Dagur - 30.11.1991, Síða 12
Svendborg. Bær við hið bláa haf. Úr höfninni sigla skipin og skemmti-
bátar vagga á sundinu eða eru bundnir við bryggju. Bíða þar eigenda
sinna. Haust í aðsigi og sólin hellir geislum yfir grænar strendur og rúst-
rauð húsþökin. Svendborg er sjómannabær. Þar hafa sæfarar reist sér
ból. A Tásinge hinumegin Svendborgarsundsins býr íslensk fjölskylda.
Hann er skipstjóri. Fer um heimsins höf. Hún er húsmóðir og hefur alla
tíð haft mikinn áhuga á söng. Hún semur einnig lög og ljóð. Sum þeirra
tileinkar hún sjónum og söknuði eftir eiginmanni á hafinu. Hún sækir
einnig texta í smiðju íslenskra skálda. Og nú hefur hún gefið út aðra
hljómplötu sína.
Gullý Hanna Ragnarsdóttir frá Akureyri
hefur hitt í mark meö nýju plötunni því lag-
ið „Kærlighed ved fórste blik“ hefur vermt
efstu sæti danskra vinsældalista að undan-
förnu. Gullý Hanna hefur búið í Svendborg
síðastliðin fimmtán ár. Hún fluttist til Dan-
merkur um miðjan áttunda áratuginn ásamt
eiginmanni sínum Gísla Guðjónssyni, skip-
stjóra, sem þá hafði fengið starf sem stýri-
maður hjá dönsku skipafélagi. Gullý Hanna
hefur verið í hlutverki sjómannskonunnar
eins og svo margar aðrar konur í þessum
suðurfjónska bæ. En söngurinn ætíð verið
skammt undan og er aðal áhugamál hennar.
Hún semur meirihluta laga á plötum sínum
sjálf og einnig hluta textanna. Ljóðagerð
ýmissa höfuðskálda íslensku þjóðarinnar er
henni einnig hugleikin og nokkur ljóð
íslenskrar bókmenntahefðar hafa orðið
henni tilefni til þess að taka gítarinn fram og
semja lög. Fyrir tveimur árum gaf hún út
sína fyrstu hljómplötu þar sem hún flutti
eigin lög og einnig annarra. Á nýju plötunni
eru átta lög eftir hana sjálfa. Þótt lagið „Ást
við fyrstu sýn“ hafi átt svo greiðan aðgang
að hlustendum danskra útvarpsstöðva er
lagið „Með kveðju til æskustöðvanna" raun-
verulegt titillag plötunnar en texti þess er
eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Lagið
tileiknar hún Akureyri. Gullý sækir meðal
annars efni í sinn innri mann og nánasta
umhverfi. í texta sínum um laugardags-
kvöld á Tásinge fjallar hún um daglegt líf
sjómannskonunnar. Lífið sem orðið hefur
henni öðru fremur að yrkisefni.
„Ég sit hér alein heima
og vonast eftir þér.
Það er svo tómlegt inni
og myrkrið sígur að.
Laugardagur líður
eins og svo oft fyrr
og haustið knýr á mínar dyr.
Gönguferð f húminu
með hundinn mér við hlið.
Það er svo rótt og hljóðlátt
í götunni er ég bý.
Laugardagur líður
eins og svo oft fyrr
og haustið knýr á mínar dyr.
Þú ert svo langt í burtu
ég hvísla nafn þitt blítt
og langt er liðið síðan
ég hef í faðmi þínum hvílt.
Ég loka fyrir sjónvarpið
og tek gítarinn fram,
því bráðum fer að vetra
og þú kemur minn vinur heim.
Ég geng með mínar hugsanir
með vindinn í mitt fang.
Ég týni nokkrar rósir
og fer með hundinn heim.
Laugardagur líður
eins og svo oft fyrr
og haustið knýr á mínar dyr.“
Lífið er meira en hin langa bið
Þannig hljóðar texti Gullýar Hönnu við lag-
ið „Det er en lórdag aften“ í lauslegri þýð-
ingu en hún semur flesta texta sína á
dönsku. Blaðamaðurinn Helle Juhl segir
meðal annars í grein um Gullý Hönnu, sem
birtist í tímaritinu Femina á síðastliðnu
sumri, að líf hennar snúist um biðina eftir
manninum, sem kemur heim af sjónum og
rekur undirtóninn í textum hennar að lífi
sjómannskonunnar. Hún leggur einnig
áherslu á það hlutverk sitt með því að flytja
lag Jóhanns Helgasonar, Söknuð, á nýju
plötunni og hefur snúið texta Vilhjálms
heitins Vilhjálmssonar á dönsku. „Jeg savn-
er dig“.
