Dagur - 01.10.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. október 1991 - DAGUR - 3
Fréttir_____________________
Orkustofnun falið að kanna
mengun á Heiðaríjalli:
Bandaríkjaher verði
krafínn sagna
- segir í bréfi landeigenda
til umhverfisráðherra
Umhverfisráðuneytið hefur falið
Orkustofnun að annast frekari
mengunarmælingar á Heiðar-
fjalli á Langanesi vegna gruns
um mengun af völdum sorp-
hauga sem Bandaríkjaher skildi
þar eftir. Frumrannsóknir höfðu
áður verið gerðar af hálfu ráðu-
neytisins og einnig höfðu land-
eigendur tekið sýni úr sorp-
haugunum.
Eins og við höfum greint frá
voru menn ekki á eitt sáttir um nið-
urstöður úr áðumefndum mengun-
armælingum og kröfðust landeig-
endur þess að fá fullnægjandi upp-
lýsingar um innihald sorphaug-
anna. Umhverfisráðuneytið fól
Orkustofnun að gera frekari rann-
sóknir en landeigendur eru ekki
sáttir við þau viðbrögð.
í bréfi sem Sigurður R. Þórðar-
son, f.h. landeigenda Eiðis og
Naustin hf„ ritaði umhverfisráð-
heiTa kemur fram að Iandeigendur
telji að hér sé leitað langt yfir
skammt við að fá upplýsingar um
innihald hauganna. Nær sé að leita
skýringa hjá Bandaríkjaher. Orð-
rétt segir í bréfinu:
„Við teljum ekki að frekari
sýnatökur framkvæmdar af Orku-
stofnun í samráði við Mengunar-
vamir Hollustuverndar ríkisins
svari fyrrgreindum spurningum.
Enda mun þá á sama hátt og okkur
skorta nauðsynlegar grundvallar-
upplýsingar um innihald haug-
anna, að því sem best verður séð.
Við teljum eðlilegast að sá kostn-
aður sem óhjákvæmilega verður til
við þessar athuganir verði sparaður
ríkinu. I stað þess verði Banda-
ríkjaher krafinn sagna um hvað
þeir urðuðu á svæðinu, eins og
margoft hefur verið beðið um af
okkar hálfu.“ SS
Þing Alþýðusambands Norðurlands:
Margar góðar eld-
messur um kjaramál
„Fjörlegustu umræðurnar
voru um kjaramálin og lang-
mestur hiti var í mönnum varð-
andi þau mál. Við fengum
margar góðar eldmessur um
kjaramál,“ sagði Kári Arnór
Kárason, aðspurður um helstu
mál á þingi Alþýðusambands
Norðurlands.
„Menn telja að þjóðarsáttin
hafi tekist þokkalega, en samt
hafi hún aðeins verið millibils-
ástand. Launþegar hafi beðið og
tekið þátt í að greiða niður verð-
bólguna, en þeir séu ekki tilbúnir
í aðra samninga af sama tagi.
Sérstaklega eru það einstakir
starfshópar sem telja sig hafa
þurft að bíða.
Þegar þjóðarsáttarsamningarn-
ir voru gerðir var kaupmáttur
mjög lágur, tilgangurinn með
þeim var m.a. að stöðva það
hrap. Nú hafa menn gert það en
þá vilja menn líka sækja fram,
fyrir utan það að sést hafa ýmsar
hækkanir, s.s. hjá tryggingafélög-
um, á vöxtum og hjá Pósti og
síma. Menn hafa það því á til-
finningunni að flest megi hækka
nema kaup og það vilja menn
ekki sætta sig við,“ sagði Kári.
IM
Frá þingi Alþýðusambandsins á Illugastöðum.
Mynd: Golli
Gjaldskrár Pósts og
síma hækka um 3-15%
Gjaldskrár Póst og símamála-
stofnunarinnar hækka frá og
meö deginum í dag.
Gjaldskrá fyrir símaþjónustu
innanlands hækkar um 3% en
engin hækkun verður á gjaldi fyr-
ir símtöl til útlanda og telexþjón-
ustu. Jafngildir þetta því að
gjaldskrá fyrir símaþjónustu
hækki að meðaltali um 2%.
Þriggja mínútna símtal t.d.
niilli Reykjavíkur og Egilsstaða
mun eftir hækkun kosta kr. 21,20
miðað við dagtaxta en kostar fyr-
ir hækkun kr. 20,55. Að nætur-
lagi og um helgar mun gjaldið
verða kr. 12,20 eftir hækkun en
er núna kr. 11,80. Virðisauka-
skattur er innifalinn í þessu
verði.
