Dagur - 21.11.1991, Blaðsíða 15

Dagur - 21.11.1991, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 21. nóvember 1991 - DAGUR - 15 Jón Haukur Brynjólfsson Iþróttir FH voru Hálfdán og Hans drjúgir og Bergsveinn varði vel í mark- inu. -bjb Mörk FH: Hálfdán Þórðarson 6. Gunnar Bcinteinsson 5, Kristján Arason 5/1, Hans Guðmundsson 4, Sigurður Sveins- son 3, Borgils Óttar Mathiesen 2. Óskar Helgason I. Pétur Petersen 1. Mörk KA: Stefán Kristjánsson 7, Alfreð Gíslason 6/1. Sigurpáll Aðalsteinsson 4/1, Jóhann Jóhannsson 2, Erlingur Kristjánssön I. Guðmundur Guðmunds- son I. Dömarar: Jón Hermannsson og Guð- mundur Sigurbjörnsson. Áttu hroðaleg- an dag. Knattspyrna: Sigurbjöm áfram með SM Sigurbjörn Viðarsson hefur verið endurráðinn þjálfari 4. deiidarliðs SM í knattspyrnu. Sigurbjörn þjálfaði og lék með SM á síðasta tímabili en liðið hlaut þá 12 stig og hafnaði í 6. og næst neðsta sæti D-riðils 4. deild- ar. Sigurbjörn var áður leikmað- ur með Pór. Útlit er fyrir að SM haldi sín- um mannskap síðan í sumar og fái jafnvel einhvern liðsauka. Nú þegar hefur Reynismaðurinn Gunnar Arnar Gunnarsson ákveðið að leika með liðinu næsta sumar. „Háttyísi, höfum rétt við. Prúðasta lið 4. fl. karla ’91.“ Svo hljóðar áletrun á skyldi sem 4. flokkur Völsungs hlaut frá KSÍ eftir keppnistímabilið í sumar. Liðið stóð sig vel í sumar og komst m.a. í úrslit í íslandsmótinu. Myndin var tekin á æfingu nýlega en á hana vantar nokkra pilta sem léku með liðinu í sumar. Með drengjunum á myndinni er Aðalsteinn Baldursson, þjálfari. Mynd: im Bikarleikurinn er í kvöld Bikarleik Þórs og Fram í 16 liða úrslitum í handbolta var frestað í gær þar sem Framlið- ið komst ekki norður. í gær hamlaði þoka í Reykjavík flugi til Akureyrar. Af þeim sök- um komst Framliðið ekki norður, en leikurinn verður leikinn í kvöld í íþróttahöllinni kl. 19.30. KA-menn eru úr leik í bikar- keppninni í handknattleik eftir ósigur gegn FH, 21:27, í Hafn- arfírði á þriðjudagskvöldið. FH-ingar höfðu forystuna all- an tímann og staðan í hléi var 14:9. „Það var erfitt að spila á móti KA-mönnum og ég fékk óblíðar viðtökur hjá þeim,“ sagði Hans Guðmundsson, stórskytta FH- inga, og sýndi myndarlegt glóðar- auga máli sínu til stuðnings. „Þetta var nú reyndar alveg óvart. Þetta var þó hörkuleikur og munurinn á liðunum ekki jafn mikill og tölurnar gefa til kynna. Mér sýnist KA-liðið vera að smella saman, það er ekki spurn- ing unt hvort heldur hvenær." Hans var sínum gömlu félög- um í KA erfiður á þriðjudags- kvöldið, sérstaklega í fyrri hálf- leik en þá voru yfirburðir FH töluverðir og þeir náðu á tímabili 7 marka mun. KA-mönnum gekk illa í sóknarleiknum og þótt þeir berðust mun betur í seinni hálf- leik var sigur FH-inga ekki í hættu. Úrslitin réðust endanlega íslenska kvenfólkið fallegt - segir Dan Hallström, sænskur gönguþjálfari hjá SRA Stefan Kristjánsson átti ágætan leik gegn sínum gömlu félögum og skor- aði 7 niörk. þcgar FH-ingar voru einum færri, staðan var 20:16 og KA-menn áttu vítakast. Bergsveinn varði frá Alfreð og FH-ingar brunuðu upp og skoruðu og náðu síðan aftur 7 marka forystu, 23:16. Stefán Kristjánsson lék með KA-liðinu gegn fyrrum félögum sínum nteð reifaða fingur á hægri hendi. Það virtist þó ekki há hon- unt því hann skoraði 7 mörk og átti bestan leik KA-manna. Hjá Dan Hellström. Mynd: Golli Dan Hellström er sænskur gönguskíöaþjálfari sem ráðinn hefur verið til starfa hjá Skíðaráði Akureyrar í vetur. Hann er aðeins 23 ára að aldri en hefur þrátt fyrir það mikla reynslu að baki sem þjálfari, hefur starfað við hana síðan hann var 14 ára gamall. „Það er kannski heldur óvenjulegt að þjálfarar séu þetta ungir en ég held að það