Dagur - 21.11.1991, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 21. nóvember 1991
SUNNUHLTO
VERSUJNARMIÐSTÖÐ
Opið laugardag kl. 10-16 • KEA matvörudeild kl. 10-20
Laugard. 23. nóv. 1991 opið frá kl. 10.00-16.00
Sprengitilboð
Vaggan
Sprengitilboð
Möppudýrið
Kaffihlaðborð
Kaffihúsið
Lifandi tónlist
Tískusýning kl. 14
Vaggan
Habró
Ynja
Pálína
Lyngdal
Vörukynning
Föstud. og laugard.
Coca Cola
Tilboð 2 I kr. 158,-
Tilboð
Lambalæri 1/1
Var kr. 798,-
Nú kr. 699,-
Saumavélaþjónustan
Leðuriðjan Tera
SJÁUMST í SUNNUHLÍÐ
Verslanir:
KEA, sími 30387 - Möppudýrið, sími 26368
Fuji-búðin, sími 11030 - Tónabúðin, sími 22111
Saumavélaþjónustan, sími 11484
Snyrtistofan Samson, sími 27044
Blómabúðin Laufás, sími 26250
Búnaðarbankinn, sími 27600-Trygging hf., sími 21844
Barnafataverslunin Vaggan, sími 27586
Skóverslun M.H. Lyngdal, sími 26399
Habró, fataverslun, sími 11119
Ynja, sérverslun, sími 25977
Vefnaðarvöruverslunin Pálína, sími 27177
Fatahreinsunin, sími 27224
Rafland, sími 25010 - Kaffihúsið, sími 25904
Bækur
Ástaratlot
- unaður kynlífs
í myndum og máli
Bókaútgáfan Forlagið hefur sent
frá sér bókina Ástaratlot eftir dr.
Andrew Stanway, einn virtasta
kynfræðing Breta. Kynmök og
ástaratlot er meginefni bókarinn-
ar, tilgangur þeirra og tækni, og
það hlutverk sem kynlífið leikur í
lífi allra heilbrigðra karla og
kvenna.
I kynningu Forlagsins segir:
„Hér er fjallað um samspil lik-
ama og sálar, hvernig hægt er að
vinna bug á vandamálum sem
upp koma í ástarlífinu og geta
auðveldlega spillt ástríkustu sam-
böndum. Hér er fjallað um öll
stig kynlífsins - frá því að kyn-
hvötin vaknar til þess að ná
öruggu valdi á leikjum ástarinn-
ar. Þá er að finna í bókinni
skynsamleg og tæpitungulaus ráð
til allra þeirra sem eru of feimnir
og bældir til að njóta kynlífs eða
eiga við sérstök kynlífsvandamál
að stríða. Einnig er hér að finna
ítarlegar upplýsingar um getnað-
arvarnir, kynsjúkdóma og
alnæmi, og loks er fjallað á
málefnalegan hátt um allt það
fólk sem fetar aðra leið en fjöld-
inn í ástum og kynlífi.“
Ástaratlot er 192 bls. í stóru
broti, prýdd miklum fjölda ljós-
mynda og teikninga. Magnús
Rafnsson þýddi.
Bláskjár
- Fræg barnasaga í
nýrri útgáfu
Bókaútgáfan Forlagið hefur sent
frá sér bókina Bláskjár eftir
þýska skáldið Franz Hoffmann í
þýðingu Hólmfríðar Knudsen.
Þetta er fimmta útgáfa sögunnar,
en hún kom fyrst út á íslensku
árið 1915.
í kynningu Forlagsins segir:
„Fáar sögur hafa notið jafn mikill-
ar hylli meðal íslenskra barna og
ævintýrið um Bláskjá, drenginn
með bláu augun sem flökkufólkið
rændi og vistaði hjá sér í dimm-
uni helli. Ekkert þráði hann heit-
ar en að sleppa út til að sjá sólina
- þó ekki væri nema einu sinni.
Loksins rættist sá draumur og
Bláskjá tókst að flýja frá svarta
Eiríki og hyski hans. En flótti
drengsins hafði afdrifaríkar
afleiðingar fyrir hann.
