Dagur - 30.11.1991, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Laugardagur 30. nóvember 1991
Heilsupósturinn
Það er ekki langt síðan mikið
bar á umræðu um aukefni í fjöl-
miðlum þar sem mikið var spáð
í það hvort þau væru jafnvel
hættulegri en af er látið. Margir
vilja kenna þessum efnum um
hina margvíslegustu kvilla en
oftast ber á góma ofnæmi eða
óþol af ýmsu tagi þegar nei-
kvæðu hliðar þessara efna eru
ræddar. Einnig hefur skotið upp
kollinum kenningum um það að
einhver þessara efna kunni að
eiga einhvern þátt í vandamál-
um ofvirkra barna. Þar hefur þó
ekki verið hægt að sýna fram á
óyggjandi samhengi þannig að
menn hafa ekki treyst sér til að
birta lista yfir þau efni sem talin
eru hafa þessi áhrif. í það
minnsta ekki samkvæmt þeim
heimildum sem greinarhöfund-
ur hefur. Þó hefur foreldrum í
einhverjum tilvikum þar sem
um ofvirk börn er að ræða verið
ráðlagt að halda börnunum frá
neysluvörum sem innihalda
þessi ákveðnu aukefni.
í tengslum við þessi aukefni
hefur verið býsna mikið um
misskilning hjá fólki varðandi
skaðsemi þeirra. Misskilningur-
inn hefur oft á tíðum verið á þá
leið að halda að öll þessi svo-
kölluðu E-efni séu stórhættu-
leg. Svo er þó alls ekki. Þessi
efni eru að sjálfsögðu misjöfn
eins og talað var um hér að ofan
en þau hafa öll verið samþykkt
sem óskaðleg efni sem óhætt er
að nota í vissu magni í matvæli.
Nokkur vítamín hafa jafnvel E-
númer. Þess vegna má ekki mis-
skilja þessi E-númer á þann veg
að halda að E standi fyrir eitur
eða annað ámóta.
í reglugerð um aukefni í
matvælum og neysluvörum eru
aukefni skilgreind orðrétt á
eftirfarandi hátt: „Aukefni eru
efni sem notuð eru við fram-
leiðslu matvæla eða annarra
neysluvara sem tæknileg
hjálparefni eða til að hafa áhrif
á geymsluþol, lit, lykt, bragð
eða aðra eiginleika vörunnar.
Þegar varan er boðin til sölu eru
aukefnin að einhverju eða öllu
leyti til staðar : vörunni í
breyttu eða óbreyttu formi.“
Við skulum líta á helstu
flokka aukefna í matvælum.
Rotvarnarefni
Þau koma í veg fyrir eða draga
úr vexti örvera. Þarna stöndum
við frammi fyrir miklum vanda.
Við vitum að fersk fæða er það
heilnæmasta sem við fáum en
samt viljum við neyta fjöl-
breyttrar fæðu og til þess að
geta það verðum við að notast
við rotvarnarefni. Frysting,
kæling, söltun og þurrkun duga
ekki í öllum tilvikum. Neikvæð
áhrif rotvarnarefna hafa hugs-
anlega ekki náð jafn mikið fram
að ganga eins og ef verið hefði
ef allar matarvenjur okkar í dag
byggðust ekki á þeim grunni að
borða fjölbreyttan mat.
Þráavarnarefni
Þau koma í veg fyrir að olíur og
fita þráni með því að hindra
snertingu þeirra við súrefni.
Það yrði illmögulegt að pakka
og selja fjölmargar neysluvörur
ef þeirra nyti ekki við.
Bindiefni
Þau eru notuð til að binda sam-
an hráefni í mat þannig að úr
verði heilsteypt vara. Reyndar
geta matvælaframleiðendur
misnotað þau á þann hátt að
nota þau til þess að auka hlut-
fall vatns á móti hráefni í mat-
vælum en það er önnur saga.
Mörg af þeim bindiefnum sem
notuð eru hér á landi eru alger-
lega náttúruleg og hafa litlar
eða engar neikvæðar verkanir.
