Dagur - 20.10.1991, Blaðsíða 9

Dagur - 20.10.1991, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 22. október 1991 - DAGUR - 9 Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Langatöngin á loft og Þórsarar enn án stiga stjánsson skoruðu báðir 10 mörk fyrir sysu“ sveinn Bergsveinsson varði 13/1 skot. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigur- geir Sveinsson. Réðu engan veginn við hlutverk sín og ætluðu greinilega ekki að láta kallá sig heimadómara. Þórsarar burstuðu nýliða Fjölnis, 34:13, þegar liðin mættust í 2. deild Islandsmóts- ins í. handbolta á Akureyri á laugardag. Gríðarlegur getu- munur var á liðunum en Þórs- arar settu strax á fullt og völt- uðu yflr gestina. Fjölnir náði forystunni í upp- hafi, 12:1, en síðan skildu leiðir í snatri. Leikurinn var lítið fyrir augaö, Þórsarar í vörn lengst af á meðan þeir biðu eftir að Fjölnis- menn misstu boltann og þá brun- uðu þeir fram og skoruðu. Liðið náði mjög sjaldan að stilla upp í holunum jánsdóttur og Heiðu Einarsdótt- ur en fengið í staðinn Katrínu Pálsdóttur og Karítas Jónsdóttur. „Við getum gert betur en þetta,“ sagði Birgitta Guðjóns- dóttir sem tekið hefur við fyrir- liðastöðunni. „Okkur vantar samæfingu og svo var einbeiting- in ekki nógu góð. En það er hægt að gera gott úr þessu liði og ég er nokkuð bjartsýn. Þórsarar eru enn ekki farnir að fá stig í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik þegar þrír leikir eru að baki. A sunnudagskvöldið töpuðu þeir sínum öðrum leik í röð á heimavelli, 77:87 fyrir Valsmönnum. Það var heitt í kolunum og ekki nema 11 mínútur liðnar þegar Banda- ríkjamanninum í liði Þórs, Michael Ingram, var vísað úr salnum fyrir að veifa fingri framan í Leif Garðarsson, dómara. Þegar þetta gerðist voru Þórs- arar búnir að vera mun ákveðnari og þrátt fyrir að nýtingin í sókn- arleiknum væri ekki upp á það besta var mikill kraftur í vörn- inni. Þeir höfðu fjögurra stiga forystu, 17:13, þegar dæmdur var ruðningur á Ingram og var ekki annað að sjá en það væri hárrétt- ur dómur. Ingram var þó greini- lega ósáttur og lyfti fingri við litla kátínu Leifs. Brottvísunin sló Þórsara út af laginu. Valsarar, með sína fjóra tveggja metra menn, höfðu tögl og hagldir fram að hléi, þegar staðan var 29:40, og allt stefndi í öruggan sigur þeirra. En úrslitin voru ekki ráðin. Þórsarar mættu gífurlega grimm- ir til seinni hálfleiks, báru enga virðingu fyrir risunum, og með bræðurna Sturlu og Gunnar Örlygssyni í fararbroddi náðu þeir að saxa á forskotið og jafna 62:62 þegar 10 mínútur voru liðnar. Næstu mínútur voru í járnum en Þórsarar náðu einu sinni að komast yfir, 73:72, og virtust líklegir til frekari afreka sókninni. Staðan í leikhléi var 16:4. Fjölnisliðið sýndi frábærlega lélegan leik og Þórsliðið verður ekki metið af þessari viðureign. Ingólfur Guðmundsson varði þó ágætlega, Jóhann og Rúnar voru sterkir og Ole Nielsen skoraði þegar hann vildi en var hvíldur Völsungur fékk sín fyrstu stig á íslandsmótinu í handbolta þeg- ar liðið sigraði Fjölni 23:19 á Húsavík á föstudagskvöldið. Völsungar náðu forystunni strax í upphafi og sigur þeirra var aldrei í hættu. Völsungar náðu mest 5 marka forystu í fyrri hálfleik en misstu hana niður í eitt mark fyrir hlé en staðan þá var 10:9. í seinni hálf- leik höfðu Völsungar örugga for- ystu allan tímann og munurinn var orðinn 6 mörk áður en Fjöln- ismenn skoruðu tvö síðustu mörk leiksins. „Við lékum þokkalega og þegar Sturla fékk sína fimmtu villu fimm mínútum fyrir leiks- lok. Þórsarar máttu ekki við því áfalli og Valsmenn náðu að hala inn sigur á lokamínútunum. „Mér fannst dómgæslan hálf- furðuleg á köflum. Ég fer kannski með rangt mál en ég held að hingað til hafi verið dæmd tæknivíti fyrir fingur. Mér fannst brottvísun mjög harður dómur,“ sagði Sturla Örlygsson, besti leikmaður Þórsara í leikslok. „Annars er ég þokkálega ánægð- ur með þetta. Við spiluðum ágæt- an körfubolta um tíma og Gunni