Dagur - 23.11.1991, Page 13

Dagur - 23.11.1991, Page 13
Laugardagur 23. nóvember 1991 - DAGUR - 13 axfra aígenga raitunakv 'dla nuddara? „Jú, sá misskilningur er fyrir hendi. Nudd getur maður lært á tiltölulega stuttu nám- skeiði og opnað síðan stofu. Sjúkraþjálfarar hafa hins vegar að baki fjögurra ára háskólanám og geta farið í framhaldsnám á ákveðnum sviðum. Okkar starf er mjög fjöl- breytt og vandamál í mjóbaki, hálsi og herðum er bara einn angi af starfi sjúkra- þjálfarans. Pað er nánast ekkert sem tengist stoð- og hreyfikerfi mannsins okkur óvið- komandi. Hver sem er getur farið til nuddara hve- nær sem er, slakað á og látið sér líða vel án þess að nokkuð sérstakt sé að. Til sjúkra- þjálfara fer fólk ekki án þess að hafa fyrst fengið beiðni hjá heimilislækni eða sérfræð- ingi, þannig að læknarnir eru í rauninni okkar tengiliðir og gott samstarf við þá er mikilvægt. Einstaklingur sem kemur til sjúkraþjálf- ara, t.d. vegna stoðkerfiskvilla, er fyrst skoðaður og vandamálið greint. Síðan setj- um við upp meðferðaráætlun, en orsakirnar geta verið flóknar, sambland af álagi í vinnu, rangri h'kamsbeitingu og streitu auk meðfæddra þátta. Jafnframt er líkams- ástand einstaklingsins yfirleitt lélegt. Mark- miðin með meðferðinni verða að vera raun- hæf og sjúkraþjálfarinn og sjúklingurinn þurfa að vera samtaka. Stór hluti meðferð- arinnar er fræðsla, sjúkraþjálfarinn kennir einstaklingnum æfingar og teygjur, því auk þess sem hann notar nudd, bylgju- og raf- magnsmeðferð og liðlosun o.fl. þá þarf ein- staklingurinn að beita sjálfsskoðun og finna út sína eigin veikleika. Einstaklingurinn verður að fjarlægja orsakaþættina en sjúkraþjálfarinn einkennin. Ef einstakl- ingurinn breytir ekki þeim lífsháttum sem orsökin er rakin til skilar meðferðin ekki þeim árangri sem hún á að gera. F>á er tímanum og peningunum illa varið.“ Losa um spennu með því að hlaupa eða öskra Stefán ræddi cinnig um andlega þáttinn, streituna sem framkallaði hina hefðbundnu vöðvabólgu sem ekki væri rakin til stoðkerf- isins. Parna er líka hægt að rifja upp þróun mannsins, líkt og hvað bakið varðar. „Mannsskepnan hefur alla tíð búið yfir flóttaviðbragði og það hefur ekki fylgt þró- un mannsins til nútímasamfélags. Við höf- urn enn sönru viðbrögð og frummaðurinn, sem hann þurfti að nota til að flýja eða berj- Hryggsúlan er byggð upp af 33 hryggjarliðum. Miíli þeirra eru fjaðrandi hryggþófar úr trefja- brjóski nieð mjúkum lilaupkenndum kjarna innst. Utan á hryggsúlunni eru liðbönd og vöðv- ar sem ásamt hryggþófunum auka styrk hennar og hreyfanleika. Oþægindi í baki og hálsi eru oftast frá vöðvum og liðböndum, en geta einnig stafað af óeðlilcgu ástandi hryggjarliða og hryggþófa. ast fyrir lífi sínu. í dag koma þessi frum- stæðu viðbrögð þegar við erum of sein í vinnuna og lendum á rauðu ljósi, streitu- hormón (adrenalín) eykst í blóðinu, blóð- þrýstingur hækkar, vöðvaspenna eykst, sjá- öldrin stækka og við verðum spennt. Petta eru í rauninni sömu einkenni og kaffi veldur, en kaffi er mikill vinur vöðvabólg- unnar. Við sitjum í bílnum, kreistum stýrið, bítum á jaxlinn og bölvum í hljóði. Petta eykur spennuna og við höldum áfram að hlaða henni upp allan daginn.