Dagur - 15.08.1991, Síða 5
Fimmtudagur 15. ágúst 1991 - DAGUR - 5
Embættismannavaldið
Þekking eða öllu heldur meintur
þekkingarskortur bæjarfulltrúa
varð þess valdandi að þessar lín-
ur voru barðar á blað. Það var
áhugi á að stjórnendur bæjarins
viti um hvað þeir eru að fjalla á
fundum bæjarstjórnar - og það
sem meira er - taki aukinn þátt í
daglegri stjórn, ákvörðunum,
sem skipta oft meira máli en að
rétta upp aðra höndina á hálfs-
mánaðar fresti.
Það fer ekki hjá því að mikill
hluti þess valds, sem bæjarstjórn
er veitt á fjögurra ára fresti, hafni
hjá embættismönnunum. Jafnvel
má ganga svo langt að segja að
meirihluti valdsins sé í höndum
embættismanna sem þurfa ekki
að standa kjósendum reikn-
ingsskil gerða sinna. Petta er
óheppilegt því hversu vandaöir
sem embættismennirnir eru eiga
þeir ekki að hafa svo mikið vald.
Endurskipulagning
Það verður að gera yfirstjórn
bæjarins mun hraðvirkari og
ákveðnari, hún verður að ná því
að setja mark sitt á stjórnun
bæjarins svo eftir sé tekið. Ein
leið að því marki er að fækka
bæjarfulltrúum úr ellefu í sjö,
endurskipuleggja nefndir, ráða í
fullt starf hjá bænum þá fulltrúa
sem fara í meirihluta og greiða
fulltrúum í minnihluta sem svarar
a.m.k. hálfu starfi. Þetta væri
verðugt verkefni nýrrar bæjar-
stjórnar.
Tveir bæjarfulltrúar
á Akureyri!
En dæmið er ekki eins auðvelt og
það lítur út fyrir að vera. Fjöldi
bæjarfulltrúa er nefnilega bund-
inn í lögum - miðað við íbúa-
fjölda á Akureyri skulu vera
ellefu fulltrúar hvað sem tautar
og raular. í sjáflu sér er það fár-
ánlegt að Alþingi hafi sett lög
sem þessi því með þeim er verið
að meina sveitarfélögum að hag-
ræða og skipuleggja að vild.
Á bak við hvern bæjarfulltrúa
á Akureyri eru rétt tæplega 1300
íbúar en til samanburðar má geta
þess að í Reyjavík eru 6.447 íbú-
ar að baki hvers borgarfulltrúa.
Borgarfulltrúar í Reykjavík eru
15 talsins og við verðum ekki vör
við að íbúar í Reykjavík kvarti
svo mjög. Þríliðan sem kennd var
á árum áður segir okkur að
bæjarfulltrúar á Akureyri (íbúa-
fjöldi 1. desember 1990 var
14.091), miðað við Reykjavík
(íbúafjöldi 1. desember 1990 var
96.708), ættu að vera rétt rösk-
lega tveir!
Úr hæjarstjórn Akureyrar.
Tillögur til úrbóta
Næsta bæjarstjórn á Akureyri -
því tæplega gerir sú sem nú situr
stórar rósir - verður að knýja á
dyr Alþingis og krefjast þess að
henni verði gert kleift að fækka
bæjarfulltrúunum. Núverandi
meirihluti Sjálfstæðismanna og
Alþýðubandalags hefur ekki sýnt
þau tilþrif að líkur séu á að hann
verði endurkosinn og það mun án
efa koma í hlut Framsóknar-
flokksins að laga til í kerfinu svo
það fari að vinna eins og til er
ætlast.
Eg vil gera það að tillögu rninni
að Framsóknarmenn á Akureyri
leggi áherslu á eftirfarandi í
næstu kosningum:
1. Bæjarfulltrúum verði fækkað
úr ellcfu í sjö.
