Dagur


Dagur - 01.10.1991, Qupperneq 7

Dagur - 01.10.1991, Qupperneq 7
Þriðjudagur 1. október 1991 - DAGUR - 7 Jakob Jónsson orðinn norskur ríkisborgari Handknattleiksmaðurinn Jakob Jónsson frá Akureyri gerðist ný- lega norskur ríkisborgari en hann leikur sein kunnugt er með 1. deildarliðinu Viking. „Það er allt í lagi að vera norskur ríkis- borgari meðan ég er hérna í Nor- egi. Þetta þýðir þó ekki að ég sé sestur að hérna, ég kem heim en spurningin er hvenær maður drífur í því,“ segir Jakob. Jakob segir ástæðuna fyrir þessu fyrst og fremst vera þá að liðið hafi keypt tvo Rússa fyrir tímabilið en norsk lið mega aðeins nota tvo út- lendinga. „Mér fannst í lagi að ger- ast norskur ríkisborgari því þannig losnaði maður við óþarfa slagsmál um stöður í liðinu. Mér finnst ég vera alveg sami íslendingurinn þótt ég hafi annan ríkisborgararétt um stundarsakir enda snýst málið ekki um það. Þetta breytir í raun- inni engu nema bara í sambandi við handboltann,'* sagði Jakob. Bj'artsýnn fyrir tímabilið Tímabilið er hafið í Noregi og Vik- ing hefur farið vel af stað. „Við erum búnir að spila einn bikarleik, gegn 2. deildarliði, og unnum hann. Svo höfum við spilað tvo deildarleiki og unnið báða. Liðið er gjörbreytt frá í fyrra, ég er t.d. eini maðurinn í byrjunarliðinu sem var með í fyrra. Þá er kominn nýr þjálfari sem hefur verið að gera góða hluti. Ég er bjartsýnn fyrir tímabilið og held að við eigum góða möguleika á að vera í topp- baráttunni. Sjálfur held ég að við eigum raunhæfa möguleika á þriðja sætinu en staðan skýrist væntanlega á næstunni. Við spil- um við miðlungslið í næstu viku sem við ættum að sigra en síðan koma tveir mjög erfiðir leikir, gegn Sandefjord og Runar og eftir þá sér maður betur hvar við stönd- um. Stavanger er líka mjög sterkt en við spilum ekki við þá fyrr en töluvert er liðið á tímabilið. Liðið er auðvitað enn að spilast saman en þetta er allt að koma. Við vorum mjög heppnir með pró- gramntið, fengum [rennan bikar- leik gegn 2. deildarliði og síðan þrjá frekar létta leiki í deildinni þannig að við höfum haft tíma til að slípa þetta aðeins áður en við förum í sterku liðin." í norska landsliðið? Jakob spilaði mikið í vinstra horn- inu í fyrra en hefur núna spilað vinstra megin fyrir utan það sem af er. „Ég kann mjög vel við mig í þeirri stöðu en finnst líka allt í lagi að vera í hominu ef bakkarinn er ekki alveg blindur eins og hann var í fyrra. Mér finnst ég vera í góðu formi og mér hefur gengið vel, hef verið að skora 4-6 mörk í þessurn leikjum." en ætlar þó heim aftur Heyrst hefur að Jakob eigi möguleika á að komast í norska landsliðið eftir að hann var norskur ríkisborgari. Sjálfur segist hann lít- ið hugsa um það. „Ég hef engar á- hyggjur af því og það hafði ekkert með þessa ákvörðun mína að gera. Það hefur ekkert verið minnst á þetta við ntig og það er ekkert víst að ég gæti gefið kost á mér ef til þess kæmi. Landsliðið tekur mik- inn tíma í æfingar og mínar að- stæður leyfa varla slfkt. Þetta er ekki á dagskránni hjá mér, a.rn.k. ekki eins og staðan er í dag.