“ - Hvernig er hægt að losna við þessa spennu? „Við þurfunt að fá útrás daglega. Því er mikilvægt að stunda líkamsrækt reglulega, svitna duglega og ná spennunni úr líkaman- um. Ef maður er reiður verður maður að fara út og hlaupa í stað þess að bæla spenn- una innra nieð sér. Það er líka gott að öskra, til dæmis í bílnum, samt ekki þegar börnin eru með! Við erum sjálf okkar versti óvinur, bæld spenna, lélegt líkamlegt form og líkamsbeiting, reykingar og kaffidrykkja framkalla vöðvabólgu.“ „Fólk ginnkeypt fyrir skyndilausmim“ - Mörgum finnst erfitt að stunda líkams- rækt og heilbrigt líferni. Er það kannski þess vegna sem fólk leitar oft eftir töfra- lausnum sem spretta upp ár hvert til að slá á bakverki og streitukvilla? „Jú, fólk er alltaf að leita að skyndilausn- um, óvirkum meðferðum sem það þarf ekki að taka þátt í sjálft. Þar eru lyfin vinsælust, en þau eru aldrei annað en einkennameð- ferð. Þau slá á bólgur og verki, slaka á vöðvum, en orsökin er enn til staðar, s.s. vinnuumhverfi, andlegt álag og lélegt lík- amsástand. Sama gildir um nálastungur og alls kyns töfralausnir. Sá sem fær þursabit lagast með tímanum, en batinn er hraðari með meðferð og ein- staklingurinn nær að fyrirbyggja að þetta komi fyrir aftur. Menn verða að líta á hlut- ina í víðara samhengi, það þýðir ekki að fara í nudd núna til að líða betur á morgun, þetta kemur aftur og aftur. En þetta er til- hneiging hjá fólki, það fer til læknis til að „fá eitthvað við þessu" frekar en að fara til sjúkraþjálfara og gera eitthvað í málunum. Það getur verið erfitt að byrja i líkams- rækt og þægilegra að fara í nudd, liggja á rafknúnunt bekkjum eða fara í rafmagns- tæki sem eiga að styrkja vöðvana. Allar rannsóknir sýna að ef maður hefur nægan vöðvastyrk fær maður miklu meira út úr því að þjálfa vöðvana með lóðurn eða almenn- um æfingum en að láta rafmagnið um þjálf- unina. Fólk er voðalega ginnkeypt fyrir skyndilausnum og alltaf í leit að nýju. Þess vegna koma upp bylgjur sem óprúttnir sölu- menn nýta sér óspart." Langur biðlisti á Bjargi - Við höfum einblínt á álags- og spennu- kvilla en geturðu farið nánar út í aðra þætti í starfi sjúkraþjálfara, t.d. hjá ykkur á Bjargi? „Já, starfið er mjög fjölbreytt og á Bjargi er starfsemin hvað fjölbreyttust á landinu, enda þjónum við öllu Norðurlandi á ákveðnum sviðum. Aðstaðan er mjög góð og líklega sú besta utan Reykjavíkursvæðis- ins. Við tökum til meðferðar lítil börn, fötl- uð og þau sem eru á eftir í hreyfiþroska. Skertur hreyfiþroski kemur oft fram í skólanum, t.d. í skrift og leikfimi. Við mun- um eftir börnunum sem gekk illa í leikfinti og voru útundan vegna þess að þau gátu ckki gripið bolta og fleira í þeim dúr. Nú er farið að senda þessi börn í auknum mæli til sjúkraþjálfara og þau fá örvun til að brúa þetta bil. Sjúklingar eru hér af ýntsu tagi. Það er til- hnciging hjá læknum að senda erfiðari