Dagur - 20.10.1991, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 22. október 1991 - DAGUR - 7
Knattspyrna:
Sveinbjöm Hákonarson í
viðræðum við Þórsara
- Kristján og Siguróli aftur í t>ór?
Sveinbjörn Hákonarson,
knattpyrnumaður úr Stjörn-
unni, hefur átt í viðræðum
við Þórsara um að leika með
liðinu í 1. deildinni næsta
sumar. Sveinbjörn vill sjálfur
ekki tjá sig neitt um málið en
sagði í samtali við blaðið:
„Eg get ekki neitað því að ég
var á Akureyri um helgina.“
Þá eru fleiri inni í myndinni
hjá liðinu, gamla kempan
Kristján Kristjánsson er byrj-
aður af æfa með Þórsurum og
Dagur hefur heimildir fyrir
því að rætt hefur verið við
Siguróla Kristjánsson.
■ ■
Sveinbjörn.
Sveinbjörn þekkja allir
áhugamenn um knattspyrnu en
hann hefur verið burðarás í
Stjörnuliðinu síðustu ár en áður
lék hann með Skagamönnum og
í Svíþjóð. Hann á 8 A-lands-
leiki að baki og hefur spilað um
160 leiki í 1. deild. Er ekki
nokkur vafi á að hann myndi
styrkja Þórsliðið með sinni gíf-
urlegu reynslu.
Kristján Kristjánsson lék
með Þórsurum um árabil og
hefur samtals spilað 116 leiki í
1. deild. Síðastliðin tvö ár hefur
hann þjálfað og leikið með
Magna á Grenivík. „Ég hef ver-
ið að æfa með Þór síðustu vikur
Kristján.
en er ekki búinn að ákveða
hvað ég geri næsta sumar. En
það væri vissulega gaman að
spila í 1. deildinni aftur,“ sagði
Kristján.
Siguróli Kristjánsson hefur
spilað 82 leiki í 1. deild með Þór
en hann þjálfaði og lék með
Reyni Árskógsströnd sl. sumar.
Nokkur lið hafa áhuga á Sigur-
óla, Reynismenn vilja halda
honum auk þess sem bæði Þór
og Leiftur hafa rætt við hann.
Siguróli hefur ekki ákveðið sig
og ætlar fyrst að fá á hreint
hvort hann verður góður af bak-
meiðslum sem hann hefur átt
við að stríða síðan í sumar.
Siguróli.
íþróttasamband fatlaðra:
12 hafa sett heimsmet
- þar á meðal Akureyringurinn Rut Sverrisdóttir
Landsliðshópurinn í alpagreinum:
Guðrún út -
Harpa inn
- sex keppa um sæti á ÓL
íþróttasamband fatlaðra heiðr-
aði á föstudag núverandi og
fyrrverandi heimsmethafa
sambandins. Nýlega voru stað-
fest 7 heimsmet fatlaðra frá
sumrinu og eiga þá íslcndingar
19 gildandi heimsmet, 6 í
flokki hreyfihamlaðra, 1 í
flokki sjónskertra og 12 í
flokki þroskaheftra. Meðal
heimsmethafanna er Akureyr-
ingurinn Rut Sverrisdóttir,
sundkona úr Oðni.
ísland hefur nú á að skipa fötl-
uðu íþróttafólki sem hefur verið í
fremstu röð í heiminum undan-
farin ár eins og árangur þess á
mótum erlendis hefur sýnt. 12
íslendingar hafa sett heimsmet í
greinum sínum og hlutu þeir silf-
urmerki ÍF á föstudaginn. Rétt er
að vekja sérstaka athygli á árangri
Sigrúnar H. Hrafnsdóttur, sund-
konu úr Ösp, sem á heimsmet í 7
greinum af 11 sem keppt er í.
Eftirtaldir aðilar eiga gildandi
heimsmet:
Ólafur Eiríksson, ÍFR.
2:13.21 í 200 m skriðsundi og
9:41.9 í 800 m skriðsundi.
Geir Sverrisson, UMFN.
1:19.20 í 100 m bringusundi.
Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR.
1:46.35 í 100 m bringusundi.
Rut Sverrisdóttir, Óðni.
3:02.80 í 200 m baksundi.
Lilja María Snorradóttir, SH.
1:10.96 í 100 m skriðsundi.
Haukur Gunnarsson, KR.
12.8 í 100 m hlaupi.
Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp.
6:04.60 í 400 m skriðsundi,
1:16.45 í 100 m skriðsundi,
3:09.21 í 200 m fjórsundi, 1:28.63
í 100 m baksundi, 1:31.13 í 100 m
bringusundi, 34.2 í 50 m skrið-
sundi og 42.29 í 50 m bringu-
sundi.