2. Fulltrúar þess flokks eða
flokka sem mynda meiríhluta
bæjarstjórnar næsta kjörtímabil
verði ráðnir til bæjarins sem yfir-
menn ákveðinna sviða. Fulltrúar
minnihlutans fái einnig ákveðnar
greiðslur sem miðist við að þeir
geti verið starfsmenn Akureyrar-
bæjar í hálfu starfi.
3. Bæjarstjóri komi úr hópi kjör-
inna fulltrúa og hann gegni jafn-
framt starfi formanns bæjarráðs.
4. Nefndir verði sameinaðar og
fækkað í þeim. Gerðar verði
kröfur til faglegra vinnubragða.
Nefndir eiga að setja sér mark-
mið og reyna að ná þeim.
Aukin afköst og eðlilegri
vinnutími
Ef við gefum okkur að þessir sjö
- svo ekki sé talað um meirihlut-
ann - geti á dagvinnutíma unnið
að málefnum bæjarins verða
afköstin meiri og betri. Það þarf
ekki neina sérstaka mannvits-
brekku til að sjá að fólk vinnur
betur á daginn en þegar degi tek-
ur að halla. Ef Akureyrarbæ
skortir eitthvað þá er það m.a.
óþreytt og dugmikið fólk sem
getur óskipt helgað sig málefnum
bæjarins.
Að sjálfsögðu fylgir því talsverð-
ur kostnaður að ráða þetta fólk
til starfa en á það bera að líta að
talsvert sparast við færri fulltrúa í
bæjarstjórn - og færri fulltrúa í
færri nefndunt. Þá er það einnig
næsta öruggt að aukin afköst og
eðlilegri vinnutími munu bæta
stjórnunina. Eftir breytingu sem
þessa á meirihlutinn hægar með
að koma pólitískum áhugamálum
í framkvæmd og menn eiga í
auknum mæli að standa og falla
með verkurn sínum.
Tilbúið dæmi
Tökum dæmi: Gefum okkur að
einn þeirra flokka sem bjóða
fram við næstu bæjarstjórnar-
kosningar fái fjóra fulltrúa og
hreinan meirihluta. Einn fulltrú-
inn gerist bæjarstjóri og formað-
ur bæjarráðs, annar verður yfir-
maður tæknisviðs, sá þriðji fær
félagsmálastofnun í sína umsjá
og sá fjórði gæti haft nteð fjármál
bæjarins að gera. Nú er þessi
skipting án allrar ábyrgðar og
sýnir e.t.v. vankunnáttu greinar-
höfundar - og þó - einhvern veg-
inn verða þessir fjórir að skipta
með sér verkum og ég leyfi mér
að halda því fram að þessi skipt-
ing sé ekki vitlausari en hver
önnur.
Aukin ábyrgð kjörinna
fulltrúa
Hvað þýðir þetta? Að mínu viti
þýðir þetta einfaldlega að kjörnir
bæjarfulltrúar meirihlutans þurfa
að axla mun meiri ábyrgð en
gerist í dag. Þeir verða þátt-
takendur í daglegri stjórnun
bæjarins og geta komið kosninga-
málum flokksins/flokkanna betur
á framfæri. Við drögum úr valdi
embættismanna og færunt það í
hendur kjörinna fulltrúa.
Bæjarstjóri úr hópi
kjörinna fulltrúa
Auðvitað á meirihlutinn að koma
með bæjarstjórann úr sínum
röðum. Það er ótækt að í þeim
hópi sé ekki karl eða kona sem
næst samstaða um sem bæjar-
stjóra. Núverandi meirihluti sótti
sinn bæjarstjóra á Sjúkrahúsið og
fyrrverandi meirihlutar hafa
einnig leitað út fyrir sínar raðir.
Án efa er oft um að ræða mála-
miðlun en ansi þætti mönnum
það sérkennilegt ef ríkisstjórnir
leituðu út fyrir Alþingi þegar
kemur að vali á forsætisráðherra.