En í lífi Gullýar Hönnu leynist margt
fleira en hin langa bið þótt hluti af textum
hennar fjalli um tómleikann en einnig von-
ina sem fylgir því að eiga sér ástvin á hafinu
víðs fjarri heimahögum. En hver þátturinn
er sterkari í fari hennar. Þáttur sjómanns-
konunnar og húsmóðurinnar á Tásinge við
Svendborgarsund, sem hinn danski blaða-
maður hreifst svo af eða þáttur lagahöfund-
arins og söngkonunnar, sem nú vermir
„Dansktoppen".
Við ræddum þetta á kvöldgöngu á Troense
Strandvej í vikunni áður en platan hennar
„Með kveðju til heimahaganna" kom út.
Gullý Hanna stansaði og horfði um stund út
á sjóinn og bátana sem spegluðust í haf-
fletinum í mildu tunglsljósinu. „Ætli þeir
skipti mér ekki nokkuð jafnt á milli sín,“
sagði hún og bætti síðan við að líklega
styrktu þeir hvor annann.
„Gengum syngjandi um göturnar
og gerðum símaat“
En aftur til fortíðarinnar. Til bæjarins sem
Gullý Hanna sendir kveðjur með þessari
nýju plötu. Syðri brekkan á Akureyri á
Laugardagur 30. nóvember 1991 - DAGUR - 13
))
Ætli ég sé ekki dálítill strákur í mér
• 11 • • •• 1 Q A K1U nrltl rr P A1 r/l A Frx 1 D n rt f" 11 rl'Pmie kaJmilií’lííi lionnor hiii !/■£« r q m L /| n eoil/ir I cl/rifo m ornon 1 iÁlol/r\rf T íAnr ol/l/i i;al f,, L *-n Ar, A nnv mnlx.
tí
- segir Akureyringurinn og söngkonan
Gullý Hanna Ragnarsdóttir,
sem býr í Svendborg á Suður-Fjóni
og er nú á „Dansktoppen“
með eitt laga nýrrar plötu sinnar
sjötta og sjöunda ártugnum. Hávaxin stelpa
að leika sér með strákunum. Örlítið hærri
en flestir þeirra. En gefur þeim ekkert eftir
í ærslagangi hinna daglegu leikja. Hún seg-
ist alltaf hafa leikið sér meira með strákum
en stelpum sem barn. „Ég var ekkert sér-
lega kvenleg í þá daga. Fremur óvær og erf-
ið í bernsku og hávaðasöm í skóla. Ég kom
oft heim óhrein og illa útlítandi eftir ærsl og
leiki í hverfinu, sem þá var að byggjast og
var fullt af spýtnabraki og moldarhaugum.
Lítill vandi var að finna spýtubúta og við
stunduðum skilmingar í grunnum og hálf-
byggðum húsum. Mæður vinkvennanna
gengu jafnvel svo langt að vara dætur sínar
við mér. Þær skyldu ekki vera með henni
Gullý. Hún leikur sér alltaf með strákunum.
En ég átti líka góðar vinkonur. Við mynd-
uðum ágæta klíku og brölluðum ansi oft
sitthvað saman. Við gengum meðal annars
syngjandi um göturnar og elskuðum að gera
símaat." En þessi ævintæýraþrá, sem fékk
útrás í ærslum og leikjum í hverfi framtíðar-
innar á syðri brekkunni átti sér meiri fram-
tíð í lífi Gullýjar Hönnu. Hún hefur fylgt
henni í gegnum tíðina og stutt hana til að
ryðja áhugamáli sínu leiðina til veruleikans.
Helga Haraldsdóttir á Akureyri er
æskuvinkona Gullýar Hönnu. Hún segir að
þær hafi hist fyrst fimm eða sex ára gamlar.
„Ég var á sleða með yngri systur minni niðri
í Laugagötu og hitti þá þessa stelpu, sem
einnig var með systur sinni á sleða. Við fór-
um að tala saman og þá kom í ljós að hún
var að flytja í hverfið." Helga lýsir Gyllý
Hönnu sem mjög hlýrri manneskju en einn-
ig miklum grallara. „Ég sakna hennar oft -
ekki síst grallarans í henni,“ segir Helga.
