Dagur - 30.11.1991, Blaðsíða 15
Laugardagur 30. nóvember 1991 - DAGUR - 15
Árni Jónsson frá Fremstafelli í Kinn, gjaldkeri Landssambands íslenskra
vélsleðamanna.
Vélsleðamenn
ekki niðurrifsöfl í náttúrunni
- spjallað við Árna Jónsson,
gjaldkera stjórnar Landssambands vélsleðamanna
Landssamband íslenskra vél-
sleðamanna eru samtök sem æ
meira hefur borið á á síðustu
árum og ekki að undra þar sem
vélsleðaíþróttin nýtur sífellt
vaxandi vinsælda meðal
almennings. Félagsmenn í LÍV
eru nú hátt á sjötta hundrað
talsins og dreifast þeir um allt
land, þó stærstu hóparnir komi
af höfuðborgarsvæðinu og
Eyjafjarðarsvæðinu. Árni
Jónsson, bóndi í Fremstafelli í
S.-Þingeyjarsýslu, er gjaldkeri
stjórnar LIV og leituðum við
til hans um upplýsingar um hið
breytta fyrirkomulag lands-
mótanna sem og félagsstarf
LÍV og ýmis málefni sem vél-
sleðamenn láta sig varða.
Landsmót LÍV er árviss stór-
viðburður í félagsstarfi vélsleða-
manna sem fram til þessa hefur
verið efnt til á hálendi íslands.
Nú verður mótið haldið í byggð,
nánar tiltekið í Stórutjarnaskóla í
Ljósavatnsskarði. Við spurðum
Árna nánar um þennan tilflutn-
ing á mótinu en mótið er fyrir-
hugað fyrstu helgina í apríl næst-
komandi.
„Eftir að hafa hreyft þessu
máli á síðasta landsmóti tókum
við þá ákvörðun að breyta nú til
og fara með mótið í byggð, að
minnsta kosti í eitt skipti til
reynslu. Við erum ekki með
þessu að binda hendur þeirrar
stjórnar sem tekur við af okkur
en okkur hefur sýnst, í ljósi
reynslunnar, að við þyrftum að
gera eitthvað fyrir allan þann
stóra hóp vélsleðaáhugamanna
sem aldrei kemst í Kerlingafjöll.
í gegnum árin hefur sótt þessi
mót um 150-160 manna hópur en
þar sem félagarnir eru á sjötta
hundrað þá er til fleiri átta að
líta. Kannski réði mestu þegar
við fórum að skoða þetta að
mótshaldið í Kerlingafjöllum
hefur gengið mjög illa í þau átta
skipti sem mótið hefur verið
haldið og fyrir vikið hefur fallið
niður mest af fyrirhugaðri útidag-
skrá á mótunum. Aðeins tvisvar
má segja að hafi verið skamm-
laust veður á meðan á mótshaldi
stóð,“ segir Árni.
Góð mótsaðstaða á
Stóriitjörnum
Að sögn Árna komu margir stað-
ir til greina í byggð fyrir mót sem
þetta en augu stjórnar LÍV stað-
næmdust á Stórutjarnaskóla. Þar
segir Árni að aðstaða sé skín-
andi, ekki síst útiaðstaðan.
„Þarna er Ljósavatnið alveg við
skólavegginn og þar er hægt að
halda uppi dagskrá. Auk heldur
eru svæði í kring sem margir hafa
aldrei komið á og kæmu aldrei á
nema fyrir þær sakir að mótið er
haldið þarna. Þar erum við að
tala um svæði eins og Kinnarfjöll,
Flateyjardalsheiði og Fljótsheiði.
Þetta eru perlur út af fyrir sig í
góðu veðri og líkurnar á að veðr-
ið verði gott eru mun meiri en til
fjalla. En þetta verður líka
spurning um snjó og auðvitað
getum við lent í snjóleysi en það
er nokkuð mikið auðveldara að
aflýsa móti sem undirbúið er í
byggð heldur en móti sem fyrir-
hugað er á hálendinu."
Árni segir að frekast megi að
þessari ákvörðun finna að of stutt
sé á milli landsmótsins á Stóru-
tjömum og hinnar árlegu vélsleða-
keppni í Mývatnssveit en hún
verður haldin mánuði fyrr. Fyrir
þá sem búi á suðvesturhorninu
verði þetta tvö löng ferðalög með
stuttu millibili. „En eitt atriði
teljum við líka vert að líta á og
það er að Austfirðingar, sem eru
félagar eins og aðrir, hafa nánast
aldrei getað sótt mótin í Kerl-
ingafjöllum þar sem þeir þurfa
yfir Vatnajökul að fara og sér-
staklega vel þarf að standa á til
að sú leið sé fær. Þeir hafa því
ekki sótt þessi mót í gegnum árin
en þeir eiga nú afskaplega greiða
leið á mótið á Stórutjörnum. Við
vildum því líka höfða til þeirra,“
sagði Árni.
Fjölþætt starf innan LÍV
Þingeyingar fara nú með stjórn
LÍV en í samtökunum skiptast
svæðin á um stjórnina. Auk Árna
Jónssonar skipa stjórnina þeir
Hermann Ragnarsson á Húsavík
sem er formaður, ritari er Hilmar
Hermóðsson og meðstjórnendur
eru Jósep Sigtryggsson á Laug-
um, Hörður Sigurbjarnarson í
Mývatnssveit, Héðinn Stefánsson
f Laxárvirkjun.