sýndi okkur hvað hann á eftir að gera í vetur. Við þurfum að ná betur saman en það eru bara þrír leikir búnir og engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn." Hvort sem brottvísun var harð- ur dómur eða ekki var framkoma Ingrams honum og Þórsliðinu til lítils sóma. Þá var hún dýrkeypt, sennilega réði þetta atvik úrslit- um í leiknum auk þess sem Ing- ram fer í a.m.k. eins leiks bann. Þórsarar sýndu mikla baráttu í seinni hálfleik og gerðu þá marga góða hluti, bæði í vörn og sókn. Sturla var geysilega drjúgur og stjórnaði sínum mönnum eins og herforingi og Gunnar sýndi stór- skemmtilega takta. Birgir Birgis- son var skemmtilega seigur í vörninni þegar hann fékk að spreyta sig og Georg virðist vera að komast í gang. Hjá Valsmönnum eru Franc Booker og Magnús Matthíasson yfirburðamenn. Booker geysi- lega snöggur og lipur og skorar grimmt og Magnús illviðráðan- legur undir körfunni. Annars er langtímum saman. Mörk Þórs: Jóhann Samúelsson 11, Rún- ar Sigtryggsson 9, Ole Nielsen 7, Geir Aðalsteinsson 3, Sverrir Ragnarsson 2, Atli Rúnarsson 1, Ingólfur Samúelsson 1. Mörk Fjölnis: Heimir Morthens 8, Guðni Guðfinnsson 2, Sigurður Sumarliðason 2, Ólafur Óskarsson 1. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Guð- mundur Lárusson. Daemdu ágætlega. erum á réttri leið en eins og ég hef sagt áður þá eigum við ennþá töluvert í land,“ sagði Arnar Guðlaugsson, þjálfari Völsungs. Völsungsliðið var jafnt í leikn- um en Eiríkur varði vel í mark- inu í seinni hálfleik. Karl Ómar Karlsson var besti maður Fjölnis. Mörk Völsungs: Vilhjálmur Sigmunds- son 7, Arnar Bragason 4, Ásmundur Arnarsson 4, Haraldur Haraldsson 4, Skarphéðinn ívarsson 2, Jónas Emilsson 1, Kristinn Wium 1. Mörk Fjölnis: Karl Ómar Karlsson 5, Guðmundur Guðfinnsson 5, Sigurður Sumarliðason 4, Ólafur Arnarson 3, Magnús Guðfinnsson 1, Albert 1. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Guð- mundur Lárusson. Dæmdu vel. liðið ekki jafn sterkt og búast mátti við en sennilega á það eftir að ná sér á strik. Ingram í leíkbann Michael Ingram, leikmanni körfuknattleiksliðs Þórs, var vísað af leikvelli í leik Þórs og Vals á sunnudagskvöldið eins og fram kemur annars staðar á síðunni. Hann fer í leikbann og verður að öllum líkindum ekki með í leik Þórs og KR á sunnu- daginn. Ingram var ósáttur við dóm- gæsluna og sýndi Leifi Garðars- syni fingurinn og var þá vísað úr salnum. í starfsreglum aganefnd- ar KKÍ segir að leikmaður, sem vísað sé af leikvelli, skuli úrskurðaður í að minnsta kosti eins leiks bann. Hægt er að dæma leikmenn í nokkurra leikja bann en það er gert þegar þeir hafa sýnt „ofsalega framkomu eða alvarlega grófan leik,“ og á það tæpast við í þessu tilfelli. Fundir aganefndar eru haldnir á þriðjudögum og verður mál Ingrams tekið fyrir ef leikskýrsla hefur borist. Bannið tekur þá gildi um hádegi á föstudag þannig að Ingram getur leikið með Þórs- urum gegn Haukum í Hafnarfirði á fimmtudag. Áskorun til KA-fólks Eins og allir vita hefur Knatt- spyrnufélag Akureyrar nú lok- ið byggingu nýs og glæsilegs íþróttahúss sem vígt var á dögunum. Margir félagar hafa unnið ótrúlega óeigingjarnt starf og gert drauminn að veruleika. En betur má ef duga skal. Eins og allir vita eru fram- kvæmdir sem þessar kostnað- arsamar og félagið hefur haft allar klær úti til að afla fjár- magns í húsið. Það hefur m.a. selt miða í byggingahapp- drætti en því miður hafa undirtektir ekki verið jafn góðar og vonast var til. Drætti hefur nú verið frestað til 6. nóvember og viljum við undir- ritaðir skora á alla KA-menn og aðra velunnara félagsins að leggja hönd á plóginn með því að kaupa einn eða tvo miða. Miðasala fer m.a. fram í KA- heimilinu og er hægt að hringja í síma 23482 og láta senda sér miðana heim. Miða- verð er 1000 kr. og í vinning er glæsileg Mazda bifreið að verðmæti 885.000 kr. Aðeins verður dregið úr seldum miðum. KA-menn. Tökum höndum saman og sýnum stuðning í verki. Guömundur