Dagur - 23.11.1991, Side 23

Dagur - 23.11.1991, Side 23
Laugardagur 23. nóvember 1991 - DAGUR - 23 Popp Neil Young þykir í augum margra vera orðinn þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Á sínum u.þ.b. 25 ára ferli með Buffalo Springfield Crosby, Stills, Nash and Young, CH og svo á eigin vegum, hefur Young stigið til hæstu hæða frægðarinnar í sínum tryllta dansi við tónlistargyðjuna. En dansinn hefur þó langt í frá verið eingöngu á rósum. Ymisleg persónuleg vanda- mál, eins og sykursýki, sem hrjáð hefur hann um langan aldur, þunglyndi vegna vinamissis og margt fleira, hafa staðið Young fyrir þrifum á ferlinum, en hann hefur aldrei gefist upp og alltaf náð sér upp úr öldudalnum. Á síðasta ári hóf Neil Young samstarf á ný við Crazy Horse Magnús Geir Guðmundsson sem hæst þegar tónleikaferðin var farin, þannig að friðarsinnan- um Neil Young hefur þótt tilhlýði- legt að lýsa andúð sinni á því, með því að setja þetta fræga friðarlag á efnisskrána. Er flutn- ingurinn á Blowin’ in the wind með þeim tilkomumeiri sem heyrst hafa í seinni tíö á tón- leikaplötu og á það séistaklega við um byrjunina, þar sem engu er líkara en að allt sé að springa í loft upp í tónleikasalnum. Weld er tvímælalaust enn einn Neil Young & Crazy Horse - Weld: Verkið lofar meistarann eftir þriggja ára hlé og gerði með henni plötuna Ragged Glory. Er skemmst frá því að segja að plat- an fékk mjög góðar viðtökur og þykir hún vera með því besta sem Young hefur sent frá sér í seinni tíð. í kjölfar útgáfunnar á Ragged Glory, héldu svo Young og Crazy Horse í tónleikaferð um Banda- ríkin, sem stóð fram að mars á þessu ári. Er nú afrakstur þess- arar ferðar kominn út í formi tvö- falds tónleikadisks, sem hér er til umfjöllunar. (Væntanlega er einnig um að ræða tvöfalda eða þrefalda plötu.) Þetta er í þriðja skiptið sem Young sendir frá sér lifandi efni, en áður hafa komið út, Time fades away, sem er ein- stök tónleikaplata fyrir þær sakir að hún innihélt eingöngu nýtt efni, frá 1973, og Live Rust frá 1980. Nýja útgáfan, sem kallast Weld, inniheldur sextán lög, þar af eru sjö af síðustu tveimur plöt- um Youngs, Freedom og Ragg- ed Glory. Það að fimm af lögun- um skuli vera af Ragged Glory, hefði einhvern tímann þótt heldur mikið af svo nýrri þlötu, en hér falla þau einfaldlega svo vel að eldri lögunum, að ekki er hægt að hugsa sér lagavalið öðruvísi. Weld er nefnilega einstaklega heilsteypt og er ekki ofsagt að segja að hér sé á ferðinni ein mesta og besta rokkveisla, sem fest hefur verið á plast hin seinni ár. Er Poppskrifari nánast orð- laus af hrifningu yfir mörgu á Weld, slíkur er tilfinningahitinn og slík er dýptin [ túlkun Youngs og félaga. Auk laganna sjö, sem fyrr eru nefnd, af Freedom og Ragged Glory, sem nánar tiltekið eru, Love to burn, Love and only love, Fuckin up, Farmer John og Mansion on the hill af Ragged Glory og Rockin’ in the free world og Crime in the city af Freedom, eru þrjú lög af Rust never sleeps, sem kom út 1979. Eru það lögin Cortez the killer, Hey hey, my my og Wellfare mother. Hin lögin sex eru síðan af ýmsu tagi, þar á meðal hið magnaða Tonight’s the night af samnefndri plötu frá 1975 og Blowin’ in the wind, hinn frægi óður Bob Dylan, sem kyrj- aður var tíðum gegn Víetnam- stríðinu meðan það var og hét. Persaflóastríðið stóð einmitt Karl Örvarsson þarf sennilega ekki að kynna fyrir flestum Akur- eyringum eða öðrum Norðlend- ingum. En fyrir þá sem ekki þekkja, þá kom Karl fram í sviðs- Ijósið ásamt Atla bróður sínum og fleirum í Stuðkompaníinu árið 1988. Það ár kom Stuðkompaní- ið, sáog sigraði í Músíktilraunum Tónabæjar og sendi síðan frá sér plötuna Skýjum ofar í kjölfar- ið. Samdi Karl megnið af lögun- um á plötunni og þótti þá strax býsna glúrinn við lagasmíðarnar. „Kompaníið” lifði hins vegar ekki lengi eftir þetta og hefur Karl síðan komið fram undir eigin nafni. Hafa nokkur lög komið frá honum á síðustu misserum á safnþlötum auk þess sem lagið Draumar á plötu Stjórnarinnar, Tvö líf, er eftir hann. Nú hefur Karl hins vegar sent frá sér slna fyrstu plötu undir eig- in nafni og sett saman hljómsveit sem ber sama nafn og hún, Eld- fuglinn. Hefur þessi plata verið í vinnslu hjá Karli í um tvö ár og hefur hann notið þar aðstoðar Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar úr Todmobile við gerð hennar. Er sigurinn fyrir Neil Young og það stór sigur. Hér sannar hann sem aldrei fyrr hversu mikill snillingur hann er í að sameina hið grófa og hið fíngerða, grimmdina og mildina, ástina og