Dagur


Dagur - 23.11.1991, Qupperneq 10

Dagur - 23.11.1991, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Laugardagur 23. nóvember 1991 Bjórverksmiðjan á Akureyri er vel tækjum búin og hlutverk starfsmannanna er fyrst og fremst að sjá til þess að vélarnar vinni eins og þær eiga að vinna. ...,,sl. vor fór ég með manni frá Lövenbrau-verksmiðjunum í Þýskalandi inn í áfengisútsölu í Reykjavík. Hann missti andlitið þegar hann sá að bjórkippan væri seld á um 900 krónur, en kampavínsflaskan á um 2000 krónur. í Þýskalandi kostar samskonar bjórkippa um 200 krónur.“ Myndir: Golli Galdurinn við „forboðna“ dnkkinn - um 500 þúsund lítrar í einu í bruggtönkunum hjá Viking Brugg á Akureyri Nei, þetta er ekki starfsmaður Viking Brugg á Akureyri! Hér er mætt í fullum skrúða nunnan Doris, sem er yfir- bruggari við Mallersdorf í Bæjaralandi. Mikið er um bjórbruggun í klaustrum í Evrópu og bæði nunnur og munkar leggja allt sitt í bruggunina. Mynd: New World Guid to Bccr. Magnús Þorstcinsson, framkvæmdastjóri Viking Brugg, stendur hér við nokkra af bjórtönkum verksmiðjunnar á Akureyri. Magnús áætlar að um 500 þúsund lítrar séu í tönkunum í einu. Eins og við mátti búast eru íslendingar nú komnir yfir nýjabrumið í neyslu á áfengum bjór eftir sprenginguna, sem varð í kjölfarið á því að brugg- un og sala bjórs var leyfð 1. mars 1989. Neyslan er mun minni nú en á fyrstu mánuðun- um og að sögn Magnúsar Þor- steinssonar, framkvæmdastjóra Viking Brugg hf. á Akureyri, sem er langstærsti bjórfram- leiðandinn hér á landi, má ætla að hlutfall sölu á bjór, sterkum og veikum vínum sé komið í það horf sem cðlilegt geti talist. 500 þúsund lítrar í tönkunum Blaðamaður leit á dögunum við í Viking Brugg á Akureyri og skyggndist á bak við leyndardóm bjórgerðarinnar. Óhætt er að segja að bjórbruggun undirritaðs í gamla daga, með aðstoð marg- víslegra efna frá Ingva í Hafnar- búðinni á Akureyri, hafi fölnað í samanburði við þessi ósköp. I þá daga var lagt í 25 lítra kúta og þóttust menn góðir með þá fram- leiðslu, en í Viking Brugg eru menn heldur stórtækari. Þar má ætla að séu um 500 þúsund lítrar í einu í bruggtönkunum. En hvort sem menn leggja í litla tugalítra kúta eða margra þús- unda lítra tanka er aðferðin stórt séð sú sama. Lykillinn að góðum bjór er fyrsta flokks hráefni; vatn, korn, ger og humlar, ítrasta nákvæmni og hreinlæti. Undirgerjaður bjór Sem dæmi um nákvæmnina má nefna að það er hreint ekki sama hvort notuð er vetrar- eða vor- uppskera af byggi. Að sama skapi skiptir miklu hvort notað er svo- kallað tveggja- eða sex-raða bygg. Viking Brugg notar tveggja raða bygg, sem kemur hingað til lands í 17 tonna gámum og er dælt í stór síló við verksmiðjuna. Bygg- ið er hreinsað og sogið úr því allt ryk áður en það er notað í sjálfa bjórgerðina. Það er síðan soðið á ákveðinn hátt í þrem mismun- andi kötlum til þess að ná úr því þeim efnum sem æskileg eru í bjórinn. Að sögn Magnúsar Þorsteins- sonar tekur suðan nálægt 10-12 tímum og að því loknu er byggið fært yfir í gerjunartankana þar sem gerjun hefst. Þessi hluti bruggunarinnar tekur allt að 14 dögum og með honum er ná- kvæmlega fylgst af starfsfólki rannsóknastofu Viking Brugg. Að gerjun lokinni er bjórinn kældur og þá falla óhreinindi til botns. Þessi tegund bjórs er svo- kallaður undirgerjaður bjór. Lokaskref bruggunarinnar er síð- an síun og átöppun. íslendingar vilja hina þýsku hefð í bjórgerð Viking Brugg er með sjö tegundir af bjór á markaðnum og sagði Magnús að á því rúma hálfu öðru ári, sem bjór hefur verið fram- leiddur í landinu, hafi greinilega komið í ljós bjórsmekkur landans. „Markaðurinn vill þess- ar Ijósu tegundir af bjór sein sumir kalla hina þýsku hefð í bjórgerð. Við höfum því lagt áherslu á að framleiða þann bjór,“ sagði Magnús. Hann sagðist telja að svartsýn- isspár „bindindispostula" í land- inu um allsherjar fyllerí í landinu eftir að bjórinn yrði leyfður, hafi ekki gengið eftir. Menn drykkju sinn bjór eins og annað áfengi að stærstum hluta um helgar. „Það hefur orðið samdráttur í sölu á bjór og að sama skapi aukning í sölu sterkra drykkja. Bjórinn er meira skattaður en sterka áfengið og þess vegna er hann hlutfalls- lega dýrari hér en annað áfengi. í þessu sambandi get ég nefnt að sl. vor fór ég með manni frá Löwenbrau-verksmiðjunum í Þýskalandi inn í áfengisútsölu í Reykjavík. Hann missti andlitið þegar hann sá að bjórkippan væri seld á um 900 krónur, en kampa- vínsflaskan á um 2000 krónur. í Þýskalandi kostar samskonar bjórkippa um 200 krónur.