Dagur - 30.11.1991, Qupperneq 5
Laugardagur 30. nóvember 1991 - DAGUR - 5
EFST í HUGA Bragi V. Bergmann
Svefnstaður tiltekins hóps
sem borðarursama ísskáp
Eitt sinn skilareindi ónefndur maöur nú-
tímaheimili á Islandi sem svo aö það væri
lítið meira en „svefnstaður tiltekins hóps
sem borðar úr sama ísskáp." Það er ef til vill
fullmikið sagt en sannast sagna er félagslegt
samneyti af skornum skammti á mörgum
nútímaheimilum.
Lífsgæðakapphlaupið er víðast í algleym-
ingi. Alkunna er að fjölskyldur framfleyta sér
ekki af dagvinnulaunum einnar fyrirvinnu.
Þess vegna þurfa (helst) báðir foreldrar að
vinna mikið til að ná endum saman. Ung
börn dvelja hálfu og heilu dagana á leik-
skóla, dagheimili, gæsluvelli eða hjá dag-
mömmu meðan foreldrarnir vinna. Þegar
börnin eldast tekur skólinn við „gæsluhlut-
verkinu".
Þau tilfelli eru einnig mörg þar sem aðeins
annað foreldrið, oftast móðirin, annast
börnin, þar sem foreldrarnir hafa slitið sam-
vistir. í þeim tilfellum er lífsbaráttan enn
harðari og óvægnari.
Dæmigert lífsmynstur venjulegrar vísitölu-
fjölskyldu hér á landi gæti verið eitthvað á
þessa leið, a.m.k. frá mánudegi til föstu-
dags:
Foreldrarnir vinna báðir úti. Yngra barnið
er í gæslu en það eldra í skóla, frá átta um
morguninn til kl. fjögur eða fimm síðdegis.
Um það leyti fer (oftast) móðirin úr vinnu,
sækir yngra barnið í gæsluna, kemur e.t.v.
við í búð og kaupir brýnustu nauðsynjar.
Eldra barnið er með lykil og er (oftast) komið
heim milli kl. þrjú og fjögur. Þegar móðirin
kemur heim byrjar hún fljótlega að undirbúa
kvöldmatinn og vinna önnur þau verk sem
vinna þarf á heimilinu. Þá kemur sér vissu-
lega vel að barnaefnið í Sjónvarpinu er
byrjað...
Um sjöleytið er matast. Þá er pabbi
(stundum) kominn heim frá vinnu. Síðan
þarf að ganga frá eftir matinn, baða yngra
barnið og koma því í rúmið og inn í drauma-
landið. Um líkt leyti er eldra barnið ýmist far-
ið í heimsókn til vina sinna ellegar sinnir
heimanáminu og öðru inni í herbergi. Sá
möguleiki er einnig fyrir hendi að eldra barn-
ið setjist inn í stofu og horfi á sjónvarpið -
eftir að hafa svarað því játandi að heima-
námi sé lokið þann daginn.
Pabbi og mamma setjast líka við sjón-
varpið, þegar sæmileg ró er komin á - nema
annað hvort þeirra eða jafnvel bæði þurfi á
fund eða æfingu eða... Ef þau þurfa bæði út
lítur eldra barnið eftir því yngra, nú eða
barnapía eftir báðum. Oftar en ekki „sam-
einast" fjölskyldan þó yfir ferhyrnda tækinu í
stofunni, að erfiðum vinnudegi loknum.
Meðan „áhorf stendur yfir“ ræða fjölskyldu-
meðlimir lítið saman, nema til að skiptast á
athugasemdum um það sem fram fer á
skjánum. Einn eða fleiri úr fjölskyldunni
sofna jafnvel yfir þessum miðli sem hefur
svo sterkt aðdráttarafl, ellegar koma sér í
rúmið fljótlega eftir að dagskrá (eða mynd-
bandi) lýkur.
Þar með er sá dagurinn búinn eða því
sem næst - og ekki seinna vænna að fara
að sækja sér orku i nýjan. „Góða nótt.“
Þótt þessi lýsing sé ýkt á köflum, býst ég
við að margir kannist við hana. Sú spurning
er mér ofarlega í huga hvort við nútímafólkið
í allsnægtaþjóðfélaginu og neyslubrjálæð-
inu séum almennt á réttri leið.