Á vettvangi LÍV er vetrarstarf-
ið að komast á fulian skrið. Árni
segir að hugmynd sé uppi um
skipulagðar helgarferðir á há-
lendinu þar sem miðað verði við
að félagar geti hist á einum stað
þó undirbúningur verði lftill. Þar
komu til greina staðir eins og
Jökuldalur í Tungnafellsjökli,
Hveravellir eða Laugafell. Þá eru
samtökin að vissu leyti þátttak-
andi í vélsleða- og útilífssýning-
um sem haldnar hafa verið um
landið, t.d. á Akureyri, en ein
slík verður þar fyrstu helgi f des-
ember. Þá má nefna útgáfustarf-
semi á vegum LÍV en gefið er út
félagsblað einu sinni á ári auk
minni fréttabréfa sem koma oftar
út. Árni leggur áherslu á að LÍV
séu ekki keppnissamtök.
„Landssamband vélsleðamanna
stendur aldrei fyrir keppnishaldi
af neinu tagi heldur eru slíkar
keppnir haldnar á vegum áhuga-
manna á viðkomandi svæðum.
Þar má nefna mót í Mývatns-
sveit, Ólafsfirði og á Hellu.
Landssambandið styður samt
sem áður við bakið á þeim aðil-
um sem að þessu standa og fylgist
með í gegnum trúnaðarmenn
sína á svæðunum.“
Yélsleðamenn sinna
gróðurverndarmálum
Vélsleðamenn hafa oft á tíðum
legið undir gagnrýni fyrir akstur í
bæjarlöndum og einnig hefur
þessi hópur oft verið flokkaður í
hóp með jeppamönnum þegar
skemmdir á viðkvæmum gróðri á
hálendinu ber á góma. Árni
bendir á að vélsleðamenn taki
einmitt virkan þátt í gróður-
verndarmálum.
„Við höfum lagt fé af sjóðum
okkar í þessi mál en félagsgjöld
okkar gera meira en standa undir
brýnasta kostnaði. Við erum t.d.
í mikilli samvinnu við Náttúru-
verndarráð um aðgerðir á Hvera-
völlum þar sem við vinnum
árlega ákveðið umbóta- og endur-
reisnarstarf, t.d. við þökulagn-
ingu og endurbætur á aðstöðu.
Við erum einnig í samvinnu við
Ferðafélag íslands og ferðafélög
landshlutanna um aðhlynningu
að skálum á fjöllum. Þar má
nefna skála í Laugafelli inn af
Eyjafirði og einnig höfum við
varið fé til skála sem hópar vél-
sleðamanna eru að koma sér upp
inni á fjöllum. Við viljum því láta
þess sjást stað að við erum síður
en svo niðurrifsöfl í náttúrunni
heldur viljum við í hvívetna
skilja eftir okkur góða slóð,“
sagði Árni og víkur talinu að við-
horfinu gagnvart vélsleðamönn-
um.
„Við erum dálítið óánægðir
hvernig hið opinbera hefur viljað
flokka okkur vélsleðamenn því
tilhneiging hefur verið til þess að
setja í sama flokk fjórhjólin, vél-
sleðana og fjallajeppana sem er á
því knappasta að sé sanngjarnt.
Vélsleðinn er ekki heilsárstæki
og enginn keyrir vélsleðann sinn
á auðri jörð þannig að minni
hætta er því á að vélsleðarnir geti
valdið tjóni á gróðri."
Þrýst á yfirvöld um
breytta tollflokkun vélsleða
Árni segir að með því að gerast
félagar í LÍV öðlist fólk rétt til að
taka þátt í landsmótum vélsleða-
manna auk þess að fá ýmsa af-
slætti hjá aðilum sem selji búnað
tengdan þessari íþrótt. Áuk þess
fái félagar blöð samtakanna þar
sem upplýsingar komi fram um
félagsstarfið. „Þá standa samtök-
in einnig fyrir ýmsum námskeið-
um, svo sem lórannámskeiðum
og ýmsu sem snertir öryggisþátt-
inn. Á okkar vegum er líka upp-
lýsingaþjónusta um sleðann sjálf-
an og uppbyggingu hans,“ segir
Árni. Hann bendir líka á að öll-
um sé frjálst að gerast félagar í
LÍV, þar séu ekki sett skilyrði um
sleðaeign. Og samtökin eru eng-
inn karlaklúbbur því allnokkrar
konur eru félagar.
- Þið hafið látið í ykkur heyra
varðandi skattlagningu hins opin-
bera á þessi tæki.
„Já, það höfum við gert og
erum á vissan hátt ósáttir við
hana. Við erum verulega andvíg
því að allar sleðastærðir séu toll-
aðar í sama flokk og höfum því
reifað við opinbera aðila og tolla-
yfirvöld að fá lækkun tolla á
minni sleðunum en hærri tolla á
stærri sleðunum. í okkar augum
er þetta ekki aflíþrótt þótt þeir
sem það kjósa geti notað stærri
sleða og aflmeiri. Við viljum því
hvetja, í gegnum tollana, til að
fólk kaupi frekar minni gerðirnar
sem eru hljóðlátari, léttari og
minni hætta er á að geti valdið
tjóni. Þetta er raunverulega það
sama og nú er verið að gera í bíl-
unum.“
- Hafið þið einhverjar vonir
um að þessi tollamál breytist á
næstunni?
„Við höfum reynt að koma
þessari hugmynd okkar sem víð-
ast á framfæri en tíminn verður
að leiða í ljós hvað kemur út úr
þessu. Þetta er tómstundagaman
sem á undir högg að sækja í
almenningsálitinu eins og aðrar
véltækjaíþróttir þannig að við
erum ekkert sérstaklega bjart-
sýnir en þetta er hugmynd sem
ætti að geta leitt af sér að fleiri
geti eignast sleða á hóflegu
verði,“ sagði Árni Jónsson. JÓH
Barnaspariskór
Verð frá kr. 1.790 ■ Slærðir 27-35
SKÓHÚSIÐ
Verslunarmiðstöðinni Kaupangi, sími 27019