Dagur - 20.10.1991, Blaðsíða 13

Dagur - 20.10.1991, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 22. október 1991 - DAGUR - 13 Hugmyndum nefhdar um lánasjóðinn mótmælt - ályktun opins fundar um lánamál í Kennaraháskóla íslands Nemendur við Kennaraháskóla íslands mótmæla harðlega hug- myndum nefndar um lánasjóðinn á vegum menntamálaráðuneytis- ins og vara við þeim alvarlegum afleiðingum sem það kann að hafa á þá grundvallarstefnu nær allra ríkisstjórna, sem hingað til hafa stýrt íslenska skólakerfinu, jafnrétti til náms óháð efnahag. í þessum tillögum er tekjutenging endurgreiðslna tekin út úr náms- lánakerfinu. Afleiðingar þess að binda hendur þeirra sem eru að velja sér framtíðarstarf við góðar tekjur að námi loknu getur að- eins leitt af sér tvennt. Annars vegar verulegar kauphækkanir hjá því háskólamenntaða fólki sem tilheyrir láglaunastéttum í dag, hins vegar flótta úr þessum greinum í stórum stíl. Nemendur Kennaraháskóla íslands lýsa undrun sinni og vanþóknun á þeirri aðför sem gerð hefur verið að námsmönnum undanfarna mánuði með stórfelldri skerðingu á framfærslu lánþega hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Það að í kjölfarið á slíku áfalli fyrir framfærslu þúsunda námsmanna og fjölskyldna þeirra, komi síðan hugmyndir um að margfalda greiðslubyrði og stytta lánstím- ann um þrjá fjórðu, sýnir hvílíkt skilningsleysi á aðstæðum námsmanna og aðstandenda þeirra er ráðandi hjá núverandi menntamálaráðherra. Nemendur við Kennaraháskóla íslands trúa ekki að ríkisstjórnin láti þetta rothögg ríða á eina af grundvall- arhugsjónum íslenskrar skóla- stefnu undanfarna áratugi. Geðverndarfélag Akureyrar: Starfsemi félagsins stóraukin - hefur fengið til afnota húsnæði að Gránufélagsgötu 5 Geðverndarfélag Akureyrar er nú að stórauka starfsemi sína. Félagið hefur fengið til afnota húsnæði að Gránufélagsgötu 5 (brúna húsið á horni Gránufé- lagsgötu og Laxagötu). Par verður opin skrifstofa mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-12 og þriðjudaga frá kl. 16-19. Starfsmaður félagsins verður þar til aðstoðar og svarar í síma 27990. Allir sem óska upplýsinga eða ráðlegginga um hvert þeir geti sótt aðstoð eru hvattir til að nota sér þessa þjónustu. Auk þess verður opið hús á miðvikudags- kvöldum milli kl. 20 og 22. Þang- að eru allir velkomnir í kaffi, spil og spjall. Fyrsta opna kvöldið verður á morgun, miðvikudaginn 23. okt. og þá verður einnig kynnt starf- semi félagsins. í vetur verða haldnir fyrirlestrar á vegum félagsins um ýmislegt er varðar geðheilbrigðismál og verða þeir auglýstir sérstaklega. Fuil búð af vörum svo sem: Sófasett frá kr. 20.000,- Hornsófar frá kr. 38.000,- Hillusamstæður 3 ein. frá kr. 25.000,- Hillusamstæður 2 ein. frá kr. 20.000,- Alls konar sófaborð frá kr. 3.000,- Bókaskápar frá kr. 4.000,- Stakir sófar frá kr. 7.000,- Sjónvarpsskápar, margar gerðir frá kr. 5.000,- Sjónvörp frá kr. 15.000,- Stakir stólar frá kr. 5.000,- Svefnsófar fyrir tvo frá kr. 12.000,- Unglingarúm frá kr. 4.000,- Hjónarúm frá kr. 10.000,- Skrifborð frá kr. 4.000,- Fataskápar frá kr. 8.000,- Þvottavél á kr. 20.000,- Örbylgjuofnar frá kr. 10.000,- Eldavélarfrá kr. 10.000,- Málverk frá kr. 10.000,- og margt fleira. Vantar - Vantar - Vantar. ísskápa, þvottavélar, afruglara, video, sjónvörp og fleira. Sækjum og sendum. NOTAÐ INNBÚ, sími 23250. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 13.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-12.00. 28 ára karlmaður óskar eftir kvöld- og/eða helgarvinnu. Margt kemur til greina. Sími 11362 eftirkl. 