Hún rifjaði upp ýmis strákapör þeirra frá
fyrri árum og sagði að leikirnir í grunnum
og á moldarhaugum hverfisins væru síst orð-
um auknir hjá vinkonu sinni. Gullý Hanna
hefði stundum verið fljótfær og orðhvöt en
ætíð hefði verið stutt í gamansemina og
hlýjuna undir niðri. Helga sagði að ekki
hefði komið sér á óvart þegar Gullý Hanna
hóf opinberan söngferil sinn. Söngurinn hafi
alla tíð átt djúpar rætur í henni og þær vin-
konurnar hafi oft sungið saman sér til gam-
ans á unglingsárunum.
„Af moldarhaugum í sveitina“
Eftir bernskusumurin á byggingarárum
syðri brekkunnar tók sveitin við. Gullý
Hanna var mörg sumur í sveit. Strax og
skólanum lauk á vorin var hún farin. Engin
bönd héldu henni og hún segist eiga margar
góðar minningar frá þessum sumrum. Hún
var á nokkrum sveitabæjum á bernsku- og
unglingsárunum; Tungufelli í Svarfaðardal
á tíunda og ellefta ári, síðan tvö sumur á
Stóruvöllum í Bárðardal og tvö sumur á
Bustarfelli í Vopnafirði. Gullý Hanna
kveðst búast við að ævintýraþráin hafi togað
sig í sveitina og lífið þar hafi alltaf átt vel við
sig. Sveitadvölin hafi því einnig átt þátt í að
viðhalda ævintýramennskunni, sem hófst
með þátttöku í leikjum strákanna á moldar-
haugum og í húsgrunnum á syðri brekkunni
á Akureyri. Hún hafði sveitina í huga þegar
hún samdi lag við ljóð Davíðs Stefánssonar
frá Fagraskógi um póstmanninn. Manninn
sem flutti dreifbýlisfólkinu fregnir fyrr á
tímum.
Að loknu gagnfæðaprófi fór Gullý Hanna
til náms við Húsmæðraskólann á ísafirði.
Þar upplifði hún hið hefðbundna húsmæðra-
nám áður en það vék fyrir kröfum breyttra
tíma. Gullý Hanna ræddi um tímann á ísa-
firði. Skemmtilegan tíma þótt hún hafi
ákveðið að láta ekki staðar numið á ævin-
týrabrautinni og stofna til bús og barna við
svo búið eins og algengt var á þessum árum.
Haustið eftir ísafjarðardvölina hélt hún til
Noregs og settist þar á skólabekk í Lýðhá-
skóla.
„Du kom sejlende ind i mit Iiv“
Noregsdvölin varð þó ekki upphafið að bú-
setu Gullýar Hönnu á erlendri grund. Hún
lenti síðar í þeim ævintýrum er leiddu hana
til Danmerkur og urðu þess valdandi að hún
settist að á Tásinge á Suður-Fjóni. Hún réð
sig sem þernu á Gullfoss og eftir sumarið á
sjónum tók líf hennar nýja stefnu. Þar hófst
hið eiginlega lífsævintýri Gullýjar Hönnu
Ragnarsdóttur sem danskir útvarpshlust-
endur hafa kosið í fyrsta sæti vinsældalista
dægurtónlistarinnar. Ævintýrið byrjað á
siglingum á milli Reykjavíkur, Edinborgar
og Kaupmannahafnar sumarið 1971. Gullý
Hanna segir að fljótlega eftir að hún kom
um borð í Gullfoss hafi hún tekið eftir
myndarlegum pilti um borð sem meðal ann-
ars vann við að spúla dekkið. Trúlega hafi
hann tekið eftir sér um svipað leyti því þau
hafi fljótlega horfst í augu og augnaráðið
orðið að ást við fyrstu sýn. Gullý Hanna lýs-
ir fyrstu kynnum af eiginmanni sínunt á nýju
plötunni „Kærlighed ved fprste blik“. í upp-
hafi textans segir hún hann hafa komið sigl-
andi inn í líf sitt og síðar spyr hún áheyrand-
ann hvort hann trúi á ást við fyrstu sýn. Svar
hennar „Det g0r jeg, Det g0r jeg...“ er síð-
an endurtekið sem einskonar viðlag í laginu
sem hljómað hefur í efstu sætum á vinsælda-
listum danskra útvarpsstöðva að undan-
förnu.