Fjölmiðlar
Þröstur Haraldsson
Einhvem veginn átti ég ekki von á því þegar ég
skrifaöi sfðasta pistil að hann myndi leiða mig út
í ritdeiiur við Kristján Sigurjónsson, þann ágæta
útvarpsmann. En hann tók af einhverjum
ástæðum upp þykkjuna fyrir samstarfsmann
sinn á RÚVAK í grein sem birtist hér f blaðinu í
fyrradag. Þar er undirritaður borinn þeim sökum
að hann skorti háttvísi og sanngirni, auk þess
sem ég á aö láta stjórnast af því hvort einhver
útvarpsmaöurfer í taugarnar á mér eöa ekki. Og
þótt mér þyki leiöinlegt aö þurfa að deila viö
Kristján verð ég aö svara fyrir mig.
Af þvf aö Kristján fer út í langa og langsótta
samlíkingu milli Dags og RÚVAKs vil ég bara
segja að f þessum pistlum mínum birtast mínar
skoðanir en ekkí blaösins. Auk þess vil ég leið-
rétta þann misskilning að hér sé um hefðbundna
gagnrýni að ræða. Hér eru á ferö hugleiðingar
mínar um það sem fyrir augu og eyru ber í ís-
lenskum fjölmiðlum (og stöku sinnum útlendum)
og að sjálfsögðu á mína ábyrgð að öllu leyti.
Ég ætla ekki að bera af mér þær sakir aö ég
hafi verið ósanngjarn og óháttvfs. Það fer miklu
frekar eftir móttökutækjunum en sendinum hvort
málflutningur telst vera sanngjarn og háttprúður
eða ekki. En það er rangt að ég hafi haldiö því
fram að morgunþáttur Svæðisútvarpsins sé al-
vondur. Ef svo væri myndi ég aldrei hlusta á
hann og láta mér í iéttu rúmi liggja hvað þar væri
sagt og gert.
Og það er líka rangt að Gestur Einar Jónas-
son fari f taugarnar á mér, líkt og Sigurður Pétur
fer í taugarnar á mörgum. Mér finnst Gestur oft
hafa sýnt það og sannaö aö hann er afbragðs
útvarpsmaður. Þaö sem fer í taugarnar á mér er
hins vegar þegar góöir fjöimiöiamenn fara aö
siaka á gæðakröfunum til sjálfs sín, fara aö
kasta til höndunum og velja helst alltaf auðveld-
ustu aðferðina við aö fylla upp í þessar tuttugu
mínútur sem þeir hafa til umráða. Vitaskuld er
það einungis mannlegt að menn falli í slíka
freistni, þaö þekki óg af eigin raun. En þá er það
einmitt hlutverk góðra stjórnenda og manna á
borð við mig, sem hafa tekið að sér að fylgjast
meö fjöimiðlunum, aö veita aðhald og halda
mönnum við efnið. Um þetta ættum við allir þrír,
ég, Kristján og Gestur, aö geta oröið sammála.
Og því miður virðist hafa verið þörf fyrir siíkt að-
hald í þessu tilviki, þaö finnst mér hafa sannast
á þeim viðbrögöum sem ég hef fengið viö pistl-
inum.
Þaö ætti líka að vera sjálfsagt mál fyrir stofn-
un eins og Svæðisútvarpiö að taka fagnandi
þeirri umræöu um reksturinn sem fram fer í
samfélaginu. Varla trúi ég því að þeim í Fjölnis-
og fullkomna form á morgunútsendingum
svæðisútvarps.
Kristján lýsir í nokkrum oröum þeirri stefnu
sem fylgt er t morgunútvarpi RÚVAKs og í sjálfu
sér er ekkert út á hana að setja. Þaö er þó um-
hugsunarvert hvort rétt sé að einn og sami
maöurinn sjái um útsendingarnar alla virka daga
vikunnar. Ekki vegna þess að einum manni sé
ekki treystandi til þess, heldur hins að hversu
góöur útvarpsmaður sem viökomandi er hljóta
hiustendur að verða þreyttir á aö heyra alltaf
sömu röddina á hverjum morgni viku eftir viku,
mánuð eftir mánuð. Fjölbreytnin hlýtur að gefast
betur og mér fyndist athugandi hvort ekki væri
hægt aö láta 2-3 menn skiptast á að vera með
morgunútvarpið, ekki kannski einn dag ( senn
heldur viku eða hálfan mánuö. Betur sjá augu
en auga og fyrirkomulag af þessu tagi ætti að
tryggja meiri fjölbreytni í viðfangsefnum og efn-
istökum.
