Dagur - 21.11.1991, Page 9
8 - DAGUR - Fimmtudagur 21. nóvember 1991
Fimmtudagur 21. nóvember 1991 - DAGUR - 9
meistarakoppni í Karaoke.
Ab keppninni standa
Sjallinn. Ölver í Glæsibæ, Vib
t'élagarnir i Vestmunnaeyjum
verbur huldin oll
fimmtudagskvöld fram ab
úor 1992. Þar verba vuldir
tveir sóngvurur sem keppu
sem íulltrúur Norburiunds
um ísiundsmeislaratitilinn í
10. janúar.
Karaokemeistarinn og þeir
sem nœstir veröa hljotu
vegleg wrölaun sem kynni
verda síðar.
Öllum er helmil þátltaka
(aldurstakmark 1B ar)
Upplýsingar um keppnina og
skraning er í sima 22770
eHir kl. 13.00 alla daga.
fíjatni Dagur fónsson fjallar
um keppninaá Bylgjunni i
þœtti stnum miíii kl. 09.00-
12.00 virka daga.
AKUREYRARB/ÍR
Hundaeigendur
Akureyri
Aukadagur í hundahreinsun veröur í áhaldahúsi
Gróörarstöövarinnar á Akureyri föstudaginn 22. nóv.
kl. 16-18 fyrir þá sem ekki gátu mætt meö hunda
sína í síðustu viku.
Framvísa ber kvittun fyrir greiöslu ábyrgðartrygging-
ar og leyfisgjaids fyrir yfirstandandi ár.
Dýraeftirlit.
Heilbrigðiseftirlit.
um kosningarétt íslenskra ríkisborgara
sem búsettir eru erlendis
Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis hafa
íslendingar sem flust hafa af landi brott og sest aö
erlendis kosningarétt hér í átta ár frá því þeir fluttu
lögheimili sitt taliö frá 1. desember næstum fyrir
kjördag. Eftir þaö falla menn sjálfkrafa af kjörskrá
nema sérstaklega sé sótt um aö fá aö halda kosn-
ingarétti. Einungis þeir sem einhvern tíma hafa átt
lögheimili á íslandi geta haft kosningarétt hér. Kosn-
ingaréttur fellur niöur ef íslendingur gerist ríkisborg-
ari í ööru ríki. Kosningarétturinn miöast viö 18 ára
aldur. Reglur þessar gilda með sama hætti um kjör
forseta (slands.
Þeir sem búsettir hafa verið erlendis skemur en átta
ár, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag, munu
veröa teknir á kjörskrá án umsóknar. Þurfa því þeir
sem flust hafa af landinu eftir 1. desember 1983 ekki
aö sækja um skráningu á kjörskrá miðað viö 1. des-
ember 1991.
Þeir sem búsettir hafa veriö erlendis lengur en átta
ár (þ.e. fluttu af landi brott fyrir 1. desember 1983)
þurfa aö sækja um þaö sérstaklega aö veröa teknir
á kjörskrá. Umsókn skal senda Hagstofu íslands á
sérstöku eyðublaði. Sé umsókn fullnægjandi skráir
Hagstofa íslands umsækjanda á kjörskrárstofn. Slík
skráning gildir fjögur ár og þarf þá að endurnýja
hana meö nýrri umsókn. Eyöublöö fyrir slíkar
umsóknir fást í sendiráðum íslands erlendis, sendi-
ræöisskrifstofum, skrifstofum kjörræðismanna og
hjá fastanefndum viö alþjóðastofnanir. Einnig er
hægt aö fá eyðublöðin á afgreiöslu Hagstofunnar.
Umsækjandi verður sjálfur aö undirrita umsókn sína.
Umsókn þarf aö hafa borist til Hagstofu íslands fyrir
1. desember nk. til þess að umsækjandi verði tekinn
á kjörskrá fyrir næstu kosningar.
íslendingar sem búsettir eru erlendis verða skráöir á
kjörskrá þar sem þeir seinast áttu lögheimili sam-
kvæmt þjóðskrá.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,
19. nóvember 1991.
