Dagur - 15.08.1991, Page 6

Dagur - 15.08.1991, Page 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 15. ágúst 1991 Um Ijórðu: - starfsmenn Bifrei Eitt af því sem forscti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, mun gera í hcimsókn sinni til Skagafjarðar er aðgróðursetja tré. Hér er hún að gróðursetja ásamt börnum í Húnaveri þcgar hún heimsótti Húnvetninga fyrir þrem árum. Heimsókn forseta íslands til Skagaíjarðar: Undirbúningur stendur sem hæst - áhersla lögð á að sem flestir heilsi upp á forsetann Forseti íslands, frú Yigdís Finnbogadóttir, er væntanleg í opinbera heimsókn til Skagafjarðar dagana 23. til 25. ágúst nk. Undirbúningur fyrir heimsóknina stendur sem hæst og óhætt að segja að mikið verði um dýrðir i Skagafirði um þar næstu helgi. Að sögn Björns Sigurbjörnssonar, formanns undirbúningsnefndar fyrir heimsóknina, hefur undirbúning- ur gengið vel. Ásamt Birni í nefndinni eru Halldór Þ. Jónsson, sýslumaður, og Elín Sigurðardóttir, oddviti, í Sölvanesi. Þá hefur Magnús Sig- urjónsson, framkvæmdastjóri Héraðsnefndar Skagafjarðar, verið nefndinni innan handar. í samtali við Dag sagði Björn að öll megin dagskráratriði heim- sóknarinnar væru komin í fastar skorður en nk. mánudag mun skrifstofa forsetaembættisins senda frá sér- formlega dagskrá. Undirbúningsnefndin hefur setið nokkra fundi þar sem áætl- un hefur verið búin til um heim- sóknina. Síðan var haft samband við oddvita allra hreppa í Skaga- firði og fundað með þeim um til- högun yfirferðar Vigdísar um fjörðinn. „Þegar við vorum kom- in með beinagrind að dagskrá kom forsetaritari, Kornelíus Sig- mundsson, norður og vann með nefndinni í tvo daga. Hann kynnti sér aðstæður og fundaði með fulltrúum allra hreppa sem standa að móttökunni. Eftir þetta höfum við fundað áfram með oddvitum og kynnt málið fyrir Héraðsnefnd. Núna er heildarplan komið um hvernig við stöndum að heimsókn forset- ans," sagði Björn Sigurbjörnsson þegar hann var spurður um störf undirbúningsnefndarinnar. í stórum dráttum er dagskrá heimsóknarinnar þessi: Vigdís lendir á Alexandersflugvelli á Sauðárkróki að morgni föstu- dagsins 23. ágúst. Þaðan liggur leiðin í Lýtingsstaðahrepp og snæddur hádegisverður í Árgarði þar sem íbúar hreppsins eru boðnir velkomnir. í Félagsheim- ilinu Miðgarði verður drukkið síðdegiskaffi á föstudag í boði Akrahrepps, Seyluhrepps og Staðarhrepps. Um kvöldið situr forsetinn kvöldverðarboð í boði Sauðárkróksbæjar. Laugardagurinn hefst með heimsókn í Fljótahrepp og snæddur morgunverður í Sól- görðum. Því næst tekur Hofs- hreppur á móti forsetanum og býður til hádegisverðar í Höfða- borg á Hofsósi. Þaðan liggur leið- in til Hóla í Hjaltadal og drukkið síðdegiskaffi í barnaskólanum í boði Hólahrepps og Viðvíkur- hrepps. Að kvöldi laugardagsins er boðið til kvöldverðar í Mið- garði í Varmahlíð í boði Héraðs- nefndar Skagafjarðar. Skefilsstaðahreppur tekur á móti Vigdísi á sunnudeginum með morgunverði í Skagaseli, félagsheimili hreppsins. Um miðjan dag verður mótttaka í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í boði Sauðárkróksbæjar, Skarðs- hrepps og Rípurhrepps. Forsetinn mun gróðursetja tré á nokkrum stöðum í sýslunni og einnig verður skáli Skátafélagsins Eilífsbúa frá Sauðárkróki heim- sóttur í landi Brekku í Seylu- hreppi en Vigdís er verndari skátahreyfingarinnar á íslandi. Þá mun Vigdís afltenda verðlaun á Króksmótinu í knattspyrnu sent er pollamót á vegum Tindastóls og Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. nteð þátttöku fjölda liða víðs vegar af Norðurlandi. Vigdís kemur víðar við í heimsókn sinni en hér hefur verið greint frá og nánar verður fjallað um dag- skrána síðar í blaðinu. Lögð er áhersla á að sem flestir íbúar Skagafjarðarsýslu eigi þess kost að heilsa upp á forseta Islands og eru morgun-, hádegis- og síðdegisverðirnir m.a. hugsað- ir til þess. Kvöldverðirnir eru síð- an lokaðir nema fyrir boðsgesti. -bjb/GG Bifreiöaskoðun íslands hf. (BSÍ) starfrækir tvær