Dagur


Dagur - 07.09.1991, Qupperneq 16

Dagur - 07.09.1991, Qupperneq 16
Tvær Fokkerflugvélar veðurtepptar á Akureyri: Þokuumaðkenna Þoka hamlaði flugi til og frá Reykjavík aðfaranótt föstu- dagsins. Af þeim sökum höfðu tvær Fokkerflugvélar Flug- leiða hf. næturdvöl á Akur- eyri. „Já, hér eru þrjár Fokkerflug- vélar. Vegna þoku í höfuðstaðn- um var ekki hægt að ljúka kvöld- fluginu Reykjavík-Akureyri- Reykjavík. Það sama gilti um kvöldflugið Reykjavík-Egilsstað- ir-Reykjavík. Vélinni frá Egils- stöðum var snúið til Akureyrar þannig að tvær vélar voru hér á Akureyrarflugvelli í nótt. Þok- unni hefur létt. Morgunvélin er komin og flugvélarnar þrjár fara suður á næsta klukkutímanum," sagði flugvallarstarfsmaður á Akureyri snemma á föstudags- morguninn. ój Þau áform að Ijúka byggingu íþróttahúss KA á sex mánuðum þóttu á sínum tíma bjartsýni en sú áætlun mun stand- ast og húsið verður tekið í notkun í fyrstu viku október. Á innfelldu myndinni má sjá inn í íþróttasalinn sjálfan. Myndir: Golli Bygging íþróttahúss KA á lokasprettinum: íþróttakennsla í húsinu hefst í októberbyijim dregst vegna seinkunar á afhendingu áhorfendabekkja - vígsluhátíð „Staðan á byggingunni er góð og allt á réttu róli ef frá er talið að afhending bekkjanna í hús- ið tefst líklega um mánuð. Að öðru leyti verður allt klárt á réttum tíma,“ segir Sigurður Sigurðsson hjá S.S.-Byggi sem er verktaki við byggingu íþróttahúss á félagssvæði KA á Akureyri. Upphaflega var gert ráð fyrir að ljúka byggingu hússins á sex mánuðum en skóflustunga að því var tekin þ. 30. mars síðastliðinn. Sigurður segir að íþróttakennsla hefjist fyrstu vikuna í október, eins og til hafi staðið, en vígslu- hátíðinni verði frestað þar til áhorfendabekkirnir verði komnir. Sigurður segir þetta jafnframt þýða að meistaraflokk- Knattspyrna: LeikurVíkingsog KA sýndur beint - einnig viðureign KR og Fram Leikur Víkings og KA í 1. deild karla í knattspyrnu sem fram fer á Víkingsvell- inum í dag kl. 14.00, verður sýndur í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. En þar með er ekki öll sag- an sögð, því leikur KR og Fram, sem fram fer á KR-vell- inum kl. 16.00 á morgun sunnudag, verður einnig sýnd- ur í beinni útstcndingu í Sjón- varpinu. Baráttan um íslandsmeist- aratitilinn stendur á milli Vík- ings og Fram. Bæði liðin hafa 33 stig en Víkingar hafa hag- stæðara markahlutfall. KA- menn gætu sett strik í reikn- inginn hjá Víkingum í dag og eins gætu KR-ingar lagtFram- ara að veili á morgun. -KK ur KA í handbolta muni spila 2-3 heimaleiki í íþróttahöllinni í upphafi móts. Hins vegar eru júdómenn að taka sal sinn í notk- un þessa dagana og er það bylting á aðstöðu þeirra. Gengið hefur verið frá bráða- birgðasamkomulagi milli rekstr- arfélags Landsbanka íslands og Iðnþróunarfélags Eyjafjarð- ar um yfirtöku síðarnefnda aðilans á ullariðnaði þeim sem áður tilheyrði Álafossi hf. á Akureyri. Baldvin Valdemars- son hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri fyrir ullariðnað- inn, en stefnt er að formlegri stofnun hlutafélags um rekst- urinn síðar í þessum mánuði. Samkomulagið var undirritað af stjórnum Iðnþróunarfélagsins og bankastjórn Landsbankans, með fyrirvara um samþykki væntanlegra hluthafa í fyrirtæk- inu. Ásgeir Magnússon, fram- kvæmdastjóri IFE, segir að samningurinn feli í sér yfirtöku á vélum og tækjum ullariðnaðarins en eftir er að semja um leigu á húsnæðinu. Viljayfirlýsing er fyr- ir hendi um að IFE og nýtt hluta- félag taki við rekstrinum eins fljótt og kostur er. Ekki verður greint frá neinum tölum eða verði á eignunum í þessu sam- bandi en samkvæmt heimildum Dags hjá Landsbanka íslands nemur bókfært verð véla, tækja og húsa hundruðum milljóna króna. Að sögn Ásgeirs er kaup- verðið trúnaðarmál milli Lands- bankans og IFE og aðstandenda þess. Sigurður segir að illa gangi að fá járnklæðningu afhenta frá Yleiningum hf. á Flúðum og því hafi klæðning hússins dregist. Henni verði hins vegar lokið fyrir mánaðamótin. Markaðsmálin eru mikilvæg og ráðandi um framtíð fyrirtækisins. Ásgeir segir að nýi framkvæmda- stjórinn muni skoða þau mál nánar. Áætlanir IFE gera ráð fyr- ir sömu mörkuðum og verið hafa hingað til fyrir íslenskar