AUGLÝSING
Stelpnabekkir og strákabekkir fyrr og nú:
„í blönduðum hópiun fer mikil orka
í að ganga í augun á hinu kyninu“
í lokaskýrslu um kynjaskiptar
deildir í GA er að finna sögulegt
yfirlit Valgerðar Bjarnadóttur
yfir stelpnabekki og strákabekki
fyrr og nú, auk þess sem hún
leggur sitt mat á niðurstöður
þróunarverkefnisins. Við ætlum
að grípa niður í nokkra kafla.
Valgerður segir að allt fram á
þessa öld hafi strákar og stelpur
verið aðskilin í skóla vegna þess
að verið var að undirbúa þau fyr-
ir ólík lífshlutverk, annars vegar
kven- og hins vegar karlhlutverk-
ið, og þótti óhentugt að hafa kyn-
in saman.
„Upphaflega voru skólar
mótaðir af körlum fyrir stráka og
stelpum var einfaldlega ekki ætl-
að rúm þar. Það þótti hvorki
hollt né á nokkurn hátt nauðsyn
að stúlkur gengju í skóla. Það gat
skaðað þær og flekkað þeirra
saklausu sál að læra um hinar
dekkri hliðar mannlífsins, þær
höfðu ekki forsendur til að nema
æðri fræði og þær áttu að geta
lært allt sem máli skipti af mæðr-
um sínum eða húsmæðrum."
Kynjaskipting til að jafna
stöðu kynjanna
Valgerður rekur söguna í grófum
dráttum, staðnæmist við fyrstu
kvenstúdentana og vitundar-
vakningu kvenna. Um miðja öld-
ina er orðið algengt að bæði kyn-
in hljóti grunnmenntun og upp úr
1970 er hlutur stelpna og stráka í
menntaskólum orðinn nokkuð
jafn. Löngu er hætt að flokka
nemendur eftir kyni í grunnskól-
um, nema þá helst í leikfimi, og
því vaknar spurningin um hvort
kynjaskipting á 10. áratugnum sé
ekki afturhvarf til fortíðar. Orð-
rétt segir Valgerður:
„Það kemur því eins og þruma
úr heiðskíru lofti yfir suma,
kennara, foreldra, nemendur...
þegar skyndilega - og að því er
virðist að ástæðulausu - einhverj-
ir kennarar og „fræðingar" taka
upp á því að fara að skipta aftur í
deildir eftir kynjum.
„Minnir á húsmæðralíf fyrir
30-40 árum“, skrifaði reiður faðir
- segir Valgerður Bjarnadóttir m.a. í skýrslu sinni
barns í kynjaskiptri deild G.A.
þegar hann í skoðanakönnun var
spurður álits á því fyrirkomulagi.
Það eru ekki nema nokkrir ára-
tugir síðan barist var fyrir að
afnema kynjaskiptingu, og þá er
eðlilegt að einhverjum finnist
öfugsnúið og fáránlegt að taka
hana upp aftur.“
Það er ekki verið að dusta ryk-
ið af kynjaskiptingu síðustu aldar
og hverfa aftur til fortíðar, segir
Valgerður, forsendur og mark-
mið kynjaskiptingar nú eru að
jafna stöðu kynjanna. Hún ræðir
um ólíka hegðun og skapferli
stráka og stelpna og hvernig kyn-
in láta að stjórn í tímum, eins og
fram kemur hér á eftir:
Daðrað við karlkennara
„Strákarnir eru sumir grófir,
kaldir kallar, með yfirgang og
jafnvel ofbeldi. Stelpurnar eru
símasandi, nenna ekki að ein-
beita sér, vilja helst nýta tímann í
að prófa nýjustu hárgreiðsluna á
hvor annarri, spjalla eða láta sig
dreyma. Þær æfa sig fyrir fram-
tíðarhlutverkið með því að daðra
við karlkennarana en strákarnir
nýta samskiptin við kvenkennar-
ana til að prófa hvað konur geta
þolað af grófum bröndurum og
óheflaðri karlmennsku."
