Dagur


Dagur - 30.11.1991, Qupperneq 2

Dagur - 30.11.1991, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Laugardagur 30. nóvember 1991 í DAGS-LJÓSINU Frá Blönduvirkjun. Umrætt starfmannahús er í miðjunni. Salernin í húsinu eru 33 taisins og sturtuklefarnir 25. Risavaxið glæsilegt starfsmannahús við Blönduvirkjun Mbúið: Enginn salemisskortur í „Hótel Blöndu“ l»aö hefur víst ekki farið framhjá neinum að fyrir stuttu síðan var fyrsta aflvél Blöndu- virkjunar sett af stað með pompi og pragt. Að vonum mættu forsvarsmenn Lands- virkjunar og aðrir tignir gestir til leiks og gott ef ekki einnig heill karlakór úr höfuðborg- inni. Þarna var um að ræða vígslu sjálfrar virkjunarinnar. En þar efra er miklu meira en eitt stykki virkjun. Þar er líka hús fyrir starfsmenn, sem óhætt er að segja að eigi lítið skylt við fjallakofa. Sumir myndu eflaust segja að byggt hafi verið hótelígildi yfir starfs- menn virkjunarinnar. Að undanförnu hafa aðalverk- taki og undirverktakar við bygg- ingu starfsmannahúsanna tveggja, þ.e. íbúðarhúss fyrir Guðmund Hagalín, stöðvar- stjóra, og starfsmannahússins, þar sem fastir starfsmenn virkj- unarinnar auk sumarstarfsmanna hafa aðsetur, verið að leggja síð- ustu hönd á lokafrágang þeirra. Guðmundur og fjölskylda hans flytur reyndar um helgina upp í Blönduvirkjun. Hann er eini starfsmaður Landsvirkjunar við virkjunina, sem er gert að búa á virkjunarsvæðinu. Aðrir fastir starfsmenn á svæðinu, þrettán að tölu, munu ekki hafa þar fasta búsetu, en hafa aðgang að her- bergjum og annarri aðstöðu í starfsmannahúsinu. Stærð hússins er 2335 fermetrar Ekki er ofsögum sagt að umrætt starfsmannahús sé veglegt í alla staði. Lítum fyrst á stærð þess. Flatarmál hússins er alls 2335 fermetrar, sem skiptist svo: Kjallari 534 fermetrar, fyrsta hæð 705 fermetrar, önnur hæð 700 fermetrar og þriðja hæð 396 fer- metrar. Brúttórúmmál hússins er 7297 rúmmetrar. Á neðstu hæð eru geymslur, þvottaherbergi, sorpgeymsla, loftræstirými og fleira. Þar eru líka sex stórir bílskúrar, þar af er einn þeirra ætlaður fyrir vöru- aðkomu. Á fyrstu hæðinni er 120 fer- metra matsalur, 50 fermetra eldhús, geymslur fyrir mat, brytaherbergi og 43 fermetra gestastofa. Ekki má síðan gleyma aðstöðu fyrir líkamsrækt, sem mörg hótel í háum gæðaflokki státa ekki af. Nefna má 23 fer- metra þrekþjálfunarherbergi, aðstöðu fyrir sólbekk, tæplega 60 fermetra tómstundaherbergi og gufubað. Þá er ónefnd ríflega 30 fermetra setustofa með arni. Önnur hæðin er fyrst og fremst svefnherbergisálma. Þar eru 24 Eldhúsið er rúmt og gott eins og góðu hóteli sæmir og eldhústæki og -búnaður er að sjálfsögðu í hæsta gæðaflokki. Líkamsræktaraðstaðan er ekki af verri endanum. Úr búningsherbergi og fjær er gufubað. Hringstiginn í húsinu er ekkert venjulegur og handriðið er sérsmíð- að og geysilega vandað. Það kostaði líka nokkrar millljónir króna. herbergi, misjafnlega stór. Þau stærstu eru tæplega 20 fermetrar, en þau minnstu um 11 fermetrar að stærð. Eitt þessara herbergja er hluti af lítilli gestaíbúð. Einungis stöðvarstjóri hefur fasta búsetu í Blönduvirkjun Fastir starfsmenn Landsvirkjunar í Blönduvirkjun, aðrir en stöðv- arstjóri, hafa þarna hver sitt her- bergi. Hins vegar hafa þeir ekki fasta búsetu á virkjunarsvæðinu, eins og áður sagði, og t.d. hefur Landsvirkjun fest kaup á fjórum húsum á Blönduósi fyrir jafn- marga fasta starfsmenn við virkj- unina sem þeir eru að flytja inn í þessa dagana. Samkvæmt upp- lýsingum Landsvirkjunar er enn ófrágengið með hvaða skilmálum starfsmennirnir fá afnot af húsun- um, en væntanlega verði um að ræða hliðstæða skilmála og gilda gangvart starfsmönnum sem leigja hús af Landsvirkjun við Kröflu, Sog og Búrfell. Bróðurpartur rýmis á þriðju hæð fer einnig undir herbergi, sem eru 8 að tölu. Þessi herbergi munu vera hugsuð fyrir vinnu- flokka, sem eru að störfum tíma- bundið