Dagur - 30.11.1991, Síða 11

Dagur - 30.11.1991, Síða 11
Laugardagur 30. nóvember 1991 - DAGUR - 11 a Kristján Eldjárn i Skálholti 1954. Hann stjórnaði uppgreftinum þar, sem leiddi til eins mesta fornleifafundar hér á landi. Myndina tók Gísli Gestsson. Forsetahjónin Kristján og Halldóra Eldjárn ásamt Olof Palme, forsætisráð- herra Svíþjóðar, og konu hans Lisbet Palme, á Bessastöðum í mars 1973. Myndina tók Pétur Thomsen. á Litlu-Strönd, betur þekktur sem rithöfundur undir nafninu Þorgils gjallandi. Þeir koma í Hvannalindir, hinn stóra gróðurblett í tungunni milli Jökulsár á Fjöllum og Kreppu, en um hann lykja á alla vegu brunahraun og eyðisandar. Nafn staðarins stafar af því, að þar kvíslast lindir margar, en hvannastóð þekur bakka þeirra. Austarlega í norðurbrún hraunsins finna bændurnir óvænt kofa útilegumanna - og verða að vonum undrandi. Kofarnir standa enn uppi að nokkru leyti, og Þorgils gjallandi lýsir þeim ítarlega í langri grein í blaðinu Norðlingi 1880. Síðan verða þeir stöðugt hrör- legri; á þeim vinna veður og eyð- ing í tímans rás. Árið 1912 sér Jón í Víðikeri kofana öðru sinni, og eru þeir þá mun ver útlítandi en er hann leit þá í fyrral skiptið. Árið 1933 lýsir Steindór Steindórsson, menntaskólakenn- ari, rústunum nákvæmlega í Nýj- um kvöldvökum, og ef sú grein- argerð er borin saman við skýrslu Þorgils gjallanda 1880, ermunur- inn svo mikill, að varla gæti nokkrum til hugar komið að um sama fyrirbæri væri að ræða. Nú er sumar í Hvannalindum á stríðsárunum, nánar tiltekið hinn 27. júlí árið 1941. Þangað er kominn leiðangur undir sljórn Kristjáns Eldjárns, ungs og upp- rennandi fornleifafræðings, til að grafa upp og kanna gömlu úti- legumannakofana. Frumkvæðið að förinni átti Ólafur Jónsson, framkæmda- stjóri, sem kunnur var fyrir áhuga sinn og þekkingu á öllu, sem varðaði hálendi íslands. Fyr- ir hans tilstilli útvegaði Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgun- blaðsins og formaður mennta- málaráðs, styrk ti! rannsóknar- innar. Auk Ólafs og Kristjáns voru til aðstoðar Kristján Karlsson, stud. art. frá Húsavík, Þórarinn Björnsson, mennta- skólakennari á Akureyri, og Eðvarð Sigurgeirsson, ljósmynd- ari. „Ég man vel eftir þessari ferð,“ segir Kristján Karlsson. „Ég var ungur menntaskólanemi á þess- um tíma, og við Kristján Eldjárn vorum kunningjar. Hópurinn lagði upp frá Möðrudal í fylgd með Jóni gamla Stefánssyni bónda, og við fórum inn á Jökul til að komast ofan í Lindirnar. Á leiðinni hrepptum við hið versta vatnsveður, og ég man, að Jón í Möðrudal klæddist ekki hlífðar- fötum, kempan, og þótt stígvélin hans væru orðin full, skeytti hann því engu. Að öðru leyti var ákjósanlegt veður þessa daga. Og oft var glatt á hjalla hjá okkur í tjöldunum; mikið kveðið, enda höfðum við flestir fengist við að banga saman vísum, ekki síst Kristján Eldjárn, sem var afar hagmæltur og hugkvæmur vísna- maður, og hið sama mátti-segja um Ólaf Jónsson, sem var skáld og gaf út ljóðabókina Fjöllin blá árið 1947.“ Kofarnir reynast hrundir og sandorpnir og allt annað en girni- legir til fróðleiks. Samt tekst þessum hópi manna á fimm dögum að grafa þá upp og rannsaka gaumgæfilega, og Kristján Eldjárn skrifar grein um ferðina í Lesbók Morgunblaðsins haustið 1941. Hér er um kofaþyrpingu að ræða; þeir eru fjórir talsins og ranghali eða göng liggja skáhallt niður hraunkambinn ofan á jafnsléttu lindanna; þrír þeirra standa hlið við hlið og mynda röð því sem næst frá austri til vesturs, en sá fjórði er afhýsi. Að baki er hraunveggur frá náttúrunnar hendi, og hafa kofarnir verið reistir upp við hann. Þetta eru hvorki stórar né glæsilegar vistarverur, en talandi tákn þess, að útilegumenn