Dagur - 20.10.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. október 1991 - DAGUR - 3
Fréttir
Meint brot útgefenda sérsímaskráa:
„Að einhverju leyti
misskilningur“
- segir Sveinn Brynjólfsson,
formaður knattspyrnudeildar KA
„Við viljum meina að þetta sé
að einhverju leyti misskilning-
ur og að það sé hægt að fínna
einhvern farveg út úr þessu.
Við verðum að setjast niður
með lögmönnum Pósts og síma
og fínna lausn á málinu,“ sagði
Sveinn Brynjólfsson, formaður
knattspyrnudeildar KA, en
deildin hefur gefíð út sérsíma-
skrá sem lögmenn Póst- og
símamálastofnunar telja að
staðið hafí verið að með ólög-
mætum hætti.
Eins og Dagur greindi frá sl.
föstudag telja lögmenn Póst- og
símamálastofnunar að nokkrir
útgefendur sérsímaskráa, þ.á m.
KA og Gunnar Berg, hafi þver-
brotið lög við útgáfuna. Par sem
skránum hafi þegar verið dreift
var ákveðið að gefa útgefendum
Verkfall á kaupskipum:
„Veldur
óþægindiim og
eykur kostnað“
- sagði talsmaður
Eimskipa á Akureyri
Vikuverkfall undirmanna á
kaupskipum, þeirra sem eru í
Sjómannafélagi Reykjavíkur,
stendur nú yfír. Að sögn tals-
manna Samskipa og Eimskipa
á Akureyri veldur verkfallið
ýmsum óþægindum, sem þó
koma ekki að sök.
„Útflutningsvaran fer. Henni
er umskipað í Vestmannaeyjum.
Skip fór frá Akureyri til Vest-
mannaeyja á laugardag og kemur
til baka nk. fimmtudag. Sé litið
til innflutningsvörunnar, þá eru
kaupskipin losuð í Reykjavík og
ekkert vandamál er að ná til
vörunnar. Par sem strandferða-
skipin sigla ekki, þá er það
nauðsynlegasta tekið norður með
vöruflutningabílum. Verkfallið
veldur óþægindum og eykur
kostnað," sagði talsmaður Eim-
skipa á Akureyri. ój
Ekið á stúlku á
Þingvallastræti:
Lýst eftir
vitmun
Laust fyrir klukkan þrjú í gær
ók piltur á léttu bifhjóli á
stúlku á Þingvallastræti. Pilt-
urinn fór af slysstað án þess að
huga að stúlkunni.
Stúlkan sem er sex ára var á
leið yfir gangbraut við verslun
Kaupfélags Eyfirðinga að Hrísa-
lundi. Þar sem ökumaður bif-
hjólsins fór af slysstað og sinnti
ekki stúlkunni lýsir rannsóknar-
lögreglan eftir vitnum að óhapp-
inu og skorar jafnframt á öku-
inanninn að gefa sig fram við lög-
regluna. Litla stúlkan slasaðist
ekki að sögn lögreglunnar, en var
mjög hrædd og miður sín er
nálæga vegfarendur bar að. ój
tækifæri til að baáta ráð sitt með
því að greiða leyfisgjald án tafar,
en þar munu vera umtalsverðar
upphæðir á ferð, annars verði
lögð fram kæra.
„Við sóttum skriflega um leyfi
á sínum tíma og gerðum ráð fyrir
að það gilti áfram. Pegar komið
var að því að prenta skrána í ár
voru engin gögn komin frá Pósti
og síma og við settum hana upp
eins og við höfum alltaf gert. Síð-
an fengum við bréf á miðju sumri
með skilyrðum fyrir útgáfunni en
þá var of seint að snúa við,“ sagði
Sveinn.
í þessum skilyrðum segir m.a.
sfðurnar úr símaskrá Póst- og
símamálastofnunar skuli birtar
óbreyttar í sérsímaskrá, með
auglýsingum og öllu sem þar er
að finna. Hins vegar sé heimilt að
bæta við auglýsingum fyrir fram-
an og aftan skrána. Sveinn sagði
að KA hefði alltaf selt auglýsing-
ar í sjálfa skrána og ekki hefðu
verið gerðar athugasemdir við
það til þessa.