„Þeir fluttu okkur til Danmerkur
- með viðkomu á Akureyri“
Síðan þetta sumar hafa leiðir þeirra Gullýar
'Hönnu og Gísla legið saman. Haustið eftir
hóf hann nám í Stýrimannaskólanum en
hún fór að starfa á skrifstofu Skipadeildar
Sambandsins sem nú heitir Samskip. „Ég
fór því ekki langt frá sjómennskunni. Var
aðeins á þurru landi,“ segir hún og brosir og
horfir aftur út á sundið undan Tásinge. „Ég
held að þeim hjá skipafélaginu hafi líkað
ágætlega við mig. Að minnsta kosti fluttu
þeir okkur ókeypis frá Reykjavík til Dan-
merkur þegar við yfirgáfum landið. Meira
að segja með viðkomu á Akureyri,“ segir
Gullý Hanna á sinn sérstaka og glettnislega
máta.
s
„Eg er líka kjarklaus og myrkfælin“
Ef af hverju Danmörk? spyr ég þegar við
erum snúin heim á leið á kvöldgöngunni.
Þeirri leið sem Gullý Hanna segist ganga
svo oft á vetrkvöldum.
„Mig hafði alltaf langað til að búa í ein-
hverju Norðurlandanna og tækifærið gafst
þegar Gísli fékk vinnu, sem stýrimaður hjá
dönsku skipafélagi árið 1975. Við bjuggum í
fyrstu í Ollerup hér á Suður-Fjóni. Gísli var
á sjónum og dvalirnar heima voru skammar.
Ég var því mjög oft ein með eldri drenginn
okkar sem þá var á fjórða ári. Þrátt fyrir að
þessi ævintýraþrá hafi búið í mér hef ég allt-
af verið fremur kjarklaus í aðra röndina og
sérstaklega myrkfælin. Ég hef aldrei getað
losað mig til fulls við þann ótta sem fylgir
myrkrinu. Þarna var ég. Alein með barnið í
ókunnu landi og þessi ótti tók að ásækja
mig. Ég lokaði mig inni og lífið varð sífellt
erfiðara. En við vorum með nokkuð gott
húsnæði og að lokum ákvað ég að leigja her-
bergi út. Ég var heimavinnandi á þessum
tíma og hafði því ekki sömu tækifæri til þess
að blanda geði við fólk og til dæmis
námsmenn. Við bjuggum í Ollerup til 1980
en fórum þá að leita eftir öðru húsi og fund-
um það að lokum hér á Tásinge.“
íslenskur Onedin í
Suðurskautsísnum
En líf Gullýar Hönnu hefur ekki alltaf verið
að kveðja og bíða endurfunda. „Farvel og
pá gensyn“. Hún hefur einnig farið í sigling-
ar með manni sínum. Langa leiðangra um
heimshöfin. „Á meðan drengirnir voru litlir
og ekki bundnir við skóla var auðveldara að
taka sig upp og vera lengri tíma í burtu. Ég
fór þrisvar í langferð með honum og þá tók-
um við drengina með. í eitt skiptið til
Ástralíu. Sú ferð tók um hálft ár og
skömmu eftir að við mæðginin fórum frá
borði fór Gísli með skipið til Suðurpólsins.
Þar sat hann fastur í ís um tíma og í frétta-
sendingum var talað um þennan íslenska
Onedin í Suðurskautsísnum en Onedin er
nafn á frægum sjónvarpssjóara, sem margir
íslendingar muna eflaust eftir. Hann var
ljóshærður eins og Gísli. Síðan fórum við
fjölskyldan með honum í siglingu til Suður-
Ameríku og Afríku auk þess sem ég hef far-
ið með honum í nokkrar Grænlandsferðir.“
Hvernig líkaði grallara af syðri brekkunni
og sveitakonu úr norðlenskum dölum og
fjörðum að vera til sjós. Ekkert nema hafið
og himinninn fyrir stafni vikum saman og
vera auk þess með tvo litla drengi með sér
um borð.