Það er nefnilega einn mesti vandi íslenskra
fjölmiðlamanna hversu lítill markaðurinn er og
vinnustaðir þeirra fámennir. Það hefur í för með
sér aukna hættu á að menn ofkeyri sig á
skömmum tíma, brenni út, jafnt innra með sér
sem í vitund þeirra sem nota fjölmiðla. Þetta
skýrir af hverju mannaskipti á íslenskum fjöl-
miðlum eru jafnör og raun ber vitni um. Það er
stærsta kúnst stjórnenda á fjölmiðlum að vinna
gegn þeirri tilhneigingu.
I þeirri baráttu gagnar lítt að hlaupa í vörn ef
á móti blæs.
Til sölu!
Trésmíðaverkstæöið að Lambeyri Lýtingsstaða-
hreppi, Skagafirði er til sölu, ásamt vélum.
Einnig er til sölu á sama stað Man vörubíll 15-168,
árg. 1973, 6 hjóla með framdrifi og 3t Faco krana.
Upplýsingar gefur Friðrik Friðriksson í síma 95-
38037 eða 985-29062.
i FRAMSÓKNARMENN ||ii
AKUREYRI
Bæjarmálafundur
Bæjarmálafundur verður haldinn að Hafnarstræti 90,
mánudaginn 2. desember ki. 20.30.
Rætt um dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar.
Þeir sem sitja í nefndum hjá Akureyrarbæ á vegum Fram-
sóknarflokksins eru eindregið hvattir til að mæta og einnig
varamenn.
Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar.
Vörubílar til sölu
Scanía 92H, árg. ’89, ekin aðeins 23 þús. km.
Öflugur og vel búinn bíll m/krana.
Hagstætt lán getur fylgt.
M-Benz 1513, árg. ’73, m/palli og sturtum.
Upplýsingar í símum 96-11025 og 985-32556.
V_______________________________________/
GóÖir Akureyringar
og nærsveitamenn
Mæðrastyrksnefnd tekur á móti fatnaði í verk-
smiðjuhúsnæði Foldu (áður Gefjun), gengið inn
að sunnan, dagana 3., 4. og 5. des. og afhend-
um fatnað föstudaginn 6. des. frá kl. 17-22 og
laugardaginn 7. des. frá kl. 10 f.h. til kl. 18.
Þeir sem óska eftir því að fötin séu sótt, geta
hringt í Stellu í síma 22975.
Þökkum frábæran stuðning á liðnum árum.
Mæðrastyrksnefnd.
KRISTNESSPÍTALI
Sjúkraþjálfarar
Kristnesspítali óskar eftir að ráða yfirsjúkraþjálf-
ara til afleysinga í sjö mánuði a.m.k. frá 1. mars
nk.
Möguleiki er á að fá fastráðningu sem sjúkraþjálfari
að lokinni afleysingu.
Barnaheimili á staðnum.
Góð vinnuaðstaða er fyrir hendi. Starfið er fjölbreytt
og spennandi. Samvinna fagfólks (teymisvinna) til
fyrirmyndar.
Markvisst er unnið að uppbyggingu Kristnesspítala
sem endurhæfingarmiðstöð fyrir Norðurland. Sund-
laug er í byggingu og stærri aðstaða fyrir sjúkraþjálf-
un verður byggð innan fárra ára. Yfirlæknir endur-
hæfingardeildar er sérfræðingur í endurhæfingar-
lækningum. Umhverfi spítalans er mjög fallegt og
býður upp á ýmsa möguleika.
Nánari upplýsingar gefur yfirsjúkraþjálfari, eða fram-
kvæmdastjóri í síma 96-31100.
Kristnesspítali.