Dagur - 07.09.1991, Side 11

Dagur - 07.09.1991, Side 11
Laugardagur 7. september 1991 - DAGUR - 11 Krossgáta Tekið skal fram að skýr greinarmunur er gerður á grönnum og breiðum sérhljóðum. Þegar þú hefur ráðið gátuna, skaltu skrifa stafina í tölusettu reitunum á lausnarseðilinn hér að neðan. Klipptu síðan lausnarseðilinn út og sendu til Dags, Strandgötu 31, 600 Akureyri, merktan: „Helgarkrossgáta nr. 194“ Þóra Jónsdóttir, Garðaflöt 11, 210 Garðabæ, hlaut verðlaun- in fyrir helgarkrossgátu nr. 191. Lausnarorðið var Vinnupall- ar. Verðlaunin, skáldsagan „Átök í eyðimörk“, verða send vinningshafa. Verðlaunin fyrir krossgátuna að þessu sinni er bókin „Krist- inn í Björgun - eldhuginn í sandinum", skráð af Árna Johnsen. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Aftcj Kcoa tljU iktéii. s T ■fl s s l Hrftii K A L L fí D Cltfk 0 L s A R 1 Fto« L 1 M G A N o ,.n. l Ufj' Bcr.r 1,’fci A L 1 R .— 'n s T '/1 L s n I 3 A ictlcm T A F A L A F 1fHr O T 1 '0 L A G a V A s K ’a N L A S fiatnr G y u í> N 1 TLT G Rijk f\ R r 'v Æ ft L°!iL Æ "r A/ u 'fii Þ t J) 'i / £ ftflct / S :-p U A 5 '0 L ft T A N 'flit A 5 p H á s K 0 ö Ú rjíki 'N ’A N A R s K Ý s T u Bor- A 'L 1 N •a Arnuci ö S K U n Helgarkrossgáta nr. 194 Lausnarorðið er ................ Nafn .............. Heimilisfang ...... Póstnúmer og staður Um 4500 börn að heíja skólagöngu sína: Ökumenn sýni sérstaka aðgát Um þessar mundir hefja um 4500 börn skólagöngu fyrsta sinni. Þetta eru nýliðar í umferðinni, börn sem ekki hafa verið sjálfstæðir vegfar- endur. Þess vegna þurfa allir að leggjast á eitt til að skóla- ganga þeirra sé eins örugg og kostur er. Þar kemur til kasta foreldra, ökumanna og barn- anna sjálfra, að svo miklu leyti sem þau geta þar haft áhrif á. í frétt frá Umferðarráði segir að ökumenn þurfi að gæta sér- staklega að hraða í nágrenni við skóla og auðvitað alls staðar þar sem börn eru á ferð. Lögregla beinir nú athygli sinni mjög að ökuhraða í skólahverfum. Minn- umst þess að börnin í umferðinni eru börnin okkar. Meðal þess sem ökumenn þurfa að hafa í huga er: Börn skynja hraða og fjarlægðir mun verr en fullorðnir. Séu börn á eða við akbraut þurfa ökumenn að sýna varúð. Að miða ökuhraða alltaf við aðstæður. Athafnir barna eru ekki alltaf í samræmi við það sem fullorðnu fólki finnst vera rökrétt. Börn sem eru að hefja skóla- göngu þurfa góðan undirbúning til að þau komist heilu og höldnu í skólann og heim aftur. Fullorð- ið fólk verður að fylgja þeim í skólann til að byrja með og velja með þeim öruggustu leiðina. Pað getur skipt miklu máli að velja rétta leið með tilliti til öryggis barnsins. Foreldrar þekkja umhverfið og vita hvar hættur eru fyrir hendi og leiðbeina börnum sínum til að þau sneiði hjá þeim. Það má aldrei senda barn eitt í skólann fyrr en öruggt er að það treysti sér til þess sjálft. Fyrr er það ekki í stakk búið til að veita umferð- inni þá athygli sem nauðsynlegt er. Algengt er að börnum sé ekið í skólann. í þeim tilfellum er mikilvægt að ökumaðurinn hagi aðkomu að skólanum þannig að barnið þurfi ekki að fara út úr bílnum út á götu heldur beint upp á gangstétt. Og þá þarf líka að hafa í huga að barnið þurfi ekki að fara yfir götu. Með því móti geta forráðamenn barna aukið öryggi þeirra til muna. ------------------------------—— AKUREYRARB/íR Lausar kennarastöður Við Glerárskóla eru ennþá lausar stöður heimil- isfræðikennara og tónmenntakennara. Upplýsingar í símum 96-21395 eða 96-21521. Einnig veittar upplýsingar hjá skólafulltrúa í síma 96-27245. Skólafulltrúi. Dalvík Hjúkrunarforstjóri Á Heilsugæslustöðina á Dalvík vantar hjúkrunarfor- stjóra frá 1. nóvember eða eftir nánari samkomulagi. Dalvík er fallegur staður í örum vexti, um 40 km norður af Akureyri. Heilsugæslustöðin þjónar Dalvík, Svarfaðardal, Árskógsströnd og Hrísey, alls um 2400 manns. Áhugasamir hafið samband við Kristjönu Ólafs- dóttur hjúkrunarforstjóra í síma 96-61500 eða 96-61072, sem veitir upplýsingar um húsnæði o.fl.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.