“ Magnús sagðist aðspurður telja að leyfa ætti sölu á bjór og öðru áfengi í matvöruverslunum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. „Ég tel hins vegar að dreifing á áfengi eigi að vera áfram í hönd- urn eins aðila. Það breytir ekki öllu hvort sá aðili heitir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins eða Áfengisverslun fslands.“ Viking Brugg hf. er með þýsk- an bruggmeistara á sínum snærum, sem á stóran þátt í endanlegu bragði bjórsins. Hann hefur starfað víða annars staðar og þekkir því vel þennan sér- kennilega heim bjórgerðarlistar- innar. Bjórbruggarar víða um heim þekkjast vel innbyrðis og bera saman bækur sínar. Þetta er sérstakur heimur, þar sem talað er sérstakt tungumál. Magnús segir vissulega gaman að fá að kynnast þessum heimi og bjór- iðnaðurinn sé heillandi, ekki síst vegna þess hve skammt sé síðan að þessi áratuga forboðni drykk- ur hér á landi var leyfður. 6000 ára gamall drykkur Bjórinn á langa sögu, sem segja má að spanni allt að 6000 ár. Þessi görótti drykkur var til dæm- is drukkinn í forn Mesopotamíu, Egyptalandi og Kína. í Evrópu voru kaþólskir munkar frum- kvöðlar í bjórgerðarlistinni og segir sagan að sá munkur sem bar ábyrgð á bjórbrugguninni í við- komandi klaustri hafi komist næst ábótanum í virðingarstigan- um. Ábótinn hélt utan um and- lega velferð munkanna, en „bjórmunkurinn" lét sér annt um líkamlega velferð þeirra með því að leggja allt sitt í bjórgerðina. Um norðanverða Evrópu var bjórgerðin tíðum í höndum kvenna, en eiginmenn þeirra stunduðu sjóróðra og öfluðu fiskjar, eða rændu og rupluðu á suðlægum slóðum. Sagan segir að við val á kvonfangi liafi víking- arnir lagt að jöfnu líkamlega kvenkosti og hæfileikann til þess að brugga sterkan og góðan bjór. Nú er öldin önnur En nú er öldin önnur, að vissu leyti. Vissulega hefur bróður- partur bjórframleiðslu í heimin- um færst í fullkomnar verksmiðj- ur, en þó má víða erlendis enn finna litlar heimilislega bjórkjall- ara í klaustrum og bóndabæjum. Bjórbruggun og -drykkja á sér ríka hefð í mörgum Evrópulönd- um. Við getum nefnt Þýskaland, Danmörku og Holland. Banda- ríkjamenn eru vissulega mesta bjórframleiðsluþjóð í heimi, með 23 milljarða lítra framleiðslu á ári. Þeir eru hins vegar í 12. sæti í neyslu á mann. Þar tróna Þjóð- verjar á toppnum. Þeir drekka hvorki meira né minna en 147 lítra á mann á ári hverju. íslend- ingar keyptu 6,4 milljónir lítra af sterkum bjór í fyrra, sem sam- svarar um 25 lítra neyslu af bjór á hvern íslending. Við verðum greinilega að hafa okkur alla við ef við eigum að ná Þjóðverjum í bjórdrykkju! Af þessari 25 lítra neyslu hvers íslendings fram- leiddi Víking Brugg hf. á Akur- eyri 10 lítra. Staða verksmiðj- unnar er því sterk á innanlands- markaði. Yandið valið á bjórglösum Og í lokin nokkur holl ráð til unnenda bjórsins. Menn skulu hafa það í huga að bjór er ætíð bestur nýr og því skal varast að geyma hann of lengi í kæliskápnum eða uppi á hillu inni í búri. Ef menn halda að engu máli skipti í hvernig glös bjórnum er hellt, þá er það mikill misskiln- ingur. Best er ef glösin eru frem- ur há og þrengjast að ofan. Takið eftir glösunum næst þegar þið eigið leið inn á gamla virðulega bjórkrá erlendis. Það skyldi þó aldrei vera að þið fengjuð bjór- inn reiddan fram í slíkum glösum? Þá er mikilvægt að glösin séu hrein og laus við alla fitu, sem er einn af helstu óvinum bjórsins. Því er það ekki sæmandi góðum bjórdrykkjumanni að drekka bjór og mjólkina úr Auðhumlu úr sama glasinu. Bjórglösin verða einnig að vera köld þegar miðin- um er hellt í þau og góð regla er að skola þau úr köldu vatni áður en hellt er í þau. Ekki skal þurrka glösin, heldur láta þau þorna sjálf. Og svo að lokum eitt mikilvægt atriði. Þvottaefni sem notuð eru við uppvask geta orðið eftir inn- an í glösunum og þar með eyði- lagt bjórfroðuna. Af þeim sökum er vert að forðast að nota þvotta- efni við þvott á bjórglösum. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.