Gjaldskrá fyrir póstþjónustu
hækkar um 15,4% nema gjald
fyrir póstfaxþjónustu sem hækk-
ar ekkert. Burðargjald fyrir 20 g
bréf innanlands og til Norður-
landa hækkar úr 26 í 30 krónur
en til annarra landa Evrópu mun
kosta 35 kr. í stað 31 kr. áður.
Flugburðargjald fyrir 20 g bréf til
ianda utan Evrópu hækkar úr47 í
55 kr.
„Þessi hækkun er í samræmi
við forsendur í frumvarpi til fjár-
laga fyrir árið 1992 og er þáttur í
að tryggja að fyrirtækið geti stað-
ið undir rekstri, fjárfestingum og
greiðslum í ríkissjóð,“ segir í
frétt frá stofnuninni um hækkanir
þessar.
Menntaskólinn á Akureyri var settur sl. sunnudag:
Nemendur hafa aldrei verið fleiri
Þéttsetin Akureyrarkirkja við skólasetninguna sl. sunnudag. Mynd: Golli
Kennsla hófst í gær í Mennta-
skólanum á Akureyri. Til
náms í vetur eru skráðir 630
neinendur, 40 fleiri en á síðasta
skólaári, og hafa þeir aldrei
verið fleiri. í fyrsta bekk sitja
208 nemendur, í öðrum bekk
168, 125 í þriðja bekk og 129
nemendur í fjórða bekk. Stúlk-
ur eru 369 eða 59% og piltar
258 eða 41%.
Menntaskólinn á Akureyri var
settur í Akureyrarkirkju sl.
sunnudag. Skólinn hefur jafnan
verið settur á Sal, en hann rúmar
engan veginn allan þann fjölda
sem kemur að skólasetningunni.
Eða eins og Tryggvi Gíslason,
skólameistari, orðaði það í skóla-
setningaræðu sinni sl. sunnudag:
„Nemendur og kennarar skólans í
vetur verða nær 700 talsins.
Þessu fólki öllu er ekki unnt að
koma á Sal þótt stappað væri eins
og sfld í tunnu. Hvergi er aðstaða
í húsum skólans til að kalla alla
nemendur og kennara saman á
einn stað. Það er að vísu mjög
bagalegt, því að skóli er lfka sam-
félag, og það er mikils virði að
menn hafi tilfinningu fyrir, og
viti af þessu samfélagi. Skóli er í
rauninni eins konar þjóð, samfé-
lag út af fyrir sig, sem þarf að
hafa svolítið sjálfstæði. En ekki
er hægt að bjóða þessu samfélagi,
nemendum og kennurum, upp á
listkynningar og fyrirlestra sem í
boði eru og er að því sjónarsvipt-
ir og nú er lengur tilgangslaust að
kalla saman á söngsal sem tíðkast
hefur í skólanum í heila öld. Þeg-
ar kallað er á söngsal vita nem-
endur að ekkert pláss er á Sal og
þeir koma ekki og þá er enginn
tilgangur í þessu lengur, því mið-
ur. Þetta er að vísu illt, en verra
er þó að kennslustofur eru flestar
litlar og aðstaða til kennslu erfið
og líður skólinn fyrir það. Nem-
endur geta hvergi sett sig niður í
frímínútum eða f öðrum hléum.
En það er bót í ntáli að góður andi
er í húsum Menntaskólans á Ak-
ureyri og þröngt mega sáttir sitja.
Vonandi rætist líka úr áður en
langt um líður.“
A haustönn kenna 47 kennarar
við MA. Nýir kennarar eru Al-
freð Schiöth, sem kennir efna-
fræði, Eiríkur Brynjólfsson, sem
kennir stærðfræði, Gunnar Gísla-
son kennir íþróttir, Hulda Stef-
ánsdóttir kennir íþróttir, Jóhann-
es Sigfússon kennir félagsfræði
(afbrotafræði), Ragnhildur
Skjaldardóttir kennir íslensku,
Sigrún Aðalgeirsdóttir kennir
þýsku, Sigvaldi Jónsson kennir
stærðfræði, Þórarinn Hjartarson
kennir íslensku og Öm Þór Em-
ilsson kennir frönsku.
Þeir Guðmundur Heiðar Frí-
mannson, Valdimar Gunnarsson
og Jóhann Sigurjónsson eru nú
aftur komnir til starfa við skól-
ann. óþh
★ Karlmannaskór
★ Kvenskór
★ Barnaskór
★ Kuldaskór
og margt, margt fleira
Gerið góð kaup
Skóverslun M.H. Lyngdal
Hafnarstræti 103, sími 23399.