Dagur - 30.11.1991, Síða 10

Dagur - 30.11.1991, Síða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 30. nóvember 1991 Bókakynning tf Ævisaga forseta - kaflar úr Kristján Eldjárn var ástsæll forseti og virtur fræðimaður, bæði hér og erlendis. Hann gegndi embætti forseta í tólf ár og sameinaði í starfí sínu heimsborgaralega reisn og íslensk- an alþýðleika á þann hátt að vakti aðdáun allra. Gylfí Gröndal hefur nú ritað ævisögu Kristjáns, og kemur bókin út hjá Forlaginu. Gylfí styðst við ýmsar ítarlegar heim- ildir sem ekki hafa áður komið fram, dagbækur Kristjáns og minningarbrot, en þetta gerir frásögnina persónulegri og eykur um leið heimildargildi hennar. Dagur birtir hér valda kafía úr bókinni og hefst sá fyrsti á því þegar Kristján fer frá æskuheimili sínu á Tjörn í Svarfað- ardal til náms við Menntaskólann á Akureyri. nýrri bók um Kristján Eldjárn „Undarlegt er tii þessa að hugsa, svo fersk er sú minning í huga mér, þegar ég gekk við hlið föður míns inn langa ganginn til fyrsta fundar við skólameistara, þar sem ég var honum og skóla hans falinn til næstu fimm ára.“ Þannig kemst Kristján Eldjárn að orði, þegar hann fylgir Sögu Menntaskólans á Akureyrí úr hlaði, en ritið var gefið út í tilefni af aldarafmæli stofnunarinnar 1980. „Sjálfur tel ég mig geta sagt með sanni að um sömu mundir spanni samskipti mín við skólann hálfrar aldar skeið,“ skrifar hann ennfremur. Á Tjörn ríkti jafnan andi fræðslu og upplýsingar; unga fólkið var hvatt til að afla sér menntunar og meta hana að verðleikum. Þórarinn á Tjörn mun snemma hafa ákveðið, að synir hans skyldu taka stúdentspróf frá Menntaskólanum á Ákureyri, gamla Möðruvallaskólanum, sem hann nam við sjálfur - og það gerðu þeir báðir. Kristján kvaðst hafa alist upp við þá vitneskju frá því að hann mundi fyrst eftir sér, að hann ætti að fara í skóla jafnskjótt og hann hefði aldur til. Brennandi löngun til að feta braut menntamannsins kvaðst hann ekki hafa fundið; búskapurinn og sveitastörfin hafi átt svo sterk ítök í sér. „Ég var sendur í skóla,“ sagði hann, „en fór ekki þangað af sjálfsdáðum." Og nú var stundin runnin upp vorið 1931. „í móðu löngu lið- inna daga er þessi stund ljóslif- andi fyrir mér,“ stendur í áður- nefndu ávarpi, „og við hana tengdar tilfinningar af mörgum toga, svo að ekki er með öllu auðvelt sundur að greina.“ í bernsku Kristjáns lék ljómi um skólann á Akureyri, skóla- meistarahjónin og kennarana þar. Heilbrigðum metnaði var svalað, þegar það spurðist um sveitir norðanlands vorið 1930, að Jónas frá Hriflu hefði komið til Akureyrar og fært Gagnfræða- skólanum fimmtugum þá afmælisgjöf, að hann væri nú menntaskóli með fullum réttind- um til að brautskrá stúdenta og héti þaðan í frá Menntaskólinn á Akuréyri. „Norðlendingar litu til skólans uppi á brekkunni með stolti og virðingu," skrifar Kristján. „Ég man hvernig gleðin ljómaði á mörgu andliti þegar frá því var sagt, að þessi æruverðuga norðlenska menntastofnun væri nú hafin til þeirrar tignar sem henni bar, væri nú fullveðja menntaskóli eins og skólinn fyrir sunnan, á sama hátt og Hólaskóli var fyrrum jafnoki Skálholts- skóla.“ Fjölbreytilegur hópur Skólaárin eru það skeið ævinnar, sem flestir rifja upp með sam- blandi af ánægju og eftirsjá. Ef til vill veldur því gáski æskunnar og áhyggjuleysi, sem nýtur sín vel í vernduðum heimi menntastofn- unar. Skólaganga getur vissulega verið torsótt og krefjandi, en jafnframt áframhald af leikjum bernskunnar, þar sem alvara lífs- ins er víðs fjarri; hún er mörgum eins konar hveitibrauðsdagar í hjónabandi tilverunnar. Kristján Eldjárn naut sín vel í hópi skólafélaga sinna, sem voru „fjölbreytilegur hópur“, eins og hann komst sjálfur að orði, „ólík- ir menn á ýmsum aldri, sumir innan við