Dagur - 30.11.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 30.11.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 30. nóvember 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 100 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON UMSJÓNARMAUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARS- SON (Sauöárkróki vs. 95-35960), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Davíð Oddsson Á yfirstandandi ári hefur Davíð Oddssyni verið treyst fyrir tveimur mjög veigamiklum embættum. Stærsti stjórnmálaflokkur þjóðar- innar kaus hann sem formann flokks síns í mars síðastliðnum og í kjölfar alþingiskosninganna varð Davíð síðan forsætisráðherra í við- reisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Margir bundu vafa- laust miklar vonir við að Davíð myndi standa sig með prýði í þess- um embættum. Þær vonir hafa að mestu brugðist til þessa. Svo virð- ist sem hann valdi hvorugu embætt- inu. Deilurnar í Sjálfstæðisflokknum magnast dag frá degi. Innan flokksins þrífast ólíkar stefnur og straumar. Þar má finna marga og öfluga þrýstihópa sem greinir á um leiðir að settu marki en kjósa engu að síður að sækja fram í einni fylk- ingu undir merki Sjálfstæðisflokks- ins. Á liðnum árum hefur stundum komið fram klofningur í flokknum en sættir hafa jafnan tekist á ný - um síðir, að minnsta kosti á yfir- borðinu. Þó kraumar ávallt undir niðri og ekki þarf mikið til að upp úr sjóði. Þess vegna þarf formaður Sjálfstæðisflokksins hverju sinni að vera maður umburðarlyndis, sátta og stjórnkænsku. Davíð hefur sýnt að þeim kostum er hann ekki gæddur. Á skömmum tíma hefur Davíð Oddssyni tekist að „stuða" nokkra þingmenn flokks síns með þeim hætti að vandséð er að grói um heilt á ný. Svo mikið er víst að Davíð hefur ekki stuðlað að aukinni sátt og samlyndi innan Sjálfstæðis- flokksins frá því hann settist í formannssætið. Til dæmis virðist hann vinna að því þessa dagana að kljúfa svokallaðan Albertsarm frá flokknum á ný, eftir skamma endurfundi. Forsætisráðherrann Davíð Odds- son hefur einnig valdið ómældum vonbrigðum - öllum nema and- stæðingum sínum. Hann hefur skerpt andstæðurnar milli dreifbýl- is og þéttbýlis með óvarlegum og fljótfærnislegum yfirlýsingum. Honum hefur algerlega mistekist að koma á lágmarkssamvinnu við stjórnarandstöðuna á Alþingi, með þeim afleiðingum að þar ríkir hálf- gert öngþveiti. Eðlilegur starfsfrið- ur hefur ekki skapast, því tími þingmanna fer að mestu í orða- skak og deilur. Af þeim sökum dregst afgreiðsla mála úr hömlu. Sjálfur hefur forsætisráðherra líkt Alþingi við málfundafélag í gagn- fræðaskóla. Slík samlíking af hálfu forsætisráðherra er síst til þess fallin að lægja öldurnar. Alvarleg- ast er þó að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur skapað óvissu í atvinnulífinu með óþarfa seinlæti við að ákveða og tilkynna í hverju fyrirhugaðar efnahagsaðgerðir verða fólgnar. Þar má eflaust að einhverju leyti kenna slælegri verkstjórn um. Sjálfstæðismenn um land allt eru óðum að átta sig á þeirri staðreynd að reynsluleysi Davíðs Oddssonar í landsmálapólitíkinni hefur reynst dýrkeypt. Davíð sjálfur er eflaust að átta sig á því að verklag hans úr borgarst j órnarflokki Sj álf stæðis- flokksins leggst illa í suma flokks- bræður hans í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins. Síðast en ekki síst er ljóst að Davíð Oddsson kemst ekki upp með að beita sömu vinnubrögðum inni á Alþingi og hann gerði í borg- arstjórn. Eða, svo gripið sé til sam- líkingar í anda núverandi forsætis- ráðherra: Á Alþingi er mikil áhersla lögð á flutning kórverka og þess vegna eiga einleikarar ekki alltaf upp á pallborðið þar. BB. ÖÐRUVÍSI MÉR ÁÐUR BRÁ Stefán Sæmundsson Ropar á íjöllum riúpugrey og rytir svín í stíu Jólin eru að bresta á um næstu helgi og ég er ekki enn búinn að fara í innkaupaferð til útlanda, jólakortin óskrifuð og allt í hassi. Rjúpan á fjöllum, svínið hrín- andi í stíunni og hangiketið nýlega hætt að