Til viðbótar við þau efni sem
að ofan hafa verið talin mætti
bæta við sýrum, bragðefnum,
kekkjavarnarefnum, lyftiefnum
og froðueyðandi efnum en við
látum hér við sitja.
Það er eins og með margt
annað að viðbrögð fólks við
mörgum af þessum efnum eru
ákaflega persónubundin og þess
vegna væri sennilega hverjum
manni hollast að líta í eigin
barm og hugleiða hvort mögu-
leiki væri að ástæðan fyrir þeim
kvillum sem herja á heilsuna sé
ef til vill falin í viðbrögðum lík-
amans við einhverju af þessum
efnum. Þrátt fyrir að öll þessi
efni séu lögleg og séu í samræmi
við reglugerð um þessi efni þá
er vitanlega um undantekningar
að ræða í þessum málum eins og
öðrum þar sem þol fólks við
þessum efnum getur verið per-
sónubundið. í flestum apótek-
um er hægt að fá lista yfir þessi
efni og það er hverjum manni
hollast að kynna sér ofurlítið
hvert eðli þessara efna er og
byrja að hafa gætur á merking-
um umbúða neysluvara ef vitað
er um óþol gegn einhverjum
ákveðnum efnum.
Litarefni
Þau eru í aðalatriðum notuð
vegna útlits vörunnar. Mörg eru
náttúrleg eins og best gerist og
því algerlega óskaðleg en talið
er að fjölda leyfilegra litarefna
muni fara fækkandi í nánustu
framtíð vegna þess hve umdeild
sum þeirra eru.
Sætuefni
Þau hafa geysilegan sætustyrk
og eru notuð í gríðarlegu magni
í ótrúlegustu neysluvörum í
dag. ÞEim vörum fer ört fjölg-
andi sem sætuefni eru notuð í
og ber þar hæst Nutra Sweet
eða Aspartam. Aspartam er
þaulprófað efni en sum af þeim
sætuefnum sem notuð eru í dag
eru mjög umdeild. Ef sætuefna
er neytt í miklu magni þá geta
þau haft hægðalosandi áhrif.
Kvikmyndarýni
Leikaralöggan
Borgarbíó sýnir: Leikaralögguna
(The Hard Way).
Leikstjóri: John Badhani.
Aðalhlutverk: Michael J. Fox og
James Woods.
Universal 1991.
í stórborginni New York gengur
fjöldamorðingi laus er gerir sér
leik að því að tilkynna lögregl-
unni um óframin morð er hann
hyggst fremja. James Woods er
lögregluþjónn sem þráir ekkert
heitar en að hafa hendur í hári
morðingjans. Michael J. Fox er
kvikmyndaleikarinn í Hollywood
sem þráir ekkert heitar en að fá
hlutverk lögreglumanns í fyrir-
hugaðri stórmynd. Til að kynnast
lífi lögregluþjónsins af eigin
raun, og standa betur að vígi í
keppninni um hlutverkið, kemur
Fox því þannig fyrir að hann fær
að gerast félagi Woods um tíma.
Erjur þeirra tveggja, lögreglu-
mannsins og leikarans, ástar-
raunir Woods og barátta við að
góma morðingjann eru þeir
þræðir er leikstjórinn John
Badham tvinnar saman í
Leikaralöggunni. Þetta er dæmi-
gerð „félagsóvinamynd“, Woods
fyrirlítur Fox en sá síðarnefndi
gerir allt til að falla í kramið og
auðvitað fallast þeir í faðma þeg-
ar dregur nær lokum. Hinn deigi
(Fox) verður þó að sanna sig fyrst
áður en hann er tekinn inn í sam-
félag karlmenna.
