Dagur - 15.08.1991, Blaðsíða 1
74. árgangur Akureyri, fimmtudagur 15. ágúst 1991 152. tölublað
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Einn lífeyrissjóður fyrir Norðurland:
Undirbúningsftindur í september
- mikill meirihluti aðildarfélaga Alþýðusambands Norðurlands
lýsir sig fylgjandi stofnun sjóðsins
Miðstjórn Alþýðusambands
Norðurlands hefur ákveðið að
boða til undirbúningsfundar
fyrir stofnun eins lífeyrissjóðs
á Norðurlandi. Þetta var
Akureyri:
Árásir á
ljósastaura
- Mustang í vanskilum
Ekið var á Ijósastaur á Austur-
brú á Akureyri í gærmorgun, á
milli Hafnarstrætis og Drottn-
ingarbrautar. Ökumaður var
einn í bflnum og meiddist ekki
en bíllinn og Ijósastaurinn
skemmdust töluvert.
F>etta er í annað sinn á jafn-
mörgum dögum sem ekið er á
ljósastaur á Akureyri. Sl. þriðju-
dag var ekið á ljósastaur við
gatnamót Skarðshlíðar og Smára-
hlíðar og þeir sem voru í bílnum
eru grunaðir um að hafa haft
Bakkus með í för. F>rír voru í
bílnum og tveir þeirra fluttir á
slysadeild FSA en fengu að fara
heim að rannsókn'lokinni.
Lögreglan á Akureyri lýsir eft-
ir bifreiðinni MA-658 sem stolið
var á Akureyri sl. fimmtudag.
Bifreiðin er af gerðinni Ford
Mustang, árg. 1980, grá að lit og
með stóra svarta stafi á hliðunum
þar sem stendur „Mustang". F>eir
sem hafa orðið bifreiðarinnar
varir eru beðnir að hafa samband
við lögregluna á Akureyri. -bjb
niðurstaða fundar sem boðað-
ur var til að fara yfír svör aðild-
arfélaga AN á en síðasta vetri
var óskað eftir afstöðu ein-
stakra félaga til stofnunar eins
lífeyrissjóðs fyrir Norðurland.
Stefnan hefur verið sett á að
sjóðurinn taki til starfa í árs-
byrjun 1993.
í nóvember sl. efndi Alþýðu-
samband Norðurlands til ráð-
stefnu á Akureyri um lífeyrissjóða-
mál þar sem sérstaklega var til
umræðu möguleiki á stofnun eins
lífeyrissjóðs fyrir Norðurland.
Strax að þessari ráðstefnu lokinni
fór fram aukaþing Alþýðusam-
bandsins þar sem samþykkt var
að beina því til aðildarfélaga
sambandsins að þau taki afstöðu
til stofnunar lífeyrissjóðs fyrir
Norðurland. Bréf þessa efnis
voru þá send út og hafa þau verið
að berast fram eftir vori og
sumri. Miðstjórn Alþýðusam-
bandsins kom svo saman fyrir
skömmu til að fara yfir þau.
„í heild eru þessi svör mjög
jákvæð og mikill meirihluti lýsir
sig fylgjandi stofnun þessa
sjóðs,“ segir Þóra Hjaltadóttir,
formaður Alþýðusambands Norð-
urlands. Svör bárust frá 19 af 22
aðildarfélögum Alþýðusambands-
ins.
„Við ákváðum á þessum mið-
stjórnarfundi að þar sem viðtök-
ur séu svona góðar þá verði boð-
aður undirbúningsfundur fyrir
stofnun eins lífeyrissjóðs á
Norðurlandi í tengslum við 22.
þing Alþýðusambands Norður-
lands á Illugastöðum í lok sept-
Alexandersflugvöllur:
Tilboð opnuð í tækjageymslu
25-30% yfir kostnaðaráætlun
- voru
Fyrr í vikunni voru tilboð opn-
uð í byggingu tækjageymslu á
Alexandersflugvelli á Sauðár-
króki. Tvö tilboð bárust frá
heimaaðilum og reyndust þau
vera nokkuð yfír kostnaðar-
áætlun.
Kostnaðaráætlun Flugmála-
stjórnar var kr. 8.558.800.