Og Valgerður heldur áfram:
„Þegar unglingar eru í ein-
kynja hópum er oftast auðvelt að
byggja upp stolt þeirra yfir eigin
kyni, vinna með galla þess kyns
og kosti og ræða opinskátt um
kosti og galla hins kynsins, erfið-
leika í samskiptum o.fl. í þeim
dúr. Þegar þau eru í blönduðum
hópum fer mikil orka í að ganga í
augun á hinu kyninu og keppa
innbyrðis um athyglina og keppa
við hitt kynið um athygli kennar-
ans.“
Valgerður tekur fram að þetta
sé huglægt mat, ekki byggt á
reynslu af kynjaskiptingunni í
GA.
Orkustreymi
frá konum til karla
Hún fjallar einnig um erlendar
rannsóknir og ýmsar kenningar.
Valgerður Bjarnadóttir.
Athyglisverð er kenningin um
orkustreymi frá konum til karla
og skulum við líta aðeins á hana:
„Karlar hafa í margar aldir
nýtt sér orku eiginkvenna og ást-
kvenna til að ná árangri í starfi.
Orkan tekur á sig ýmsar myndir
og finnur sér leið frá konunni til
karlsins í formi ástar, athygli,
umhyggju, atlota og umönnun-
ar s.s. matar, hreinna klæða, fal-
legs heimilis, uppörvandi orða,
hljóðrar athygli og aðdáunar.
Konan sér um að hann hafi nóg
að borða, hrein föt, sé kynferðis-
lega fullnægður, hafi notalegt
umhverfi, þurfi ekki að þola
truflun frá börnum o.s.frv. Ef
eiginkonan hefur ekki uppfyllt
þessar þarfir svo fullnægjandi sé
leitar karlinn að orku frá annarri
konu; mömmu, systur, dóttur
eða ástkonu til að fylla það
skarð. Á síðustu áratugum hefur
það svo færst í vöxt að karla njóti
einnig á vinnustað þessa orku-
flæðis frá aðstoðarkonum (s.s.
riturum, varformönnum stjórna,
aðstoðarmönnum ráðherra, full-
trúum) og samstarfskonum.“
Valgerður telur ekki ólíklegt
að þetta fyrirbæri sé til staðar í
skólum og í blönduðum bekkjum
þiggi strákar ókeypis orku frá
stelpunum í kringum þá.
Stelpurnar blómstruöu
en strákarnir misstu tökin
á sjálfum sér
Margt fleira fróðlegt og skemmti-
legt er að finna í skýrslu Valgerð-
ar en við skulum að lokum líta á
hvernig hún metur árangurinn af
kynjaskiptu bekkjunum í Gagn-
fræðaskóla Akureyrar:
„í kynjaskiptu deildunum í
G.A. sáum við hvernig stelpurn-
ar blómstruðu við kynjaskipting-
una. Þær fóru hægt af stað, en
þegar þær fundu frelsið þá urðu
þær djarfari og sjálfstraustið óx,
jafnvel svo að á tímabili fannst
kennurunum erfitt að fá þær til
að lúta aga. Það leið þó hjá og í
heild var árangurinn jákvæður
bæði hvað varðar samskipti milli
stelpnanna og milli þeirra og
kennaranna. Enn getum við ekk-
ert sagt um langtímaáhrif kynja-
skiptingarinnar, hvort hún leiðir
til breiðara námsvals eða aukins
sjálfstrausts stelpnanna í framtíð-
inni.