hafi dvalið í óbyggðum landsins margir saman, eins og þjóðsögur greina frá; varla kemur til greina, að einn maður hafi byggt og búið í slíkri þyrpingu. Það vekur athygli Kristjáns, að kofarnir bera vitni gamalli bygg- ingartækni. Hún er fólgin í því, að veggir og þak er hlaðið í senn úr grjóti eða torfi, en trjárefti er ekki notað. Slíkar byggingar eru því sem næst kringlóttar og eru þannig gerðar, að hvert hleðslu- lag nær lítið eitt lengra inn en næsta lag fyrir neðan; húsið dregst þannig að sér smátt og smátt, uns saman tekur í toppin- um. Utan til eru svona hús hól- laga að sjá. Kofarnir í Hvannalindum höfðu allir verið byggðir á þenn- an hátt, og byggingarlagið sást vel á afhýsinu og vestasta kofan- um, því að þar stóðu þök enn uppi að mestu leyti. Þessi hús hafa þann kost, að þau er hægt að byggja án nokkurs trjáviðar, og það hefur komið sér vel fyrir útilegumennina í Hvannalindum. Hús, sem reist voru á þennan hátt, voru kölluð borghlaðin. Nafnið stafaði af því, að algengt var að hlaða þannig svonefndar fjárborgir, en það voru skýli byggð þar sem fé gekk úti, svo að það gæti leitað sér skjóls í óveðr- um. Kristjáni þykir liggja í augum uppi, að það hafi ekki verið frjálsir menn, sem bjuggu í Hvannalindum.“ Starf og skyldur forsetans Árið 1968 var Kristján kosinn forseti með meiri yfirburðum en áður höfðu þekkst. Óhætt er að segja að honum hafi farist það starf vel úr hendi og hann vann sér hylli íslensku þjóðarinnar, jafnt sem erlendra þjóðhöfð- ingja. Hann vék sér aldrei undan erfiðri skyldu og leiddi þjóðina af sama öryggi, hvort sem hún gladdist við þjóðhátíð eins og á Þingvöllum 1974, eða syrgði líkt og þegarhið hræðilega slys varð á Þingvöllum í júlí árið 1970, en þá brann Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra inni ásamt konu sinni og ungum dóttursyni. Þegar eldgos varð í Heimaey árið 1973 las Kristján ávarp í útvarpið, og eru margir sem enn minnast þess. En af dagbókum Kristjáns má sjá að þótt hann hughreysti þjóðina opinberlega fann hann ekki síður en við hin til óttans við slíkar náttúruhamfarir. „Erfitt er að leggja dóm á nýliðin tímaskeið, en ekki kæmi á óvart, þótt áttundi áratugurinn yrði talinn einna viðburðaríkast- ur og merkastur í sögu Islands á þessari öld. Segja má, að endanlegur sigur hafi unnist í samskiptum okkar við Dani, þegar handritunum var hátíðlega skilað vorið 1971. Og barátta þjóðarinnar fyrir efna- hagslegu sjálfstæði endurspeglast í þorskastríðunum við Breta, en hin síðustu þeirra voru háð 1972- 1973 og 1975-1976. Einnig voru haldin hér á landi mót og fundir, sem heimsathygli vöktu, svo sem skákeinvígið milli Fischers og Spasskys sumarið 1972 og fundur Nixons og Pompidous 1973, sem nánar verður sagt frá hér á eftir. Er þá aðeins fátt eitt talið af við- burðum í forsetatíð Kristjáns Eldjárns. Og harmsagan á Þingvöllum var ekki eini óvænti atburðurinn, sem óhug vakti. Öðru sinni er vakið upp á Bessastöðum um miðja nótt hinn 23. janúar 1973, og þau ótrúlegu tíðindi flutt, að eldgos hafi dunið yfir Vestmannaeyjar. Sprunga hefur opnast um þvera Heimaey og ráðgert er að flytja þúsundir manna til lands í bátum og flug- vélum. „Ég dreif mig á fætur og var kominn inn í bæ urn klukkan hálftíu," skrifar Kristján í dag- bókina. „Birgir Möller spurði mig, hvort ég ætlaði að flytja ávarp til þjóðarinnar, en satt að segja var ég ekki farinn að hugsa um það, enda hafði ég mjög tak- markaðar upplýsingar fengið um atburði næturinnar.