Dagur - 20.10.1991, Blaðsíða 16

Dagur - 20.10.1991, Blaðsíða 16
Kodak \ Express lCæóaframköllun ~k Tryggðu f ilmunni þinni GPeóí6myndir' Akureyri, þriðjudagur 22. október 1991 .Hafnarstræti 98, simi 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Dalvík: Lenti í steininum fyrir þvermóðsku Lögreglan á Dalvík þurfti að stinga einum manni í steininn um helgina. Sá hafði með öllu þvertekið fyrir það að greiða fyrir leigubfl sem hann hafði tekið frá Akureyri til Dalvík- ur. „Hann var settur inn á endan- um, annað var ekki hægt að gera í stöðunni," sagði Sævar Freyr Ingason, lögregluþjónn á Dalvík. Lögreglan skutlaði manninum síðan til Akureyrar þar sem hann gerði upp sín mál við leigubíl- stjórann. Einn ökumaður var tekinn á Dalvík um helgina grunaður um ölvun víð akstur. SS Bifreiðaskoðun íslands hf.: Byggir skoðunar- stöð á Húsavík Bifreiðaskoðun íslands hf. hef- ur boðið út byggingu skoðun- arstöðvar á Húsavík. Skoðun- arstöðin verður að Haukamýri 2, 140 fm bygging á þrjú þús- und fm lóð og er útboðið mið- að við fullfrágengna byggingu, utan og innan, og frágengna lóð. Sverrir Norðfjörð, arkitekt, teiknaði skoðunarstöðina. Um lokað útboð er að ræða fyrir fjóra aðila, en Borg, Fjalari, Norðurvík og Stefáni Oskarssyni er gefinn kostur á að bjóða í byggingu hússins. Tilboðin verða opnuð á Húsa- víkurflugvelli 30. okt. nk. kl. 18.45. IM Húsavík: Maður fannst látkiíÞorvalds- staðaárgili Björgunarsveitin Garðar á Húsavík leitaði ungs manns á laugardag. Hann fannst látinn í Þorvaldsstaðaárgili, um 200 metrum ofan við golfvöllinn. Hinn látni hét Höskuldur Goði Þráinsson, fæddur 29. mars 1962, til heimilis að Brá- völlum 7. Höskuldur var ókvæntur en lætur eftir sig aldraðan föður. Höskuldur Goði fór að heiman frá sér um kl. 18 á föstudag. Strax um kvöldið var farið að leita hans, og leit- aði lögregla fram á nótt. Á laugardag var lýst eftir Höskuldi í útvarpi og gerð allsherjarleit sem 35-40 manns tóku þátt í. Leitað var bæði á landi og af sjó og fannst hinn látni kl. 15.15. Höskuldur var mikill trimm- ari og göngumaður og lá ein af hans mörgu gönguleiðum um gilið þar sem hann fannst. Rannsókn slyssins er ekki lok- ið og vildi lögregla ekki geta sér til um hugsanlegar orsakir þess. En um þetta leyti var víða snjóföl á jörð, hálka og ísing á steinum. IM Við vígsluathöfnina í Skagastrandarkirkju sl. sunnudag. Biskup íslands, hr. Ólafur Skúlason, vígði kirkjuna en auk hans tóku þátt í athöfninni vígslubiskuparnir sr. Boili Gústavsson og sr. Sigurður Guðmundsson og þeir prestar sem hafa þjónað Skagastrandarkirkju undanfarin ár. Skagaströnd: Bískup vígir nýja kirkju Ný kirkja var vígð á Skaga- strönd sl. sunnudag. Biskup íslands, herra Ólafur Skúla- son, vígði kirkjuna. Auk hans tóku þátt í athöfninni vígslu- biskuparnir, séra BoIIi Gúst- avsson og séra Sigurður Guðmundsson og þeir prestar sem þjónað hafa Skaga- strandarkirkju undanfarin ár. Að sögn Steindórs Haralds- sonar, kirkjuvarðar, tókst athöfnin í alla staði vel og var kirkjan full út úr dyrum. Um 350 manns sátu kaffiveislu í fé- lagsheimilinu Fellsborg að lok- inni vígslunni og þar heiðraði sóknarnefndin smiðina Sigmar Jóhannesson og Sigurð Björns- son fyrir vel unnin störf ásamt byggingameistaranum Helga Gunnarssyni. Kirkjunni voru færðar marg- ar gjafir í tilefni vígslunnar eins og vasar á altari og sálmabækur. Annars er byggingarkostnaður við hana kominn í um 70 millj- ónir króna og segir Steindór að fjórðungur þess fjár sé gjafafé. Fyrsta samkoma í hinni nývígðu kirkju verður í kvöld og sjá þeir Helgi Hróbjartsson og Skúli Svavarsson frá Kristni- boðasambandi íslands um hana. SBG Iðja - félag verksmiðjufólks: Samþykkt að veita heim- fld til verkfallsboðunar - engin ákvörðun tekin um hvenær heimildinni verður beitt Félagsmenn í Iðju - félagi verksmiðjufólks á Akureyri samþykktu á fundi sl. laugar- dag að veita stjórn og trúnað- armannaráði félagsins heimild til verkfallsboðunar. Að sögn Ármanns Helgason- ar hjá Iðju, sóttu um 60 manns fundinn og samþykkti þorri fundarmanna heimild til verkfallsboðunar. „Þarna var einfaldlega verið að veita stjórn og trúnaðarmanna- ráði heimild til verkfallsboðunar. Þetta er ekki verkfallsboðun og það hefur engin ákvörðun verið tekin um hvenær heimildinni verður beitt. Ákvörðun um