Mannval á Þingi er slíkt að rétt
rösklega 60 telja sig geta orðið
forsætisráðherrar með litlum eða
engum fyrirvara. Á Akureyri
virðist ómögulegt fyrir meiri-
hlutaflokka að pússa einn fulltrú-
ann upp í embætti bæjarstjóra.
Plöggin af eldhúsborðinu
í dag er ekki gert ráð fyrir að full-
trúar flokkanna hafi neina starfs-
aðstöðu á skrifstofum Akureyr-
arbæjar. Þessu þarf að breyta.
Við getum ekki ætlast til að ráða-
ntenn bæjarins, fulltrúar í bæjar-
stjórn, séu með pappíra og plögg
heima a eldhúsborði enda hefur
það komið fyrir að mikilvæg
trúnaðarskjöl hafi verið vandlega
merkt með hafragraut eða sæt-
súpu.
Það er lágmarkskrafa að
bæjarfulltrúar hafi góða starfs-
aðstöðu á sínum vinnustað - og
aðgang að þeint tækjum og tólum
sem skrifstofur nútímans hafa
upp á að bjóða.
Fækkum bæjarfulltrúum!
í stuttu máli: Fækkum bæjarfull-
trúum og gerunt þá ábyrgari
gerða sinna. Göngum þannig frá
málum að hæft fólk sækist mjög
eftir því að komast í „öruggt"
sæti á listum flokkanna. Enn og
aftur skal ítrekað að laun og
starfsaðstaða skiptir miklu máli þó
svo margir virðist telja að bæjar-
fulltúar eigi að nærast á hugsjón-
um einum saman. Vel má vera að
sjö manna bæjarstjórn á fullum
launum kosti bæjarsjóð eitthvað
meira en núverandi ellefu ma.'ina
bæjarstjórn - og þó - meirihluti
þessara fulltrúa mun sinna dag-
legum stjórnunarstörfum innan
bæjarkerfisins. En við getum
sparað í nefndafarganinu og
verði starfsaðferðum þeirra sem
eftir lifa breytt og þær látnar
vinna skipulega mun það fljótt
koma fram í auknum sparnaði.
Með öðrurn orðum: Er ekki
dýrara fyrir bæjarfélagið að í yfir-
stjórn bæjarins sitji fólk sem
ekki getur gefið sér tíma til að
sökkva sér niður í málefni bæjar-
ins? Svarið er tvímælalaust
jákvætt. Við höfum ekki lengur
efni á að bænunt sé stjórnað í
hjáverkum.
Akureyri í ágúst 1991,
Áskell Þórisson.
Höfundur cr áhugamaöur um hæjarmál á Akur-
cyri.
ár alls, jafngilti því að lántakand-
inn greiddi um 33% í ársvexti!
Ég vil svo að lokum benda á þá
staðreynd að frá því í vetur hafa
víxilvextir hækkað úr 13,25% í
20,5%. Þeir hafa sent sagt hækk-
að um 55 af hundraði og hlýtur
það að vera heimsmet. Ef þetta
er ekki vaxtaokur, veit ég ekki
hvað það hugtak merkir."
Eininaabréf
Skammtímabréf
Tveir góðir kostir til að ávaxta fé
Einingabréf henta þeim sem vilja ávaxta sitt fé til lengri tíma, en
vilja jafnframt geta losað það með skömmum fyrirvara.
Skammtímabréf henta þeim sem eru með laust fé í skamman
tíma, 1-6 mánuði og þau eru einnig laus með skömmum fyrirvara.
Ávöxtun sl. 12 mánuði
Raunávöxtun Nafnávöxtun
Einingabréf 1 7,4% 16,0%
Einingabréf 2 5,8% 14,2%
Einingabréf 3 7,0% 15,5%
Skammtímabréf 6,1% 14,6%
ééjKAUPÞING
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700