hatrið, stríðið og friðinn. Hér lofar verkið meist- arann. í lokin skal svo þess getið að myndband frá þessari tónleika- ferð, sem samtals innihélt 54 tón- leika, mun nú einnig vera komið út. Þorvaldur upptökustjóri plötunn- ar, höfundur útsetninga ásamt Karli og Atla og spilar að auki á gítar o.fl. Auk Þorvaldar og Atla, sem spilar á hljómborð, aðstoða margir af þekktustu tónlistar- mönnum landsins Karl á plöt- unni. Má þar nefna Gunnlaug Briem á trommum o.fl., Einar Braga Bragason á tenór-saxa- fón, Eið Arnarsson á bassa og Kristján Edelstein og Jón Elvar Hafsteinsson á gítar. Þá er ónefndur Nick nokkur Serrate, sem ku víst hafa spilað með Whitesnake, en hann tekur píanósóló í laginu Eldfuglinn. Lagasmíðarnar á Eldfuglinum eru í hreinum nútímapoppsanda með rokkáhrifum og eru hinar þokkalegustu margar hverjar, samanber, Eldfuglinn, Haltu mér, slepptu mér og Drekinn. Er von- andi að Eldfuglinn sé fyrsta skref Karls til meiri og betri afreka. (Það er svo rétt að taka fram að þótt hér sé talað um „þlötu“, þá er strangt til tekið ekki um slíka útgáfu að ræða, heldur ein- ungis í formi geisladisks og kass- ettu.) Karl Örvarsson - Eldfuglinn: Nútímapopp Ymsir - Forskot á sæluna: Fínt forskot Forskot á sæluna, sem kemur út á vegum Steina hf. og ps músík í sameiningu, er eins og nafnið bendir til ætlað að kynna rjóm- ann af því sem þessar útgáfur eru að senda frá sér um þessar mundir. (Sumt er reyndar nú þegar komið út.) Er hér að finna ný lög af útgáf- um með, Sálinni hans Jóns míns, Todmobile, Karli Örvars- syni, Eyjólfi Kristjánssyni, Valdi- mar Erni Flygenring, K.K. Band, Ný dönsk, Geirmundi Valtýssyni og Valgeir Guðjónssyni (Gaia). Þá er eitt gamalt lag með Bubba af nýju tónleikaþlötunni hans, Eg er, (Stál og hnífur) og annað lag með honum og Rúnari af GCD þlötunni. Stjórnin á einnig eitt lag af Tvö líf plötunni og Sigríður söngkona Stjórnarinnar og Páll Óskar Hjálmtýsson syngja sitt hvort lagið. (Lagið sem Sigga syngur, hið alkunna barnalag Snati og Óli, er að finna á plötu sem kall- ast Stóru börnin leika sér, en lag- ið sem Páll syngur, Yndisleg jörð, gamla Louis Armstrong lag- ið Wonderful World, er af plöt- unni Minningar.) Er ekki hægt að segja annað en að hér hafi tekist vel með lagavalið og er Popp- skrifari ekki frá því að Forskot á sæluna sé með betri safnplötum sem hann hefur heyrt. Til dæmis eru tvö af hans uppáhalds lögum þessa stundina að finna á For- skotinu, Færðu mérfrið með Sál- Stefán Hilmars og félagar í Sálinni æskja friðar. inni og True to you með K.K. Band. Þá má ætla að sjaldan eða aldrei hafi tóngæðin í heildina verið eins góð og hér. Sem sagt hið fínasta forskot. Kúlu- og keflalegur STRAUMRÁS s.f Furuvöllum 1 sími 26988 Þar sem þjónustan er í fyrirrúmi. Byggðastofnun Húsnæði til leigu Verslunarhúsnæði er til leigu við Hafnarstræti 88. Tilboðum skal skila til Byggðastofnunar Akureyri eigi síðar en 28. nóvember 1991. Nánari upplýsingar í síma (96) 21210. AKUREYRARB/ÍR Tungumálanám fyrir börn í janúar nk. stendur til að bjóða upp á stuðn- ingsnám í dönsku, ensku, norsku og sænsku fyrir börn, yngri en 11 ára. Námið er hugsað fyrir börn sem dvalið hafa lang- dvölum erlendis og náð góðum tökum á viðkom- andi tungumáli. Fjöldi í námshópum er áætlaður 10-12 nemendur og skólagjöld verða 2.200,- kr. fyrir önnina. Skráning nemenda fer fram á skrifstofu skólafull- trúa, Strandgötu 19 b, sími 27245. Þareru einnig veittar nánari upplýsingar. Skráningu lýkur 10. desember nk. Skólafulltrúi. Fóslrur • Fóstrur Leikskólann Sunnuból á Akureyri vantar fóstrur til starfa frá 1. janúar nk. eða eftir sam- komulagi. Sunnuból er leikskóli með 25 börnum á aldrinum 2ja-6 ára í 8 eða 9 tíma vistun. Upplýsingar um innra starf gefur leikskólastjóri í síma 96-27753. Holtakot • Iðavöllur • Lundarsel Yfirfóstru og deildarfóstru vantar á þessa leikskóla. Upplýsingar um innra starf gefa leikskólastjóri á Holtakoti í síma 96-27081, Iðavelli í síma 96- 23849 og Lundarseli í síma 96-25883. Þá vantar fóstrur á fleiri leikskóla Akureyrar- bæjar. Aðstoðað er við útvegun húsnæðis. Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK og Ak- ureyrarbæjar eða Launanefndar sveitarfélaga og Fóstrufélags Islands. Upplýsingar veita deildarstjóri dagvistardeildar í síma 96-24600 og starfsmannastjóri Akureyrar- bæjar í síma 96-21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar í Geislagötu 9, Akureyri. Umsóknarfrestur er til 9. desember nk. Bæjarstjórinn á Akureyri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.