það bíður fundar stjórnar og trúnað- armannaráðs og þróunár í við- ræðum félagsins og Landssam- bands iðnverkafólks við viðsemj- endur," sagði Ármann. Félagsmenn í Iðju eru um 500 talsins. Af stórum fyrirtækjum á Akureyri þar sem þeir vinna má nefna Islenskan skinnaiðnað hf., Foldu hf., Víking-brugg, Lindu hf. og Kjötiðnaðarstöð KEA. f samþykkt fundarins sl. laug- ardag eru átaldar framkomnar hugmyndir ríkisstjórnarinnar, Akureyri: Ungmenni fyrir bíl Þrjú ungmenni, tvær stúlkur og eiun piltur, urðu fyrir bif- reið á gangbraut við Þingvalla- stræti á Akureyri um klukkan Iuíll eitt aðfaranótt laugardags. Stúlkurnar voru fluttar á sjúkrahús en fengu að fara fljótt lieiui, að sögn Iögreglu, en önnur mun þó hafa gengist undir aðgerð á fæti. Gangbrautarljós eru á þessum stað, gegnt gömlu spennistöð- ínni, og voru ungmennin á leið- inni yfir gangbrautina þegar þau lentu fyrir bílnum. Að sögn lög- regluvarðstjóra mun ökumaður- inn ekki hafa séð fólkið fyrr en of seint. Gula ljósið mun hafa verið farið að blikka móti ökumannin- um en fólkið var enn á leið yfir gangbrautina. „Blikkandi ljós er til að hreinsa gangbrautina og það má enginn fara af stað meðan einver er á leiðinni yfir götuna en í þessu til- viki sá ökumaðurinn ekki fólkið," sagði lögregluvarðstjóri í' samtali við Dag. SS sem endurspeglast í fjárlaga- frumvarpinu, um félagslegan niðurskurð á ýmsum sviðum og fyrri ályktanir félagsins um verndun velferðarkerfisins eru ítrekaðar. óþh Veðrið: Haustblíðan mun haldast Yeðurblíðan sem hefur kætt Norðlendinga að undanförnu mun haldast svo langt sem auga veðurfræðinga eygir, eða að minnsta kosti fram undir helgi. Ef fram heldur sem horf- ir munu blóm lifna í görðum og skordýr fara á stjá. Bjartsýn- ustu menn segja vorið komið eftir óvenju skamman vetur. Að öllu gamni slepptu þá feng- um við bjartsýnisspá frá Veður- stofu íslands í gær. í dag verður suðvestlæg átt og hlýtt í veðri á Norðurlandi en einhver væta fyr- ir sunnan. Sennilega munu skil ganga yfir Norðausturland aðfaranótt fimmtudags með dálítilli rigningu en það er ekkert til að gera veður út af. Á miðvikudag og fimmtudag er búist við að suðlægar áttir leiki um landið með vætu sunnanlands en björtu, þurru og hlýju veðri norðanlands. SS „Hnefaleikari" á Akureyri: Fékk úírás á póstkössum Það voru heldur argir gestir sem yfirgáfu samkvæmi í fjöl- býiishúsi við Keilusíðu á Akur- eyri um helgina. Á leiðinni út í leigubfl lét a.m.k. einn gest- anna hnefahögg dynja á póst- kössum í anddyrinu svo þeir löskuðust talsvert. Póstkassi húsráðandans, sem gestirnir höfðu verið í heimsókn hjá, fékk þó að vera í friði. Þetta mál kom til kasta lögregl- unnar á Akureyri eins og allmörg önnur um helgina. Ekki bar þó mikið á ölvun og óspektum en fjórir fengu að gista fangageymsl- ur. Sex ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur og þrír vegna gruns um ölvun við akstur. Þá urðu fjórir smávægilegir árekstr- ar á Akureyri um helgina. SS Innfjarðarrækja við Norðurland vestra: Ástand stofhsins svipað og í fyrra Dröfn, skip Hafrannsókna- stofnunar er um þessar mundir að rannsaka innfjarðarrækju á miðunum í Húnaflóa. Búið er að skoða Skagafjörðinn og að sögn Jónbjörns Pálssonar, leiðangursstjóra er ástand rækjustofnsins svipað og í fyrra. Niðurstöður úr rannsóknunum í Skagafirði liggja fyrir og er Haf- rannsóknastofnun búin að leggja til að leyfðar verði veiðar á 400 tonnum af innfjarðarrækju þetta árið á móti 500 tonnum í fyrra. Að sögn Jónbjörns virðist vera heldur minna magn af Skagafjarðarrækju í ár, en stærð hennar er samt svipuð og áður, meðaltalið 260 rækjur í kílóinu. Pegar Dagur hafði samband við Jónbjörn í gær, var skipið statt í Húnaflóa og búið að skoða miðin í Hrútafirði og Miðfirði. Hann sagði að þeir staðir sem búið væri að prófa á í Flóanum reyndust svipaðir og í fyrra og rækjan ekki slakari. Undir lok vikunnar verður síðan lokið við að rannsaka Húnaflóann og í framhaldi af því ákveðið hversu mikið verði leyft að veiða þar. Bátar rækjuvinnslanna á Norðurlandi vestra eru farnir að setja sig í stellingar fyrir veiði á innfjarðarrækju og býst m.a. Halldór Jónsson, framkvæmda- stjóri Meleyrar hf. á Hvammstanga, við að þurfa að ráða fleira fólk ef veiði verður góð. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.