tvítugt, aðrir hálfþrí- tugir og vel það, margir langt að komnir úr nær ótrúlega mörgum landshornum, vestan úr Breiða- fjarðareyjum, Barðastrandasýslu og ísafjarðarsýslu og Húnavatns- sýslu, norðan úr dölum og austan af fjörðum, sunnan úr Reykjavík að ógleymdum Eyjafirði og sjálfri Akureyri." í hópnum, sem útskrifaðist vorið 1936, voru átján piltar og ein stúlka: Baldur Bjarnason, magister í sagnfræði, Baldur Ei- ríksson, starfsmaður hjá KEA, Bjarni Vilhjálmsson, þjóðskjala- vörður, séra Björn Björnsson, prófastur að Hólum í Hjaltadal, Hannes Guðmundsson, lög- fræðingur, Ingvar G. Brynjólfs- son, kennari, Jóhann Jónasson, búfræðingur, Jón P. Haligríms- son, Kjartan Ragnars, lög- fræðingur, Kristján Eldjárn, Ragna Jónsdóttir, kennari, Sigurður Bjarnason frá Vigur, þingmaður og sendiherra, séra Stefán V. Snævarr, prestur á Völlum í Svarfaðardal, Steinþór Kristjánsson, kennari og Unndór Jónsson, endurskoðandi. Þessi luku prófi úr máladeild, en fjórir nemendur útskrifuðust úr stærð- fræðideild: Björn Jónsson, ráð- herra, Ingvar Björnsson, kenn- ari, séra Jóhannes Pálmason og Marteinn Björnsson, verk- fræðingur. Lúðvík Jósefsson, ráðherra, var einnig í hópnum, en veiktist alvarlega í fjórða bekk og kom ekki aftur til náms. Og Broddi Jóhannesson, skólastjóri, skaust fram fyrir félaga sína, las tvo síðustu bekkina samtímis og útskrifaðist 1935. Hvernig skyldi Kristján Eld- járn hafa verið sem ungur maður í menntaskóla? Kjartan Ragnars, bekkjarbróðir hans og sam- stúdent, segir að hann hafi verið góður félagi, næmur og athugull, ekki sérlega hógvær, en fjörmikill og galsafenginn, eins og algengt er um stráka á þessum aldri; bráðgreindur og þurfti lítið fyrir námi að hafa, allt hafi legið opið Kristján Eldjárn. fyrir honum. Svo vildi til að fyrstu mennirn- ir, sem Kristján kynntist á Akur- eyri, voru fóstbræður tveir og verðandi samstúdentar hans, Björn Jónsson, síðar forseti Alþýðusambands íslands, þing- maður og ráðherra, og Jóhannes Pálmason, sem lærði til prests og þjónaði Stað í Súgandafirði um þriggja áratuga skeið. Þeir bjuggu á næstu grösum við hann á Brekkugötunni, á hlýlegu heimili foreldra Jóhannesar, sem voru Kristín Sigfúsdóttir skáld- kona og Pálmi Jóhannesson. Kristján kvaðst hafa verið fljótur að finna leiðina til þeirra. „Ljóslifandi er mér mynd þessara fyrstu skólafélaga minna,“ skrifar hann. „Þeir voru ólíkir eins og dagur og nótt, þótt samrýmdir væru og nær óaðskiljanlegir. Og þeir tóku mig nýsveininn að sér og gerðu mig að vini sínum.“ Merkar minjar huldar vikri Einn merkasti fornleifafundur á íslandi var eflaust í Þjórsárdal árið 1939 þegar Aage Roussell og Kristján fundu sögualdarbæinn á Stöng. Þeir höfðu farið þangað í von um að finna nokkrar minjar eftirfornan búskap, enfundurinn var meiri en þeir höfðu þorað að vona. „Þá gerist það einn af björtustu sólskinsmorgnum þessa sumars, meðan allt er í deiglunni hjá fornleifafræðingunum í Þjórsár- dal, að Roussell sendir Kristján Eldjárn ásamt tveimur öðrum mönnum inn á Stöng. „Lagði hann fyrir mig að grafa könn- unarholur þar sem mér sýndist skynsamlegt,“ skrifar Kristján, „og reyna að gera mér grein fyrir hvaða líkur væru til að þarna mundi vera tilvinnandi að gera umfangsmikla rannsókn." Og hann heldur áfram: „Eng- um gat dulist að bær hefði verið á Stöng. Efst á hólnum, sem var allmikið blásinn, stóðu báshellur fjóssins upp úr, og skammt þar fyrir neðan vottaði fyrir rústum af einhverju litlu húsi nærri brekkunni niður í gilið mikla, sem þarna er að húsabaki. Það reyndist síðar vera mjög merki- leg smiðja. Alls ekkert sást til bæjarhúsa, en niður frá fjósinu var grasi gróinn ávalur hryggur, nokkurn veginn samhliða bæjar- gilinu. Hryggur þessi leit í einu og öllu út eins og hvert annað náttúruverk. En af legu fjóssins og öllum staðháttum var næsta augljóst, að einmitt þarna hefði bærinn átt að vera. Eg valdi því stað á miðjum þessum hrygg og bað menn mína að grafa þar holu nægilega stóra til þess að auðvelt væri að moka upp úr henni og hún leiddi skýrt í ljós hvernig jarðlögum væri háttað.