„Við höfum hug á því að gefa
þessa skrá út áfram en ef okkur
er gert það ókleift verðum við því
miður að leggja þessa þjónustu
niður,“ sagði Sveinn. SS
Mynd: Golli
Akureyri:
Tveir menn björguðust úr sökkvandi trillu
Tveir Hríseyingar komust í
hann krappann þegar trilla
þeirra sökk skammt undan
Eimskipafélagsbryggjunni á
Akureyri síðdegis á föstudag.
Lögreglan kom með gúm-
björgunarbát en gat ekki not-
að hann vegna klakahröngls í
höfninni og var Oddeyrin
EA, sem lá við bryggjuna,
ræst út til aðstoðar.
Sjónarvottar tilkynntu lög-
reglunni um tvo menn sem áttu
í vandræðum á trillu sinni 50 m
frá bryggjunni. Trillan, sem er
V/i tonn, míglak og reyndu
mennirnir hvað þeir gátu að
ausa úr henni en það var von-
laust verk. Lögreglan gat ekki
komið björgunarbátnum á flot
en skipverjar á Oddeyrinni sáu
að Ægir var að hremma trilluna
og mennina tvo og leystu þeir
þá landfestar í flýti.
Oddeyrin kom til aðstoðar á
hárréttu augnabliki því skip-
verjar voru ekki fyrr búnir að
koma böndum á trilluna er hún
sökk en þá var hún í öruggum
höndunt. Mönnunum var bjarg-
að um borð í Oddeyrina, annar
þeirra fór í sjóinn stundarkorn
en varð ekki meint af.
Tildrög óhappsins voru þau
að trillan lenti í ís skömmu eftir
að hún lagði upp frá Torfunefs-
bryggju og kom gat á hana. SS
16. þing Verkamannasambands íslands sett í kvöld:
Ný forysta tekur við sambandinu
- formaður, varaformaður og ritari munu biðjast undan endurkjöri
Arsþing Yerkmannasambands
íslands, hið 16. í röðinni, verð-
ur sett í Kristalsal Hótels Loft-
leiða í Reykjavík í kvöld kl.
20.30 og stendur fram á föstu-
dag. Kjörorð þingsins er;
Stækkum þjóðarkökuna - jöfn-
um og treystum lífskjörin.
Fyrr um daginn verða haldnir
aðalfundir deilda sambandsins,
þ.e. fiskvinnsludeildar, deildar
verkafólks við byggingar og
mannvirkjagerð og deildar
verkafólks hjá ríki og sveitarfé-
lögum.
Gert er ráð fyrir að þingstörf-
um ljúki síðdegis föstudaginn 22.
okt. með kosningu nýrrar forystu
fyrir sambandið. Fram hefur
komið að formaður, varaformað-
ur og ritari sambandsins, Guð-
mundur J. Guðmundsson, Karl
Steinar Guðnason og Ragna
Bergmann, rnunu biðjast undan
endurkjöri.
Rétt til þingsetu nú eiga 149
fulltrúar frá 53 aðildarfélögum og
er það einu félagi færra en á síð-
asta reglulega þingi VMSÍ.
Ástæðan er sú að tvö aðildarfélög
hafa sameinast á tímabilinu. í
aðildarfélögunum eru alls um
27.500 félagsmenn.
Auk venjulegra þingstarfa
verður staða og horfur í atvinnu-
og kjaramálum aðalverkefni
þingsins. Tveir gestir flytja erindi
á þinginu, þeir Þórður Friðjóns-
son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar
Már Guðmundsson, hag-
og
fræðingur.
-KK
Vísitala byggingarkostnaðar:
Hækkun mM mánaöa 0,2%
Hagstofan hefur reiknað vísi-
tölu byggingarkostnaðar eftir
verðlagi um miðjan október
1991. Reyndist hún vera 187,3
stig eða 0,2% hærri en í sept-
ember. Þessi vísitala gildir fyr-
ir nóvember 1991.
Síðastliðna tólf rnánuði hefur
vísitala byggingarkostnaðar
hækkað um 8,1%. Síðustu þrjá
mánuði hefur vísitalan hækkað
um 0,5% og samsvarar það 2,2%
árshækkun.
TÍLBÖÐ
Herragarðskaka 338
Karamellukaka 305
Tilboðið stendur frá
16. til 24. okt.
KEA
1
i
BRAUÐGERÐ