ullarvör- ur. „Ef okkar björtustu vonir ganga eftir og við náum að selja á þessa markaði eins og stefnt var að á seinasta ári og einnig að við seljum eitthvað til Sovétríkjanna þá gæti þetta orðið allt að 130 manna vinnustaður. Of snemmt er að segja nokkuð til um áhrifin á litlu saumastofurnar sem hafa skipt við Álafoss hf. Ef okkur tekst ekki að selja jafnmikið til Sovétríkjanna og við höfum gert Tæplega 180 nemendur eru skráðir til náms í framhalds- deildum Framhaldsskólans á Húsavík í vétur, en hann var settur sl. þriðjudag. Þetta er fimmta árið sem skólinn er starfræktur og fyrsta „alvöru“ útskriftarár hans, að sögn Guðmundar Birkis Þorkels- sonar, skólameistara. Nú er skráðir um 40 fleiri nemendur í framhaldsdeildir Sigurður segir lokatörnina framundan í fráganginum. Hann segir að fleiri sjálfboðaliðar megi láta sjá sig í þessu lokaátaki enda sé nóg af smærri verkefnum. JÓH á undanförnum árum, en það dæmi er í mikill óvissu eins og málum er háttað í dag, þá er alveg ljóst að minnkun verður á framleiðslu í saumaiðnaði og það hefur auðvitað áhrif á aðra aðila, þar á meðal litlu saumastofurn- ar,“ segir Ásgeir. Formleg stofnun hlutafélags verður að öllum líkindum seint í þessum mánuði eða um næstu mánaðamót. Áður verða stjórnir og stofnanir að leggja blessun sína yfir það samkomulag sem náðst hefur. „Unnið verður að þessum málum á fullu og við erum þokkalega bjartsýnir á framhaldið,“ segir Ásgeir Magnús- son. EHB skólans en á síðasta vetri. Flestir nemendanna eru úr Suður-Þing- eyjarsýslu, en einnig koma þeir austan af Langanesi, Vopnafirði og fleiri stöðum. Guðmundur Birkir segir að skólastarfið verði með svipuðu sniði í vetur og undanfarin ár. Farskólinn verði t.d. starfræktur eins og í fyrra. Kennarar við Framhaldsskól- ann eru um þrjátíu talsins. óþh Framtíð ullariðnaðarins á Akureyri: Iðnþróunarfélag Evjaflarðar og Landsbankinn náðu samkomulagi - Baldvin Valdemarsson ráðinn framkvæmdastjóri nýs rekstrarfélags Framhaldsskólinn á Húsavík: Um 180 nemendur í vetur Norðurland: Hægvestlægátt Veðurguðinn verður hlið- hollur Norðlendingum um helgina ef marka má veður- spá Veðurstofu íslands. „Hæg vestlæg átt mun ríkja um allt Norðurland á laugar- dag og sunnudag. Að mestu verður skýað, þurrt til landsins, cn súld og jafnvel rigning með ströndinni aust- ast. Hitastig verður á bilinu 10 til 16 gráður,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing- ur á Veðurstofu íslands. ój Lottópotturiim í stærra lagi Ef að. líkum lætur verður vinningspotturinn í lottóinu í kvöld í stærra lagi. Pottur- inn er þrefaldur og ætla má að vinningsupphæðin verði vel yfir tíu milijónir króna. Frá síðustu helgi færast 6,9 milljónir króna yfir á þessa helgi og ljóst má vera að nokkrar milljónir bætast við þá upphæð. Athyglisvert er að þetta er fyrsti þrefaldi lottópotturinn á þessu ári. Síðast var hann þrefaldur 1. desember á síð- asta ári. Þá var potturinn 12,8 ntilljónir króna, en rétt er að taka fram að þá kostaði röðin 35 krónur, en nú kostar hún 40 krónur. óþh Byggingariðnaðurinn á Akureyri: Þokkalegar horfiirhjáhand- verksmönnum Horfur hjá handverksmönn- um í byggingariðnaði á Akureyri eru ekki of góðar í vetur og virðast múrarar, pípulagningamenn og mái- arar sjá fram á litla vinnu. Þeir aðilar sem Dagur ræddi við sögðu að byggingar væru almennt skammt á veg komnar og því lítið um verk- efni fyrir þá iðnaðarmenn sem koma til sögunnar á seinni stigum, s.s. áður- nefnda hópa, fyrr en undir vor jafnvel. Byggingaverktakar á Akur- eyri hafa löngum kvartað und- ir seinagangi hjá Húsnæðis- stofnun við að afgreiða um- sóknir um íbúðir í félagslega kerfinu. Þeir vilja að úthlutun liggi fyrir strax á vorin svo hægt sé að steypa upp yfir sumarmánuðina, en fram- kvæmdir við íbúðir í félags- lega kerfinu eru að hefjast og framhaldið ræðst af tíðarfar- inu næstu ntánuði. Eftir því sem Dagur kemst næst verða fá stór vcrkefni í byggingariönaði í gangi þcnn- an vetur en verkefnastaðan er þokkaleg hjá flestum verktök- um. Ef tíðin verður góð og byggingarnar rjúka upp ætti eicki að vera ástæða til mikillar svartsýni hjá handverksmönn- unt í þessum iðnaði. SS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.