jarma. Þetta verður gjörsamlega misheppnuð hátíð. Nú, er iengra í jólin? Jæja, ég er orðinn haugruglaður á öll- um þessum auglýsingum, jóiasveinarnir eru löngu komnir til byggða í Reykjavík og klukknahljómur í útvarpinu. Stelpan syngur um Lúsíur og Gloríur og konan þvær gardínur. Eg sé stjörnur. Stressaður? Nei, ekkert að ráði. Ég get samt ekki neitað því að það er allt að verða vitlaust í kringum mann. Það er að hefjast æðisgengið kapphlaup og því lýkur ekki fyrr en að morgni aðfangadags. Hætt er við að lýsið renni af manni á sprettinum og hugsunin brenglist áður en yfir lýkur. Þetta er ekki bara kapphlaup um glingur og mat heldur líka prófraun í ofurminni. Hvað skyldi gleym- ast núna? Jólapóstur til útlanda á réttum tíma eða smákökutegundin Þingeyingar? Kort tii Sissa á Súða- vík sem ég þekki ekki lengur eða svartir sokkar við jakkafötin? Æ, við skulum gleyma þessu í bili og snúa okkur að öðru. Ósmekklegt rugl og hroðalegt dómgreindarleysi Eitthvað var ég að ropa um Þorstein Pálsson í síðasta pistli mínum. Ég var að benda honum á að skoða þann möguleika hvort skynsamlegt væri að gefa „krónískum" stútum undir stýri kost á að fara í áfengismeðferð frekar en í fangelsi. Þetta væru senni- lega alkar sem höguðu sér svona og þeir hættu ekkert að keyra fullir þótt þeir væru sektaðir og fangelsaðir. Viti menn, það mætti halda að Þorsteinn læsi Dag gaumgæfilega. f vikunni mátti heyra í fréttum að hæstvirtur dómsmálaráðherra væri með frumvarp í undirbúningi í anda þessara hugmynda. Ég heyrði ekki betur en það ætti að skikka þá sem missa öku- leyfi ævilangt (3 ár) í meðferð og gefa öðrum stútum kost á fræðslunámskeiði. Þótt ég viti reyndar betur þá langar mig að ganga út frá því að Þorsteinn hafi tekið mark á skrifum mínum og því vil ég nota tækifærið til að biðja hann að gera samninga hið snarasta um kaup á björgunarþyrlu og hlusta ekki á ósmekklegt ruglið í forsætisráðherr- anum. Það er hneisa hvernig þessi fyrrum húmoristi og síðar einræðisherra hefur hagað sér undanfarna mánuði og raunar mjög alvarlegt að þjóðin skuli sitja uppi með slíkt óbermi. Vissulega hefur Þorsteinn ekki verið nógu skeleggur í þyrlumálinu og auðvelt fyrir Inga Björn að beina spjótum sínum að honum en hann rís þó ekki upp og rótar í sora, eins og Davíð gerði þegar hann ásakaði Inga Björn um að nota hið hörmulega sjóslys við Hópsnes til að slá sig til ridd- ara. Allir vita að Ingi Björn hefur lengi barist fyrir þessu máli og aðdróttanir forsætisráðherra lýsa hroðalegu dómgreindarleysi. Hænur liggja á eggjum og veiðimenn á rjúpum Ég nenni ekki að æsa mig yfir kolómögulegum þing- mönnum, jólin eru að nálgast og allir eiga að vera glaðir og góðir. Lífið gengur sinn vanagang, hænur liggja á eggjum og veiðimenn á rjúpum. Furðulegt hvað þessi rýri hænsnfugl, þ.e. rjúpan, veldur miklu fjaðrafoki er líða tekur að jólum. Neytendur æpa yfir rjúpnaskorti en veiðimenn eru sakaðir um að safna birgðum til að pressa upp verðið. Ef satt er væri rétt- ast fyrir rjúpnaætur að kaupa sér eitthvað annað í jólamatinn og sjá hvernig skytturnar bregðast við minnkandi eftirspurn. Ég skil ekki að nokkur fari að greiða andvirði tveggja kjúklinga á tilboðsverði fyrir eina rotinpúrulega rjúpu. Lambið er komið í reykofninn og svínið gaf upp öndina. íslendingar í Noregi fara í jólaköttinn, segir Dagur og ekki iýgur hann. Ég er búinn að kaupa svarta sokka og jólin mega bresta á þess vegna. Fyrst þarf maður reyndar að fara á jólafund, síðan á litlu- jólin, þá kemur jólaglögg, svo aftur jóla-eitthvað. Mammon og Bakkus dansa lambada af mikill áfergju. Desember er þeirra mánuður. Kræklóttur af streitu kúrir tölvuþrællinn við skjá- inn með herðarnar uppi við eyru og hrygginn í keng. Fiskvinnslukonan hamast sem mest hún má án þess að líta upp og liðka stífa vöðva. Verkamaðurinn von- ast eftir bullandi eftirvinnu. Hátíð ljóss og friðar kemur ekki án fyrirhafnar. Góðar stundir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.