Vilborg Dagbjartsdóttir skáld
og kennari ritar eftirmála þessar-
ar nýju útgáfu þar sem hún fjallar
um söguna, segir frá höfundi
hennar og hugleiðir þá þýðingu
sem gamlar sögur geta haft fyrir
nútímabörn. Hér fá eldri kyn-
slóðir tækifæri til að rifja upp
söguna um Bláskjá og kynna
hana fyrir nýrri kynslóð barna.“
BLÁSKJÁR
Ort
- ný ljóðabók eftir
Pórarin Eldjárn
Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið
út bókina Ort eftir Þórarin
Rokkbondið
leikur fyrir donsi til
kl. 03.00
Aldurstakmork 1 ö ór
Miöoverð kr. 800
Kjollarinn
Korookekeppni
fimmfudogskvöld
Upplýsingar og skróning í
keppnina í símo 22770
efrirkl. 13.00
Föstudags- og
lougordagskvöld
Karaoke
synmg
Grín og glens ó breiötjoldinu
Rokkbondið og Guðrún Gunnorsdóttir
leiko fyrir donsi fil kl. 03.00
Húsið opnoð kl. 19.00
Dorðapantanir í símo 22770
Nýtt Visa-tímobil í Sjollonum um helgino
Kvöldverður, skemmfun
og donsleikur kr. 3600
From komo:
Ragnar Djarnason
Ellý Vilhjálmsdóttir
Jóhannes Krisfjánsson
effirherma
Eyjólfur Krisfjánsson
Kynnir: Djarni Hofþór Helgoson
Morseðill:
Bjómalöguð piporóvaxrasúpQ
Sinnepsgljáó bajonesskinba meö sykurhúöuóum
jarðeplum og rauövínssósu
Ananasfromage meó rjómaropp
SJALUNN
Eldjárn. Þetta er sjötta ljóðabók
Þórarins en fyrr á þessu ári sendi
hann frá sér bókina Hin háfleyga
moldvarpa. Yrkisefnin eru fjöl-
breytt og formið margslungið, en
efni bókarinnar skiptir skáldið í
vísur, orðlengjur og sonnettur.
í kynningu Forlagsins segir:
„Ekki er ofmælt að fyrstu þrjár
ljóðabækur Þórarins Eldjárns
gerðu hann að víðlesnasta ljóð-
skáldi þjóðarinnar. Þar tefldi
hann saman hefðbundnu Ijóð-
formi og ögrandi en jafnframt
gráglettinni afstöðu til yrkisefn-
anna. I næstu tveimur kvæða-
söfnum sínum birti hann í fyrsta
skipti ljóð á frjálsu formi, en með
þessari nýju ljóðabók tekur hann
upp þráðinn þar sem frá var horf-
ið og yrkir háttbundin Ijóð sem
þó virðast búa að reynslu form-
leitarinnar í síðustu bókunum
tveimur.“
Ort er 48 bls. Helgi Þorgils
Friðjónsson málaði mynd á kápu.
Meirigauragangur
- skáldsaga eftir
Ólaf Hauk Símonarson
Bókaútgáfan Forlagið hefur sent
frá sér skáldsöguna Meiri gaura-
gangur eftir Ólaf Hauk Símonar-
son. Sagan er sjálfstætt framhald
sögunnar Gauragangur sern kom
út fyrir þremur árum.
I kynningu Forlagsins segir:
„Þeir sem hafa skemmt sér við
lestur Gauragangs muna allir eft-
ir Ormi Óðinssyni, ærslabelgnum
orðheppna með skáldagrillurnar.
í þessari sögu er liann orðinn 17
ára, en síst af öllu stilltari en
áður. 17 ára og aldrei komið til
útlanda. Algjör bæklun! Ormur
er sjaldan að tvínóna við hlutina,
hann hoppar upp í næstu flugvél
til Kaupmannahafnar með Ranúr
í farangrinum. í Höfn mæta þeir
stórborgartöffurum og leður-
gengi á öðru hverju götuhorni,
og stúlkum á hinu horninu.
Hvernig eiga grænjaxlar og fram-
tíðarskáld að ráða við þessi
ósköp?
Ólafur Haukur Símonarson
kann flestum skáldum betur að
skrifa fyrir unglinga. Hér er sleg-
ið á margvíslega strengi. Að baki
ærslum og ævintýrum býr djúp
alvara, því veruleiki lífsins er lík-
ast til allt annað en gri'n."
Meiri gauragangur er 160 bls.
Guðjón Ketilsson gerði kápu.
Svanurinn
- ný skáldsaga eftir
Guðberg Bergsson
Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið
út skáldsöguna Svanurinn eftir
Guðberg Bergsson. Hvert nýtt
skáldverk, sem Guðbergur sendir
frá sér, sætir tíðindum í íslensk-
um bókmenntaheimi, og er þetta
ellefta skáldsaga hans. Eru þá
ótalin smásagnasöfn, ljóðabækur
og fjölmargar þýðingar á stór-
verkum heimsbókmenntanna frá
hans hendi, en á þessu hausti eru
þrír áratugir liðnir síðan fyrsta
skáldverk Guðbergs, Músin sem
iæðist, kom út.
í kynningu Forlagsins segir:
„Svanurinn er saga stúlku. Hún
er níu ára gömul þegar hún er
send í sveitina til að bæta fyrir
brot sitt. í nýju umhverfi vakna
óvæntar kenndir - dularfullar,
ógnvekjandi og sárar. Náttúra
sveitarinnar og tilfinningar telp-
unnar tala saman á því margræða
máli sem Guðbergur Bergsson
hefur flestum skáldum betur á
valdi sínu. Gleðin kallast á við
harminn - frelsið við fjötrana - í
þessari meistaralegu sögu um
litla manneskju, eina og óstudda,
í leit að lífinu.“
Svanurinn er 150 bls.