sé frekar kostur en löstur. Maður nær betur til yngri keppendanna en eldri þjálfarar,“ segir Dan. Dan er fæddur í Stokkhólmi en flutti 12 ára gamall til lítils bæjar sem heitir Norberg en það er mikill skíðabær þar sem m.a. fer fram ein frægasta göngukeppni Svía, Engelbrechtsloppet. „Ég byrjaði hins vegar sjálfur frekar seint að ganga á skíðum, eða ekki fyrr en ég var orðinn 14 ára,“ segir Dan. „Mér gekk mjög vel í upphafi og vann t.d. fljót- lega bronsverðlaun í sveitakeppni á sænska unglingameistaramót- inu. Ég fór í skíðamenntaskóla í Gállivare og var þar í tvö ár en gekk ekki nógu vel enda kom í ljós að ég var með asma og hætti því. Ég var um tíma í hernum og keppti á hans vegum, tók m.a. þátt í skíðaskotfimi. f fjögur ár hef ég séð um að leggja brautir í Norberg og haft yfirumsjón með félagsþjálfun þar í tvö ár. Ég hef einnig verið héraðsþjálfari í Vástmanland í tvö ár. Þar sá ég um að þjálfa sex rnanna úrvalslið héraðsins sem tók þátt í öllum sterkustu keppnum Svíþjóðar.“ Góður skíðamaður „fæðist“ á sumrin Akureyringar komust í samband við Dan í gegnum ísfirðinginn Daníel Jakobsson sem stundar nám í skíðamenntaskólanum í Járpen ásamt Bill Hellström, bróður Dans. „Þetta bar mjög brátt að en það var allt í lagi. Ég er ekki með fjölskyldu og ákvað bara að drífa mig. Ég hafði áhuga á að spreyta mig í þjálfun annars staðar en í Svíþjóð og fannst það svolítið ævintýralegt að fara til íslands. Ég vissi nánast ekkert um landið, hafði þó séð kvik- myndina Hrafninn flýgur og fannst hún mjög góð. Ég vissi að þetta var eldfjallaeyja og íslend- ingar söguþjóð og mér fannst þetta einfaldlega spennandi. Ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum, mér hefur litist vel á land og þjóð, fólkið hér er sérstaklega vingjarnlegt og kvenfólkið mjög fallegt, enn fallegra en það sænska. Ég vissi enn minna um íslenska skíðagöngumenn, þekkti reyndar Daníel sem er mjög góður en þar með er það upptalið. Ég verð að viðurkenna að ég átti von á að göngumennirnir væru betri en þeir eru. Á því eru ýmsar skýringar, m.a. sú að þeir æfa allt of lítið á sumrin. í Svíþjóð er sagt að góður skíðamaður „fæðist" á sumrin því þá byggja menn sig upp. Skólinn er líka svolítið öðruvísi en í Svíþjóð, skíðamenn sem eru í skóla hafa ntikið að gera og verða að leggja virkilega hart að sér til að ná árangri í íþróttinni. Þeir sem ég þjálfa eiga mikla möguleika á að ná langt á íslandsmóti en standa nokkru aftar en Svíar. Ég myndi segja að það væri raunhæft fyrir þá bestu að ntiða sig t.d. við Daníel og reyna að ná svipuðum árangri og hann. Daníel er greinilega kom- inn skrefinu á undan þessum strákum og það er vænlegast til árangurs að miða sig við einhvern betri en maður er sjálfur, ekki einhvern sem er jafn góður. Þá verða framfarirnar minni. 13-14 ára krakkarnir hérna eru liins vegar svipaðir jafnöldrum sínum í Svíþjóð en munurinn eykst eftir því sem ofar dregur og það stafar einungis af því að meira er æft í Svíþjóð." - Hvaða markmið hefur þú sett Jrér fyrir veturinn? „Ég hef fyrst og fremst sett mcr tvö markmið. Annars vegar að koma krökkunum sem ég er að þjálfa í hóp þeirra bestu á ís- landi og hins vegar að reyna að auka fjölda þeirra sem stunda skíðagöngu hér. Þetta er ekki svo stór bær að ég hafi átt von á mikl- um fjölda en niiðað við mögu- leikana sem bjóðast hér ættu þeir að vera fleiri. Landslagið er mjög fallegt og skemmtilegt og aðstæð- ur allar hinar ákjósanlegustu þannig að ég er bjartsýnn á að fleiri eigi eftir að gefa sig að þess- ari skemmtilegu íþrótt,“ sagði Dan Hellström. Bikarkeppnin í handknattleik: KA-menn áttu ekki möguleika gegn FH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.