Dagur - 30.11.1991, Qupperneq 20
20 - DAGUR - Laugardagur 30. nóvember 1991
Bílar
Citroen XM
Mælar eru skýrir og vel staðsettir og í stýrishjólinu miðju eru takkar til að
stjórna útvarpinu.
Vélin skilar sínu nokkuð vel, þótt bíllinn sé þungur.
Citroen hefur lengi haft nokkra
sérstöðu meðal bílaframleið-
enda. Citroen bílar hafa verið
tæknilega frábrugðnir öðrum bíl-
um og útlit þeirra hefur einnig
verið óvenjulegt, nær undantekn-
ingalaust bæði fallegt og nýtísku-
legt, en jafnframt „klassískt".
Það er reyndar ekki að undra því
einn þekktasti „bílaarkitekt"
heims hinn ítalski Bertone hefur
oftast lagt þar gjörva hönd á
plóginn.
Einn þeirra bíla sem nú teljast
til klassískra ökutækja er Citroen
DS, sem kom fyrst á markaðinn
1955 og var framleiddur í 20 ár.
Þá tók við Citroen CX og síðan
Citroen XM. Vökvafjöðrunin
sem Citroen hefur haft einkaleyfi
á allt til þessa dags náði fyrst hylli
bílkaupenda í DS bílnum. Vökva-
kerfið hefur þróast verulega í
tímans rás, ýmsir gallar hafa ver-
ið lagfærðir og kerfið fullkomn-
að. Eg hef þó ekki hingað til ver-
ið einlægur aðdáandi Citroen
bíla, hefur þótt frágangur of lak-
ur og vökvakerfið of mjúkt við
sumar aðstæður og of hart við
aðrar.
Nýjasta gerð af stærsta bíl
Citroen heitir Citroen XM. Lið-
lega tvö ár eru liðin frá því að
bíllinn kom á markaðinn og hlaut
þá verulega athygli enda var
fyrirrennarinn, Citroen CX, orð-
inn talsvert aldurhniginn. Nokkr-
ar gerðir eru til af Citroen XM,
bíllinn fæst með 3 gerðum bens-
ínvéla og einni díselvél. Bíllinn
sem ég fékk til umráða var með
2,0 lítra bensínvél og sjálfskipt-
ingu og hann var einnig í útgáfu
sem nefnist Ambiance, en þeirri
nafngift fylgir mikill útbúnaður
til þæginda og öryggis.
Skemmst er frá því að segja að
ég mátti endurskoða frá grunni
hugmyndir mínar um Citroen að
loknu stefnumóti við þetta glæsi-
lega, rúmgóða og vel búna
franska ökutæki.
Citroen XM er stór bíll. Rýmið
bæði fyrir fólk og farangur er
mikið og vel búið. Sætin eru nú
stinn og styðja vel við þá sem í
þeim eru og óvenju gott rými er
fyrir 3 farþega í aftursæti. Allar
hurðir eru stórar og opnast vel og
afturhlerinn er þannig útbúinn að
innan við hann er aukarúða sem
kemur í veg fyrir að norðangarr-
inn kæli farþegana niður í núll ef
opna þarf farangursrýmið. Stjórn-
tækin eru staðsett eins og vera
ber, og þau auðveld í notkun og
er þá af sem áður var hjá Citroen.
Mælar eru einnig skýrir og vel
staðsettir. Útsýnið er mjög gott
enda gluggafletir stórir. Eina
undantekningin er útsýnið aftur
úr bílnum sem er svolítið þröngt.
Bíllinn sem ég ók var hlaðinn
rafdrifnum þægindum svo sem
sjálfvirku hitakerfi, fjarðstýrðri
samlæsingu, rafstýrðum og hituð-
um framsætum, rafstýrðum spegl-
um og rúðum, svo eitthvað sé
nefnt. Þá er ótalið útvarp sem
stjórna má frá tökkum á miðju
stýrishjólinu? (Líklega ekki eins
vitlaust og það lítur út fyrir.)
Frágangur Frakka er nú all-
góður en þó e.t.v. ekki alveg
óaðfinnanlegur.
Þægindin í Citroen XM eiga þó
enn frekar rætur sínar að rekja til
fjöðrunar og aksturseiginleika.
Vökvakerfið, sem stýrir fjöðrun-
inni, hemlunum og stýrinu, vinn-
ur afar vel í þessum stóra bíl.
Fjöðrunin hefur tvær stillingar
(Hydractive) mjúka og stífa. Sú
mýkri ljær bílnum ótrúlega mýkt,
einkum á stórum, grófum ójöfn-
um. Hraðahindranir væru t.d.
fullkomlega gagnslausar ef allir
ækju Citroen XM. Hinn harði
titringur á ákveðinni gerð malar-
vega sem mér hefur hingað til
fundist lýta fjöðrunareiginleika
Citroen er nú nær alveg horfinn
og veghljóð er afar lítið. Stífari
stillingin er ætluð til meiri tilþrifa
í akstri á krókóttum vegum og
veitir ökumanni staðfastari til-
finningu fyrir veginum. Ennfrem-
ur vinnur vökvakerfið á árang-
ursríkan hátt gegn þyngdarlög-
málinu og kemur nær alveg í veg
fyrir að bíllinn hallist í beygjum.