Heiðreksson Haukur Jóhannsson Jóhannes Bjarnason Stefán Gunnlaugsson Stefán Jónasson Handbolti, 2. deild: Leikur kattar að mús - þegar Þór burstaði Fjölni Fyrstu stig Völsungs Punktar frá Fýskalandi ■ Stuttgart hefur eignast nýjan varnar- mann. Sá er íslenskur og heitir Eyjólfur Sverrisson. Hann fékk nýtt hlutverk í Ieik Stuttgart og Bayern Múnchen um helgina. Hann byrjaði á miðjunni en í seinni hálf- leik var hann settur í vörnina til höfuðs Olaf Thon. Honum fórst það vel úr hendi og fékk góða dóma í þýsku pressunni, flest blöð gáfu honum þrjá í einkunn en einn er það besta sem gefið er. ■ Raunasaga Bayern heldur áfram en Stuttgart vann leikinn 3:2. Bayern er í 14. sæti og er þetta versta byrjun liðsins í 15 ár. Stuttgart fékk óskabyrjun og staðan var orðin 2:0 eftir 8 mínútur. Gaudino skoraði á 4. mínútu og Walter bætti öðru marki við á 8. mínútu. Leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur eftir þetta og Bayern sýndi að liðið hefur ennþá þann „karakter" sem það er frægt fyrir. Flestir eru sammála um að það eigi eftir að rífa sig upp úr lægðinni á næstu dögum enda er ekkert til sparað. Búist er við að Schumach- er fari í markið þangað til Aumann er orðinn góður og jafnvel er búist við að Augenthaler verði við ósk Lerbys um að taka fram skóna á nýjan leik. Þá verða Beckenbauer og Rummenigge í forystu- sveit Bayern frá og með morgundeginum og er mál manna að þessar breytingar hljóti að skila árangri. ■ Fyrir leikinn töluðu nokkrir til áhorf- enda og báðu þá að baula ekki á Stefan Effenberg en hann er óvinsælasti leikmað- ur Þýskalands um þessar mundir, svo óvin- sæll að áhorfendur bauluðu á hann í lands- leiknum gegn Wales á dögunum en það er einsdæmi. Effenberg hefur þótt kjaftfor en hann hefur ákveðnar skoðanir og er ófeim- inn við að láta þær í ljós. Þrátt fyrir tilmæl- in bauluðu áhorfendur á Effenberg en hann fékk uppreisn æru þegar hann skor- aði seinna mark Bayern úr vítaspyrnu. ■ Stuttgarter Kickers hefur ekki náð sér á strik síðan liðið burstaði Bayern á dögun- um og um helgina tapaði liðið 1:3 fyrir Borussia Dortmund. Þetta var þriðji tap- leikur Kickers í röð en Dortmund er hins vegar á mikilli sigurbraut og er í toppbar- áttu með 17 stig eins og Stuttgart. ■ Wattenscheid tapaði 2:4 á heimavelli fyrir Frankfurt. Úrslitin komu síður en svo á óvart því Frankfurt spilar það vel að tal- að er um að ekkert lið hafi neitt í það að segja. Hefur verið sagt að þeir spili fót- bolta eins og hann hljóti að vera á öðrum stjörnum. Það styttist í að liðið verði haustmeistari og tölfræðin sýnir að lang- algengast er að haustmeistari verði sigur- vegari í deildinni. ■ Bayern Leverkusen og Hamburger SV gerðu 1:1 jafntefli. Leverkusen er í topp- baráttunni en sárafáir mæta þó jafnan á heimaleiki liðsins, aðeins 13 þúsund fylgd- ust með viðureigninni og meðaltalið er 15 þúsund. Til samanburðar má geta þess að 70 þúsund fylgdust með leik Stuttgart og Bayern. ■ Fortuna Dússeldorf og Schalke gerðu einnig jafntefli 1:1. ■ Hansa Rostock og Dynamo Dresden áttust við í Rostock en þetta var fyisti inn- byrðisleikur liða úr austurhlutanum í úrvalsdeildinni. Aðeins 9 þúsund áhorf- endur sáu Rostock vinna 3:0. ■ Köln tók loksins upp á því að vinna leik og sigraði Karlsruher 1:0 á útivelli. Þjálfari Köln var rekinn upp í stúku og þaðan fylgdist hann með liði sínu í fyrsta sigur- leiknum síðan 11. maí. ■ Borussia Mönchengladbach sigraði Núrnberg 1:0. Jupp Heynckes, fyrrum þjálfari og leikmaður Mönchengladbach, kom sem áhorfandi á leikinn og var fagnað mun meira en leikmönnum. ■ Duisburg og Kaiserslautern gerðu 1:1 jafntefli og þótti Duisburg spila mun betur en meistararnir þrátt fyrir að Stefan Kunz sé búinn að ná sér af meiðslunum og byrj- aður að spila með. ■ Werder Bremen sigraði Bochum 3:0 og er stóll þjálfara þeirra síðarnefndu farinn að hitna. Einar Stefánsson, Þýskalandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.