Dagur - 23.11.1991, Side 14
14 - DAGUR - Laugardagur 23. nóvember 1991
Matarkrókur
Jólakaka með koníaksbragði
- Sigrún Jónsdóttir í matarkrók vikunnar
Sigrún Jónsdóttir, húsmóðir
ogfóstra á Akureyri, er í mat-
arkrók helgarinnar að þessu
sinni. Pó enn sé mánuður til
jóla ogfœstir byrjaðir að huga
að jólabakstrinum þá er Sig-
rún búin að taka fram köku-
formin og baka sanna jóla-
köku sem tekur hvorki meira
né minna en einn mánuð að
verða tilbúin. Fáum upp-
skriftina af þessari girnilegu
jólaköku en á eftir fylgja þrjár
aðrar uppskriftir úr eldhúsi
Sigrúnar.
Jólakaka sem bakist
mánuði fyrir jól
285 g smjörlíki
300 g púðarsykur
420 g hveiti
1 tsk. matarsódi
1 tsk. kanill
6 egg
800 g þurrkaðir ávextir:
döðlur, rúsínur, kúrenur,
aprikósur, perur og kirsuber
125 g möndlur
100 g súkkulaði
1 dl koníak eða romm
Eggjum, sykri og smörlíki er
hrært saman og þegar hræran er
orðin mjúk er blandað í hveiti,
sóda, og kanil. Ávextir, möndl-
ur og súkkulaði brytjað smátt
og blandað í deigið. Sett í djúpt
hringform og bakað í 2'A-3 klst.
við 125 gráðu hita. Þegar kakan
er farin að kólna er hún losuð úr
forminu en sett í það aftur og
víninu hellt rólega yfir kökuna.
Loks er henni pakkað í loftþétt-
ar umbúðir og hún geymd á
köldum stað til jóla, eða í einn
mánuð. Kökuna má bera fram
með þeyttum rjóma og fyrir þá
sem síður vilja nota koníak eða
romm í kökuna er bent á að
nota má ávaxtasafa.
Sherry-ábœtir
f. 7-8 manns
200 g makkarónukökur
Vi dós jarðarber
1-2 dl sherry
6 egg
6 msk. sykur
'/2 I rjómi - þeyttur
9 blöð matarlím.
Makkarónukökum, jarðar-
berjum og sherry blandað sam-
an í stóra desertskál. Eggin og
sykurinn þeytt vel saman í
froðu. Matarlímsblöðin lögð í
bleyti og brædd í vatnsgufu.
Peim er síðan blandað saman
við eggin og sykurinn, þá er
þeytti rjóminn settur saman við
og öllu hellt yfir í desertskálina.
Rétturinn skal því næst kældur í
kæli. Hann má skreyta með
súkkulaðispæni og þeyttum
rjóma. Þennan rétt þarf að mat-
búa með dagsfyrirvara.
Spaghettíréttur á pönnu
300 g spaghettí eða pasta
(soðið samkvæmt leiðbeining-
um á umbúðum)
300 g kjöt, t.d beikon,
pylsur eða búðingur
4 msk. rjómi
2 egg
aromat, salt, pipar eftir smekk
Kjötið skorið í litla bita og
steikt á pönnu. Rjómanum hellt
yfir og spaghettíið því næst sett
á pönnuna. Hrært í lauslega og
suðan látin koma upp. Þá er
hráum eggjunum hrært vel
sama við og pannan tekin af hit-
anum. Með þessum rétti er gott
að bera fram gróft brauð.
Ofnsoðið súpukjöt
með grœnmeti
5 bitar súpukjöt
5 gulrœtur
'A hvítkálshöfuð
6 kartöflur
1 gulrófa
1 laukur eða púrrulaukur
Kjötið hreinsað og skorið í
smærri bita. Soðið í saltvatni í
>/? klst. Grænmetið hreinsað og
skorið í stóra bita. Kjötið og
grænmetið látið í ofnfast mót,
nokkuð djúpt og soðinu hellt á
svo fljóti yfir. Kryddið með salti
og pipar eftir smekk. Bakið í 40
mín. við 200 gráðu hita.
Þá hefur Sigrún Jónsdóttir
gefið lesendum innsýn í upp-
skriftir sínar. Hún hefur skorað
á Elínu Eydal, húsfreyju á
Þverá í Dalsmynni, í næsta mat-
arkrók en Sigrún segist hafa
lúmskan grun um að í fórum
Elínar leynist ýmislegt forvitni-
legt. JÓH
VÍSNAÞÁTTUR
Hér segir í gamalli vísu frá
mislukkaðri skemmtiför:
Ég hlaut að stauta blauta
braut.
Bikkjan skrykkjótt nokkuð
gekk.
Hún hnaut, ég hraut í harða
laut.
Hnikk með rykk í skrokkinn
fékk.
Þá kemur veiðivísa eftir
Skúla Guðjónsson:
Tognar lína, stælist stöng
strengir fínir titra.
Hjólin hvína lotu-löng,
laxar skína og glitra.
Anna Sveinsdóttir kvað:
Þegar koldimm skúra ský
skemmtun alla banna
hef ég stundum hinkrað í
heimi minninganna.
Andrés Valberg kvað á ferða-
lagi:
Ólund herðir átökin,
okkar skerðist rómur
af því ferða - fleygurinn
fer að verða tómur.
Vera kann að Þorgerður
Guðmundsdóttir hafi kveðið
þessa í hópferð:
Alli Páls er alltaf glaður
á því verður hvergi stans.