Það er eiginlega ótrúlegt hvað
hægt er að bjóða þessum stóra bíl
krappar beygjur án þess að hann
missi veggrip eða valdi ökumanni
vandræðum. í báðum stillingun-
um heldur vökvakerfið bílnum
alltaf í sömu hæð frá vegi án tillits
til hleðslu og svo er auðvitað
hægt að hækka og lækka bílinn ef
menn vilja, allt upp í „slyddu-
jeppahæð". Við þetta allt má svo
bæta stýri sem verður nákvæmara
með vaxandi hraða og hemlakerfi
með læsivörn (ABS). Samanlagt
hefur þetta í för með sér aksturs-
eiginleika sem eru með því al-
besta og öruggasta sem undirrit-
aður hefur reynt. Citroen XM er
rásfastur eins og „eimlest" og
liggur eins og „klessa" við nær
allar aðstæður.
Citroen XM fæst með nokkr-
um vélargerðum, þ.á m. 3,0 lítra
V-6 sem vafalaust er helst sam-
boðinn aksturseiginleikum bíls-
ins. XM-inn er allþungur og því
hafði ég nokkrar efasemdir um
að 2 lítra vél væri fullnægjandi.
En vélin skilar sínu nokkuð vel,
þó hlutverkið sé þungt. Hún er
dálítið hávær og hefur fremur
grófan gang, en það heyrist eigin-
lega aldrei inni í bílnum, heldur
einungis úti og það skapraunar
því ekki ökumanni eða farþegun-
um að öðru jöfnu. Auðvitað er
viðbragðið og hröðun ekki eins
og í sportbíl en þó alveg viðun-
andi og eiginlega er bíllinn miklu
léttari og liprari í akstri en búast
má við miðað við stærðina. Bíll-
inn sem ég ók var sjálfskiptur og
ég er viss um að beinskipting skil-
ar betur því sem vélin býr yfir.
Sjálfskiptingin er þó líklega
fremur viðeigandi í svona lúxus-
kerru, sem hlaðin er þægindum.
Hún er 4 þrepa, vinnur ágætlega,
hefur mjúkar skiptingar og er
þægileg í notkun.
Aksturinn í Citroen XM var
mér óvænt ánægja. Forverinn,
Citroen CX, var að sönnu ágætur
bíll og vissulega óvenjulegur, en
þó langt frá því að vera jafn
ánægjulega óvenjulegur og XM.
Bíllinn er stór, rúmgóður og
hlaðinn þægindum og hefur frá-
bæra aksturseiginleika.
n , - - 1 . . T —
Óska eftir að ráða vant sölufólk Bæði dag- og kvöldvinna. Góö sölulaun. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Dags merkt „Sölu- fólk“ fyrir 5. desember.
fl n á u U F fjórðungssjúkrahúsið IOCiJ ÁAKUREYRI /leinatæknir óskast Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. msóknarfrestur er til 10. desember 1991. pplýsingar veitir yfirmeinatæknir í síma 96-22100. jórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Móðir okkar,
KRISTBJÖRG SVEINSDÓTTIR,
Hafnarstræti 15, Akureyri,
sem lést 22. nóvember, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 3. desember kl. 13.30.
Börn hinnar látnu.
Ástkær eiginkona mín, tengdadóttir, móðir, tengdamóðir og
amma,
GUÐRÚN BJÖRG GUÐNADÓTTIR,
verður jarðsungin miðvikudaginn 4. desember kl. 14.00 frá
Svalbarðskirkju.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar og
nágrennis.
Sigfús Árelíusson,
Lára Þorsteinsdóttir,
Lára Kristín Sigfúsdóttir, Halfgrímur Haraldsson,
Hafsteinn Sigfússon, Eygló Kristjánsdóttir,
Halldór H. Sigfússon, Svana Jónsdóttir,
Sigrún H. Sigfúsdóttir, Ari Fossdal,
Sólveig Sigfúsdóttir, Reynir Jónsson
og barnabörn.
Gerð: Citroen XM 1.0 Injection (Ambiance), 5 manna, 5 dyra
fólksbíll, vél að framan, framhjóladrif.
Vél og undirvagn: 4 strokka, fjórgengis bensínvél, vatnskæld,
yfirliggjandi knastás, bein eldsneytis-innspýting, slagrými: 1998
cm3, borvídd: 86,0 mm, slaglengd: 86,0 mm, þjöppun 8,8:1,122
hö við 5600 sn/mín, 170 Nm viö 4000 sn/mín. Hvarfakútur
(katalysator).
Drif á framhjólum, 4-þrepa sjálfskipting. Sjálfstæð fjöðrun að
framan með þríhymdum þverarmi að neðan , McPherson-legg
og vökva-loftfjöðrun. Að aftan langsarmar með vökva-loftfjöðr-
un. Handvirk hæðarstilling og sjálfvirk hleðslujöfnun. Aflstýri,
aflhemlar, diskar að framan og aftan, hemlalæsivörn, hand-
bremsa á framhjólum. Hjólbarðar 205/60 R 15 V, eldsneytis-
geymir 80 lítra.
Mái og þyngd: Lengd 470,8 cm; breidd 179,4 cm; hæð 138,2
cm; hjólahaf 285,0 cm; sporvídd 152,0/144,7 cm; eigin þyngd
ca. 1.377 kg; hámarksþyngd 1845 kg.
Framleiðandi: Citroen (PSA), Frakklandi.
Innflytjandi: Globus hf., Reykjavík.
Umboð: Bifreiðaverkstæði Gunnars Jóhannssonar, Akureyri.
Verð: Ca. kr. 2.370.000.