„Þetta voru yndislegir tímar. Ég hef
aldrei verið sjóveik og mér leið mjög vel. Ég
fann heldur ekki fyrir neinum erfiðleikum
með að hafa drengina hjá mér við þessar
heimilislífi hennar. Því lífi sem hún sækir
svo margar myndir til í tónlistarsköpun
sinni. Gullý Hanna segir það stjórnast mikið
af vinnutíma eiginmannsins. Þar sem hann
sé oft langtímum saman í burtu, oft nokkra
mánuði í einu, reyni þau að taka sér frí sam-
an þegar hann er í landi og hreinlega njóta
þess að vera heima. „Ég hef ekki unnið úti
fasta vinnu nema í um þrjú ár af sextán hér
f Danmörku," segir Gullý Hanna. „Ég hef
gaman af því að hafa mikið að gera en ég er
ekki fyrir stanslausa streitu. Auk þess hent-
ar starf frá níu til fimm sjómannskonunni
illa.“
Gísli var á sjó og hélt skipi sínu þessa
daga, sem Gullý Hanna var að undirbúa
útkomu nýrrar hljómplötu sinnar, við
akkeri undan strönd Frakklands og beið
fyrirmæla skipafélagsins um hvert skyldi
næst halda. Skipafélög nota gjarnan þessa
aðferð að láta skipin liggja við akkeri á
meðan beðið er eftir farmi til þess að spara
hafnargjöld. Gullý Hanna vinnur nú fulla
vinnu utan heimilis auk tónlistarinnar. Auk
þess að sinna starfi sínu á spítalanum í
Svendborg frá níu til fimm, varð hún að
taka þátt í hluta skipulagningarinnar varð-
andi kynningu plötunnar.
Draumurinn uppfylltur
Platan kom út á föstudegi. Kynning á útgáf-
unni hófst um borð í víkingaskipi, safngrip,
sem var siglt frá smábátahöfninni í Svend-
borg til Luneborgar, bæjar norðar á hinni
fjónsku strönd, þar sent kynningin hélt
áfram með blaðamannafundi. Um borð
voru tónlistarmenn, sem unnu að plötunni
með Gullý Hönnu auk blaðamanna. Kvöld-
ið fyrir plötukynninguna átti Gullý Hanna
skrifa gjarnan 120 jólakort. Líður ekki vel
ef ég næ ekki að senda öllum kveðju en það
er dálítið erfitt að finna tíma til þess að
sinna þessu. Ég hef einnig mjög gott sam-
band við skólasystkini mín. Ég hef hitt þau
nokkrum sinnum á undanförnum árum.
Þegar við vorum tuttugu og tuttugu og fimm
ára gagnfræðingar og síðan hélt árgangurinn
minn - 49 árgangurinn, upp á sameiginlegt
fertugsafmæli í golfskálanum á Akureyri.
Mér finnst eins og tíminn hreinlega skrúfist
til baka er við hittumst. Ég man að þegar ég
kom heim fyrir tuttugu ára afmælið þá svaf
ég lítið síðustu næturnar fyrir tilhlökkun.
Ég skynja mjög sterkt þessar hlýju móttök-
ur frá gömlum vinum og skólasystkinum.
Þær hafa ef til vill meiri þýðingu fyrir mig af
því ég bý svo langt í burtu. Mér finnst sér-
stakur andi vera yfir 49 árgangnum og ég er
stolt yfir því að eiga svona samrýmda skóla-
félaga. Ég er einnig stolt yfir heimkynnum
mínum og stolt yfir því að vera íslending-
Gullý Hanna er tilfinningamanneskja.
Hún hefur meðal annars samið lag við ljóð
Hugrúnar, Fillipíu Kristjánsdóttur, um
móður drykkjumannsins og flytur það á
hinni nýju plötu. í ljóðinu er að finna raun-
sæja lýsingu á konu sem tapað hefur því
eina sem hún átti á vit Bakkusar konungs en
býður og lætur ekki af voninni um að dreng-
urinn hennar losni úr viðjum þeirra örlaga
og snúi til baka. „Ég hef verið spurð hvers
vegna ég hafi valið þetta ljóð. Mér finnst
það fallegt. Vonin í því höfðar til mín og
hefur haft mikil áhrif á mig. Ég veit að
margar mæður eiga þessa sorg í hjarta
sínu.“
Víkingaskipið leggur úr höfn í Svendborg áleiðist til Luneborgar þar sem kynning plötunnar fór fram með blaðamannafundi.
aðstæður. Við höfðum góða íbúð í skipinu
og Gísli hefur alltaf verið mikið fyrir að
sinna þeim.“ Gullý Hanna sækir albúm með
fjölskyldumyndum frá þeim tíma og við
flettum þeim yfir kaffinu að göngutúrnum
um Troense Strandvej loknum.