Fox fer í gegnum sína rullu á
venjubundinn hátt, draminn ætl-
ar rétt að kaffæra hann, handa-
patið er mikið og leikræn tilþrif
öll með hástemmdum hætti. Þrátt
fyrir á köflum barnalegan ofleik
þá er það þó ekki Fox sem
skemmir kvikmyndina heldur
James Woods - svo bresta
krosstré sem önnur tré. Woods
fellur í sömu gryfjuna og Fox að
ofleika. Að vísu á Woods glæpa-
lögga að vera maður bitur en
linnulítill æsingur Woods fer illa
með persónuna. Raunar fer hann
úr einni öfginni í aðra, af hæstu
nótum út á þær hálustu þegar
hann ræðir við yfirmann sinn og
yfir á þær væmnustu þegar hann
hittir verðandi ástkonu sína.
Woods er langt því frá að vera
sannfærandi glæpalögga og fær
raunar rýtinginn í bakið frá leik-
stjóranum og handritshöfundi
Laugardag og sunnudag kl. 11.00-16.00
Mdnudag til föstudags kl. 17.00-21.00
S Golfbúb Davibs
Jobri • Sími 23846
þegar bíófaranum er boðið inn á
heimili hins bitra lögreglumanns.
Þar er allt eins og klippt út úr
Húsum og híbýlum eða Bo
bedre. Skýringin; jú þetta er eng-
in bíómynd en þar eru heimili
ógiftra lögreglumanna gerð líkust
svínastíum en minna má nú gagn
gera.
Leikaralöggan er dæmigerð
fyrir margt sem þarf ekkert endi-
lega að gera hana slæma. Það eru
hins vegar leikararnir sem bregð-
ast sínu hlutverki og myndin fell-
ur með þeim.
James Woods og Michael J. Fox, fjandvinir í Leikaralöggunni.
Tortímandinn
Borgarbíó sýnir Tortímandann 2
(Terminator 2. Judgement Day).
Leikstjóri: James Cameron.
Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger,
Linda Hamilton og Robert Patric.
Tri-Star Pictures 1991.
Þá er tortímandinn kominn á stjá
öðru sinni en er nú allt annað vél-
menni en í fyrra sinnið. Forritinu
hefur verið breytt, í stað þess að
spila á svörtu nótunum, myrða og
drepa, á vélmennið að vernda
soninn sem það hafði áður reynt
að drepa ófæddan með því að
koma móðurinni fyrir kattarnef.
í það skiptið, tortímandanum
númer eitt, hafði sonurinn sent
mennskan mann til baka í tíman-
um til að vernda móður sína og
um leið sjálfan sig en tilbaka-
sendillinn varð jafnframt ástmað-
ur móðurinnar og faðir sonarins.
í þetta skiptið er enn vá fyrir dyr-
um og sonurinn sendir öðru sinni
verndara aftur í tímann til að
forða sjálfum sér frá bráðum
bana. Verndarinn í þetta skiptið
er tortímandinn í mynd eitt -
flókið? Bíðið þá þangað til þið
heyrið um hinn raunverulega
drápara í þessari nýjustu mynd
leikstjórans James Camerons en
hann samdi einnig handritið að
henni ásamt William nokkrum
Wisher.
Schwarzenegger mundar byssuna sem vélmennið í Tortímandanum 2.
„Illmennið“ í Tortímandanum
númer tvö er háþróað vélmenni,
T-1000, byggt af fljótandi málmi.
Það hefur marga eiginleika, með-
al annars þá að geta smogið í
gegnum þykka og þunna veggi,
tekið á sig lag og svip dauðra
hluta jafnt sem lifandi manna.
Því miður kemst K-1000 þó
aldrei í þá snertingu, eða það
stuð, að breytast í Arnold-
tortímanda.
Tortímandinn 2 er ekki gerð til
annars en að skemmta bíófaran-
um og losa hann við fáeinar
krónur. Skemmtunin er fólgin í
ofbeldi, vondri meðferð bíla og
örfáum hnyttilegum tilsvörum.
Ástæða þess að uppskriftin lánast
er vafalaust frábærar tæknibrell-
ur en þær eru aðalsmerki Tortím-
andans og kvikmyndatakan sem
gerir bíófarann nánast að þátt-
takanda í bílveltum og öðrum
óhöppum. Tæknibrellurnar bein-
ast fyrst og fremst að því að gera
K-1000 að sennilegu vélmenni -
og það tekst.