skoðun- arstöðvar á Norðurlandi vestra. Þær eru á Blönduósi og Sauðárkróki og er einn fastur starfsmaður á hvorum stað. Á Blönduósi var stöðin opnuð í mars árið 1989 og starfsmaður þar er Þórólfur ÓIi Aadne- gaard. Á Sauðárkróki var opn- uð skoöunarstöö í október sama ár og Bjarki Sigurðsson er starfsmaður á þeim bæ. Stöðvarnar á Blönduósi og Sauðárkróki eru opnar frá mánu- dögum til föstudags frá kl. 8.00- 15.30. Þeir Þórólfur og Bjarki eiga töluvert samstarf, auk þess sem þeir leysa hvorn annan af í fríum. Þá fara þeir gjarnan sam- an til Siglufjarðar þegar eru skoðunardagar þar. Næst verða þeir á Siglufirði frá 20.-23. ágúst nk. Bjarki skoðar því einnig á Siglufirði og Blönduósi auk ann- arra starfa sem fylgja Bifreiða- skoðun íslands, s.s. innheimta bifreiðagjalda, afskráning bif- reiða, innheimta þungaskatts o.m.fl. Þórólfur skoðar einnig á Hvammstanga og Hólmavík auk þess sem hann var á Borðeyri og í Árneshreppi í einn dag í júlí sl. Á Hólmavík verður Þórólfur næst 18.-23. október nk. og á Hvammstanga 25.-31. október. Bílaeigendur trassa að koma á réttum tíma f samtölum sem blaðamaður átti við þá Þórólf Óla og Bjarka kom fram að frekar lítið væri að gera fyrstu þrjá mánuði ársins en síð- an færu lætin að byrja í apríl og maí. Eftir það væri nóg að gera og stundum skoðaðir hátt í 30 bílar á dag þótt venjulega væri ekki gert ráð fyrir nema 13-14 bílum á dag. Bjarki sagði að bifreiðaeigendur væru ekki nógu duglegir að koma með bílana í skoðun á réttum tíma og úr því þyrfti að bæta. „Ef allir kæmu með bílana á réttum tíma þá myndaðist aldrei nein töf," sagði Bjarki en dæmi eru urn nokkurra daga bið eftir skoðun í stöðinni á Sauðárkróki. Fram kom hjá Bjarka að yfir- leitt væru um fjórðungur bíla sem Málarar í önnum fyrir forsetaheimsóknina: Bakhliðamar málaðar líka! Skagfírðingar hafa verið í óða önn í sumar að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en forseti Islands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, heimsækir sýsluna. Yinsamleg tilmæli bárust frá sveitarfélögunum til íbúa sinna um að snyrta til í kringum sig og einnig hafa sveitarfélögin sjálf fegrað sín mannvirki. Hús sem hafa staðið ómáluð svo áratugum skiptir hafa tekið lit í sumar og fannst mörgum tími til kominn. Segja má að forsetaheimsókn- in komi einni stétt til góða meir en öðrum en það eru málara- meistarar og þeirra menn. Þeir hafa varla haft undan í sumar, svo mikið hefur verið að gera. Mörg íbúðarhús hafa verið máluð, jafnt í þéttbýli sem dreif- býli, og opinberar byggingar hafa einnig verið málaðar. Til eru dæmi um þegar heirn- sókn forseta íslands hefur verið undirbúin til nokkurra staða að eingöngu framhliðar húsa hafa verið málaðar eða þær hliðar sem snúa eiga að forsetanum. Ekki verða nafngreindir neinir staðir í þessu sambandi en líklega heyrir þetta sögunni til. Þegar blaðamaður var á ferð- inni á Sauðárkróki á dögunum hitti hann að máli málarameistar- ana Þórarinn Thorlacíus og Albert Þórðarson þar sem þeir voru að mála Safnahús Skagfirð- inga ásamt aðstoðarmönnum. Og viti rnenn, þeir voru að mála bakhlið Safnahússins! Aðspurðir sögðust þeir hafa haft nóg að gera í sumar og voru m.a. búnir að mála stórar byggingar eins og Varmahlíðarskóla og Félags- heimilið Miðgarð í Varmahlíð. Svo voru þeir að verða búnir með Safnahúsið og eftir var að mála Sjúkrahús Skagfirðinga, svo stærstu byggingar séu nefndar. En allar hafa þessar byggingar eitt sameiginlegt; þær eru málaðar í bláum og hvítum lit. „í fyrra vor- um við í grænu línunni en í sumar er það bláa línan," sögðu þeir k'appar, Albert og Þórarinn, hressir í bragði. -bjb „í sumar er það bláa línan,“ sögðu þeir Albert og Þórarinn, niálara- incistarar á Sauðárkróki. Á efsta pallinum stendur Albert Þórðarson, síðan koma aðstoðarmennirnir og landsliðsmennirnir í körfubolta, þeir Valur Ingimundarson og Einar Einarsson, og neðst er Þórarinn Thorlacíus með blátt í rúllunni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.