Dagur - 20.10.1991, Blaðsíða 16

Dagur - 20.10.1991, Blaðsíða 16
Akureyri, þriðjudagur 22. október 1991 Kodak Express Gæöaframköllun ★ Tryggðu f ilmunni þinni Jfoesta ^PcdfSmyndir Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Við vígsluathöfnina í Skagastrandarkirkju sl. sunnudag. Biskup íslands, hr. Ólafur Skúlason, vígði kirkjuna en auk hans tóku þátt í athöfninni vígslubiskuparnir sr. Bolli Gústavsson og sr. Sigurður Guðmundsson og þeir prestar sem hafa þjónað Skagastrandarkirkju undanfarin ár. Skagaströnd: Biskup vígir nýja kirkju Ný kirkja var vígð á Skaga- strönd sl. sunnudag. Biskup íslands, herra Ólafur Skúla- son, vígði kirkjuna. Auk hans tóku þátt í athöfninni vígslu- biskuparnir, séra Bolli Gúst- avsson og séra Sigurður Guðmundsson og þeir prestar sem þjónað hafa Skaga- strandarkirkju undanfarin ár. Að sögn Steindórs Haralds- sonar, kirkjuvarðar, tókst athöfnin í alla staði vel og var kirkjan full út úr dyrum. Um 350 manns sátu kaffiveislu í fé- lagsheimilinu Fellsborg að lok- inni vígslunni og þar heiðraði sóknarnefndin smiðina Sigmar Jóhannesson og Sigurð Björns- son fyrir vel unnin störf ásamt byggingameistaranum Helga Gunnarssyni. Kirkjunni voru færðar marg- ar gjafir í tilefni vígslunnar eins og vasar á altari og sálmabækur. Annars er byggingarkostnaður við hana kominn í um 70 millj- ónir króna og segir Steindór að fjórðungur þess fjár sé gjafafé. Fyrsta samkoma í hinni nývígðu kirkju verður í kvöld og sjá þeir Helgi Hróbjartsson og Skúli Svavarsson frá Kristni- boðasambandi íslands um hana. SBG Iðja - félag verksmiðjufólks: Samþykkt að veita heim- ild til verkfaUsboðunar - engin ákvörðun tekin um hvenær heimildinni verður beitt Dalvík: Lenti í steininum fyrir þvermóðsku Lögreglan á Dalvík þurfti að stinga einum manni í steininn um helgina. Sá hafði með öllu þvertekið fyrir það að greiða fyrir leigubíl sem hann hafði tekið frá Akureyri til Dalvík- ur. „Hann var settur inn á endan- um, annað var ekki hægt að gera í stöðunni," sagði Sævar Freyr Ingason, lögregluþjónn á Dalvík. Lögreglan skutlaði manninum síðan til Akureyrar þar sem hann gerði upp sín mál við leigubíl- stjórann. Einn ökumaður var tekinn á Dalvík um helgina grunaður um ölvun við akstur. SS Bifreiðaskoðun íslands hf.: Byggir skoðunar- stöð á Húsavík Bifreiðaskoðun íslands hf. hef- ur boðið út byggingu skoðun- arstöðvar á Húsavík. Skoðun- arstöðin verður að Haukamýri 2, 140 fm bygging á þrjú þús- und fm lóð og er útboðið mið- að við fullfrágengna byggingu, utan og innan, og frágengna lóð. Sverrir Norðfjörð, arkitekt, teiknaði skoðunarstöðina. Um lokað útboð er að ræða fyrir fjóra aðila, en Boi^, Fjalari, Norðurvík og Stefáni Oskarssyni er gefinn kostur á að bjóða í byggingu hússins. Tilboðin verða opnuð á Húsa- víkurflugvelli 30. okt. nk. kl. 18.45. IM Húsavík: Maður fannst látiiui í Þorvalds- staðaárgUi Björgunarsveitin Garðar á Húsavík leitaði ungs manns á laugardag. Hann fannst látinn í Þorvaldsstaðaárgili, um 200 metrum ofan við golfvöllinn. Hinn látni hét Höskuldur Goði Þráinsson, fæddur 29. mars 1962, til heimilis að Brá- völlum 7. Höskuldur var ókvæntur en lætur eftir sig aldraðan föður. Höskuldur Goði fór að heiman frá sér um kl. 18 á föstudag. Strax um kvöldið var farið að leita hans, og leit- aði lögregla fram á nótt. Á laugardag var lýst eftir Höskuldi í útvarpi og gerð allsherjarleit sem 35-40 manns tóku þátt í. Leitað var bæði á landi og af sjó og fannst hinn látni kl. 15.15. Höskuldur var mikill trimm- ari og göngumaður og lá ein af hans mörgu gönguleiðum um gilið þar sem hann fannst. Rannsókn slyssins er ekki lok- ið og vildi lögregla ekki geta sér til um hugsanlegar orsakir þess. En um þetta leyti var víða snjóföl á jörð, hálka og ísing á steinum. IM Félagsmenn í Iðju - félagi verksmiðjufólks á Akureyri samþykktu á fundi sl. laugar- dag að veita stjórn og trúnað- armannaráði félagsins heimild til verkfallsboðunar. Að sögn Ármanns Helgason- ar hjá Iðju, sóttu um 60 manns fundinn og samþykkti þorri fundarmanna heimild til verkfallsboðunar. „Þarna var einfaldlega verið að veita stjórn og trúnaðarmanna- ráði heimild til verkfallsboðunar. Þetta er ekki verkfallsboðun og það hefur engin ákvörðun verið Þrjú ungmenni, tvær stúlkur og einn piltur, urðu fyrir bif- reið á