til- felli frekar til meðferðar á Bjargi en til ann- arra meðferðarstöðva og þess vegna er lang- ur biðlisti hjá okkur. Viö höfum gigtarsjúkl- inga, baksjúklinga, íþróttamenn sem hafa meiðst, fólk sem hefur lent í slysum, tognað eða hlotið aðra áverka o.s.frv. Einnig fólk með taugasjúkdóma eins og Parkinson, fólk sem hefur fengið heilablóðfall og það má segja að við fáumst við allt niður í sárameð- ferð. Hér eru í gangi ýmsir hópar, geðfatlaðir, þroskaheftir, morgunleikfimi fyrir einstakl- inga með vandamál frá hrygg, meðgöngu- leikfinti og fræðsla, auk þess sem Bjarg býð- ur upp á alhliða líkamsrækt og vinnustaða- leikfimi. Hjarta- og lungnasjúklingar konta hingað og æfa undir handleiðslu sjúkraþjálf- ara og lækna, þannig að af þessu má sjá að starfið er fjölbreytt." Jón og séra Jón fá ekki sömu þjónustu í kerfmu Stefán Sig. Ólafsson ólst upp á Akureyri frá eins árs aldri og lítur því á sig sem Akureyr- ing, nánar tiltekið Brekkusnigil. Hann er e.t.v. kunnastur fyrir knattspyrnuiðkun með KA enda búinn að vera í fótboltanum í rnörg ár. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1984, kenndi í Hrísey 1985-86 og útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla íslands 1990. Það ár starfaði hann sjálfstætt í Reykjavík og lék knatt- spyrnu með ÍR, auk þess sem hann þjálfaði þroskahefta í knattspyrnu og fór með hóp á Ólympíuleika þroskaheftra. Stefán hefur átt við meiðsl að stríða og knattspyrnuferillinn verður varla mikið lengri. Þetta kveikir upp spurningar í sam- bandi við íþróttameiðsl og ntisjafna með- ferð sem íþróttamenn og almennir borgarar fá. - Ég hef orðið var við það að ef ntaður slasast, snýr sig t.d. illa á fæti, þá fær maður ekki aðra þjónustu á slysadeild en hugsan- lega þrýstingsumbúðir og ráðleggingar um að hlífa fætinum í viku. Síðan er maður að lijakka í þessuin meiðslum í mörg ár. fþróttamenn fá aðra meðferð. Hefurðu ein- I hverja reynslu af þessu? „Ég þekki svona sögur. Því miður fær Jón Jónsson sem er að skokka úti í Kjarnaskógi og snýr sig um ökklann ekki sömu þjónustu í kerfinu og keppnisíþróttamaður sem togn- ar í leik með liði sínu. íþróttamaðurinn hef- ur aðgang að lækni sem sendir hann í nauð- synlegar rannsóknir og síðan í þjálfun. Hinn venjulegi borgari fer beint upp á slysadeild og ef ekkert sést á röntgenmyndum er úrskurðurinn oft „bara" tognun, borgarinn fær umbúðir í ákveðinn tíma og hverfur aft- ur til fyrri starfa. Við þessa tognun verður liðbandið slakt og ef ökklinn er ekki þjálf- aður er mikil hætt á að viðkomandi togni aftur. Bólgan getur líka orðið krónísk og einkennin varað mánuðum eða árum saman.