“ Kitlar mann að koma heim Þetta er þriðja árið í röð sem Jakob dvelur í Noregi en áður hafði hann verið þar í tvö ár. Hann segist kunna vel við sig og það sé gott að vera handboltamaður í Noregi. „Það er gott að búa héma og hand- boltinn er þrælgóður þannig að ég hef ekki yfir neinu að kvarta. En það kitlar mann auðvitað alltaf að koma heim og það endar með því. Það er á stefnuskránni hjá mér að spila a.m.k. eitt ár enn með KA og ekki minnkaði áhuginn á því eftir að nýja íþróttahúsið kom til sög- unnar. Konan erfarin að tala um að fara heim næsta sumar og það gæti alveg farið svo að við drifum okk- ur,“ sagði Jakob Jónsson. Jakob Jónsson á fullri ferð þegar hann lék með KA. Kristinn Björnsson er talinn eiga góða möguleika á að tryggja sér þátttöku- rétt á næstu ólympíuleikum. Afreksmannasjóður ÍSÍ: Fjórir nýir styrkþegar - Ólafsfirðingurinn Kristinn Björnsson þeirra á meðal Framkvæmdastjórn ÍSÍ sam- þykkti fyrir helgi tillögu stjórnar afreksmannasjóðs ÍSÍ um að styrkja 11 íþróttamenn frá sept- ember til desember að báðum mánuðum meðtöldum. Sjö íþróttamenn voru styrkþegar frá áramótum til ágústloka en fjórir bætast nú við og er Ólafsfirðing- urinn Kristinn Björnsson meðal þeirra. Nýju styrkþegamir eru Kristinn Bjömsson, skíðamaður frá Ólafs- firði, Magnús Már Ólafsson, sund- maður úr Sundfélagi Suðumesja, Ingibjörg Amardóttir, sundkona úr Ægi, og Martha Emstsdóttir, hlaupari úr ÍR. Þessi fjögur fá 40 þúsund kr. styrk á mánuði eins og Sigurður Matthíasson, spjótkastari úr UMSE, Ragnheiður Runólfs- dóttir, sundkona úr ÍA, og Vé- steinn Hafsteinsson, kringlukastari úr HSK. 60 þúsund kr. styrk á mánuði fá Sigurður Einarsson, spjótkastari úr Ármanni, Bjarni Friðriksson, júdómaður úr Ár- manni, Einar Vilhjálmsson, spjót- kastari úr ÍR, og Pétur Guðmunds- son, kúluvarpari úr HSK. Þessir 11 íþróttamenn eiga, að mati stjómar afreksmannasjóðsins, allir mikla möguleika á að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikun- um á næsta ári og eru styrktir þess vegna. Einnig var samþykkt að styrkja HSÍ og KKÍ með 250.000 hvort samband vegna frammistöðu ung- lingalandsliða sambandanna en þau urðu Norðurlandameistarar í sínum greinum. FH spáð íslandsmeistaratitli í handknattleik: KA-mönnum spáð 4. sætinu FH verður íslandsmeistari í handknattleik ef spá forráða- manna, þjálfara og fyrirliða 1. deildarliðanna gengur eftir. Nið- urstaðan var kynnt á blaða- mannafundi í Reykjavík á sunnudag. KA-menn hafna í 4. sæti samkvæmt spánni, Breiða- blik fellur í 2. deild og Grótta og HK leika um hitt fallsætið. Niðurstaðan varð þessi: l.FH 374 2. Víkingur 366 3. Valur 298 4. KA 271 5. Haukar 255 6. Stjarnan 212 7. Selfoss 204 8. ÍBV 202 9. Fram 154 10. Grótta 87 11. HK 77 12. Breiðablik 47 Sl. 18 ár hafa þrjú lið skipst á að vinna íslandsmeistaratitilinn en það eru einmitt liðin þrjú sem skipa efstu sætin í þessari spá. íslandsmótið í handknattleik hefst á morgun en þá verður leikin heil umferð í 1. deild. KA-menn taka á móti íslandsmeisturum Vals en aðrir leikir eru Breiðablik-Vík- ingur, Selfoss-Fram, Grótta- Stjaman, Haukar-FH og ÍBV-HK.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.