Guðrún Ólafsdóttir, Ösp.
44:31 í 50 m baksundi og 3:28.41
í 200 m baksundi.
Heimsmethafínn Rut Sverrisdóttir.
Gunnar Þór Gunnarsson, Suðra.
33.03 í 50 m flugsundi og 2:47.94
í 200 m fjórsundi.
Hrafn Logason.
1:31.95 í 100 m flugsundi.
Sigurður H. Jónsson, lands-
liðsþjálfari í alpagreinum, hef-
ur valið 6 manna lið til að taka
þátt í lokaundirbúningi fyrir
vetrarólympíuleikana í Albert-
ville í Frakklandi í febrúar.
Skíðasambandið mun að öllum
líkindum senda 3-4 keppendur
á leikana og munu þessi 6 því
berjast um sæti í liðinu.
Athygli vekur að besta skíða-
kona landsins undanfarin ár,
Akureyringurinn Guðrún H.
Kristjánsdóttir, er dottin út úr
hópnum en Harpa Hauksdóttir
hefur tekið hennar sæti.
Ekki náðist í Sigurð H. Jóns-
son áður en Iandsliðshópurinn
hélt utan en Gunnar Harðarson,
formaður alpagreinanefndar
SKÍ, sagði ýmsar ástæður fyrir
því að Guðrún hefði ekki verið
valin. „Við höfum óskað eftir því
við keppendur að þeir gefi
ákveðið svar um hvort þeir séu
tilbúnir að vera með. í sumar,
þegar fyrsta æfing var, fengum
við ekki skýr svör frá Guðrúnu
fyrr en á síðasta degi áður en far-
ið var og þá gat hún ekki komið
þar senr hún fékk ekki frí í vinnu
og hún fór því ekki með í næstu
ferð í Kerlingafjöll. Hún fór
síðan, eftir að verulegum þrýst-
ingi hafði verið beitt, með f síð-
ustu ferð til Austurríkis. Síðan
fengum við einfaldlega ekki skýr
svör við því hvort hún gæti verið
Allar líkur eru á að Guöjón
Guðmundsson, sem þjálfað
hefur Hauka undanfarin þrjú
ár, þjálfi 3. deildar Iið Dalvík-
inga í knattspyrnu næsta
sumar.
„Það er rétt að við höfum verið
í viðræðum við hann og erum
orðnir sammála um flesta hluti en
þetta er ekki frágengið,“ sagði
með í undirbúningnum í vetur.
Fleiri ástæður má nefna, eins og
þá að verið er að velja lið til
framtíðarinnar og niðurstaðan
var að velja Hörpu og Ástu. En
það er auðvitað alltaf spurning
hvenær sé rétt að skipta,“ sagði
Gunnar Harðarson.
Þegar hann var spurður hvort
ekki hefði verið eðlilegt að velja
Maríu Magnúsdóttur í liðið sagði
hann að litið hefði verið á ýmsa
þætti og reynt að meta möguleika
keppendanna til að ná árangri
1994. „Það var litið á ýmislegt
eins og líkamsástand, áhuga og
fleira og niðurstaðan var að velja
Hörpu. Það varð hins vegar
nokkur urnræða um þetta val og
það hefði allt eins getað orðið á
hiri.n veginn,“ sagði Gunnar.
Landsliðshópinn skipa Arnór
Gunnarsson, ísafirði, Kristinn
Björnsson, Ólafsfirði, Valdemar
Valdemarsson, Akureyri,
Örnólfur Valdimarsson. Reykja-
vík, Ásta Halldórsdóttir, ísafirði,
og Harpa Hauksdóttir, Akureyri.
Búist er við að endanlegt lið
verði valið í janúar.
Landsliðið hélt á sunnudag til
Hintertux í Austurríki þar sem
það æfir í þrjár vikur. Kristinn
Björnsson tekur reyndar ekki
þátt í þeirri ferð en hann stundar
nám og æfingar við skíðamennta-
skóla í Noregi. Liðið fer í aðra
ferð til Austurríkis í desember.
Björn Friðþjófsson, formaður
UMFS Dalvík. Hann sagði að
Guðjón kæmi að öllum líkindum
norður um næstu helgi og þá yrði
væntanlega gengið frá málinu.
Guðjón leikur þá einnig með lið-
inu.
Guðjón hefur einnig þjálfað og
leikið með ÍK en hann lék með
Þór á árum áður eins og menn
muna.
Knattspyrna:
Guðjón til Dalvíkur?