinu og skorað 6 mörk Frá því Eyjólfur kom til Stuttgart í janúar 1990 hefur hann leikið 22 leiki með aðallið- inu og skorað 6 mörk, 5 í deild og 1 í bikar- keppninni. Fyrsta markið skoraði hann í fyrsta leiknum sem hann kom inn á, gegn Nurnberg 1. maí 1990. Eyjólfur skoraði þá með þrumuskalla eftir sendingu frá Ásgeiri Sigurvinssyni. Þá hefur Eyjólfur skorað nokkur mörk með varaliði Stuttgart sem leikur í 4. deildinni þýsku. Hann komst í fyrsta skiptið í byrjunarliðið gegn Köln 24. nóvember sl. Þetta var fyrsti leikur Christ- oph Daum með liðið og Stuttgart sigraði 3:2. Eyjólfur átti stórleik og lagði upp tvö af mörkum liðsins. Eftir þetta var Eyjólfur í byrjunarliðinu nánast það sem eftir var mótsins. En hvað skyldi standa upp úr í huga Eyjólfs frá síðasta keppnistímabili? „Það er margt sem stendur upp úr en sennilega stendur 7:0 sigurinn gegn Dort- mund hæst þar sent ég skoraði þrennu í leiknum. Það var virkilega gaman og leikur- inn mjög mikilvægur, sá fyrsti í seinni umferð Bundesligunnar. Þessi sigur gaf mjög gott „start“ og við fylgdum honum vel eftir. Fyrsta markið mitt með Stuttgart er líka minnisstætt." - Var ekki mikil pressa á þig eftir mörkin þrjú? „Jú, sérstaklega frá áhangendum liðsins og blaðamönnum. Þegar þú ert búinn að gera eina þrennu þá segja þeir að þú eigir að skora þrennu í hverjum leik eftir það. Þeir eru svo kröfuharðir að það er alveg ótrú- legt. Um leið og við eigum lélegan leik erum við níddir niður, erum sagðir ekkert nema rusl og eigi bara að selja okkur. Svo þegar við vinnum leik erum við algjörir kóngar." Álagið og keyrslan mest „sjokkerandi“ Eftir þrennuna í lok febrúar sl. skoraði Eyjólfur ekki mark fyrir Stuttgart fyrr en gegn Köln 1. júní í 6:1 stórsigri. „Það var gott að skora þetta mark en í rauninni hef ég ekki verið í því hlutverki að skora. Fritz Walter er aðalmarkaskorari liðsins og ég hef meira verið í því að skapa marktækifæri og losa um hann. Walter er leikmaður sem er ekki mikið í boltanum en er á réttum stað á réttum tíma þegar þarf að skora mörk.“ Fyrir unga drengi sem langar að gerast atvinnuknattspyrnumenn dugir aðeins eitt að sögn Eyjólfs og það er að æfa og æfa og gefast aldrei upp þó á móti blási. „Það er æfingin sem skapar meistarann,“ eins og Eyjólfur komst að orði. En urðu ekki ýmsar hindranir á vegi Eyjólfs þegar hann kom út til Stuttgart? „Jú, það var eitt og annað sem maður rak sig á. En þetta er allt öðruvísi í atvinnubolt- anum. Þar eru allir leikmenn fljótir og sterkir og hafa einhvern ákveðinn styrk- leika. Það sem „sjokkeraði“ mig mest var álagið og keyrslan á æfingum. Baráttan er mikil og ekkert gefið eftir. Reyndar nýttist stökkkrafturinn mér mjög vel og hefur gert síðan. Þegar þú gerir ekkert annað en að æfa fótbolta þá segir það sig sjálft að þú tek- ur framförum. Ég hef öðlast meiri tækni, snerpu og kraft. Æfingarnar sjálfar eru meira fyrir liðið sem heild en síðan er mikil- vægt að æfa sjálfur áfram á eftir, sérstaklega þau atriði sem þarf að styrkja eða halda við. Öðruvísi næst ekki árangur.“ Eins og stendur kemst ekkert annað að en fótbolti - Hvað hyggst Eyjólfur gera að ferli loknum sem knattspyrnumaður? „Það er erfitt að segja. Eins og stendur kemst ekkert annað að en fótbolti. Ég hef stúdentspróf og gæti hugsað mér að mennta mig eitthvað meira, jafnvel tengt einhvers konar íþróttaþjálfun en það er nógur tími til að húgsa um slíkt.“ Það var komið að lokum spjalls okkar Eyjólfs á heimili foreldra hans við Smára- grundina á Sauðárkróki. Framundan var strangur undirbúningur fyrir brúðkaupið og var ekki annað að sjá um síðustu helgi en hann hafi tekist með miklum ágætum. Dag- ur þakkar Eyjólfi spjallið og óskar honum, Önnu Pálu og Hólmari Erni alls góðs í Stuttgart. Eitt er víst að Norðlendingar og allir Islendingar munu halda áfram að fylgj- ast grannt með gengi „ljóshærða víkingsins“ af Króknum í hinum harða heimi atvinnu- knattspyrnunnar. -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.