Enginn skyldi meðalmaður
máta hversdagsfötin hans.
Bóndi nokkur er Kristján hét
kvað svo um vinnuhest sinn:
Af þér gagnið græðist flest
gang þó bragnar lái.
Pú hefur vagni vanist mest
vinurinn sagnafái.
Ömurlegt nágrenni. Höf.
ókunnur:
Ég hef slóða á eina hlið,
aðra sóðamenni.
Priðja gróða að vasast við
vítisglóð þó brenni.
Næsta vísa er eftir tvo höf-
unda. Báða mér ókunna:
Lánaðu mér lítinn skammt
af lífsreynslunni þinni.
Verði þér í geði gramt
gættu að skynseminni.
Næstu vísur kvað Teitur
Hartmann Jónsson:
Vissulega er geðið glatt,
- guð er í sálu minni -
þó ég hafi farið flatt
fleiru en einu sinni.
Andinn stöðugt er mér hjá
eins í vöku og blundi
þó ég komi aldrei á
andatrúarfundi.
Til frú H.B.
Ljóðabréfið þakka ég þér,
þú hefur næstum huggað mig.
Loksins færðu mynd af mér,
manninum sem elskar þig.
Heimagerðar vísur. (J.B.)
Eru vestan Eyjafjarðar
illgeng fjöll sem marga hrekkja.
Hafa þeirra hæstu varðar
holdræn nöfn sem allir þekkja.
Þarna fýsir fjölda seggja
faðmlags njóta sólskinsdaga.
Þar er meir en vítt til veggja,
víðsýn góð til ystu skaga.
Stefnir þú til hæstu hæða
hentast er ogrétt að muna
að bak við Karlinn þarf að
þræða
þjóðleið upp á Kerlinguna.
Hér er enga ógn að hræðast.
Engin slys af neinu tagi.
Pú skalt aðeins þögull læðast,
þá er allt í fínu lagi.
Með skáldum.
Skáld mig kalla vil ég varla
vesælastur hér inni,
enda sat ég oftast haria
aftarlega á merinni.
Gísli Ólafsson kvað:
Á gleðifundum oft fær eyðst
allt sem lund vill baga.
En mér hefur stundum líka
leiðst
lífsins hundaþvaga.
Enginn getur gert að því
sem gengur æviveginn
þó hundurinn bíti hælinn í
og heimurinn báðumegin.
Sláttarvísa. Höf. ekki
kunnur:
Glitra tár því grimmt erfár
grænum smára fengið.
Breikkar skára langur Ijár,
liggur í sárum engið.
Næstu vísu kvað Þórður
Kárason í gangnamannakofa:
Nóttin vart mun verða löng,
vex mér hjartastyrkur.
Inni er bjart með yl og söng.
Úti er svartamyrkur.
Þá koma vísur eftir Elísabetu
Á. Árnadóttur. Ortar á
ferðalagi:
Ljúfra stunda minnast má
mitt í dagsins önnum.
Elli finnur ylinn frá
árdagsljóma sönnum.
Jón Bjarnason fró Garðsvik
Fetað höfum fannaslóð,
fölnar Ijómi dagsins.
Öðrum rennur geislaglóð
úr greipum sólarlagsins.
Tæmist óðar voldugt vín
vör að dreggjum lýtur.
Stuðla fléttar stakan mín.
Stundin burtu flýtur.
Kosning. Höf. ókunnur.
Vigdís í sögunni brýtur blað
björt mun því sólin skína.
Landvættir blessa Bessastað
og bjóða henni arma sína.
Næstu vísurnar tvær kvað
Elísabet Á. Árnadóttir.
Orðagleði gjöful er,
gáski í Ijóðasnilli.
Óskin hljóða blómið ber
Braga - þjóna hylli.
Stuðlamál og staka létt
stórum gleði auka
kastað fram og kveðið rétt,
kviðling að þér gauka.
Næstu vísu kvað Frímann
Jónasson í Reykjavík:
Hér við litla birtu bý
bágt er því að gleyma
að nú er sól og sumar í
sveitinni minni heima.
Gunnar Einarsson kvað
næstu vísu:
Lýsa glætur svalan sjá,
sorti nætur gránar.
Rfsa fætur æstar á
allar dætur Ránar.
Bjarni Halldórsson kvað
næstu vísur:
Kætum anda, örvum þrá
óðs með handa tökum.
Hnýtum landi ljóða á
listaband úr stökum.
Skáldið gistir sjónarsvið,
sér til ystu stranda.
Bragalistin leikur við
Ijóðaþyrstan anda.
Friðrik Hansen kvað:
Aldrei kveldar, ekkert húm
eilíf sýn til stranda.
Enginn tími, ekkert rúm.
Allar klukkur standa.
Sendið hingað sólskin inn
sumardagar Ijósir.
Vetur gróf á gluggann minn
gráar hélurósir.
Ekki veit ég hver orti þessar
vatnagangsvísur.
Nú er úti veður vott,
vonlaust að það batni.
AUavega erþó gott
að eiga nóg af vatni.
Ekki er votra veðra slot,
vætur blota hreysi.
Hafa otað öllu á flot
út í notaleysi.
Sigurbjörn Kristjánsson frá
Finnsstöðum kvað næstu
vísu:
Vorsins yngja öflin mig,
ómar klingja í lyngi.
Ég vil syngja söng um þig
er sæmir Þingeyingi.