Albúmin eru einn þáttur í lífi Gullýjar
Hönnu. Hún er safnari og á síðunum rná
rekja sögu hennar - næstum lið fyrir lið.
Hún geymir líka öll bréf. Hún segist elska
að fá bréf að heiman. Sérstök stemmning sé
ætíð á aðfangadagskvöld að opna og lesa öll
bréf sem hafi borist. „Það er stór hátíðleg
stund.“ Gullý segir að allt þetta lesmál sem
hún hefur fengið til sín á þessum 16 árum í
Danmörku sé að verða nokkuð plássfrekt
og eiginmanninum finnist stundum alveg
nóg um.
„Gaman af því að hafa mikið að gera
en er ekki fyrir stanslausa streitu“
En áður en skilið er við sjómannskonuna í
Svendborg og farið að tala um tónlistar-
manninn á sama bæ berst spjallið yfir kvöld-
kaffi með „lagkage“ á íslenska vísu að
leið til Luneborgar. Að leggja síðustu hönd
á undirbúning og ég slóst með í förina.
Gullý Hanna kvaðst hafa sungið frá því
hún man eftir sér og lengi hafa verið búin að
ganga með þann draum að gefa út plötu
þegar hún lét slag standa fyrir tveimur árum
og réðst í útgáfu fyrstu plötunnar. Hún
sagðist lengi hafa verið óákveðin hvort hún
ætti að leggja í þetta en eiginmaðurinn hafi
hvatt sig óspart og sagt að ekki væri eftir
neinu að bíða með að ráðast í þetta verk-
efni. „Ég gaf „Dr0mmen“ út sjálf en ég hef
útgefanda að „Hilsen til mins hjemstavn“.
„Elska að vera frændrækin“
Eftir því sem árunum erlendis fjölgar verð-
ur hún var við meiri söknuð eftir heimaland-
inu. „Ég gæti vel hugsað mér að búa hálft
árið heima og hinn helminginn hér.“ Og
plötumslagið ber merki þessara tilfinninga
því á bakhlið þess er mynd sem eiginmaður
hennar tók í Eyjafirði. „Ég hef oft haft
heimþrá og sakna vina og kunningja minna
heima á Islandi. Ég elska að vera frændræk-
in og samband mitt við æskuvinkonurnar er
mjög gott og tryggt. Gefur mér mikið. Ég
Gullý Hanna hefur samið lög við nokkur
Ijóða Jónasar Hallgrímssonar og Davíðs
Stefánssonar frá Fagraskógi, sem hún segir
að sé sitt uppáhaldsskáld. Á nýju plötunni
eru tvö laga hennar við ljóð Davíðs, Minn-
ing og Póstmaðurinn, en á fyrri plötu sinni
flutti hún einnig lög við nokkur ljóða hans.
Tónlist Gullýjar Hönnu er létt og grípandi.
Hún fylgir hefðbundnum vísnasöng á köfl-
um en spinnur oft léttari þráð inn í lög sín,
sem veldur því að þau falla vel að mildri
rödd hennar. Þótt hún hafi farið aðeins
meira út í poppið á þessari plötu vill hún alls
ekki kalla sig poppsöngkonu.
En hvað segir Gullý Hanna um framhald-
ið. Ætlar hún að vinna að þriðju plötunni.
„Ég er ekki hætt,“ segir hún eldsnöggt og
trúlegt er að hún kveði sér hljóðs á nýjan
leik í lögum og ljóðum - jafnvel innan
skamms.