18.00. Vélstjóri á lausu! Vélstjóri óskar eftir starfi til sjós eða lands nú þegar. Upplýsingar í síma 96-11298. Rafeindatæknifræðingur 27 ára með 3 ára starfsreynslu hjá þjón- ustufyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu óskar eftir starfi eða tímabundnum verkefnum. Sími 96-25925. Trippi tapað! Grá hryssa með dökkan haus og háls tapaðist úr Sölvadal í sumar. Hryssan er 2ja vetra, gæf. Mark fjöður ofar biti neðar aftan hægra, alheilt vinstra. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar hryssan er niðurkomin hringi í síma 31275 eða Frímann í síma 24222 á daginn. Óska eftir feitum hrossum til slátrunar á Japansmarkað. Uppl. gefur Ingólfur Gestsson, Ytra- Dalsgerði. Sími: 96-31276 og Slát- ursamlag Skagfirðinga, Gisli Hall- dórsson, sími: 95-35246. Sá er stal annarri hliðgrindinni við húsið Rauðamýri 15, er vinsam- legast beðinn að stela hinni líka eða skila þeirri sem hann tók gegn skila- gjaldi. Dansleikur verður í Hlíðarbæ föstudagskvöldið 25. október. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. Húsið opnað kl. 22.00. Miðaverð kr. 1.500. Kvenfélagið. Tek að mér bókhald fyrir einstakl- inga og minni fyrirtæki. Birgir Marinósson, Norðurgötu 42, sími 21774. Bátur til sölu! Sómi 800, er með kvóta. Uppl. í sima 96-24742. Sviðafætur til sölu. Uppl. eftirkl. 13.00 í s: 26229. Iþróttahúsið við Laugargötu. Lausir íþróttatímar: Nokkrir tímar fyrir kl. 17.00 á virkum dögum og um helgar lausir. Upplýsingar og pantanir i síma 23617. Forstöðumaður. Takið eftir! Brúðarkjólar til leigu. Skírnarkjólar til sölu og leigu. Sími 21679. Björg. Geymið auglýsinguna! Fjölskyldumorgnar í Glerárkirkju þriðjudaga frá kl. 10-12. Þriðjudaginn 22. október kemur Edda Hermannsdóttir íþróttakenn- ari í heimsókn og ræðir um nýjan lífsstíl. Allir velkomnir. Fj. morgnar. „Mömmumorgnar" - opið hús í safnaðar- heimilí Akureyrarkirkju, miðvikudaginn 23. októ- ber frá kl. 10-12. Dýrleif Skjóldal fjallar um ung- barnanudd. Allir foreldrar velkomnir með börn Húsavíkurkirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18 mið- vikudag. Beðið fyrir sjúkum. Fyrirbænaefni berist sóknarpresti í síma 41317. Náttúrugripasafnið á Akureyri, Hafnarstræti 81, sími 22983. Opið á sunnudögum kl. 13-16. I.O.O.F. 15 = 17310228V2 = 0 Bandslípivélar STRAUMRÁS s.f Furuvöllum 1 sími 26988 Þar sem þjónustan er í fyrirrúmi. Véltæknifræðingur Hef hafið starfrækslu tækniþjónustu á sviði járn- iðnaðar og skipaviðgerða. Gerð teikninga. Gerð útboðsgagna. Útreikningur tilboða. Hönnun - ráðgjöf. Ólafur SÍgurðsSOn, véltæknifræðingur, Glerárgötu 28, 4. hæð, 600 Akureyri, sími 96-11668. Bílar til sölu! Skoda 120 L, árg. '84. Skoda 120 L, árg. '86. Skoda 120 L, árg. '87. Skoda 130 GL, árg. '88. Skálafell sf., Draupnisgötu 4, sími 22255. • ÉSS Aðalfundur A.N. Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni verður haldinn þriðjudag- inn 22. október kl. 20.00 í Hafnarstræti 90. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Vetrarstarfið og önnur mál. Mætum öll. Stjórn F.U.F.A.N. í* Ástkær eiginkona min, SIGRÍÐUR FREYSTEINSDÓTTIR, Víðilundi 20, Akureyri, lést þann 21. október á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Bjarni Jóhannesson. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, ILLUGA ARINBJARNAR ÞÓRARINSSONAR, Hamraborg, Reykjadal. Þórarinn R. Illugason, Ása Gísladóttir, Jón A. Illugason, Ragna Erlingsdóttir, Sigurður H. Mlugason, Guðrún S. Gunnarsdóttir, Friðrika B. Illugadóttir, Baldvin Áslaugsson og barnaböm.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.