“ Fyrst í stað er ekkert að sjá nema áfokslög af vikri og mold, allt verk náttúrunnar. Þegar lengra kemur niður, ber hins vegar undarlega við. Þar birtist í öðrum helmingi gryfjunnar snjóhvítt vikurlag, en í hinum helmingnum hrein mold, og skörp skil eru á milli lóðrétt niður; vikurinn hrynur léttilega frá moldarstálinu. Kristján sér strax að þarna hef- ur náttúran ekki verið ein að verki, þótt hann átti sig ekki þeg- ar í stað á, hvað þarna sé á seyði. Sú óvissa stendur þó ekki lengi. Gryfjan er dýpkuð, og skilin halda áfram niður eftir. Smátt og smátt rennur upp fyr- ir Kristjáni, að moldin hlýtur að vera veggur og vikurinn ösku- dyngja, sem lagst hefur upp að honum. Og áfram er haldið að grafa, þangað til komið er niður á kol- svartan botn þeim megin sem vikurinn er. Þá þarf naumast lengur vitn- anna við. Svarta lagið er gólf í húsi; þarna er sem sagt að öllum lík- indum bær á kafi í vikri - með veggjum næstum því í fullri hæð, veggjum, sem upphaflega höfðu verið úr torfi, en voru orðnir að mold á löngum tíma. Þetta er stór stund; mikilfeng- leg sýn blasir við. Hafa ber í huga, að á þessum tíma grunaði engan mann, að nokkurs staðar væru til bæjar- rústir varðveittar á þennan hátt. Uppgröfturinn í Þjórsárdal markar í rauninni tímamót í fornleifarannsóknum hér á landi, og alþekkt er ritið Forntida gárd- ari Island, þar sem niðurstöðurn- ar eru birtar. í áðurnefndri grein í Andvara 1962 skrifar Kristján Eldjárn: „Þetta sumar, 1939, voru grafnar úr jörðu þarna í dalnum merki- legar fornar bæjarrústir, og urðu þessar rannsóknir til þess að Þjórsárdalur komst mjög á dagskrá, en lengi hafði hann að vísu verið nafntogaður fyrir ein- kennilega og hrífandi náttúru- fegurð. Frægastur þeirra forn- bæja, sem upp voru grafnir 1939, er Stöng, og má sá bær heita frægur bæði að fornu og nýju, að fornu vegna þess að þar á að hafa búið í fornöld kappinn Gaukur Trand- ilsson, að nýju vegna þess að þar eru nú til sýnis skýrastar og skilmerkilegastar híbýlatóftir fornar, bæjarrústirnar á Stöng, sem hafa varðveist svo vel undir vikurdyngjum, að þess eru engin dæmi hér á Norðurlöndum um jafnforna byggingu. Það vantar að vísu mikið, þegar stoðir, þök og allan innanbúnað vantar, en samt veita þessar rústir sönnustu vitneskjuna um híbýli miðald- armanna, sem kostur er á. Sá sem kemur á Stöng og svipast þar um með gát, hefur það á tilfinn- ingunni að hann hafi komið í raunverulegan fornaldarbæ og fer þaðan með skýra mynd hans í huga. Fólkið var að vísu ekki heima, en talaði þó til gestsins í þeim handaverkum, sem við hon- um blöstu.“ Útilegumenn En starf fornleifafræðingsins felst ekki eingöngu í því að afhjúpa stórfenglegar og einstakar minjar um sögufræga tíma. Oftast verð- ur hann að láta sér nægja fátæk- legar og skemmdar leifar horf- inna kynslóða, og gera sér mynd af lífi þeirra með fátt annað í höndunum en morkin bein og hrunin veggjarbrot. Þó er þetta þrautseiga starf nauðsynlegt ef við viljum staðfesta þekkingu okkar á sögunni og daglegu lífi fólks á fyrri öldum. Þannig var háttað einum fyrsta leiðangrinum sem Kristján stjórnaði sjálfur, tveimur sumrum eftir fundinn í Þjórsárdal. „Árið 1880 voru heimtur slæm- ar í Mývatnssveit, svo að bændur leituðu að óþekktum haglöndum, þar sem fé þeirra kynni að leyn- ast. í þessari för voru meðal ann- arra fjallagarpurinn Jón Þorkels- son í Víðikeri og Jón Stefánsson k'' -4

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.