Strákarnir misstu svolítið tökin
á sjálfum sér til að byrja með og
leiddust jafnvel inn í ofsafengna
hegðun og ofbeldi, þegar stelp-
urnar voru ekki lengur til að
dempa þá. Með markvissri
vinnu, - viðtölum, hópvinnu og
myndun stuðningshópa við þá
sem urðu fyrir einelti eða ofbeldi
-, var þó hægt að taka á þessum
málum og bæta til muna andann í
bekkjunum. Hvort þeir hafa lært
eitthvað sem nýtist þeim í sam-
skiptum í framtíðinni vitum við
ekki enn. Það sem ekki var gert
en eflaust er nauðsynlegt, var að
karlkennarar ræddu í eigin hópi
sín viðhorf og kynímynd. Kven-
kennarar þurfa auðvitað líka að
vinna með sín viðhorf, en það er
þó staðreynd að konur hafa í
mun meira mæli en karlar rætt
sitt kynhlutverk og -ímynd og
það skilar sér í starfi þeirra með
stelpum.“ SS
Þróunarverkefnið „Kynjaskiptar deildir“ í Gagnfræðaskóla Akureyrar:
„Aldrei hefur neinn árgangur nemenda
fengið aðra eins umfjöllun“
- segir Baldvin Bjarnason, skólastjóri, í lokaskýrslu verkefnisins
Þróunarverkefnið „Kynja-
skiptar deildir“ í Gagnfræða-
skóla Akureyrar veturinn
1990-91 vakti mikla athygli á
sínum tíma. Kennarar voru
ekki sammála um hvort rétt
væri að ráðast í þetta verkefni,
foreldrar voru tvístígandi og
almennir borgarar viðruðu
skoðanir sínar. Fjölmiðlar
sýndu hugmyndinni töluverð-
an áhuga og á tímabili var jafn-
vel hægt að tala um fjaðrafok í
bæjarlífinu á Akureyri. Hvers
vegna í ósköpunum átti að
hverfa til fortíðar og taka upp
sérstaka strákabekki og stelpu-
bekki? Sumir litu á þetta sem
öfugsnúna jafnréttisþróun.
í októbermánuði síðastliðnum
var lokaskýrsla þróunarverkefn-
isins kynnt og greindum við laus-
lega frá helstu niðurstöðum, sem
þóttu fremur jákvæðar en hitt.
En það er margt fróðlegt í þessari
skýrslu sem vert væri að skoða
nánar. Höfundar skýrslunnar eru
Kristján M. Magnússon, sál-
fræðingur, Valgerður Bjarna-
dóttir, félagsráðgjafi, Baldvin
Jóh. Bjarnason, skólastjóri,
Magnús Aðalbjörnsson, aðstoð-
arskólastjóri, og Sigríður K.
Bjarnadóttir, kennari.
í formála skýrslunnar lýsir
Baldvin Bjarnason aðdragandan-
um, en haustið 1989 var fyrst far-
ið að orða það að sækja um styrk
til þess að skoða hvort það væri
til bóta að kynjaskipta í deildir,
t.d. í 8. eða 9. bekk í a.m.k. eitt
ár. Hugmyndina átti Sigríður
Bjarnadóttir, en hún hafði fundið
fyrir því við kennslu raungreina
að strákarnir fengu meirihluta
athygli hennar, jafnvel þótt hún
reyndi meðvitað að gefa báðum
kynjum jafnan tíma og athygli.
Sigríður útbjó umsókn til Þróun-
arsjóðs grunnskóla og var það
staðfest með bréfi frá mennta-
málaráðuneytinu 1. mars 1990 að
skólinn hefði fengið 200 þúsund
króna styrk.
Eldri karlkennarar
töldu þetta óráö
Á kennarafundi í Gagnfræða-
skóla Akureyrar var samþykkt
með 13 atkvæðum af 30 að fara í
verkefnið og þiggja styrkinn, en í
umræðum kom í ljós að eldri
karlkennarar töldu óráð að ráð-
ast í þetta þótt enginn hefði greitt
atkvæði á móti.
Starfshóp skipuðu áðurnefndir
höfundar skýrslunnar og var
ákveðið að sækja um frekari
styrki. Fengust styrkir frá
Kennarasambandi fslands og
Jafnréttisnefnd Akureyrar, fag-
leg ráðgjöf frá Endurmenntunar-
deild KHÍ en engir peningar frá
Hinu íslenska kennarafélagi og
hrökkluðust kennarar í félaginu
fljótlega úr verkefninu.
