Dagur - 23.11.1991, Page 21
Laugardagur 23. nóvember 1991 - DAGUR - 21
■
hlátri. Hönd hans er hélt um háls mér
hristist til svo klær hans skárust dýpra í
hold mitt, ég fann blóðið laga niður í
skyrtuhálsmál mitt.
„Skólagjöldin, Sæmundur. Þú hélst þó
ekki að þú slyppir við að greiða skóla-
gjöldin?“ Kölski herti svo að hálsi inér við
þessi orð að ég hélt hann myndi blessunar-
lega brotna og ég fengi þá enn tækifæri til
að færast undan innheimtu Kölska, þó í
öðru tilverustigi væri. Svo fór þó ekki en
svo var ég loftlaus orðinn að mér lá við
yfirliði, heimurinn sá er ég sá var allur orð-
inn með rauðleitum blæ með svörtum
skellum hér og hvar, ásjóna Kölska var
mér í móðu blóðrauðri, augu hans skinu á
móti mér, brennandi hatursbál í þoku-
kenndum heimi.
Ég var ær að verða. Einhversstaðar
Mannlíf
djúpt í mínum hugarkyrnum leyndist
andspyrnuneisti sem heitti á Drottins heil-
aga herskara, en hann var lítils megnugur,
óttinn við Kölska var flestu öðru yfirsterk-
ari, augnabál hans lýsti skærar á þessari
stund en dýrðarljómi Drottins, en framar
öllu var loftþörfin, höfuð mitt myndi
springa, hélt ég, ef ég fengi ekki loft.
„Ætlarðu að borga, Sæmundur?" spurði
Kölski, rödd hans barst sem hvísl í gegn-
um sóninn í eyrum mér. Ég reyndi að
jánka, allt vildi ég gefa til að fá loft í
lungun, allt til að losna burt frá þessum
nístandi augum, en ég kom ekki upp hljóði
og gat höfuð mitt hvergi hrært fyrir kruml-
unni um háls mér.
„Því svararðu ekki?“ spurði Kölski og
hló.
Ég er hræddur um að einhverjum kunni
að þykja næsta athöfn mín smánarleg og
skal ég verða fyrstur manna til að gangast
við því. En svo örvilnaður var ég orðinn,
svo gjörsneiddur allri skynsemi og virð-
ingu fyrir Drottni, að í stað þess að bjóða
Kölska byrginn, fela herra mínum anda
minn og kafna þar sem ég hékk, þá veinaði
sála mín öll og hugur að Kölski mætti það
taka er hann lysti, sálu mína mætti hann
eiga, bara ég fengi að anda, bara hann tæki
mig burt úr þessarri hæð, fengi mér fast
land til að standa á.
Kölski hló enn einu sinni og sleppti tak-
inu um háls mér og ég féll.
Ég féll svo sem eins og eitt fet eða tvö
þar til hælsárir fætur mínir skullu í jörðina
og ég féll í ómegin, teygandi ferskt and-
rúmsloftið með miklum soghljóðum.
Þegar ég rámkaði við mér var tekið að
kvölda og ég sá að ég lá í litlu skógar-
rjóðri, í hnipri undir fornri eik. Til hliðar
við mig sá ég lítið kirkjulíkan úr grjóti og
telgdum spýtum, í kring viðlíka líkön af
smærri húsum snyrtilega röðuðum
umhverfis kirkjuna. Ég sá að kirkjulíkanið
var ekki fullsmíðað, lítill spýtukubbur
hvíldi fyrir dyraopinu, steinar sem búið
var að pússa til af miklum hagleik og áttu
væntanlega að raðast í einn kórvegginn
Iágu við hlið líkansins. Fínlega telgdar
smástyttur úr beinum eða viði af fólki og
dýrum sá ég víða á milli húsanna og á litlu
torgi framan við kirkjuna.
Ég mátti á öllum mér taka að mölva
ekki þessi snotru leikföng fyrir einhverju
saklausu barninu.
Oddur Þór Vilhclmsson.
(Höfundur cr búscttur á Nýja Garöi í Rcykjavík^
Þessi fríði hópur stóð fyrir fjöldasöng á hátíðinni. F.v. Elsa, Hanna Rúna, Hulda, Áslaug,
Sigurlína og Þóranna veislustjóri.
Og eins og lög gera ráð fyrir tók ailur salurinn þátt í söngnum.
Líflegt á dömukvöldi
Þórsarar héldu Dömukvöld sl.
laugardagskvöld og voru um
70 dömur saman komnar í
Hamri er hátíðin hófst. Tekið
var á móti þeim með hænustéli
við komuna en síðan hófst
borðhald kl. 20. A borðum var
veislumatur frá Kjarnafæði
sem dömurnar kunnu vel að
ineta. Ingunn Jónsdóttir, for-
maður dömukvöldsnefndar setti
hátíðina, bauð gesti velkomna
en afhenti síðan veislustjóran-
um, Þórönnu Þórðardóttur öll
völd.
Boðið var upp á fjölmörg
skemmtiatriði, sem féllu vel í
kramið hjá hinum eldhressu
dömum. Þær tóku lagið eins og
lög gera ráð fyrir á svona sam-
komum og þá flutti Guðlaug
Ringsted minni karla. Sýnd voru
föt, bæði undirföt og fleira frá
Amaro og Ynju. Brad Casey,
þjálfari körfuknattleiksliðs Þórs
var látinn standa uppi á stól á
stuttbuxum og skoðaður hátt og
lágt og Einar Kristjánsson sagði
dónalega brandara. Þá var í
gangi happdrætti með glæsileguni
vinningum.
Rúsínan í pylsuendanum var
söngur Ingu Sælands, karaoke-
söngvara en hún hefur vakið
mikla athygli fyrir góðan söng og
líflega sviðsframkomu. Inga hélt
uppi stanslausu fjöri langt fram
eftir nóttu en auk þess fengu þær
dömur sem áhuga höfðu, að taka
lagið fyrir gesti.
Um miðnætti var „hleypt til“
en þá var karlmönnum leyfður
aðgangur að Hamri. Þeir létu sig
ekki vanta og skemmtu sér í góð-
um hópi fram eftir nóttu. Dömu-
kvöldið þótti hafa tekist mjög vel
og er stefnt að því að standa fyrir
slíku kvöldi árlega. -KK
Dömurnar skemmtu sér vel enda var boðið upp á fjölbreytla dagskrá
ra Im rfl IV
! í ■
Dömurnar tóku hraustlega til matar síns og sérstaklega var þessi unga dama áberandi við hlaðborðið. Matscldin var
í höndum starfsmanna Kjarnafæðis. Myndir: Golli
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Mánudaginn 11. nóvember
1991, kl. 20-22 verða bæjarfull-
trúarnir Heimir Ingimarsson og
Gísli Bragi Hjartarson til viðtals
á skrifstofu bæjarstjóra að
Geislagötu 9, 2. hæð.
Bæjarfulltrúarnir munu svara
símaviðtölum eftir því sem að-
stæður leyfa.
Síminn er 21000.