“ Ólafur Jóhannesson er forsætisráðherra á þessum tíma, en hann hafði myndað ríkisstjórn eftir kosningarnar 1971, þegar Viðreisnarstjórnin missti meiri- hluta sinn; það var vinstri stjórn, sem hafði meðal annars á stefnu- skrá sinni útfærslu landhelginnar í fimmtíu mílur og endurskoðun eða uppsögn varnarsamningsins við Bandaríkin í því skyni, að herinn hyrfi frá íslandi í áföng- um. Ólafur hafi verið vakinn upp á Reykjum í Hrútafirði, ók alla nóttina og er nýlega kominn suður, þegar Kristján hefur síma- samband við hann. „Niðurstaðan af samtali okkar varð sú, að ég skyldi tala í útvarp um hádegið, en hann þá líklega um kvöldið," stendur í dagbók- inni. „Komum við okkur saman um, að ég skyldi leggja áherslu á, að um væri að ræða mál allrar þjóðarinnar, enda liggur það í augum uppi. Ég byrjaði svo að skrifa, enda var tíminn ekki mikill. Ég skrifaði þrjú hand- skrifuð blöð nokkuð reiprenn- andi, það sem í hugann kom, og ekki vannst tírni til að vélrita það, varla að lesa yfir, hvað þá snurfusa. Fór svo upp í útvarp...“ Ávarpið er á þessa leið, ofur- lítið stytt: „Góðir landsmenn! Náttúruhamfarirnar í Vest- mannaeyjum eru einn þeirra atburða, sent gera öll orð van- megna. Og þó - þau má þó alltaf nota til að tjá hug sinn í þökk fyr- ir það, að svo óskaplegur háski við bæjarvegginn í einum fjöl- mennasta kaupstað landsins skyldi ríða yfir án þess að nokk- urt mannsbarn biði lífstjón eða lima... Það verður ekki annað séð en að stilling, þrek og góð skipulagning hafi einkennt þessa stórkostlegustu mannflutninga, sem um getur í sögu landsins. Og veit þó enginn hvernig farið hefði, ef ekki hafði verið það lán í óláni, að veður var gott á hættu- legri árstíð. Leggur drottinn líkn með þraut. Ég lýk þessum ávarpsorðum með því að láta í ljós samhug með því fólki, sem nú hefur orðið að yfirgefa hús og heimili í mikilli skyndingu, og þá von og bæn, að sú stund komi áður en varir, að aftur blómgist mannlíf í hinum fögru og frægu eyjum, því að víst mun það ekki búa Vestmanney- ingum í hug að láta undan síga fyrir þeim aðsópsmiklu nágrönn- um, sem gert hafa þeim þungar búsifjar nú um sinn.“ Um hádegisbilið heldur Krist- ján heim að Bessastöðum og hlustar á útvarpsávarp sitt í bíln- urn á leiðinni. „Hér skal ég geta þess,“ segir í dagbókinni, „að ég er yfirleitt ákaflega óánægður með þessi ávörp og ræður, sem ég þarf að halda, og finnst það venjulega mjög leiðinlegt og ómerkilegt verk að setja slíkt saman; kalla það ógerðir. En í þetta skipti brá svo við, að ég var ánægður með þetta ávarp, sem ég skrifaði í logandi hvelli og við hin óhagstæðustu skilyrði. Svo furðu- legt sem það er hitti ég á margt sem viðeigandi var á þessari stundu, en slapp við alla væmni og móðursýki, sem vel hefði get- að örlað á.“ Á þriðja degi gossins flýgur Kristján til Eyja; þá er verður fagurt, skyggni ágætt og fegurð mikil til landsins að sjá. „Gosið var ekki mjög mikið,“ skrifar hann í dagbókina daginn eftir, „sakleysislegra en það hefur verið, en allt er svart af ösku, sem mikið hafði fallið af um nótt- ina. Bæjarstjóri, Magnús Magn- ússon, tók á móti mér og hann þurfti einnig að sinna nefnd þeirri, sem á að rannsaka hvaða áhrifgosið hefur á þjóðarbúskap- inn. Eg vildi ekki láta stjana mik- ið við mig og reyndi að gera ferð mína stutta... En nefndin vildi einnig sjá verksummerki, svo að við fórum allir að skoða...“ Og Kristján finnur til vanmátt- ar síns gagnvart eyðileggingar- mætti náttúruaflanna: „Þarna var ekki margt fólk og dauðalegt yfir að líta. Þó var veður gott og gos- ið í lágmarki. Ég sá minnismerki séra Jóns píslarvotts standa upp úr hraunmassa eða öllu heldur vikurhrúgaldi. Ég hafði orð á því við Árna Johnsen, að enn mætti bjarga því, og mun það hafa ver- ið gert, samanber Morgunblaðið í dag 26. janúar. Ætli það verði ekki eina gagnið af ferð minni til Eyja?“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.