Dagur - 09.10.1991, Síða 6

Dagur - 09.10.1991, Síða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 9. október 1991 „Þannig mun kirkjan speglast í vatninu og vatnið í kirkjunni" - segir Fanney Hauksdóttir, arkitekt á Akureyri, sem fengin var til að teikna nýja kirkju fyrir söfnuð Ólafsfjarðarkaupstaðar Samspil mjúkra og hvassra forma mun einkenna bygginguna. Þetta er nýtt form í kirkjubyggingu á Islandi. „Megineinkenni Ólafsfjarðar er vatnið, tjörnin, hafið og til- komumikil fjöll. Af þessu tók ég mið er kirkjan var teiknuð. Ég vil að byggingin tengist Hringlaga kirkjuskipið með hvclfdu þakinu sameinar og eflir söfnuðinn í trúnni á eilífan guð. vatninu. Því er ráðgert að hún standi að hluta til í tjörninni. Þannig mun kirkjan speglast í vatninu og vatnið í bogadregn- um veggjum kirkjunnar sem klæddir verða spegilgleri og aðlaga sig þannig umhverfinu. Samspil mjúkra og hvassra forma mun einkenna bygging- una. Þetta er nýtt form í kirkjubyggingu á íslandi,“ sagði Fanney Hauksdóttir, arkitekt á Akureyri, en safnað- arnefnd Ólafsfjarðar fékk hana til að teikna nýja kirkju fyrir kaupstaðinn vegna 75 ára afmælis kirkjunnar í Ólafs- firði. Fanney Hauksdóttir, arkitekt frá Akureyri, hefur vakið eftir- tekt fyrir snjallar lausnir og fögur form þeirra bygginga er hún teiknar. Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju er glöggt vitni þess. Nýverið var haldið uppá 75 ára afmæli kirkjunnar í Ólafsfirði og| þar voru sýndar teikningar og lík- an nýju kirkjunnar í veislu er safnaðarnefndin stóð fyrir í Tjarnarborg. „Aðaleinkenni kirkjunnar er kúpullinn og hin hvössu form íslensku kirkjuturnanna. Hring- laga kirkjuskipið með hvelfdu þakinu sameinar og eflir söfnuð- inn í trúnni á eilífan guð. í heimi fornmanna er hringurinn sem hvolfþakið tákn þess óendanlega og fullkomna. Hvolfþakið eða kúpullinn er tignarlegur og loft- hæðin er 13 metrar. Kirkjubygg- ingin öll er um 700 fermetrar. Til hliðar við kirkjuskipið er safnaðarsalur sem einnig nýtist við guðsþjónustur sé þess þörf. Hægt er að færa til veggi með hægu móti og opna þannig í milli kirkjuskips og safnaðarheimilis. Þegar svo er komast 400 manns í sæti. Sé um minni athafnir að ræða þá er hægt að fækka sætum, en samt sem áður virkar kirkjan ekki tóm. Því ræður hringformið sem undirstrikar trúarupplifun- ina. í tengslum við safnaðarsal- inn er eldhús. Starfsaðstaða prestsins er góð og vel er hugsað fyrir öllu er þarf að vera í kirkju. Hver fermeter er nýttur sem best og þess gætt að öll form fái notið sín. Forkirkjan er þannig formuð að hún leiðir söfnuðinn inn í helgidóminn. Sjónlínan er bein inn að altarinu og út á tjörnina. Þannig tengist söfnuðurinn og kirkjan vatninu sem er aðalein- kenni Ólafsfjarðar,“ sagði Fann- ey Hauksdóttir, arkitekt. ój

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.