gangbraut við Þingvalla- stræti á Akureyri um kiukkan hálf eitt aðfaranótt laugardags. Stúlkurnar voru fluttar á sjúkrahús en fengu að fara fljótt heim, að sögn lögreglu, en önnur mun þó hafa gengist undir aðgerð á fæti. Gangbrautarljós eru á þessum stað, gegnt gömlu spennistöð- inni, og voru ungmennin á leið- inni yfir gangbrautina þegar þau tekin um hvenær heimildinni verður beitt. Ákvörðun um það bíður fundar stjórnar og trúnað- armannaráðs og þróunar í við- ræðum félagsins og Landssam- bands iðnverkafólks við viðsemj- endur," sagði Ármann. Félagsmenn í Iðju eru um 500 talsins. Af stórum fyrirtækjum á Akureyri þar sem þeir vinna má nefna Islenskan skinnaiðnað hf., Foldu hf., Víking-brugg, Lindu hf. og Kjötiðnaðarstöð KEA. í samþykkt fundarins sl. laug- ardag eru átaldar framkomnar huginyndir ríkisstjórnarinnar, lentu fyrir bílnum. Að sögn lög- regluvarðstjóra mun ökumaður- inn ekki hafa séð fólkið fyrr en of seint. Gula ljósið mun hafa verið farið að blikka móti ökumannin- um en fólkið var enn á leið ýfir gangbrautina. „Blikkandi ljós er til að hreinsa gangbrautina og það má enginn fara af stað meðan einver er á leiðinni yfir götuna en í þessu til- viki sá ökumaðurinn ekki fólkið," sagði lögregluvarðstjóri í' samtali við Dag. SS sem endurspeglast í fjárlaga- frumvarpinu, um félagslegan niðurskurð á ýmsum sviðum og fyrri ályktanir félagsins um verndun velferðarkerfisins eru ítrekaðar. óþh Dröfn, skip Hafrannsókna- stofnunar er um þessar mundir að rannsaka innfjarðarrækju á miðunum í Húnaflóa. Búið er að skoða Skagafjörðinn og að sögn Jónbjörns Pálssonar, leiðangursstjóra er ástand rækjustofnsins svipað og í fyrra. Niðurstöður úr rannsóknunum í Skagafirði liggja fyrir og er Haf- rannsóknastofnun búin að leggja til að leyfðar verði veiðar á 400 tonnum af innfjarðarrækju þetta árið á móti 500 tonnum í fyrra. Að sögn Jónbjörns virðist vera heldur minna magn af Skagafjarðarrækju í ár, en stærð hennar er samt svipuð og áður, meðaltalið 260 rækjur í kílóinu. Veðrið: Haustblíðan mun haldast Veðurblíðan sem hefur kætt Norðlendinga að undanförnu mun haldast svo langt sem auga veðurfræðinga eygir, eða að minnsta kosti fram undir liclgi. Ef fram heldur sem horf- ir munu blóm lifna í görðum og skordýr fara á stjá. Bjartsýn- ustu menn segja vorið komið eftir óvenju skamman vetur. Að öllu gamni slepptu þá feng- um við bjartsýnisspá frá Veður- stofu íslands í gær. f dag verður suðvestlæg átt og hlýtt í veðri á Norðurlandi en einhver væta fyr- ir sunnan. Sennilega munu skil ganga yfir Norðausturland aðfaranótt fimmtudags með dálítilli rigningu en það er ekkert til að gera veður út af. Á miðvikudag og fimmtudag er búist við að suðlægar áttir leiki um landið með vætu sunnanlands en björtu, þurru og hlýju veðri norðanlands. SS „Hnefaleikari“ á Akureyri: Fékk útrás á póstkössum Það voru heldur argir gestir sem yfirgáfu samkvæmi í fjöl- býlishúsi við Keilusíðu á Akur- eyri um helgina. Á leiðinni út í leigubíl lét a.m.k. einn gest- anna hnefahögg dynja á póst- kössum í anddyrinu svo þeir löskuðust talsvert. Póstkassi húsráðandans, sem gestirnir höfðu verið í heimsókn hjá, fékk þó að vera í friði. Þetta mál kom til kasta lögregl- unnar á Akureyri eins og allmörg önnur um helgina. Ekki bar þó mikið á ölvun og óspektum en fjórir fengu að gista fangageymsl- ur. Sex ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur og þrír vegna gruns um ölvun við akstur. Þá urðu fjórir smávægilegir árekstr- ar á Akureyri um helgina. SS Þegar Dagur hafði samband við Jónbjörn í gær, var skipið statt í Húnaflóa og búið að skoða miðin í Hrútafirði og Miðfirði. Hann sagði að þeir staðir sem búið væri að prófa á í Flóanum reyndust svipaðir og í fyrra og rækjan ekki slakari. Undir lok vikunnar verður síðan lokið við að rannsaka Húnaflóann og í framhaldi af því ákveðið hversu mikið verði leyft að veiða þar. Bátar rækjuvinnslanna á Norðurlandi vestra eru farnir að setja sig í stellingar fyrir veiði á innfjarðarrækju og býst m.a. Halldór Jónsson, framkvæmda- stjóri Meleyrar hf. á Hvammstanga, við að þurfa að ráða fleira fólk ef veiði verður góð. SBG Akureyri: Ungmenni fyrir bfl InnQarðarrækja við Norðurland vestra: Ástand stofnsins svipað og í fyrra

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.