Trésmiðjan Borg hf. bauð tæpar
10,7 milljónir króna í verkið og
Byggingafélagið Hlynur hf. tæpar
11,2 milljónir. Útboðið fólst í
jarðvinnu, lögnum í jörð og
steypuvirki. Ofan á steypuvirkið
kemur stálgrindarhús en það var
ekki í þessu útboði.
Flugmálastjórn á eftir að yfir-
fara tilboðin og ekki er vitað hve-
nær framkvæmdir hefjast. -bjb
ember. F>ar verður fulltrúum frá
öllum stéttarfélögum á Norður-
landi boðin þátttaka sem og full-
trúum atvinnurekenda," segir
F>óra.
Þóra segir að á þessum undir-
búningsfundi flytji miðstjórn AN
skýrslu um hvað gerst hafi í þessu
lífeyrissjóðamáli og fái fram
umræður. Þar verði einnig kosin
undirbúningsnefnd sem að lík-
indum velji sér framkvæmda-
stjórn og ráði sér starfsmann til
að hrinda stofnun þessa lífeyris-
sjóðs í framkvæmd.
„Segja má að nú hefjist viúqan
því málið er flókið. Aðdrfgand-
inn er kominn á skrið en útfærslu-
vinnan verður gífurleg," segir
Þóra.
Aðspurð segir hún að mið-
stjórn hafi sett það mark að einn
lífeyrissjóður fyrir Norðurland
taki til starfa í ársbyrjun 1993 en
hvort þessi undirbúningstími sé
nægjanlegur verði að koma í ljós.
JÓH
Hér steypist Blanda út úr nýja miðlunarlóninu við Kolkuhól. Fjallað verður
um Blönduvirkjun í máli og myndum í helgarblaði Dags á laugardag.
Myiul: -ÞH
Lögreglan á Blönduósi:
Ökumenn aka of hratt í gegnum Húnaþíng
Þjóðvegurinn í gegnum
Húnavatnssýslur er langur og
strangur og ökuhraði mikill.
Lögreglan á Blönduósi hefur
eftirlit með þessum vegi á
sinni könnu og hefur í nógu
að snúast. Síðustu misseri
hafa stöðugt borist fréttir af
fjölda ökumanna sem hafa
verið teknir fyrir of hraðan
akstur í Húnaþingi en er
þetta eitthvað að batna?
Þegar blaðamaður Dags var á
ferðinni á Blönduósi á dögun-
um kom hann við á lögreglu-
stöðinni og lagði þessa spurn-
ingu fyrir Kristján Þorbjörns-
son, aðalvarðstjóra. Kristján
sagði að ekki væru eins margir
ökumenn teknir og áður en það
stafaði frekar af minna eftirliti
en að ökumenn hafi stillt
hraðanum meir í hóf. „Sparn-
aðarráðstafanir dómsmála-
ráðuneytisins gera það að verk-
um að við getum ekki sinnt
hraðamælingum eins vel og
áður,“ sagði Kristján.
„Við fáum ekki eins háar
ökuhraðatölur en það er alltaf
eitthvað um hraðakstur á bilinu
110-130 km. Ökumenn aka of
hratt hér í gegn og við reynum
að stemma stigu gegn því eins
og við mögulega getum,“ sagði
Kristján ennfremur.
Þegar Dagur heimsótti lög-
reglustöðina bar svo vel í veiði
að allur bílaflotinn var í höfn og
því tilvalið að smella mynd af
flotanum ásamt lögreglumönn-
um. -bjb
Bílafloti lögreglunnar í Húnaþingi fyrir utan lögreglustöðina á Blönduósi,
tvær Subaru-bifreiðar, Chevrolet og Mitsubishi-jeppi. Þetta er scnnilega
ein síðasta myndin af Chevrolet-bílnum í hlutverki lögreglubíls því hann
mun víkja fyrir nýjiini Econoline. Lögreglumennirnir eru, frá vinstri, Þór
Gunnlaugsson, varðstjóri, Gunnar Sigurðsson, lögregluþjónn, Kristján
Þorbjörnsson, aðalvarðstjóri, Hermann Ivarsson, lögregluþjónn, og
Sigurður Sigurðsson, varðstjóri. Mynd: -bjb