Verkefnið fór síðan af stað í
byrjun skólaárs 1990-91 og voru
verkefnisstjórar þau Kristján
Magnússon og Valgerður Bjarna-
dóttir.
„Aldrei hefur neinn árgangur
nemenda fengið aðra eins
umfjöllun og þessi og ekki hefur í
annan tíma verið eins mikil
umræða um námsefni og fram-
setningu efnisins síðan undirrit-
aður kom fyrst að þessum skóla
árið 1966. Hvort þessi tilhögun,
að kynjaskipta í deildir, er til
bóta er of snemmt að fullyrða
nokkuð um því árgangurinn er
ekki að öllu leyti marktækur af
ýmsum ástæðum," segir Baldvin
skólameistari í formála skýrsl-
unnar.
Á kennarafundi í apríl sl. var
rætt hvernig til hefði tekist. 20
kennarar greiddu atkvæði með
því að halda áfram á sömu braut
næsta vetur, 5 voru á móti en 3
skiluðu auðu. í ljósi þessa var
ákveðið að halda verkefninu
áfram í vetur en án allra rann-
sóknarstyrkja.
Helstu markmið með
þróunarverkefninu
Víkjurn þá að þróunarverkefninu
í framkvæmd og helstu niður-
stöðum. Markmið verkefnisins
eru sett fram í skýrslu Kristjáns
Magnússonar:
„I fyrsta lagi er um að ræða
jafnréttismarkmið, þ.e. að vinna
að því að jafna stöðu kynjanna í
skólanum, með því að aðlaga
kennsluna að þörfum og hæfni
hvors kyns.
í öðru lagi er um að ræða það
markmið að gera skólann, Gagn-
fræðaskóla Akureyrar, hæfari til
að mæta þörfum allra nemenda.
í þriðja lagi er það markmið
verkefnisins að veita kennurum
möguleika á að þróa eigin
kennsluaðferðir...“
Fimm bekkjardeildir voru í 8.
bekk á skólaárinu, 26 nemendur í
deild, tvær stúlknadeildir, tvær
strákadeildir og ein blönduð. í
blönduðu deildinni voru reyndar
aðeins 5 strákar á móti 21 stúlku.
Verkefnið var síðan keyrt
áfram með reglulegum fundum,
fræðslu og athugunum. Viðhorf
kennara, nemenda og foreldra
voru könnuð og allar niðurstöður
dregnar saman að vori.
Nokkur breyting
til batnaðar í
kynjaskiptum deildum
Orðrétt segir í skýrslunni um
reynsluna af kennslu 8. bekkjar:
„Mikill munur er á samhljóða
jákvæðum væntingum kennara
að hausti og lýsingu þeirra á nei-
kvæðri reynslu að vori, af
kennslu 8. bekkjar. 6 kennarar af
7 sem svara spurningunni segja
að vori, að samskipti og náms-
ástundun hafi verið slæm í bland-
aða bekknum. 3 kennarar af 6
sem svöruðu spurningunni segja
að námsástundun í stráka-
bekkjunum hafí verið slæm, en
allir 5 sem svara liðnum um sam-
skipti í strákabekkjum, segja að
þau hafi verið góð. I athuga-
semdum kemur fram að „sam-
skipti við strákadeildir hafi verið
erflð, en farið batnandi er á
leið“. Öllum 8 kennurum sem
svara, bæði haust og vor, ber
saman um að jafnt námsástundun
sem samskipti hafi verið góð í
stelpnabekkjunum.
Þegar afstaða foreldra til
kynjaskiptra deilda í byrjun og
lok vetrar var könnuð kom í ljós
að engin ein afstaða var yfirgnæf-
andi. Foreldrar skiptust í þrjá
nokkuð jafna hópa, jákvæðan,
hlutlausan og neikvæðan. Mæður
voru jákvæðari en feður, og for-
eldrar barna í kynjaskiptum
deildum mun jákvæðari en for-
eldrar barna í blandaðri deild.
í lok vetrar voru töluvert fleiri
jákvæð, færri neikvæð en hlut-
lausi hópurinn svipaður.