„Ég get verið hræðilega ákveðin“
Okkur dvaldist í Luneborg fram eftir
kvöldi. Ganga þurfti frá ýmsum lausum
endum varðandi morgundaginn og Gullýju
Hönnu fannst greinilega að samstarfs-
mennirnir gætu hraðað sér meira. „Ég ætla
ekki að vera hér í allt kvöld,“ sagði hún hátt
á íslensku og ákveðnin í röddinni leyndi sér
ekki. Danirnir skynjuðu alla vega hljómfall-
ið og málin tóku að leysast. A leiðinni til
baka ræddum við um persónuna Gullýju
Hönnu Ragnarsdóttur. „Ég er eflaust marg-
breytileg,“ sagði hún um leið og hún beindi
nýja bílnum sínum inn á aðalveginn til
Svendborgar. „Ég get verið hræðilega
ákveðin - eins og áðan. Ég ætlaði alls ekki
að fara að hanga þarna í allt kvöld. Þeir
voru ekkert að flýta sér að ljúka þessu. En
ég er líka viðkvæm - get grátið. Ekki síst
þegar ég sé að einhverjir eiga erfitt. Svona
andstæður eru til í mér. Alveg eins og með
ævintýraþrána - ég er stundum hræðilega
kjarklaus - til dæmis hef ég aldrei getað
losnað við ntyrkfælnina. En ég hef alla tíð
haldið mínum stíl í þeim breytileika, sem
annars hefur einkennt líf mitt og sá stíll
breytist ekkert. Ég hef aldrei látið tísku-
sveiflur á hverjum tíma hafa áhrif á hann.“
„Ætli ég sé ekki dálítill
strákur í mér“
Ég minnist stelpu - einhvern tímann á æsku-
árunum - um verslunarmannahelgi - á leið
um Skagafjörð - fyrir neðan Varmahlíð
mætti ég henni - einni á ferð - gangandi -
með engan farangur.
Ég rifjaði þetta atvik upp í bílnum á leið-
inni frá Luneborg. Dálítið dæmigert. Ef til
vill ekki fyrir sjómannskonuna í Svendborg.
Eða dægurlagasöngkonuna á Tásinge sem
nú er á „Dansktoppen". En dæmigert fyrir
grallarann af syðri brekkunni á Akureyri.
„Ég var alltaf haldin ævintýraþrá. Mér
fannst svo spennandi að ferðast á puttanum.
Ég hafði húkkað far með einhverjum strák-
um úr Reykjavík, sem voru á svörtum
amerískum kagga. Þeir veltu bílnuin í
Vatnsskarðinu og þar með lauk samskiptum
mínum við þá. Já - ég var með lítinn eða
engan farangur með mér. Ég fékk síðan far
á puttanum til Siglufjarðar og þaðan heim
til Akureyrar eftir einn eða tvo daga.
Reykjavíkurferðin snérist í öfugra átt. Ég
man einnig eftir því að ég fór með einni vin-
konu minni á puttanum til Vopnafjarðar og
við sátum í grenjandi rigningu á vörubíls-
palli.“
Gullý Hanna heldur mikið upp á fjólu-
bláan lit. Klæðist gjarnan fötum þar sem
fjólan er áberandi. Heimili hennar ber
einnig vott um að þarna sé um ákveðið
persónulegt einkenni að ræða. Fjólubláu og
bleiku hlutirnir eru áberandi. Smáhlutir sem
veita hýbýlunum hlýju - matar- og kaffistell
að fataskápunum ógleymdum. „Ég held
mikið upp á fjólubláa og bleika litinn. Hann
er orðinn eitt af einkennum mínum,“ segir
Gullý Hanna.
Gestkvæmt var á heimili Gullýjar Hönnu
þetta síðasta kvöld fyrir plötukynninguna
og eins og íslenskri húsmóður sæmir varð
fólk að þiggja veitingar. Engu líkara var en
kjúklingarnir fjölguðu sér sjálfir í ofninum
og síðar um kvöldið kom vinkona hennar
Bergþóra Árnadóttir, söngkona, ásamt
dönskum sambýlismanni. Þau eru búsett á
Jótlandi og komu til að vera viðstödd plötu-
kynninguna að morgni. Og síminn hringir
án afláts. Samstarfsmenn - útgefandinn -
Danmarks radio. Hún á að mæta þar klukk-
an sex að morgni. Gullý Hanna hefur greini-
lega rétt fyrir sér þegar hún segist geta notið
þess að hafa mikið að gera. Þrátt fyrir að
liðið sé fram á nótt er enn verið að störfum.
Dálítið íslenskur vinnutími. Og hún kann
greiniiega vel við sig innan um tónlistar- og
tæknimenn, sem tengjast plötuútgáfunni á
einhvern hátt. Stelpan sem lék sér með
strákunum í húsgrunnum og á moldarhaug-
um í bernsku og gekk í öll verk með strák-
unum á sveitabæjum í æsku var greinilega
að verki með tónlistarstrákunum. Er það
ekki rétt? Og ekki stendur á svari Gullýjar
Hönnu. „Þegar ég var í Vopnafirði þá vann
ég alltaf sömu verk og strákarnir - ætli ég sé
ekki dálítill strákur í mér.“
Viðtal:
Þórður Ingimarsson