“ „Þjónusta slysadeildar mætti vera markvissari“ - Getur þá verið skömminni skárra að brotna en togna? „Jafnvel. Þá hefði verið gripið til róttæk- ari aðgerða; gips, bólgueyðandi meðferð og þjálfun á eftir. íþróttamaðurinn fengi hins vegar fulla meðferð við því sem er kallað „bara“ tognun hjá hinum alntenna borgara. Hjá Jóni Jónssyni verður það sem hefði auðveldlega mátt laga að stærra vandamáli, fyrir utan það að slakur liður getur vegna rangs álags haft í för með sér að sliteinkenni koma fyrr fram en ella. Mér finnst því að þjónusta slysadeildar mætti vera markviss- ari og að fólk fengi þar meiri upplýsingar og fræðslu um hvað það getur gert sjálft. Ég tognaði einu sinni mjög illa, sleit allt sem hægt var að slíta í ökklanum. Kandidat skoðaði mig, tók rnyndir og sagði að þetta væri bara tognun. Ég vissi betur, enda var fóturinn allur úr lagi genginn. Daginn eftir fór ég til sérfræðings og hann sendi mig beint í skurðaðgerð. Eftir hana var mér ráð- lagt að hætta í fótbolta, sem ég gerði reynd- ar ekki og nú er ég kominn með sliteinkenni í ökklann." Stefán leggur áherslu á að fólk komi nógu snemma í sjúkraþjálfun, en oft vill það dragast í mörg ár. Þetta kostar fjarvistir úr vinnu, lyfjakaup og óþægindi. Hann telur nauðsynlegt að heimilislæknar séu vakandi og beini fólki tímanlega til sjúkraþjálfara. Stefán ber líkamann saman við bílvél, ef lega skemmist er betra að skipta um hana strax áður en hún skemmir út frá sér. „Skammarlegt fyrir Akureyrarbæ“ Meðferð hjá sjúkraþjálfara er niðurgreidd. Tryggingastofnun greiöir 60% af kostnaðin- um og sjúklingurinn 40%, en mörg stéttar- félög taka þátt í kostnaði sjúklingsins. Kvót- inn er 18 skipti en sjúkraþjálfarinn getur sótt um viðbótarkvóta upp á 7 skipti. Stefán segir gott samstarf lækna og sjúkraþjálfara nauðsynlegt. Hann segir ákveðna togstreitu ríkjandi í heilbrigðis- kerfinu milli stétta, hver haldi fast um sitt. „Það er slæmt þegar skapast rígur, því hann bitnar aldrei á neinum nema sjúkl- ingunum. Þcss í stað ættu allir aðilar í heil- brigðiskerfinu að vinna saman með hag sjúklingsins í huga. Togstreitan bitnar á heildarmeðferðinni." Stefán ræddi einnig um þjálfun aldraðra, sem er mikilvægur markhópur því líkams- meðferð seinkaði ellimörkum, garnalt fólk í góðri þjálfun myndi síður detta og slasast, en beinbrot er oft stökkpallur inn á stofnan- ir. „Ég tók eftir því þegar ég flutti norður að Akureyrarbær greiðir ekki hluta ellilífeyris- þega, 40 prósentin, í sjúkraþjálfun eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gera. Það er skammarlegt fyrir Akureyrarbæ að þetta fólk sem hefur borgað sín útsvör alla tíð skuli ekki eiga rétt á sömu þjónustu og ellilífeyrisþegar á höfuðborgarsvæðinu," sagði Stefán. Hann sagði að rannsókn sem gerð var á lasburða gamalmennum í Boston (meðal- aldur 90 ár) heföi leitt í Ijós að við 8 vikna styrktarþjálfun hefði meðal kraftaukning orðið 174% og gönguhraöi aukist að meðal- tali um 48%. Engra fylgikvilla varð vart. í þessu sambandi sagði Stefán að það ætti við um alla líkamsrækt að hún þyrfti að vera við hæfi hvers og eins og undir stjórn mennt- aðra leiðbeinenda, annars væri hætta á því að fólk gerði æfingar sem beinlínis væru skaðlegar. í þessu spjalli okkar, sent hér er lokið, hefur margt komið frarn sem vonandi vekur fólk til umhugsunar um eigin líkama því hann verður ekki endurnýjaður svo glatt. Texti: Stefán Sæmundsson Mynd: Golli

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.