Flestir foreldrar voru á þeirri
skoðun að barn þeirra hefði lítið
breyst hvað varðar hegðun,
námsárangur og sjálfstraust. Hjá
nemendum í kynjaskiptum deild-
um hafði þó orðið breyting til
batnaðar hjá nokkuð stórum
hópi.
Groddalegri samskipti
í hreinum strákabekk
Viðtöl við fimm nemendur úr
hverri deild 8. bekkjar leiddu í
Ijós að stelpurnar höfðu almennt
verið ánægðar með veturinn. í
annarri stelpnadeildinni töluöu
þær um að veran í deildinni hefði
gefið þeim aukið sjálfstraust,
bæði í samskiptum við aðra
nemendur og við að leita sér
aðstoðar frá kennara. Þær mæltu
eindregið með áframhaldandi
kynjaskiptingu.
Stelpur í blönduðu deildinni
sögðu að andinn hefði ekki verið
góður og sögðu tvær af fimrn að
þær hefðu gjarnan viljað vera í
hreinum stelpubekk.
Bekkjarandinn var misjafn í
strákadeildunum. í annarri deild-
inni hafði verið órólegt í tímuni
og borið töluvert á átökum milli
nemenda og kennara strax frá
upphafi skólaárs. í hinni deild-
inni fór fyrst að bera á spennu um
páskaleytið. Fimm strákar af tíu,
allir úr „friðsamlegri“ deildinni,
mæltu með áframhaldandi kynja-
skiptingu.
Kristján Magnússon getur um
erfiðleika sem e.t.v. tengjast
kynjaskiptingunni:
„Erfiðleikarnir hafa fyrst og
fremst komið fram í samskiptum
milli nemenda og að einhverju
leyti milli nemenda og kennara.
Það virðist vera tilhneiging til
groddalegri samskipta í hreinum
strákabekk og nefnt hefur verið
að blandaðir bekkir séu demp-
aðri bæði í orðbragði og hegðun.
(Þó hafa einnig heyrst þau
ummæli að orðbragðið sé betra
þegar kynin eru út af fyrir sig).“
Kristján getur þess einnig að
átök hafi virst snarpari. Athugun
hjúkrunarfræðinga sýndi að
meiðslum/slysum fjölgaði úr 46
tilfellum skólaárið 1989-90 í 53
tilfelli á umræddu skólaári. Það
eru fyrst og fremst aukin meiðsl
hjá drengjum í 8. bekk sem valda
þessari fjölgun. Slysin færðust
um set og urðu fleiri á skólagöng-
um en í leikfinrisal.
Hér er ekki rýnri fyrir nánari
skýringar en niðurstöðurnar gáfu
forsvarsmönnum skólans tilefni
til að halda áfram á sömu braut.
Fleiri niðurstöður eru reifaðar í
skýrslu Valgerðar Bjarnadóttur
sem hér er tekin sérstaklega fyrir.
' SS
Ummæli foreldra:
Eini staöurinn á íslandi sem þetta var
tekið upp og enginn sýnilegur árangur,
minnir fólk á Húsmæöralíf fyrir 30-40
árum. Þetta virðist ekki skila neinum
árangri þetta rugl, nær aö kaupa tölvu
og bækur og ritvélar.
- o -
Gott fyrir stúlkur á þessum aldri, þær tjá
sig frekar án drengjanna.
- o -
Þetta er gömul lumma sem oft hefur
verið reynd og alltaf komiö illa út.
-o-
Dóttir mín segir hafa veriö meiri vinnu-
friö í bekknum og aö góöur andi ríki
Meiri agavandamál þar sem eingöngu
drengir eru saman í bekk. Ekkert já-
kvætt þótt ég reyni aö vera jákvæö!
Meiri harka og slagsmál.
-o-
Barniö er ánægt og þaö er fyrir öllu.
- o -
Það vantar jafnvægi. Kvenelementið
getur oröiö ansi hart á stundum. Konur
eru konum verstar. Er alfarið á móti
skiptingunni.
— o —
Betri námsárangur í nokkrum greinum
- betri samskipti nemenda.