á virkjunarsvæðinu. Hvað meö kostnaöinn? En hver er svo kostnaðurinn við þetta risavaxna starfsmannahús? Sannast sagna virðist ómögu- legt að fá uppgefið hjá viðkom- andi aðilum hver heildarkostnað- ur verði. Blaðamaður óskaði eftir upplýsingum um kostnaðarþátt- inn hjá Landsvirkjun og fékk þær upplýsingar að samningsfjárhæð við SH-verktaka á grunnverði í mars 1990 hafi verið 232,8 millj- ónir króna (með virðisauka- skatti, samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar) sem á verðlagi í október sl. voru 258,8 milljónir króna. Þá gaf Landsvirkjun það upp að bókfærður kostnaður vegna hússins árið 1990 fram- reiknað til verðlags um sl. áramót hafi verið 99,4 milljónir króna. Bókfærður kostnaður 1991 til miðs nóvember er hins vegar 145 milljónir króna. Viðmælendum Dags, sem vel til þekkja, ber saman um að þess- ar tölur segi ekki alla söguna og kostnaður við húsið verði þegar upp er staðið mun meiri en 260 milljónir króna. Meðal annars er bent á að í þessari útboðstölu sé ekki gert ráð fyrir kostnaði við hönnun og öllu eftirliti við bygg- inguna. Þarna er óhætt að gera ráð fyrir nokkrum milljónum. Rétt er að geta þess að kostnaður við hönnun fæst ekki uppgefinn, frekar en svo margir aðrir kostn- aðarliðir við húsið. Samkvæmt viðtölum við arkitekta og verk- fræðinga er algengt að kostnaður við hönnun slíkra húsa sé á bilinu 5-10% af byggingarkostnaði. Þarna er því verið að tala um verulegar upphæðir. Ekki má svo gleyma því að all- ur laus búnaður í húsið, þ.m.t. húsgögn, eldhúsbúnaður og margt fleira, er ekki inn í útboðs- tölu SH-verktaka. Þar er einnig um að ræða verulega háar fjár- hæðir. Af þeim húsgögnum og búnaði sem þegar er kominn í húsið er ljóst að ekki hafi í neinu verið til sparað. Sama gildir um eldhúsbúnaðinn. „Ofbýður þetta bruðl“ „Mér ofbýður þetta bruðl á sama tíma og þjóðin á að herða sultar- ólarnar og hún hefur ekki efni á að festa kaup á björgunarþyrlu," sagði einn af þeim mönnum, sem á undanförnum misserum hafa unnið að framkvæmdum við byggingu umrædds starfsmanna- húss í Blönduvirkjun. Hann seg- ist ekki vera einn um þá skoðun. Almennt hafi mönnum sem við þetta unnu ofboðið peningasóun- in og „Dallas-stíllinn“ við þessar framkvæmdir. Víst er vel vandað til allra hluta við húsið. Handrið í kring- um hringstiga í því kostar nokkr- ar milljónir og segir sína sögu. Þá segir það meira en mörg orð að f þessu húsi eru hvorki fleiri né færri en 33 salerni og 25 sturtu- klefar. Fyrir utan húsið er heitur pottur með flottasta búnaði og ljósabúnaður er ekki af ódýrustu gerð. Fjöldi flaggstanga við inn- ganginn er eins og við dágott hótel á íslenskan mælikvarða, átta talsins samkvæmt teikning- um. Er slíkur íburður nauðsynlegur? En svo er það hin hliðin á mál- inu. Er þörf á því að byggja starfsmannahús við Blönduvirkj- un sem er ígildi hótels? Um það geta menn deilt. En það er greinilegt á þeim svörum sem blaðamaður hefur fengið við spurningum um umrætt hús að þarna er um viðkvæmt mál að ræða. Stjórnarmaður í Lands- virkjun baðst undan því að tjá sig um málið og sagði vera það langt um liðið síðan ákvörðun um byggingu hússins var tekin, að hann yrði að kynna sér málið bet- ur áður en hann gæti úttalað sig um það. Hann sagðist hins vegar ekki geta borið á móti því að sem stjórnarmaður bæri hann fulla ábyrgð á því að svo veglegt hús hafi verið byggt þar efra. Stjórn- armaðurinn lagði hins vegar áherslu á að menn mættu ekki líta svo á að húsið væri eingöngu ætlað fyrir þrettán fasta starfs- menn Landsvirkjunar á virkjun- arsvæðinu. Húsið nýttist einnig fyrir vinnuflokka yfir sumarmán- uðina og til annarra hluta. í sama streng tók stöðvarstjórinn við Blönduvirkjun. Þess má geta að leitað var eftir samtali við forstjóra Landsvirkj- unar um þetta mál, en vísað var á fréttafulltrúa fyrirtækisins. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.